Dagur - 21.08.1998, Side 4
4 -FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998
ro^ir
Dvalarleyfi í Kanada
Með því að fjárfesta í „Fleet Rent a Car“ sérleyfi (franchise)
er þér tryggt dvalarleyfi í Kanada, jafnvel þeim sem ekki hafa
hreint sakavottorð. Heildarfjárfesting er 50.000 Kanadískir
dollarar eða um 30.000 US$.
Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að skrifa til: 5950
Bathurst Street, Suite 1009, Toronto, Ontario, Canada M2R
IY9 eða með því að hringja í síma 416-667-1676 eða með
því að senda símbréf í 416-667-1467.
alsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi
og Skipagötu 6, Akureyri
Okkur vantar starfskraft í verslun okkar á Akureyri.
Leitað er eftir dugmiklum einstaklingi sem er áhugasamur
um heilsuvörur, lærdómsfús, jákvæður og með góða
þjónustulund. Um hálfs dags starf eftir hádegi er að ræða.
Skriflegar upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist
auglýsingadeild Dags fyrir miðvikudaginn 26. ágúst,
„Heilsuhúsið - reyklaus vinnustaður"
Atvinna
Starfsfólk óskast á Skinnaiðnað hf. í framleiðslu á
dag- og kvöldvakt.
Upplýsingar gefur Reynir Sveinsson í síma 460 1715.
1
Forstöðumaður Stuðla
Barnaverndarstofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu for-
stöðumanns meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga,
Stuðla. Meðferðarstöðin Stuðlar starfar skv. reglugerð nr.
474/1998. Hlutverk stöðvarinnar er að veita sérhæfða með-
ferð, þ.m.t. vímuefnameðferð, skammtímavistun í neyðartil-
vikum og greiningu á vanda unglinganna ásamt eftirmeðferð
að lokinni meðferðarvistun. Stöðin þjónar fyrst og fremst ung-
lingum á aldrinum 12-18 ára.
Forstöðumaður starfar skv. erindisbréfi og fer með faglega og
fjárhagslega stjórn stöðvarinnar undir yfirstjórn forstjóra
Barnaverndarstofu.
Forstöðumaður skal hafa háskólamenntun í sálfræði, félags-
ráðgjöf, uppeldisfræði eða hliðstæðu námi með viðbótar-
menntun. Hann skal enn fremur að jafnaði hafa reynslu af
meðferðarstarfi og/eða reynslu eða menntun í stjórnunar-
störfum.
Laun eru skv. launakjörum opinberra starfsmanna. Æskilegt
er að nýr forstöðumaður geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir skulu berast Barnaverndarstofu, Pósthússtræti 7,
pósthólf 53, 121 Rvík. Umsóknarfrestur er til 7. sept. nk. Nán-
ari upplýsingar veitir forstjóri Barnaverndarstofu í síma 552
4100.
FRÉTTIR
Vannýtt tækífæri
í hreindýraveidi
Hægt að stóranka
tekjur af útlendum
sportveiðimönimm
með einfaldri kerfis-
breytingu, að sögn
starfsmanns hrein-
dýraráðs.
Hreindýraveiði hefur farið rólega
af stað í ár. Aðeins höfðu í gær
veiðst um 20 dýr af 297 full-
orðnum dýrum sem heimilit er
að veiða auk einhverra kálfa. Að-
alveiðitímabilið hófst um síðustu
mánaðamót og lýkur því 15.
september. Veiði á aðalveiði-
svæðinu, í grennd við Snæfell,
hófst þó ekki fyrr en 15. ágúst.
Aðalsteinn Aðalsteinsson,
starfsmaður hreindýraráðs í Fella-
bæ, segir veiðina með tregasta
móti en fátt sé um skýringar. Ein-
hverra hluta vegna virðist menn
hafa bytjað síðar en endranær.
„Það er svolítið misjafnt hvort
náðst hefur að veiða upp í kvót-
ann. Oft hefur t.d. þoka valdið því
að menn hafa átt erfitt með veiði,"
segir Aðalsteinn.
Aðeins hefur borið á að út-
lendingar kæmu hingað til að
fella hreindýr en Aðalsteinn er
ósáttur við hvernig staðið er að
málum. „Utlendingarnir komast
varla nokkuð inn á meðan kerf-
ið er þannig að við vitum ekki
hve mörg leyfi eru til sölu fyrr en
komið er fast að veiðitímanum.
Það þyrfti að ákveða kvóta hvers
árs miklu fyrr en gert er.“
í endurskoðim
Núna lágu tillögur um veiði fyrir
í júní en kerfið er svifaseint og
þessar tillögur þurfa bæði að fara
í gegnum umhverfisráðuneyti og
sveitarfélög sem eiga rétt á kvót-
anum. „Ef þetta væri ákveðið fyrr
og leyfin kæmu öll í sölu en væri
ekki úthlutað að hluta til bænda
eins og gerist sums staðar, þá
væri hægt að markaðssetja hrein-
dýraveiði mun betur og fá meiri
peninga inn í landið. Erlendir
sportveiðimenn gefa ansi vel af
sér,“ segir Aðalsteinn. Ráðuneyt-
ið mun vera að skoða breytingar
á fyrirkomulaginu og er í umræð-
unni að sögn Aðalsteins að end-
urskoða reglurnar.
Hreindýrastofninn á sumarbeit
er um 2.500 dýr með kálfum.
Fjöldinn hefur verið svipaður frá
ári til árs að undanförnu eftir að
ráðist var í markvissa fækkun
dýra. Allt að 800 dýr voru veidd
þegar mest var, enda þykir hrein-
dýrakjöt mikill herramannsmat-
ur. bþ
Vistvæn vottun
á öH sauöfjárbú
Bændur vHja 5-10 ára
samning. Opinber
studningur miiinki
ekki.
Eftír miklar umræður þar sem
sauðfjárbændur skiptust á skoð-
unum, samþykkti Landssamband
sauðfjárbænda á aðalfundi á
Sauðárkróki, að Jiegar hefjist
undibúningur á nýjum búvöru-
samningi í sauðljárrækt. Gerður
verði 5-10 ára samningur, þar
sem tr>'ggt sé að stuðningur hins
opinbera verði ekki minni en í
núverandi samningi sem rennur
út árið 2000. Þá leggur fundur-
inn áherslu á að ullarniður-
greiðslum og greiðslum vaxta og
geymslugjalda verði haldið í svip-
uðu horfi og verið hefur. Opna
eigi fyrir tilfærslur á greiðslu-
marki milli sauðfjárbænda á sem
kostnaðarminnstan hátt fyrir
bændur.
Einnig ályktar fundurinn að
sjá verði til Jiess að eðlileg nýlið-
un og framjjróun verði í sauðljár-
búskap. Líta beri á hann sem al-
vöru atvinnugrein. Vægi um-
hverfisverndar og vistvænnar
framleiðslu verði aukið og stefnt
að því að flest sauðljárbú lands-
ins verði vistvænt vottuð í lok
samningstíma. Þá segir LS að
framleiðslutengja verði stuðning
hins opinbera með einhverjum
hætti þannig að framleiðendur
njóti hans. Líta beri á greiðslurn-
ar sem niðurgreiðslur á dilkakjöti
til neytenda.
Fundurinn telur að markvisst
beri að stefna að því á næsta að-
alfundi árið 1999, að fullmótuð
drög að sauðfjársamningi liggi
fyrir. Sauðfjárbændur greiði svo
atkvæði um samninginn í vetrar-
bjTjun árið 1999. BÞ