Dagur - 25.08.1998, Síða 5

Dagur - 25.08.1998, Síða 5
ÞR'IBfVJrA‘G’V-R 2 5 r Á&VST' 155 8’« !9 T)mpr— FRÉTTTR Fjarkennsla framhalds- skólanema í uppnámi Framlög til fjar kennslu Verkmennta- skólans á Akureyri hafa verið lækkuð og telja kennarar þar að verið sé að skerða kjör þeirra. Því neitar menntamálaráðuneyt- ið. Fjarkennsla Verkmenntaskólans á Akureyri er í hættu vegna boð- aðrar lækkunar á greiðslum fyrir kennsluna. Þessi áhrif af lokum tilrauna- verkefnisins virðast hafa komið bæði Hauki Agústssyni, kennslu- stjóra fjarkennslu, og Bernharð Haraldssyni, skólameistara VMA, í opna skjöldu, enda vildu þeir ekkert ræða málið. Aðal- heiður Steingrímsdóttir, trúnað- armaður kennaranna, segir að þar sem ekki hafi tekist að semja um þessa vinnu á milli HIK og ráðuneytisins, hafi skapast sú hefð að greiða fyrir hana sam- kvæmt öldungadeildartaxta. Hún segir boðaða lækkun nema um 30 prósentum, en hún komi mis- jafnlega út. Mun VMA þá ekki bjóða upp á fjarkennslu i vetur? „Eg vil engu spá um það, en mjög margir kennarar hafa kom- ið að máli við mig og hluti af þeim ætlar að hætta,“ segir Aðal- heiður en kennarar ræddu þessi mál á fundi í gær. Tilkynning um fyrirhugaðar breytingar á launum fyrir fjar- kennsluna barst kennurum i bréfi frá skólanefnd. Aðalheiður segir ákvarðanir skóla- nefndar ekki teknar úr lausu lofti, heldur að fyrirskipan ráðu- neytisins, sem veiti ekki Ijárveit- ingu til fjar- kennslunnar nema kennslu- kostnaður verði skorinn niður. „Þetta gengur þvert á allar ræð- ur menntamála- ráðherra um þá möguleika og þann stórkost- lega ávinning sem fjarkennslu- námið býður upp á,“ segir hún. Dýrir nemendur Hvorki Haukur Ágústsson né Bernharð Haraldsson vildu ræða málið við blaðamann. Það vildi Björn Bjarnason menntamála- ráðherra ekki heldur og vísaði á Gísla Magnússon, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu. Gísli segir að ekki sé verið að skerða laun kennaranna, heldur sé verið að breyta fyrirkomulagi kennslunnar. Það og greiðslur til kennara hafi tekið mið af því að um tilraunaverkefni var að ræða, en nú sé gert ráð fyrir að hvorttveggja taki mið af hefð- bundinni kennslu en þróunar- vinna verði fjármögnuð sérstak- lega. Hann segir kennslukostnað á nemenda hafa verið allt að þvf tvöfaldan á við það sem gerist í dagskóla framhaldsskólanna. Það hafi verið eðlilegt meðan fjarkennslan var rekin sem til- raunaverkefni. Þá hafi verið fleiri kennslutímar, hlutfallslega meiri tímanotkun og sérstakt álag á laun kennaranna. „Nú er gert ráð fyrir því að stærri hluti af tíma kennaranna fari í kennslu í stað tilraunastarfsemi áður,“ segir Gísli. Nokkur hundruð manns hvaðanæva að hafa verið í fram- haldsnámi f fjarkennslu Verk- menntaskólans. Nemendur í fjarkennslu hafa greitt frá átta og upp í tólfþúsund krónur fyrir hvern áfanga, sem þeir hafa tek- ið. - is Fæðingar- deild lokað? Stéttarfélagið Samstaða á Blönduósi mótmælir harðlega öllum áformum um lokun fæð- ingardeildar á staðnum. I bréfi til heilbrigðisráðherra segir að það sé með öllu óviðunandi að fólk sem vilji eiga heima í Húna- vatnssýslum þurfi að búa við mun minna öryggi í heilbrigðis- þjónustu en var fyrir 25-30 árum. Stjórn Samstöðu krefst þess að forsvarsmenn sjúkra- hússins á Blönduósi beiti sér í málinu. Sigursteinn Guðmundsson, yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Blönduósi, varð hissa þegar honum var sagt frá mótmælum stéttarfélagsins í gær: „Stjórn sjúkrahússins er ekki einu sinni farin að fjalla um þetta og það Iiggur engin ákvörðun fyrir. Hitt er annað mál að þetta gæti kom- ið upp vegna þess að ljósmóðir- in sem verið hefur hér er að flytja í Borgarnes og við veltum fyrir okkur hvernig við leysum það mál. En það liggur alls ekki fyrir að fæðingardeildinni verði Iokað.