Dagur - 25.08.1998, Qupperneq 6
22 -ÞRIBJUDAGUR 2S.ÁGÚST 1998
ro^tr
LÍFIÐ í LANDINU
Um þrjátíu þúsund
manns mættu á menn-
ingamótt Reykjavíkur-
borgar. íþeim hópi var
Kolbrún Bergþórsdótt-
irsem stóð menningar-
vaktina í nafni Dags.
Það var huggulegt af máttar-
völdunum að gefa okkur logn og
blíðu á menningarnótt, rétt eins
og í evrópskri stórborg. Borgin
var full af fólki, allt frá korna-
börnum í barnavögnum til elli-
lífeyrisþega. Hugsanlega vildi
einhver líkja stemmningunni við
þjóðhátíðardag landsmanna. En
það væri óheppileg samlfking því
þarna var ekki mögulegt að
greina það sambland Ieiða og
þijósku sem svo auðveldlega op-
inberast í andlitum fullorðinna á
17. júní. Það var eins og enginn
hefði mætt af skyldu heldur ein-
göngu ánægjunnar vegna. Það
hvarflaði að mér að þegar allt
kæmi til alls væru Islendingar
kannski með vinalegri þjóðum.
Þáttur minn í menningarnótt
Reykjavíkur hófst klukkan átta í
Listasafni Reykjvíkur þar sem
við Rósa Ingólfsdóttir gengum
ásamt gestum um sýningu á
myndum Errós og ræddum um
kvenímyndir verkanna. Þetta var
eitt þessara tiltækja sem maður
botnar ekkert í að hafa látið
hafa sig út í. En reyndist þó hin
ánægjulegasta stund. Kannski
var það föðurlegt umhyggjubros
eins sýningargesta, Ágústs Ein-
arssonar þingmanns, sem róaði
mig, enda er hann þriðji mesti
mannkostamaður sem ég hef
kynnst í íslenskri pólitík. Hjörtu
okkar Rósu slógu ekki hug-
myndafræðilegan takt þar sem
við skiptumst á skoðunum um
myndirnar. Þar sem Rósa sá
kvenlega mýkt og hlédrægni
kom ég auga á aldalanga kúgun.
En þrátt fyrir ágreininginn ríkti
systurleg hlýja milli okkar Rósu
enda er hún með skemmtilegri
konum.
Sirngið í Bankastræti
Úr listasafninu lá leiðin á upp-
Iestrarkvöld í Iðnó. Við tjarnar-
bakkann var fjölmenni sem virt-
ist ekkert sérstaklega leggja eyr-
un við þeim skáldlegu orðum
sem bárust úr hátalarakerfinu.
Innan dyra biðu menn í biðröð
eftir því að vera hleypt inn í
helgidóminn þar sem flutning-
urinn fór fram. Listþyrst ung-
menni Iagði eyra að hurðinni til
að nema betur orðin sem þaðan
bárust. Mér fannst eitthvað
næsta óútskýranlega göfugt en
um leið sakleysislegt við þá sjón.
Sennilega er ég orðin of verald-
arvön í íslenskum listaheimi því
ekki hvarflaði að mér að koma
12 II
Það var huggulegt af máttarvöldunum að gefa okkur logn og blíðu á menningarnótt, rétt eins og í evrópskri stórborg.
Borgin var full af fólki
mér fyrir í röðinni; sú hugmynd
var mér reyndar álíka fjarlæg og
sú að standa í biðröð í banka til
þess eins að greiða reikninga.
I Austurstrætinu mætti ég Ás-
laugu Ragnars sem reyndi að
toga mig í átt að Iðnó þaðan
sem ég var nýkomin. Ég barðist
á móti og sagðist ekki vera hald-
in sérstakri löngun til að hlusta
á Olínu Þorvarðardóttur kveða.
„Hvenær ætlarðu að hætta þess-
um þvergirðingshætti, kona
komin á fimmtugsaldur?" kvart-
aði Áslaug. „Aldrei," hvæsti ég
sármóðguð og hélt mína leið.
I Bankastrætinu var kveikt á
kertum f sýningarglugganum í
blómabúðinni Ráðhúsblóm og
óperutónlist leikin af geislaspil-
ara. Tónarnir bárust út á götu og
ég var rétt að ná menningarlegu
flugi þegar harmónikutónar ífá
Islandsbanka hrifu mig burt úr
hámenningunni og þeyttu mér
inn í íslenska afdalastemmningu.
Við hlið harmónikuleikaranna
voru mættir þrír vel klæddir og
mátulega drukknir karlmenn sem
hvunndags gætu verið vel laun-
aðir viðskiptaffæðingar í einka-
geiranum. Þeir kepptust við að
biðja um óskalög, sem öll reynd-
ust vera ættjarðarljóð í ung-
mennafélagsanda, og tóku sömu-
leiðis að sér sönghlutverkin. Þeir
gátu ekki sungið en sungu samt.
Mér fannst framlag þeirra virð-
ingarvert.
Bleikt klám og fleiri vísur
Orlítið ofar í götunni, á móts við
Sólon, voru félagarnir Börkur
Gunnarsson og Pétur Blöndal, í
spjátrungslegum jakkafötum og
hroðalegum blúnduskyrtum, að
selja ljóð sín í lausasölu á hundr-
að kall stykkið. Utan um hvert
ljóð var vafið borða og liturinn
sagði til um innihaldið. Rauður
borði táknaði ástarljóð, grænn
náttúruljóð, svartur dauðaljóð,
blár pólitískt ljóð og bleikur var
litur klámvísnanna. Unglingarn-
ir voru vel á veg komnir með að
hrifsa til sín allt það bleika. Sem
flokksbundinn blaðamaður
ákvað ég að kaupa pólitískt ljóð.
Það var eftir Pétur Blöndal og
fjallaði um ungu stúlkuna sem
tókst á svo eftirminnilegan hátt
að fá Bandaríkjaforseta til að
leysa niðrum sig:
Af því seyði saup hún hýsn
að sinna Clintons þörfum
með brostið hjarta, blindafýsn
og bletti ifatalörfum
Ég hélt áfram göngu minni og
mætti næst ungum pilti sem
stóð uppi á háum stöpli og tal-
aði í farsíma. „Er þetta gjörning-
ur?“ spurði ég. Þessi fulhrúi
ungu kynslóðarinnar horfði á
mig með hryllingi, baðaði út
höndum og hristi jafnframt höf-
uðið í ákafri tilraun til að bera af
sér listræna tilburði. Við bóka-
búð Máls og menningar var
Ingibjörg Sólrún ásamt Sigurði
Svavarssyni að vígja spraut-