Dagur - 25.08.1998, Síða 10

Dagur - 25.08.1998, Síða 10
10- ÞRJBJUDAGUR 25. ÁGÚST 1998 FRÉTTIR Ölvaður maður beit lögregluþj ón Það var mikið að gera hjá iögregiunni í borginni á menningarnótt enda tugir þúsunda í miðbænum. Allt fór þó til- tölulega vel fram. - mynd: hari Kona réðst á lögreglu- ineim þegar þeir ætl- uðu að ræða við son hennar sem grunaður var um stuld á bíl. Flytja þurfti lögreglu- mann á slysavarðs- stofu eftir að ölvaður maður beit hann. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dag- bók lögreglunnar í Reykjavik. Helgin var mjög annasöm og kenndi margvíslegra verkeína hjá Iögreglumönnum. Ber þar hæst mikil þátttaka borgara í Menning- arnótt Reykjavíkurborgar sem nánar verður vikið að síðar, Reykjavíkurmaraþoni auk ýmissa annarra verka. Föstudagskvöldið var mjög rólegt á miðborgarsvæð- inu og var greinilegt að borgarbú- ar höfðu ætlað sér að geyma þrótt sinn til skemmtanahalds til menningarnætur. Þó voru höfð afskipti af ungmennum vegna ölvunar og brota á útivistarregl- um. Alls eru skráð 609 verkefni í dagbók okkar þetta tímabil. Geysileg þátttaka Lögreglan tók þátt í undirbúningi fyrir Menningarnótt Reykjavíkur- borgar sem var á laugardag og stóð til sunnudagsmorguns. Ohaétt er að segja að þátttaka borgara hafi farið fram úr björt- ustu vonum og varð Iögreglan að grípa til meiri gatnalokana en áður höfðu verið ráðgerðar, til hagsbóta fyrir gangandi vegfar- endur. Nokkrar tafir urðu því fyr- ir ökumenn sem flestir mættu af skilningi enda var það almennt það yfirbragð sem lögreglumenn mættu þennan dag. Hins vegar finnast alltaf fáeinir ökumenn sem virðast eiga erfitt með að skilja grundvallaratriði umferðar- laga um nauðsyn þess að sýna öðrum vegfarendum tillit. Frá miðjum laugardegi var mjög mikið af gangandi fólki á Laugavegi og öðrum götum á miðborgarsvæðinu. Hámarki náði síðan fólksfjöldinn um miðnætti þegar talið er að rúmlega þriðji tugur þúsunda borgarbúa hafi fylgst mgð flugeldasýningu við Tjörnina. Aberandi var hversu margt fjölskyldna var á svæðinu og hélst svo þar til um kl. 02 að- faranótt sunnudags. Ölvun var ekki áberandi en fór þó vaxandi þegar líða tók á sunnudagsmorgun. Lögreglu- stjóri hafði í samráði við borgaryf- irvöld og dómsmálaráðuneytið heimilað að veitingastaðir mættu vera opnir til ld. 05 að morgni sunnudags. Reyndar er það í sam- ræmi við hugmyndír sem nú eru ræddar samhliða breyttri löggjöf um vínveitingahús. Svo virðist sem flest húsa á miðborgarsvæð- inu hafi verið vel sótt og skemmt- anahald farið að mestu vel fram. Nokkrar tafir urðu síðan að koma fólki heim til sín og má leita skýr- inga þess meðal annars í því sem áður hefur verið bent á með fjölda miðborgargesta þessa nótt. Troðfullir af fólki óku strætis- vagnar miðborgargestum til helstu hverfa og sömu sögu má segja um leigubíla sem Iöng bið- röð var eftir allt til 8 að morgni sunnudags. Þegar á heildina er Iitið er ekki hægt annað fyrir lögreglu en að vera ánægða með þennan sólar- hring þar sem Ijölmargir borgar- búa nýttu sér þá fjölbreyttu menningarviðburði sem í boði voru. Reykj avíkimnaraþon Reykjavíkurmaraþon hefur sett nokkuð ríkan blæ á borgina með aukinni