Dagur - 21.08.1998, Page 7

Dagur - 21.08.1998, Page 7
 ÞJÓÐMÁL tfi "*aö_aK .ir h'iöa'uitzö B FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 - 7 Járnkarlinn svarar Svarbréf til Þrastar Haraldssonar Þú sendir mér tóninn í opnu bréfi í Degi í dag. Þar vitnar þú til umræðuþáttar í útvarpi þar sem við Hrafnkell A. Jónsson ræddum virkjana- og stóriðjumál á Austurlandi og fram kemur í skrifum þínum að þú hafir orðið fyrir vonbrigðum með málflutn- ing minn og þú teljir mig geng- inn í lið með vondum mönnum sem stjórna orku- og stóriðju- málum þjóðarinnar. I lok grein- arinnar spyrð þú hvort ég sé að breytast í járnkarl og í reyndinni svarar þú þeirri spurningu sjálf- ur í bréfi þínu í Degi. I bréfinu vitnar þú einnig til þess að við hefðum verið sam- herjar á fyrri tíð, setið í Ieshring- um og rætt um arðrán og vonda kapítalista en nú hafi ég skipt um skoðun, „keflað“ græningj- ann í sjálfum mér og gengið í Iið með hinum verstu öflum. Þú gefur jafnframt í skyn að þú haf- ir engu tapað af róttækum við- horfum og berjist enn af fullri hörku gegn spilltu stjórnkerfi og hvers kyns sukki. Og barátta þín er háð úr stól blaðamanns í Reykjavík þar sem þú átt auðvelt með að fylgjast með hraðri upp- byggingu og þenslu á flestum sviðum. Þú bjóst að vísu um nokkurra ára skeið úti á landi og líklega þess vegna örlar annað veifið í skrifum þínum á skiln- ingi á þeirri afstöðu sem ég hef til virkjana- og stóriðjumála í ljósi þeirrar byggðaþróunar sem er að eiga sér stað. Eg vil í þessu svarbréfi mínu skýra þá afstöðu sem ég hef til virkjanaframkvæmda á Austur- Iandi og uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Ijórðungnum ásamt því að minnast stuttlega á viðhorf mín til afstöðu hörðustu um- hverfisverndarsinna. Byggðaröskimiit Það er kunnara en frá þurfi að segja að fólksflutningar frá landsbyggð til höfuðborgarsvæð- is hafa verið viðvarandi vanda- mál lengi. Astæður þessa suður- streymis eru margar og misjafn- lega auðvelt að finna Ieiðir til að spyrna gegn þróuninni. Allir sem ræða byggðaröskunina viður- kenna að einhæft atvinnulíf landsbyggðar eigi þarna drjúgan hlut að máli og því séu aðgerðir á sviði atvinnumála eitt af því sem nauðsynlegt er að sinna ef stöðva á þróunina eða snúa henni við. Nýverið hafa verið birtar spár um mannaflaþróun í sjávarút- vegi og fiskvinnslu. Þær greina frá því að störfum við fiskveiðar muni fækka um tugi prósenta á komandi árum og eins muni störfum við fiskvinnslu fækka um 4000-5000 á næsta áratug. Þetta eru svo sannarlega ógn- vænleg tíðindi fyrir landsbyggð- ina og flestir sem vilja vinna að eflingu hennar skynja að engan tíma má missa til að tryggja að mótvægi við þessa þróun komi til. Ymsar stofnanir og fyrirtæki fyrir sunnan hafa hamast við að taka tillit til þess að byggðarösk- unin muni halda áfram sem aldrei fyrr og á þeim grunni rísa verslunarhallirnar hver á fætur annarri og er þeim m.a. ætlað að taka á móti þeim tugþúsundum landsbyggðarmanna sem gert er ráð fyrir að flytji í „dýrðina“ áður en Iangt um Iíður. Eg og reyndar margir aðrir landsbyggðarmenn \iljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að þessi þróun eigi sér stað og þá duga smáskammtalækningar ekki einvörðungu heldur verður að stuðla að uppbyggingu at- vinnulífs á landsbyggðinni sem vegur þungt og