Dagur - 25.08.1998, Síða 10
26 - ÞRIÐJUDAGUR 2S. ÁGÚST 1998
LÍFJÐ 1 LANDINU
Víkiðfrá
vinstri
Dæmi: Maður leggur í Kambana
að austan. Heldur góðri siglingu
upp brekkurnar eftir að hafa
hægt á í fyrstu beygju. Lendir þá
skyndilega fyrir aftan tvo bíla
sem ekið er á sextíu, öðrum á
hægri akreininni, sem stundum
er kölluð klifurrein og hinum
bílnum er ekið á vinstri akrein-
inni. I þessu tilfelli á sá á vinstri
akreininni að koma sér yfir á
hægri akreinina og hleypa þeim
sem á eftir kemur
fram úr. Síðan á hann
að halda sig á hægri
akrein. Nema svo
ólíklega vilji til að
hann þurfi að taka
fram úr einhverjum
sem ekur enn hægar.
I svona tilfellum
getur sá sem heldur
umferðinni fyrir aftan
BILAR
hægri akrein.
Vera kann að sumir þeirra
sem halda bílum aftan við sig á
vinstri akrein telji sig vera að
tryggja það að aðrir ökumenn
haldi sig innan lögbundins há-
markshraða. Það er útaf fyrir sig
skiljanlegt viðhorf, en í afar
mörgum tilfellum eru þessir
ökumenn á hraða sem er tölu-
vert undir löglegum hámarks-
hraða á viðkomandi vegi og
skapa því í raun stór-
Það er einfóldþumalfing- jjt“urlagimeð þessu
Þeir sem hafa
reynslu af því að aka
erlendis, t.d. í Norð-
vestanverðri Evrópu,
hafa séð að þetta er
skýr og ófrávíkjanleg
regla. Því hægar sem
Olgeir Helgi
Ragnarsson
skrifar
ursregla þegar tværak-
reinar eru í sömu átt að
ökumaðurinn haldi bíln-
um á hægri akrein en
menn aka, því lengra
sig á vinstri akreininni nOÍÍ þá VÍnStlÍ tíl að taka tfI hæ8ri halda menn
æ sig. Því hraðar sem
fram úr. En þessi ein- menn aka> Því lensra
x til vinstri halda menn
gætu tekið upp á að falda regla virðist offlók- sig. Akreinin sem er
beinlínis orðið valdur
að slysum. Þeir sem
lenda á eftir honum
reyna að komast fram
úrmeð bví að fara yfir infyrír ótrúlega marga
á akreinar fyrir um- O ö
ferð úr gagnstæðri átt.
En þessi regla á
ekki aðeins við í Kömbunum. Hún á við
alls staðar þar sem fleiri en ein akrein
eru í sömu átt, t.d. á nokkrum götum í
Reykjavík. Almennt eiga ökumenn að
halda sig á hægri akrein og nota þá
vinstri til að taka fram úr þeim sem fara
hægar. Séu ökumenn á vinstri akrein
verða þeir að vera vakandi yfir því að
hleypa bílum sem á eftir kunna að
koma fram úr með því að færa sig yfir á
Iengst til vinstri er
undantekningalaust
notuð til framúrakst-
urs. Ef ökumenn leyfa
sér að halda bílum
íyrir aftan sig á vinstri akrein á þýskri
hraðbraut eiga þeir einfaldlega ekíd von
á góðu.
Nú er þegar nokkuð um liðið síðan
sumir íslensku þjóðveganna skriðu upp
úr moldinni, þó það gildi ekki um þá
alla. Það er því orðið tímabært að ís-
Ienskir ökumenn temji sér annan hugs-
unarhátt, a.m.k. þeir sem dóla á vinstri
akreininni. Víkið frá vinstri.
Samanburður
hagstæður
Volkswagen Passat fær góða dóma í úttekt hjá amerísku bílablaði. Þar er m.a. bent
á að þegar bílaframleiðandi framleiði bæði fjöldaframleidda bíla og lúxusbíla, eins
og Toyota og Lexus, Nissan og Infiniti eða Volkswagen og Audi, þá fái þeir sem
kaupa ódýrari tegundirnar oft marga af þeim kostum sem fylgja lúxusbílunum, án
þess að greiða lúxusverðið.