þátttöku í þeim hlaupa- leiðum sem í boði eru. Lögreglan annast lokun gatna og ýmsa að- stoð við þátttakendur eftir því sem þurfa þykir. Að þessu sinni var sú nýbreytni einnig að lög- reglumenn á reiðhjólum fylgdu hlaupurum eftir i því skyni að veita aðstoð ef þörf yrði á. Það kom til viðbótar vélhjólalögreglu- mönnum sem stýrðu umferðar- málum. Lögreglan er ánægð með hvemig til tókst að þessu sinni. Bílbeltalausir ökumeiin A föstudag hafði lögreglan sér- stakar gætur á notkun bílbelta. A tímabilinu milli 17 og 19 að kvöldi föstudags óku 798 bifreið- ar austur Stekkjabakka þar sem eftirlit var haft. Það voru 57 ein- staklingar kærðir fyrir að nota ekki bílbelti þar af 5 farþegar og eitt mál var vegna þess að ekki var notaður öryggisbúnaður fyrir ungabarn. A miðnætti á föstudag hafði lögreglan sérstakar aðgerðir á Hringbraut til að kanna með ölv- unarakstur. Þá voru 176 ökutæki stöðvuð og 40 ökumenn látnir gefa öndunarprufu. Fjórar bif- reiðar voru kyrrsettar þar sem ökumenn þeirra sýndu að þeir höfðu neytt áfengis þótt allir væru þeir undir viðmiðunarmörk- um. Þessi aðgerð lögreglu stóð yfir í tvær stundir. Þá voru 76 ökutæki stöðvuð á Bústaðavegi í sambærilegri að- gerð lögreglu sem stóð til 04:30. Rúmlega tuttugu ökumenn gáfu öndunarprufu og voru tvö öku- tæki kyrrsett án þess að ökumenn reyndust yfir viðmiðunarmörkum Þá voru 143 bifreiðar stöðvaðar á Stekkjabakka að morgni sunnu- dags. 27 gáfu öndunarprufu og eru tveir þeirra grunaðir um ölv- unarakstur. Árekstur varð á Grensásvegi við Miklubraut um miðjan laugardag. Bæði ökutæki skemmdust mikið og er annar ökumanna grunaður um ölvun við akstur. Hraðakstur Okumaður var á föstudagskvöld stöðvaður á Vesturlandsvegi í Kollafirði eftir að hafa mælst aka á 131 km hraða. Höfð voru afskipti af þremur piltum í æfingaakstri á bifhjólum um miðjan laugardag. Hafði öku- kennarinn brotið umferðarlög með því að heimila þeim að aka eftirlitslaust. I nokkur skipti um helgina urðu lögreglumenn að hafa af- skipti af ölvuðum einstaklingum sem voru að færa til vegmerking- ar á Vesturlandsvegi í Mosfells- bæ. Fólkið sem var ölvað olli bæði töfum og hættu fyrir umferð á þessu svæði með athæfi sínu. Piltur á fimmtánda ári var stöðvaður við akstur bifreiðar á Suðurlandsbraut að morgni mánudags. Piltinum sem ekki hefur ökuréttindi var ekið að heimili sínu. Ökumaður var stöðvaður á Vesturlandsvegi á mánudags- morgun eftir að hann hafði ekið í gegnum Hvalfjarðargöngin án þess að hafa greitt uppsett gjald. Við skoðun lögreglu á málinu kom í Ijós að maðurinn hafði hluti í bílum sem hann gat ekki gefið viðhlítandi skýringar á og það því haldlagt sem þýfi. Móðirin handteMn A föstudag barst lögreglu tilkynn- ing um að ökutæki hefði verið stolið og við eftirlit fundu þeir bif- reiðina við hús þekkts brota- manns. Lögreglumenn knúðu dyra til að ræða við piltinn vegna hugsanlegar aðilar hans að þjófn- aðinum. Móðir piltsins brást hins vegar illa við heimsókn Iögreglu og vildi ekki kannast við brota- hegðan sonarins. Hún réðist að Iögreglumönnunum, reif af ein- kenni þeirra og skyrtur þar til ekki var annað fært en að handtaka hana. Voru því þau mæðgin vist- uð