Dagur - 25.08.1998, Side 12

Dagur - 25.08.1998, Side 12
12r- ÞtUBiUD-AGUM Röntgentæknir Óskum að ráða röntgentækni sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi við Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum. Um er að ræða 75% starf auk bakvakta. Umsóknarfrestur er til 4. september 1998. Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum skiptist í sjúkrahús- svið og heilsugæslusvið og er stöðugildi 1.5. Umsóknir sendist Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum, pósthólf 400, 902 Vestmannaeyjum. Allar nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 481 1955. Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum. Kentucky Fried Chícken Starfsfólk óskast Óskum eftir hressu og ábyrgu starfsfólki í afgreiðslu og eldhús. Vaktavinna. Einungis fullt starf kemur til greina. Upplýsingar veittar á Kentucky, Faxafeni 2, Reykjavík, Hjallahrauni 15, Hafnarfirði, og Suðurlandsvegi, Selfossi. Sölumaður óskast Kjötiðnaðarstöð KEA óskar að ráða starfsmann til sölu- og þjón- ustustarfa í matvöruverslanir á Akureyri. Óskað er eftir duglegum, jákvæðum og reglusömum einstaklingi til framtíðarstarfa. Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri eða framkvæmdastjóri í síma 460 3360 eða á staðnum. Hjá kjötiðnaði KEA, sem er hluti KEA samstæðunnar, starfa um 90 manns. Um er að ræða eina af stærstu kjötvinnslum landsins ásamt stórgripa- og sauðfjársláturhúsi. Skattstjóri Norðurlands- umdæmis eystra, Akureyri Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra óskar að ráða starfsmenn til starfa er lúta að vinnu við álagningu og öðru er tengist skattskilum fyrirtækja og einstaklinga. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið prófi í viðskiptafræði eða rekstr- arfræðum á háskólastigi, hafi sambærilega menntun eða víð- tæka þekkingu og reynslu á þessu sviði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf óskast sendar skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra, Hafnarstræti 95, 600 Akureyri, fyrir 15. september nk. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Nánari upplýsingar veitir skattstjóri í síma 461 2400. Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra. í P R Ó T TIR Tekur Ruud Gullit við Tottenham af Christian Gross? Allar líkur á að Gross fái sparkið. Er Gareth Southgate á leið til Tottenham frá Aston Villa? Ruud Gullit til Tottenham? Áhaugendur æfir vegna slaks gengis liðsins. Vilja Alan Sugar stjómarfor- mann burt. Allar Iíkur eru nú á því að Christian Gross fái sparkið frá Tottenham í vikunni. Stuðnings- menn félagsins eru æfir vegna hins slaka gengis liðsins en þeir kenna ekki eingöngu Gross um ófarirnar. Stjórnarformaðurinn, Alan Sugar, er sá sem lýðurinn vill burt. Frá því hann tók við stjórninni hjá Tottenham hefur leiðin Iegið niður á við. Sugar og Gullit skelltu sér saman í siglingu á sunnudaginn og talið er víst að þá hafi Sugar boðið Hollendingnum knatt- spyrnustjórastöðuna á White Hart Lane. Gareth Southgate til Tottenham? Tottenham ætlar ekki bara að losa sig við Christian Gross. Þar á bæ vilja menn nú kaupa varn- armanninn sterka Gareth South- gate, frá Aston Villa á átta millj- ónir punda. Southgate er mjög ósáttur við að ViIIa er búið missa bæði Dwight Yorke og Steve