“ Sigursteinn segir að fæðingar á Blönduósi séu milli 20 og 30 ár hvert. Vissulega hafi ráðu- neytið boðað niðurskurð á sum- um sviðum og m.a. lagt til að fæðingardeildin yrði lögð niður. Stjórnin hafi barist gegn því og hann telji það vondan kost. - BÞ Forsetinn heim- sótti Erfðagrein- ingu Olafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, sagðist í gær hafa talið það siðferðislega skyldu sína að ræða grundvallarspurningar sem nú væri glímt við í tengslum við erfða- rannsóknir, á Hólahátíð á dögun- um. Eins og fram hefur komið töldu ýmsir forsetann hafa farið út fyrir verksvið sitt þegar hann ræddi þetta viðkvæma deilumál. Olafur kynnti sér starfsemi Is- lenskrar erfðagreiningar í gær og ávarpaði starfsmenn fyrirtækisins. Hann Iagði áherslu á mikilvægi rannsólmanna þar og sagði m.a. að frá landnámi og kristnitöku hefði ekki verið fengist við mikilvægari verkefni. Ólafur Ragnar Grimsson, forseti ís- lands, kynnti sérstarfsemi íslenskrar erfðagreiningar í gær. Hrossin heil þegar þau fóru héðan Allt bendir til að hrossin sem drápust um borð í Norrönu hafi verið alheil þegar þau fóru héðan. Yfirdýralæknir segir líklegast að þau hafi kafnað en enn er ekki hægt að segja til um það með vissu. Hann seg- ir að nauðsynlegt sé að komast að því hvað gerðist til að fyrirbyggja að svona endurtaki sig. Meðal annars er til rannsóknar hvort lög um dýraverndun hafi verið brotin eins og yfirdýralæknirinn í Færeyjum heldur fram. — BÞ Þmgmönnum á Netinu fjölgar Ágúst Einarsson, þingmaður, hefur opnað vefsíður á Netinu undir heitinu Vefsíður Ágústar. Þar á að birtast daglega ný umfjöll- un um þau mál sem hæst bera í samfélaginu. Síðurnar eru settar upp sem fréttablað á Net- inu og auk þess boðið upp á í jölmargar teng- ingar, allt frá orðasafni í sjávarútvegi að upp- lýsingum um feril og störf Ágústar, að því er segir í tilkynningu frá þingmanninum. . _ Svavar Gestsson, alþingismaður, gefur út Agúst Einarsson, blaðið Hugmynd á Netinu og Björn Bjarna- þingmaður. son, menntamálaráðherra, hefur haldið þar úti heimasíðu í nokkur ár. StarfsfólMd óttast uppsagnir Strax og ótíðindi af gengi Flugfélags ís- lands bárust héldu starfsmenn fundi og ræddu vandamálin. Innanlandsflugmenn, af- greiðslumenn og hlaðmenn Flugfélags Islands héldu fundi sunnan og norðan heiða strax á fimmtudagskvöldið í kjölfar frétta um geigvænlegt tap á fyrir- tæki þeirra. Seinna um kvöldið funduðu flugmenn sérstaklega, í Reykjavík og í félagsskap norð- anmanna, Þvermóði á Akureyri. Tryggvi Jónsson er í forsvari fyrir flugmannahóp Flugfélags Islands, innanlandsflugmenn- ina. Hann kvaðst í gær ekki kannast við sögusagnir um að flugmenn hyggðust efna til setu- verkfalla. Hann sagðist ekki geta neitað því að menn óttuðust að til fækkunar komi hjá félaginu. „Það er auðvitað ekkert slíkt í gangi. Félagið er í erfiðri stöðu, það er Ijóst. En menn treysta að ég held þeim mönnum sem Ieysa eiga vandamálin," sagði Tryggvi. „Þetta er orðið þreytandi ástand. Svona fer frjálsræðið með flug- málin hjá okkur. Menn verða að átta sig á að það er ekki hægt að stunda flug á þessum skelfingar- prísum sem boðið er upp á,“ sagði Tryggvi. Við stofnun Flugfélags Islands og sameiningu við Flugfélag Norðurlands var ætlunin að koma á sameiginlegum starfsald- urslista flugmanna FI og Flug- leiða. Millifærsla flugmanna úr innanlandsflugi yfir í millilanda- flug átti að eiga sér stað líkt og verið hafði þegar innanlandsflug var í nafni Flugleiða. Ekkert hef- ur enn ekki gerst í starfsaldurs- málinu. Naerri 30 flugmenn Flugfélags Islands hafa ekki fengið þessar stöður ennþá og bíða þess að ákvörðun verði tek- in. Tryggvi sagði að þetta mál væri helsta áhyggjuefni flug- manna innanlandsflugsins. - JBP Tap Flugleiða er allt í fluginu Tap Flugleiða stafar eingöngu af slæmum flugrekstri félagsins í millilandaflugi og tapi Flugfélags Islands hf., að sögn Einars Sig- urðssonar, aðstoðarmanns for- stjóra Flugleiða. Onnur dóttur- fyrirtæki félagsins spjara sig vel að hans sögn, ferðaskrifstofa, gististaðir og bílaleiga. Flugleiðir hf. skilgreina sig sem ferðaþjónustufyrirtæki en ekki eingöngu sem flugfélag. Einar segir að mjög miklu máli skipti að Flugleiðir styðji við uppbyggingu ferðaþjónustu af ýmsu tagi. „Við einbeitum okkur að því að reka ferðaþjónustu á Islandi þar sem kjarni starfseminnar er. Þetta er í eðli sínu öðru vísi en til dæmis SAS er að gera, sem er með alþjóðlega hótelkeðju," sagði Einar. „Það er eðlileg spurning að spurt sé hvort við séum að missa sjónar á fluginu. Það er þess vegna sem við færum þessa starfsemi út úr flugfélag- inu yfir í sjálfstæð dótturfyrir- tæki.“ - jbp

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.