Dagur - 18.07.1998, Page 17
LAVG'ARDAGUK l 7 "JÚLt 1*98'- 33
LÍFIÐ í LANDINU
„Hagsmummálin eru
kvóti og vegir, “ segir
Bjöm ÓliHauksson,
sveitarstjóri á Tálkna-
firði. Hann hefurverið
verkfræðingur og um
skeið við hjálparstörfí
írak. Hann segirsumt
í því svipað sveitar-
stjórastarfinu.
®rri
wvmm
Björn Óli Hauksson, sveitarstjóri, við höfnin á Tálknafirði. „Eigum allt undirþví að sóknardagar og aflaheimildir smábáta verði ekki skertar frekar. Þá kynni að
koma upp sú staða að ekki myndi borga sig að gera út héðan.“ mynd: sbs.
Úr Flóastríði
og vestur á firði
„Helstu hagsmunamálin hér á
sunnanverðum Vestfjörðum eru
að mínu mati að bæta vegasam-
göngur og að halda kvótanum
hér innan svæðisins. Því miður
hafa fólk og fyrirtæki hér um
slóðir ekki mikla fjármuni til
kvótakaupa og því væri einhvers-
konar byggðakvóti það sem við
myndum gjarnan vilja, eða að
aðkomubátar myndu koma hing-
að inn í meira mæli og landa
sínum afla, sem myndi aftur
skapa meiri atvinnu,“ segir
Björn ÓIi Hauksson, sveitar-
stjóri á Tálknfirði.
Hlýrra veður og mildara
Björn ÓIi kom fyrst á sunnan-
verða Vestfirði á síðasta ári, þeg-
ar hann var kallaður til viðtals
vegna umsóknar um sveitar-
stjórastarfið á Tálknafirði. Hann
fékk starfið og hefur verið vestra
nú í tæplega eitt ár. „Þó ég hefði
komið á nánast hvern stað á
landinu átti ég suðurhluta Vest-
Ijarða alltaf eftir. Hér á svæðinu
sunnan Arnarfjarðar er hlýtt og
fremur milt veður. Veðrið hér er
líkara þvi sem gerist suður við
Breiðafjörð, fremur en það sem
er við Isafjarðardjúp.“
Tálknafirðingar eru um 330.
Hefur sú tala haldist nokkuð
jöfn síðustu misseri. Hinsvegar
fækkaði íbúum umtalsvert, eða
um 50 á stuttum tíma, 1994
þegar togarinn Tálkni var seldur
burt. Hafði það ýmis önnur
áhrif í för með sér, til dæmis
Iækkað fasteignaverð. Hinsvegar
hefur kraftmikil smábátaútgerð
að nokkru leyti komið í stað tog-
arans góða og með henni hefur
atvinna í byggðarlaginu haldist
nokkuð stöðug að undanförnu.
Eigum allt iindir
sóknardögum
„Við eigum allt okkar undir því
að sóknardagar og aflaheimildir
smábáta verði ekki skertar enn
meir. Þá kynni að koma upp sú
staða að ekki myndi borga sig að
gera út héðan, til dæmis fyrir þá
sjómenn annarsstaðar af land-
inu sem koma hingað yfir sum-
arið,“ segir Björn.
A fimmta tug smábáta eru í
sumar gerðir út frá Tálknafirði,
þar af um 20 aðkomubátar, og
leggja þeir hráefni sitt inn hjá
Þórsbergi ehf., Hraðfrystihúsi
Tálknafjarðar og Utnausti, en
þau fyrirtæki verka svo að segja
allan sinn afla í saltfisk. Þá fer
fyrirtækið Rauðhamar af stað
með starfsemi í kauptúninu á
næstunni, sem er eitt nokkurra
fyrirtækja í samsteypu Ketils
Helgasonar í Bolungarvík og fé-
laga hans, sem eru með starf-
semi víða um Vestfirði. Segir
Björn Óli að því megi búast við
uppgangi á staðnum næstu ár,
að öðru óbreyttu.
Að loknum Flóabaidaga
Björn Óli, sem er 38 ára að
aldri, kom víða við áður en hann
hóf störf sem sveitarstjóri á
Tálknafirði. Hann er rekstrar-
verkfræðingur að mennt og
starfaði um skeið sem verkfræð-
ingur í Reykjavík, en uppúr
standa ef til vill störf hans í
hjálparsveitum Rauða krossins
suður í Irak að loknum Flóabar-
daga. „Við vorum fimm Islend-
ingar sem fórum til írak um
páskana 1991, fljótlega eftir að
stríðinu lauk. Haldið var til
borgarinnar Nasseriha, sem er í
Kúrdahéruðum Iraks. Ummerki
stríðsins í landinu voru mjög
greinileg, sem sást aðallega á því
að búið var að sprengja allar
brýr helstu samgönguæða," segir
Björn ÓIi og bætir við:
„Okkar stóra
verkefni í Nass-
eriha var að
ganga í að
tryggja íbúum
borgarinnar
neysluvatn, og
eftir að búið var
að sprengja raf-
orkuverin í Ioft
upp var veitu-
kerfið ónothæft.