Staunton úr sínum röðum og vill nú yfirgefa félagið. Það fer því að verða vandamál hjá John Gregory að stöðva leik- mannaflóttann úr herbúðum sínum. — GÞÖ FH-iiigar bikarmeistarar Bikarkeppni 16 ára og yngri í ITjáisum íþróttiun fór fram í Laugardal um helg- ina. Lið FH-inga sigr- aði í stigakeppninni og sett voru tvö ís- landsmet. FH-ingar gerðu það gott í bikar- keppni 16 ára og yngri í frjálsum íþróttum, sem fram fór í Laugar- dalnum um helgina. Þeir sigr- uðu þar í átta greinum af tutt- ugu og urðu stigahæstir á mót- inu með 156 stig. I öðru sæti varð lið IR-inga með 118 stig og í þriðja sæti Iið Armanns með 117 stig. Sigrún Fjelsted. Átta lið tóku þátt í keppninni, en reglurnar eru þannig, að hvert lið þarf að taka þátt f minnst fimm greinum og má hver keppandi aðeins keppa í tveimur. Tvö Islandsmet voru sett á mótinu, en Sigrún Fjelsted úr FH bætti nýlegt Islandsmet sitt í spjótkasti, er hún kastaði 40,53 m. Hún hefur þar með bætt Is- landsmetið um tæpa fimm metra í sumar, sem er frábær árangur hjá Sigrúnu, sem er 14 ára. Sveit FH í 1000 m boðhlaupi setti síðan íslenskt sveinamet, er þeir hlupu á 2:26,91 mín. Úrslit: 1. FH a-sveit 156 stig 2. ÍR 118 stig 3. Ármann 117 stig 4. FH b-sveit 101 stig 5. HSK 100 stig Þrír N or ðurlandameist arar Árangiix íslensku unglinganna á Norð- urlandameistaramót- inu í frjálsum íþrótt um sá besti frá upp- hafi. Norðurlandamót unglinga 20 ára og yngri fór fram í Dan- mörku um helgina. Mjög góður árangur náðist á mótinu, að sögn Egils Eiðssonar landsliðsþjálfara sá besti frá upphafi. „Krakkarnir stóðu sig mjög vel og unnu þrjá Norðurlandameistaratitla, tvö brons og þrisvar lentu þau í fjórða sæti. Þetta er tvímæla- laust besti árangur hjá íslensk- um unglingum frá upphafi," sagði Egill. Norðurlandameistari unglinga í spjótkasti varð Jón Ásgrímsson, FH, er hann kastaði 69,56 m og bætti þar eigið met um 26 cm. Hann kastaði þremur cm Iengra en Finninn Herri Hattainen sem lenti í öðru sæti. Sveinn Þórarinsson, FH, varð Norðurlandameistari í 400 m grindahlaupi, er hann hljóp í þriðja sinn undir 53 sek. Sveinn er aðeins 19 ára og gæti þar með varið titilinn á næsta ári. Sveinn náði þriðja sætinu í 400 m hlaupi á 49,06 sek. og bætti fyrri árangur um 34/100 úr sek. Vala Flosadóttir, IR, var mætt á mótið frá Búdapest sigraði ör- ugglega í stangarstökkinu. Hún stökk 4,00 m, en þær sem komu næstar henni stukku 2,50 m. Byijunarhæð Völu var 3,80 m. Silja Úlfarsdóttir, FH, náði þriðja sæti í 400 m hlaupi á tím- anum 55,87 og bætti íyrri árang- ur sinn um rúmlega 1,5 sek. Silja er aðeins 17 ára er því gjaldgeng á Norðurlandamót unglinga næstu þrjú árin. Guðný Eyþórsdóttir, 17 ára IR-ingur, náði fjórða sæti í lang- stökki og var aðeins 2 cm frá bronsinu. Guðleif Harðardóttir, kringlu- kastari úr IR, náði ljórða sætinu er hún kastaði 38,87 m, en það er aðeins 1 cm frá Islandsmeti Guðbjargar Viðarsdóttur. íslensku stelpurnar náðu fjórða sæti í 4 x 100 m boðhlaupi á 47,8 sek. og voru aðeins 1 sek. á eftir sænsku sveitinni sem varð í þriðja sæti. I íslensku sveitínni hlupu Sigurlaug Níelsdóttir, Guðný Eyþórsdóttir, Silja Úlf- arsdóttir og Anna F. Árnadóttir. Sem sagt frábær árangur hjá íslensku krökkunum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.