Dagur - 30.07.1998, Side 4

Dagur - 30.07.1998, Side 4
4 -FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 ro^tr FRÉTTIR SKAGAFJ ORÐUR Skólanefnd í Skagafiröi Skólanefnd sameinaðs sveitarrélags í r Skagafirði hefur samþykkt að Hallfríður Sverrisdóttir verði aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Sauðárkróki en hún hefur verið aðstoðarskólastjóri Barna- skólans. Barna- og Gagnfræðaskólinn hafa verið sameinaðir og er Óskar G. Bjarnason skólastjóri hans. Sveitar- stjóra hefur verið falið að gera starfslok- saminga við skólastjóra Barna- og Gagnfræðaskólans og leggja fyrir Byggðaráð. I byggðaráði eiga sæti Her- dís A Sæmundardóttir, formaður, Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar, EI- ínborg Hilmarsdóttir, Páll Kolbeinsson og Ingibjörg Hafstað. Skóla- nefnd samþykkti að fela skólastjórum grunnskólanna í sveitarfélag- inu í samráði við formann skólanefndar og sveitarstjóra að ákveða hvaða hlunnindi skal bjóða þeim kennurum sem ráða þarf til starfa fyrir næsta skólaár. Skólanefnd hefur samþykkt að kannaðir verði möguleikar á þvi að byggja allan grunnskólann á lóð Gagnfræðaskól- Frá Sauðárkróki. Afdrep fyrir ferðafólk í Málmey Páll Magnússon á Hofsósi hefur óskað eftir því að fá að koma upp snyrtiaðstöðu og afdrepi fyrir ferðafólk í Málmey. Lagðir voru fram samningar um afnot Málmeyjar svo og bréf frá Siglingamálastofnun þar sem fram kemur að stofnunin gerir ekki athugasemdir við málið. Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar samþykkir erindið með þeim fyrirvara að hægt sé að afturkalla leyfið með 6 mánaða fyrirvara. Atvinnuþróimarfélag í Skagafiröi Atvinnu- og ferðanefnd sameinaðs sveit- arfélags í Skagafirði hefur samþykkt að leita heimildar sveitarstjórnar til að stof- na atvinnuþróunarfélag í Skagafirði í samvinnu við fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Markmið félagsins verður m.a. að veita ráðgjöf á hinum ýmsu svið- um atvinnu- og markaðsmála jafnframt því að aðstoða við uppbyggingu nýrra at- vinnutækifæra. Fyrsta áformið verður að auglýsa eftir forstöðumanni og tryggja húsnæði fyrir starfsemina. Frá Hofsósi. Fimni póstferðir í viku Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði hefur samþykkt að skora á Islandspóst að taka upp póstferðir um SkagaQörð 5 daga í viku nú þegar. GG LAbbuI VESTMANNA- EYJAR Umferðin víkur fyrir Keikó Umferð um Vestmannaeyjahöfn verður bönnuð þegar háhyrningur- inn Keikó verður fluttur í kvína sína í Klettsvík en ráðgert er það verði í haust. Bæjarstjórn Vestmanneyjar hefur formlega afgreitt og fallist á beiðni Keikó stofnunarinnar um stað fyrir kvína og einnig hafnarstjórn bæjarins. Jafnframt hefur hafnar- stjórnin samþykkt heimild til sam- takanna til að strengja varnarnet frá nefi vestan við Klettshelli í Heima- klett og til að setja baujur sunnað við netið, enda verði tryggt að það hafi engin áhrif á hefðbundna siglinga- leið til og frá höfninni. Dagskráin f Vestmanneyjum skýrir frá þessu. Keikó. Fyrsta konau formaður hafnarstjómar Andrea Atladóttir var kjörin formaður hafnarstjórnar Vestmannaeyja á fundi stjórnarinnar á dögunum og í Dagskránni segir að þetta sé sennilega f fyrsta sinn sem kona gegnir formennsku í hafnarstjórn. Það er nóga vinnu að hafa fyrir karimenn og er atvinnuleysi meðal þeirra orðið óverulegt segir Vinnumálastofnun. Atvinnulausum konum