Dagur - 25.08.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 25.08.1998, Blaðsíða 3
Xfe^MT ÞRIBJUDAGUR 2S.ÁG ÚST 1998 - 19 LÍFIÐ í LANDINU L Graiið eftir sam- Miklarfomleifarann- sóknirfara fram þessa dagana á Hofsstöðum í Mývatnssveit. Afsann- að þykirað þarhafi staðið hofen þama má finna miklisverðar upplýsingarum sam- félagsmyndun áfyrstu öldum íslandsbyggðar. „Markmiðið með rannsóknun- um í tóftunum hér á Hofsstöð- um er ekki síst að sjá hvernig líf- ið var í landinu á fyrstu öldum Islandsbyggðar og hvernig nýtt samfélag þróaðist. Fyrstu tvær aldirnar eftir Iandnám eru þoku huldar og spennandi er að leita svara við spurningum um þær,“ segir Orri Vésteinsson, forn- leifafræðingur hjá Fornleifa- stofnun íslands, sem ásamt Adolf Friðrikssyni, stjórnar um- fangsmiklum fornleifarannsókn- um, sem fram fara á Hofsstöð- um í Mývatnssveit. Fjöldi vís- indamanna af ýmsum sviðum kemur að þeim sem undirstrikar hve víðtækar þær eru. — §||Íp||| Hér hefur fundist talsvert afbeinum fiska og Hka sjávarfugla. Þetta er athyglisvert og bendir til að efnhagur Hofsstaðamanna hafi staðið traustum fótum og þeir gert vel við sig og sína í mat, “ segir Orri Vésteinsson og skálatóftin, þar sem fjöldr vísindamanna er að störfum, er að baki honum. mynd: sbs. Uppgröftur uiH aldamót Meðal fornleifafræðinga hafa Hofsstaðir lengi verið þekktir. Undir Iok 19. aldar komu þang- að fornfræðingarnir Kristian Kálund frá Danmörku, og Til að sannreyna þetta grófu þeir í skálatóftina á Hofsstöðum „...og urðu sannfærðir um þarna hefði verið hof. Rökin voru fyrst og fremst bæjarnafnið og stærð skálans sem er 45 metrar að lengd. Þá fannst Samhlida ramM’ZTgrSmi. meöal síðar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. Þeir skoðuðu tóft- irnar og töldu að þarna hefði verið hof í heiðnum sið. Síðar komu Danfel Bruun og Finnur Jónsson, handritafræðingur í Kaupmannahöfn, en þeir höfðu efasemdir um hofin sem íslensk- ir fornfræðingar töldu sig hafa fundið. Töldu sagnir um þau ekki ríma saman við heimildir. þeim sannfærandi að hólf eitt við norðurenda skálans sem þeir töldu vera goðastúku þar sem líkneski hefðu staðið. Einnig fannst Finni niðurstöður koma saman við Iýsingar Islendinga- sagna, þó að f uppgreftrinum hefðu fundist fáir gripir og fá- tæklegir sem flestir geta verið frá hvaða tíma sem er,“ segir Orri Vésteinsson. Hann segir að um miðbik aldarinnar hafi vakn- að efasemdir um niðurstöður rannsóknanna og menn bent á að rökin væru fráleitt skotheld. Hofgoðar og veraldlegir höfðingjar Árið 1965 kom að Hofstöðum danski fornleifafræðingurinn Olaf Olsen, sem taldi að svarið við spurningunni um hof að heiðnum sið væri að finna í stórri holu sunnan við skálatóft- ina. Hann gróf í holuna, Iíkt og þeir Bruun og Finnur gerðu í aidarbyrjun, og hans niðurstaða var að í henni hefði verið soð- inn matur fyrir miklar veislur á Hofsstöðum. „Niðurstaða Olsens var sú,“ segir Orri, „að á Hofsstöðum hefði ekki verið hof enda hefðu engin ummerki um það fundist. Hinsvegar bentu beina- og brunaleifar í hol- unni til að höfðingjar hefðu búið á Hofsstöðum og þeir haldið blótveislur, verið ein- hverskonar