þar kemur orku- frekur iðnaður til sögunnar. Því fer fjarri að ég álíti að álver eða önnur stór iðjuver sé það eina sem skiptir máli hvað varð- ar uppbyggingu atvinnulífsins úti á landi. Lítil og meðalstór fyrirtæki af öllu tagi eru gulls ígildi en til að mæta þeirri ugg- vænlegu þróun sem spáð er á sviði mannafla í frumvinnslu- greinum verður einnig að grípa til úrlausna sem felast í orku- frekum iðnaði og á því s\iði eiga Austfirðingar mikla möguleika nú um stundir. JámkarlsviðhorfLn eru ekki I bréfi þínu gefur þú í skyn að viðhorf mín til virkjana- og stór- iðjumála á Austurlandi hljóti að vera ný því ég hafi áður haft heil- brigðar skoðanir sem þú hafir oftast verið sammála. Ég vil minna á það að frá þvf fyrir 1980 hafa austfirskir sveit- arstjórnarmenn nær samfellt lagt áherslu á nauðsyn þess að á Austurlandi verði virkjað og ork- an nýtt til iðnaðar í ijórðungn- um. Ég hef bæði sem bæjarfull- trúi í Neskaupstað og fulltrúi á þingum Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi stutt fjöl- margar tillögur um þetta efni og unnið að því að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Við- horf mín um þessi mál eru því Ijarri því að vera ný. Alla tíð hefur það verið ljóst í mínum huga að ef á að byggja stórvirkjun eða virkjanir á Aust- urlandi verði ekki komist hjá því að færa umhverfisfórnir. Að álíta annað er barnaskapur. Ég hef líka talið mikilvægt að rannsókn- ir fari fram á umhverfisáhrifum AUa tíð hefur það verið ljóst í miniun huga að ef á að hyggja stórvirkjun eða virkj- anir á Austurlandi verði ekki komist hjá því að færa umhverf- isfómir. Að álíta auu- að er hamaskapur. slíkra mannvirkja og Ieitað verði eftir samkomulagi við þá aðila sem helst hafa umhverfisvernd á sinni könnu um það hvernig skuli að málum staðið. Það er hins vegar mat mitt að ýmsir umhverfisverndarsinnar á Aust- urlandi hafi að undanförnu farið offari í málflutningi sínum og því geti reynst þrautin þyngri að komast að samkomulagi við þá um þessi efni. Þeir umhverfis- verndarsinnar sem lengst hafa gengið hafa ekki hikað við að fara með rangt mál til að geta málað sem svartastar myndir af áhrifum virkjanaframkvæmda og iðjuvers. Stundum hefur mér jafnvel fundist örla á Green- peace-málflutningi hjá þessu ágæta fólki, slíkar eru öfgarnar. Athyglisvert er hve greiðan að- gang þessir talsmenn umhverfis- verndar hafa að íslenskum fjöl- miðlum en Ijölmiðlarnir hafa að undanförnu nær eingöngu beint sjónum sínum að umhverfis- áhrifum virkjana og iðjuvers á Austurlandi en \irðast forðast eins og heitan eldinn að fjalla um félagslegu áhrifin. Þú talar í bréfi þínu um að ég hafi keflað græningjann í sjálf- um mér. Því vil ég mótmæla og fullyrði að ég sé fjarri því að vera umhverfissóði í hugsun. Ég tel hins vegar að ég sé raunsær og viðurkenni að ekki verði komist hjá því að færa fórnir til að ná fram þeim jákvæðu áhrifum sem virkjanir og iðjuver myndu hafa á austfirskt samfélag. Það er t.d. staðreynd að kostnaðarsamar umhverfisrannsóknir hafa verið gerðar í tengslum við Fljótsdals- virkjun og ég tei fráleitt að dæma þær allar ónýtar einfaldlega vegna þess að Landsvirkjun stóð að þeim eins og sumir umhverf- isverndarsinnar virðast vilja gera. Vegna þessara rannsókna álít ég að vart sé ástæða til að framkvæma umhverfismat frá grunni