Okkur tókst á
nokkrum vikum
að koma upp
vatnsdreifstöðv-
um víðsvegar
um borgina en
þangað gat fólk
sótt sér vatn í
fötur. Síðar fór ég til Bagdad þar
sem ég var við störf í um hálft ár
og starfaði sem stjórnandi á allri
umsýslu með hjálpargögn, vélar
og tæki sem send voru út um
Iandið en með þeim tókst að
koma neysluvatnskerfum í gang
sem dugði til bráðabirgða.“
Birtmgarmyndir
öiiiurleikans
Björn Óli segir að frá því að
hann kom til Bagdad snemma
sumars 1991 og fram að ára-
mótum hafi Iífið í borginni verið
smátt og smátt að færast í sitt
fyrra horf. „Upplifunin var ekki
ólík því að maður væri staddur i
kaupstað að nóttu til og fylgdist
með þegar Iífið í bænum vakn-
aði og færi smátt og smátt í
gang,“ segir hann.
„Fyrir stríðið var Irak ríkt
land, það gerði olíugróðinn. En
viðskiptabann Sameinuðu þjóð-
anna saumaði
að lífinu í land-
inu. írakar eru í
dag orðnir fá-
tæk þjóð. Það
man ég að um
það leyti sem ég
var á heimleið, í
árslok 1991, var
fólk farið að
bera fjölskyldu-
djásn sín út á
götumarkaðina.
Betlarar voru
Ifka komnir á
stjá. Þessar birt-
ingarmyndir
ömurleikans
hafa síðan orðið
æ meira áber-
andi í Irak í seinni tíð eftir því
sem viðskiptabannið hefur verið
lengur við lýði.“
Maður þarf að bjarga sér
Björn Óli segir að hann hafi um
margt kynnst snortu hjartalagi
Iraka, enda þó margar menning-
arhefðir Múhameðstrúar komi
Vesturlandabúum sérkennilega
fyrir sjónir. „Síðan rak ég mig á
þarna suður frá að margt er til í
þessum Ijóðlínum Tómasar
Guðmundssonar um að hjörtum
manna geti svipað saman í Súd-
an og Grímsnesinu. Að minnsta
kosti gekk mér miklu betur að
ná sambandi með handapati og
heimagerðu táknmáli við þá
heldur, en við þá Egypta sem
þarna störfuðu.
Það eru síðan ákveðnir þættir
í sveitarstjórastarfinu og í hjálp-
arstörfunum í Irak sem eru ekki
ólíkir. Maður þarf í báðum störf-
um að vera fljótur að setja sig
inní mál og sé það ekki hægt
verður að fá annan sérfræðing
sér til aðstoðar. Þarf, með öðr-
um orðum, að geta bjargað sér.“
Aldcilis ekki fásinni
„Eg hef kunnað vel við mig hér
fyrir vestan og ég er bjartsýnn á
framhald mála hér um slóðir,“
segir Björn ÓIi Hauksson. Hann
segir mest um vert fyrir staði
einsog Tálknafjörð að þeir haldi
sínum hlut í aflaheimildum,
enda sé lífið í sjávarþorpunum
fyrir vestan fyrst og fremst salt-
fiskur. Bættar vegasamgöngur sé
líkt brýnt hagsmunamál, lítið
hafi verið unnið í vegafram-
kvæmdum á Dynjandisheiði og
Barðaströnd í hálfan annan ára-
tug og því telji fólk á þessum
slóðum að röðin sé komin að
því.
„I mínum huga er líka mikils-
vert að hér er óþvingað mannlíf
og ég held að ég hafi aldrei verið
virkari þátttakandi í félagslífi en
síðan ég flutti hingað, i þetta
fásinni sem sumir í Reykjavík
héldu að ég væri að fari í en sú
hefur aldeilis ekki verið raunin."
-SBS.
„Ákveðnirþættir í
sveitarstjórastanfinu
og í hjálparstöifum í
írak ekki ólíkir. Maður
þarfað vera fljóturað
setja sig inn í mál.
Þarf, með öðmm orð-
um, aðgeta
bjargað sér. “