í fangageymslu. Karlmaður var handtekinn á föstudagskvöld eftir að hafa unn- ið skemmdir á tveimur ökutækj- um í Austurstræti. Tjónvaldur, 18 ára piltur, var færður í fanga- geymslu. Um klukkan hálf tvö að morgni Iaugardags kom borgari með ein- stalding á miðborgarstöð lögreglu sem hann hafði staðið að því að vinna skemmdir á bifreið. Tjón- valdur sem var 17 ára piltur var ölvaður og sóttur af foreldrum sínum. Tveir menn voru handteknir á Laufásvegi að morgni laugardags grunaðir um að hafa stolið úr bif- reiðum á svæðinu. Piltarnir sem báðir eru 19 ára voru fluttir á Iög- reglustöð. Brotist var inn í ökutæki á Ar- túnshöfða og stolið nokkru magni af verkfærum. Tjónvaldur er ókunnur. Brotist var inn í íbúð við Flóka- götu aðfaranótt sunnudags og stolið myndbandstæki. Ekki er vitað um deili á þjófinum Karlmaður var handtekinn við innbrot í verslun í Seljahverfi. Maðurinn hefur áður komið við sögu fyrir ýmis afbrot og var flutt- ur í fangahúsið við Hverfisgötu. Teknir með líkniefni Fimm aðilar voru handteknir í ökutæki í austurborginni eftir að lögreglumenn fundu ætluð fíkni- efni og áhöld til slíkra reykinga í bílþeirra. A sunnudagsmorgun kom karl- maður á slysadeild og hafði stungusár á baki. Maðurinn sem var mjög ölvaður hafði verið í miðbænum en vissi ekki hvar, hvernig eða hvenær hann hafði hlotið sárið. Þá gaf sig á tal við lögreglu karl- maður sem kvaðst hafa orðið fyr- ir árás í miðbænum að morgni sunnudags. Hann hafði áverka á höfði en þekkti ekki til árás- armanns. Skenundarverk Lögreglu var á laugardag tilkynnt um að fimm rúður hefðu verið brotnar í skólabyggingu í Breið- holti. Ekki er vitað um tjónvalda. Rúða var brotin í verslun í mið- borginni undir miðnætti á laugar- dagskvöld. Ekki er vitað um tjón- valda. Karlmaður var handtekinn eftir að hafa unnið skemmdir á bif- reiðum við Amtmannsstíg að morgni sunnudags. Tjónvaldur- inn var fluttur í fangahús. Þá voru þrír piltar og ein stúlka, öll unglingar, færð á lögreglustöð eftir að hafa verið að vinna skemmdir á húsi við Vitastíg með því að spreyja á það málningu. Að morgni sunnudags var karl- maður handtekinn fyrir að hafa brotið rúðu í verslun á Laugavegi. Hann var fluttur á Iögreglustöð- ina. Klifu fangelsið Oskað var aðstoðar lögreglu vegna ölvaðs manns á Ægissíðu á laugardagskvöld. A vettvangi réð- ist maðurinn að lögreglumönnun- um og náði að bíta í einn þeirra þannig að flytja varð á slysadeild. Hinn ölvaði var fluttur í fanga- geymslu en lögreglumaðurinn er á góðum batavegi eftir skoðun á slysadeild. Fangaverðir í fangahúsinu við Skólavörðustíg óskuðu aðstoðar lögreglu vegna tveggja einstak- linga sem voru að klifra á veggjum hússins. Hvort mennirnir voru að kanna hvort það væri laust rúm er ekki Ijóst en þeir höfðu hlaupið á brott er Iögreglan kom á vettvang. Frá Öskjuhlíðarskóla Skólasetning Öskjuhllðarskóla verður þriðjudaginn 1. septem- ber. Nemendur 7., 8., 9. og 10. bekkjar iraeti við skólasetningu kl. 9:30. Nemendur 1., 2., 3., 4., 5., og 6. bekkjar mæti við skólasetningu kl. 11:30. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 2.sept- ember.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.