hefur hins vegar fjöigað. Atviimuleysi karla orðið óverulegt í júní fækkaði at- viimulaiisimi körlum iiin 300 á sama tíma og konum fjölgaði um 200 og eru þær allar á höfuðborgarsvæðmu. Atvinnulausum körlum fækkaði um næstum 20 prósent miili maí og júní og atvinnuleysi meðal þeirra nú orðið óverulegt að mati Vinnumálastofnunar, eða 1,5 prósent á landsvísu (1 prósent á landsbyggðinnni en 1,9 prósent á höfuðborgarsvæðinu). A sama tíma fjölgaði konum á atvinnu- leysisskrá um 5 prósent. Öll fjölgun og meira til er á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem atvinnu- Iausum konum fjölgaði um 200 milli mánaða en fækkaði um 100 á landsbyggðinni. Hlutfall at- vinnulausra kvenna í júní var 4,1 prósent, þ.e. næstum þrefalt hærra en hjá körlunum. Atvumuleysi þaó minnsta í sex ár Hlutfall atvinnulausra samsvar- aði 2,6 prósentum af mannafla í júnímánuði, sem er það lægsta sem sést hefur í sex ár. Skráðir atvinnuleysisdagar í júní svöruðu til þess að 3.700 manns (1.200 karlar og 2.500 konur) hafi jafn- aðarlega verið án vinnu í mánuð- inum. Vinnumálastofnun býst við að atvinnulausum fækki enn í júlí. Það ráðist þó nokkuð af því hvort konur geti tekið þau at- vinnutilboð sem í boði eru þar sem svo fáir karlar séu nú á lausu. Fækkar ekki í höfuðborginni I heild lækkaði hlutfall atvinnu- lausra ekkert á höfuðborgar- svæðinu en hins vegar í öllum öðrum landshlutum, mest á Austurlandi. Hlutfallslega er at- vinnuleysi langmest á Norður- landi-vestra (4,2 prósent) en það herjar þó fyrst og fremst á kon- urnar (7,2 prósent) en meðal karla er það Iitlu meira en í Reykjavík. Að vanda eru fáir (0,9 prósent) atvinnulausir á Vest- fjörðum. -HEI Skilvísir fá kredit- kort án ábyrgða Ábyrgðarmeim að baki kreditkorta í ís- landsbanka hafa margir fengið gömlu try^^in^íiYÍxlana end- ursenda að undan- fömu. „Við endursendum þér þennan tryggingavíxil þar sem tryggingar er ekki þörf lengur,“ segir í bréfi sem ábyrgðarmaður tryggingavíx- ils vegna kreditkorts fékk nýlega frá Islandsbanka. „Við hættum notkun tryggingavíxla og tókum í staðinn upp yfirlýsingar um sjálfsskuldarábyrgð í kjölfar breyttra reglna um sjálfskuldará- byrgðir í fyrra. Um Ieið var ákveð- ið að fyrst yrði jafnan skoðaður sá möguleiki hvort nokkur ástæða væri til að viðkomandi viðskipta- vinur þyrfti tryggingu. Fólk með góða viðskiptasögu þarf ekki lengur sérstakar ábyrgðir vegna kreditkorta eða yfirdráttarheim- ilda,“ segir Sigurveig Jónsdóttir upplýsingafulltrúi íslandsbanka. Dregið úr sjálfsskuldar- ábyrgðum Undanfarna mánuði segir hún hafa verið unnið að því að yfir- fara gamla tryggingavíxla og end- ursenda þá væri tryggingar ekki lengur talin þörf. Annars væri tryggingunni breytt yfir í yfirlýs- ingu um sjálfsskuldarábyrgð. Við nýjar umsóknir um kreditkort eða yfirdrátt segir Sigunæig nú jafnan kannað fyrst hvort við- komandi þurfi sérstaka trygg- ingu. Ef svo er sé athugað hvort hann geti boðið veð, en sé ekki annar kostur í stöðunni er hann beðinn um sjálfsskuldarábyrgð- armann. En sá ábyrgðarmaður sé þá jafnan mjög vel upplýstur, þannig að allir eigi að gera sér fulla grein fyrir hvað slík ábyrgð þýði og að þeir hafi möguleika að segja henni upp. Fyrst og fremst séu það ungu viðskiptavinirnir, sem ekki hafi áunnið sér við- skiptasögu, sem þurfi ábyrgðar- mann. -HEI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.