Dagur - 25.08.1998, Side 1
Verð í lausasölu 150 kr.
81. og 82. árgangur - 157. tölublað
Helgarsukkið mikill
baggi á sjúkrahúsuui
Nær allir „gestir“
slysadeilda inn helgar
eru ölvaðir; 60-80 lun
hverja helgi á Sjúkra-
húsi Reykjavíkiir.
Betri drykkjusiðir
gætu minnkað heil-
hrigðiskostnaðinn til
mima.
Heilbrigðisstarfsfólk, sem Dagur
hefur rætt við, telur einsýnt að
útgjöld og þar með fjárhagsvandi
sjúkrahúsa Iandsins myndu
dragast saman til mikilla muna
ef það tækist að fækka þeim of-
beldisverkum sem stafa af áfeng-
isdrykkju, einkum um helgar.
Ljóst er að þessi liður er afar stór
í útgjöldum heilbrigðiskerfisins
og um helgar má rekja 90-100
prósent allra heimsókna á slysa-
deildir til ofbeldis og óhappa
vegna drykkju og notkunar ann-
arra vímuefna.
Hvorki í heilbrigðisráðuneyt-
inu né á sjúkrahúsunum var
hægt að fá nálg-
un á því í krónu-
tölu hvað helgar-
drykkja lands-
manna kostar
heilbrigðiskerfið
og þá samfélagið í
heild - engin út-
tekt hefur farið
fram á þessu sér-
staklega. Hitt er
ljóst að fólk í
vímu er drjúgur
hluti af skjól-
stæðingum heil-
brigðiskerfisins
og á slysadeildum
eru „gestirnir"
um helgar yfir-
leitt annað hvort í
vímu eða hafa
slasast vegna
fólks í vímu.
„Það er óhætt að fullyrða að ef
ekki væri fyrir þessa siði landans
væri tiltölulega Iítið að gera hjá
okkur um helgar, sérstaklega á
næturna," segir Pálína Asgeirs-
dóttir, deildarstjóri slysadeildar
Sjúkrahúss Reykjavíkur. „Flestir
sem þá koma tengjast skemmt-
analífinu beint eða óbeint, eru
oftast undir
áhrifum áfengis
eða annarra
vímuefna og
hafa lent í
áflogum eða
hafa dottið og
svo framvegis.
Það er varla að
það dettí inn
fólk á biðstof-
una um helgar
sem ekki er
þannig ástatt
um. Dóm-
greindin brest-
ur, fólk fer
glannalega og
mest ber á of-
beldisáverk-
um,“ segir
Pálína.
60-80 um helgar
Að hennar sögn koma oft 20 til
50 einstaldingar með áverka á
slysadeild sjúkrahússins á hverri
nóttu um helgar og oftast alls
um 60 til 80 einstaklingar að-
faranætur laugardags, sunnu-
dags og mánudags.
Brynjólfur Mogensen, læknir á
slysadeild, tekur undir það sem
Pálína segir en hvorugt treysti
sér til að nefna heildarkostnað-
inn í krónutölu. „Það er erfitt að
áætla heildarkostnaðinn fyrir
samfélagið og má þannig búast
við því að aðeins um helmingur
þeirra sem hljóta áverka vegna
ofbeldis komi til okkar. Af þeim
sem þó koma er ljóst að mikið of-
beldi á sér stað, einkum að-
faranætur laugardags og sunnu-
dags. Þar eru karlar í miklum
meirihluta og mjög stór hluti
þeirra ölvaður. Um leið er ljóst
að karlar meiðast helst við eða á
veitingastöðum, en konurnar í
heimahúsum. En þó ég viti ekki
hvað þetta kostar allt Ieyfi ég
mér að fullyrða að ofbeldið er of-
boðslega dýrt og miklu dýrara en
við almennt höldum."