hofgoðar sem stjórnuðu helgiathöfnum jafnframt því að vera verald- Iegir höfðingjar. Kenning Olsens var að sérstök hof hefðu ekki verið til, helgihald hefði farið fram heima á bæjum og stórar holur væru vísbendingar um slíkt. Þetta hefur þótt trúverðug kenning og hafa menn bent á staði í Noregi þar sem saman fara stórhýsi og eld- arholur. Hinsvegar hafa bygging- ar, sem ótvírætt voru eingöngu notaðar undir heiðið helgihald, aldrei fundist á Norðurlöndun- um, þrátt fyrir mikla leit.“ Gerðu vel vlð sig og sína ímat Fornleifafræðingarnar Orri og Adolf Friðriksson komu fyrst að Hofstöðum árið 1991 og teikn- uðu þá upp myndir af tóftunum þar. Sumarið 1992 grófu þeir skurð þvert í gegnum tóftirnar til að kanna öskulag, sem gæti sagt til um aldur fornleifanna. Niðurstaðan var að mannvistar- leifarnar væru frá lokum 9. ald- ar og fram á 11. öld en gjóska úr Heklugosinu mikla árið 1104 liggur yfir öllum rústunum. Seinna kom í Ijós að mannvist hefur hafist snemma á Hofs- stöðum, aðeins fáum árum eftir að svokallað Iandsnámslag, gjóskulag úr gosi á Veiðivatna- svæðinu, féll árið 871. „Við komum hingað aftur árið 1995,“ segir Orri. „Við höfum lagt áherslu á að grafa upp og greina dýrabeinaleifar í holunni sunnan við skálann, enda segja þær okkur mikið um mataræði og efnahag fyrstu kynslóða ís- lendinga. I neðstu lögum er hátt hlutafall geitabeina sem minnk- ar eftir því sem ofar dregur og líður á tímann. Það má skýra með því að geitur henta vel til beitar í kjarr- og skóglendi, sem mikið hefur verið um fyrst eftir landnám. Síðar íjölgar nauta- beinum sem bendir til að fyrstu kynslóðir Islendinga hafi Iagt áherslu á mjólkurframleiðslu. Minna kemur á óvart hve mikið er af silungsbeinum enda er skammt til Laxár og Mývatns. Einnig hefur fundist talsvert af beinum fiska, einkum þorsks, og líka sjávarfugla. Þetta er athygl- isvert og bendir til að efnhagur Hofsstaðamanna hafi staðið traustum fótum og þeir hafi get- að gert vel við sig og sína í mat.“ Tíu ár í viðbót Rannsóknimar á Hofsstöðum eru fjármagnaðar með styrkjum frá Rannsóknarráði Islands og vfsindastofnunum og háskólum austan hafs og vestan. Nú er 3ja ára styrktímabili að ljúka en að mati Orra Vésteinssonar er vert að halda rannsóknum áfram. „Við sjáum sífellt betur hve Hofsstaðir eru gjöfull rann- sóknastaður. Hér er að finna mikilsverðar upplýsingar um hvernig fólk lagaði sig að nýjum aðstæðum á fyrstu árum Is- landsbyggðar, um hvernig húsa- gerð og búskaparhættir þróuð- ust og samfélagið mótaðist. Við teljum því mildvægt að halda starfinu áfram og nú þegar höf- um við lagt línur að halda áfram minnst tíu ár í viðbót," segir Orri. Sem áður segir stendur Forn- leifastofnun Islands að þessum rannsóknum og kemur að þeim stór og þverfaglegur hópur vís- indamanna víða að, alls um þrjátíu manns. I þeim hópi eru stúdentar frá Evrópu og Banda- ríkjunum sem taka þátt í rann- sóknunum á námskeiði sem rek- ið er samhliða þeim. Segir Orri námskeiðið, sem nú er haldið annað árið í röð, sé byrjunin á að hefja kennslu á háskólastigi í fornleifafræði hér á landi. -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.