hvað varðar þá virkjun, heldur eigi að kappkosta að nýta rannsóknirnar eins og frekast er kostur og byggja nauðsynlegar frekari rannsóknir á þeim. Með þeim hætti væri verið að spara tíma og tryggja nýtingu á því fjár- magni sem þegar hefur verið var- ið til rannsóknanna. Hvað varðar aðra virkjunarkosti eins og t.d. virkjun við Kárahnjúka þarf ekki að deila því samkvæmt Iögum heyra þær undir umhverfismat. Þú mátt kalla þessa afstöðu mína hrokafulla eða finna enn verri lýsingarorð yfir hana enda kæri ég mig kollóttan um skoð- anir blaðamanna syðra. Timinn er dýrmætur I mínum huga og í huga minna samstarfsmanna hér eystra skiptir miklu máli að ákvarðanir um virkjun og orkufrekan iðnað verði teknar sem fyrst. Okkur er nefnilega Ijóst að grundvallar- breyting í atvinnumálum er ein mikilvægasta forsenda þess að mögulegt verði að snúa núver- andi byggðarþróun við. Um þessar mundir er mikill áhugi fyrir því að byggja upp orkufrek- an iðnað á Reyðarfirði og þenn- an áhuga verðum við Austfirð- ingar að nýta okkur. Það þarf væntanlega ekki að minna þig á hvað gerst hefur á sviði virkjana- framkvæmda og orkufreks iðn- aðar hér á landi nú hin síðari árin. Ahersla hefur verið lögð á virkjanaframkvæmdir syðra og þar hefur uppbygging iðnaðarins einnig verið. Og nú síðustu mán- uði hefur mikið verið að gerast í orkufrekum iðnaði á landshorn- inu þínu; stækkun álversins í Straumsvík, stækkun járnblendi- verksmiðju, bygging álvers í Hvalfirði, undirbúningur magnesíumverksmiðju o.fl. Oll þessi uppbygging togar til sín fólk ásamt því að áfram er mark- visst unnið að því að sem mest af opinberri starfsemi verði byggð upp á suðvesturhorninu og þar verða einnig til langflest störfin í verslun en á því sviði gengur þenslan brjálæði næst. Sömu sögu er að segja um tölvuiðnað eða hugbúnaðarframleiðslu en þar gerir fáránleg gjaldskrá Landssímans fyrirtækjum erfitt fyrir að byggja upp starfsemi úti á landi. Við þessu öllu verðum við landsbyggðarmenn að bregð- ast og því fyrr því betra. Að mínu mati getum við ekki látið um- hyggju fyrir heiðargæs og hrein- dýrum koma í veg fyrir að virkjað verði á Austurlandi og orkan nýtt þar. Eins og þú bendir réttilega á í bréfi þínu er auðvelt fyrir þig að sitja í blaðamannsstóli syðra og skrifa í hneykslunartón um gamla hugsjónamenn sem breyst hafa í járnkarla. Við okkur hér eystra blasir hins vegar blákaldur veruleikinn og honum viljum við mæta með stórtækum aðgerðum í okkar landshluta. Við viljum nefnilega byggja upp nútíma- samfélag á Austurlandi þar sem fólki Ijölgar og það býr við góð lífskjör. Við viljum ekki horfa að- gerðarlaus á byggðina missa fólk og lífskraft heldur viljum við hagnýta þá stórkostlegu mögu- leika sem landshlutinn býr yfir. Lái okkur hver sem vill. Annars vil ég geta þess að héð- an úr nýja sveitarfélaginu, sem þú kýst að kalla Austurríki, er margt gott að frétta. Stóru sjáv- arútvegsfyrirtækin ganga dúnd- urvel, mannlíf er blómlegt á mörgum sviðum og ýmsum þörf- um verkefnum sinnt af krafti. Ég vona svo að lífshamingja þín og sveitunga þinna aukist þegar þú getur innan tíðar farið daglega og verslað í Smáranum en þar er mér tjáð að eigi að starfa þrjú hundruð fleiri en nú eru búsett- ir á Eskifirði. Með gamalli baráttukveðju.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.