Brynjólfur telur að mikið
myndi draga úr ofbeldinu ef lög-
reglan yrði sýnilegri. „Það myndi
auka kostnaðinn við Iöggæsluna,
en draga úr kostnaðinum vegna
ofbeldisins. Og ætli peningunum
sé ekki betur varið í lögregluna
en í að lappa upp á allt of marga
áverka vegna áfloga og bar-
smíða.“ - FÞG
Langflestar komur á slysadeild um
helgar tengjast áfengi á einhvern
hátt.
Missti hjólið á
Drotfcníxigar-
brautinni
Ferð langferðarbíls tók skjótan
endi á þriðja tímanum í gær þeg-
ar eitt hjólið yfirgaf farkostinn
þegar hann var á ferð eftir
Drottningarbrautinni. Engin slys
urðu á farþegum. Lögreglan á
Akureyri aðstoðaði vegfarendur
við umferðarstjórn þar sem rút-
an hafði áhrif á samgöngurnar
um Drottningarbrautina. Rútan
tekur 30 farþega og er frá Egils-
stöðum.
MYND BRINK
I
Halldór Blöndal samgönguráðherra varð sextugur í gær og sóttu margir góðir gestir hann heim í tilefni tímamót-
anna. Þeirra á meðal var Davíð Oddsson forsætisráðherra sem hefur látið einhver skemmtileg orð falla I eyru
Kristrúnar Eymundsdóttur, eiginkonu Halldórs. mynd brink
Séra Þórir Jökull Þorsteinsson,
sóknarprestur á Selfossi.
Til þjónustu
í Englandi
Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson,
sóknarprestur á Selfossi, hefur
fengið átta mánaða leyfi frá
þjónustu við söfnuð sinn, en á
næstunni fer hann til tímabund-
inna starfa í borginni Scunt-
horpe í Lincoln-skíri, norður af
London. Hann er fyrstur ís-
lenskra þjóðkirkjupresta að
starfa innan vébanda ensku bisk-
upakirkjunnar, en samkvæmt
samkomulagi hennar og nor-
rænu þjóðkirknanna, sem stofn-
að var til á síðasta ári og er kennt
við borgina Porvoo í Finnlandi,
verða samskipti þeirra aukin og
gagnkvæm viðurkenning veitt.
„Eg mun starfa með tveimur
öðrum prestum sem þjóna þrem-
ur kirkjum og 20 til 30 þúsund
manna söfnuði. Það eru gömul
og ný sannindi að kirkjan er yfir-
þjóðleg og yfir hana ná ekki nein
landamæri. Því skapast hér fyrir
kirkjunnar þjóna tækifæri til
þess að öðlast nýja reynslu og
sýn,“ segir Þórir Jökull.
Sr. Þórir Jökull kveðst gera ráð
fyrir því að fara utan í byrjun
október og koma aftur til starfa á
Selfossi um mánaðamótin maí
og júní á næsta ári. Unnið er að
því að finna prest í stað hans
sem þjóna myndi Seifosspresta-
kalli til vors. - SBS.
Seldust upp
samdægurs
Skuldabréf sem Landsvirkjun
gaf út á innlendum Qármagns-
markaði í gær að fjárhæð 2,5
milljarðar seldist upp samdæg-
urs. Forsvarsmenn Landsvirkj-
unar og Islandsbanka skrifuðu í
gærmorgun undir samning um
umsjón bankans með útgáfu og
sölu á skuldabréfunum.
Skuldabréfaútgáfunni er ætl-
að að fullnægja bluta af fjárþörf
Landsvirkjunar vegna virkjunar-
framkvæmda. Utgáfan er sú
stærsta sem ráðist hefur verið í
af fyrirtæki á fjármálamarkaði
hérlendis.
Afgreiddir sar
Venjulegir og
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524
Með Baldri yfir Breiðafjörð
Ferðir alla daga: Alltaf viðkoma í Flatey
Frá Stykkishólmi kl. 09:00 og 16:00
Frá Brjánslæk kl. 12:30 og 19:30
Flateyjarpakkinn á góða verðinu.
Dagstund í Flatey með útsýnissiglingu
Ferjan Baldur 438 1120 og 456 2020