Að vísu fylgir ekki með í pakkanum „snobbað útlit“ dýrari tegundanna, en vilji
menn fá eitthvað fyrir peninginn er skynsamlegra að kaupa dýrustu útgáfu af
Volkswagen Passat GLX en hinn sambærilega, en dýrari Audi A4.
Nýi Passatinn er byggður á sama grunni og A4 sem kynntur var fyrir fáum árum.
Bílarnir eru þó ekki eins, Passatinn í raun aðeins stærri og rýmri að innan sem
hleypir honum í millistærðarflokk á meðan A4 telst smábíll.
Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirhelgi@islandia.is
Pemiaviiiur óskast
SVOJMA
ER LIFIÐ
Þetta bréf barst Degi í vik-
unni:
„Eg er 27 ára gamall ensk-
ur karlmaður og vil gjarnan
eignast pennavini á Islandi,
bæði konur og karla. Helst á
aldrinum 20-30 ára. Áhuga-
mál mín eru lestur, íþróttir
og sjónvarp. Verið svo væn
að skrifa mér á ensku.
Neil Johnson,
161 Longlands,
Adeyfield, Hemel
Hamstead,
Hertfordshire,
England, HP2, 4EN
Bólgnir fætur
Mig langar til að vita hvers vegna fæturnir á
mér bólgna á sumrin meira en á vetuma og líka
hvort eitthvað er hægt að gera í því, eins og að
vera í sérstökum skóm eða nota krem. Þetta er
heldur hvimleitt ástand.
Vigdís
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Vigdís svarar í
símann kl. 9—12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
Það er eins með æðar í fótum og annars staðar í líkaman-
um að hiti veldur því að þær þenjast svolítið út og það er
ástæðan fyrir því að maður verður oft rauður í andliti á
heitum dögum. Þegar maður stendur eða situr mikið þá
hefur þyngdaraflið áhrif og blóðið safnast í fæturna.
Þannig að hitinn og þyngdaraflið spila þarna saman og
valda óþægindum.
Gott er að setja fætumar upp á eitthvað, stól eða borð
og sitja þannig þegar hægt er. Helst ekki að nota nælon-
sokka eða skó úr næloni og með gúmmísólum, það heldur
hitanum inni. Það eru til krem sem kæla fætur og fást
þau bæði í apótekum og heilsubúðum en það er misjafnt
hvað hentar fólki. Ef hægt er að vera berfættur þá er það
gott íyrir fætuma en það hentar ekki alltaf. Þá eru opnir
sandalar góðir, þeir Ieyfa fótunum að anda.
Lesandi
Lesandi hringdi
og var óhress með
þann ljóta sið að
vera sífellt hrækj-
andi út og suður.
Sagði þetta vera
einkum unglinga
og taldi að ein
ástæða þess væri
sú að þau reyktu
en þætti bragðið í
munninum ekki
gott og væru þess
vegna alltaf að
reyna að hrækja
því út.
Besti vinur
kommnar
Amerískir sálfræðingar hafa
fundið það út að þegar
streitan er í hámarki, þá er
hundurinn betri félagi en
makinn. I New York voru
480 dýraeigendur rannsak-
aðir í þeim tilgangi að kom-
ast að þvf hvort þeir brygðust
öðruvísi við þegar gæludýrið
væri með þegar verkefni
væru unnin undir álagi.
Utkoman varð sú að
streitumerki, hjartsláttur og
blóðþrýstingur, væru að jafn-
aði mun lægri þegar hundur-
inn var með í för, hjartsláttur
um 30 slögum færri á mín-
útu.
Karen Allen sálfræðingur
telur að þetta sé að hluta til
vegna þess að hundurinn
gagnrýni ekki eiganda sinn
né gefi í skyn óánægju sína
með framkomu hans.
„Þeir (hundarnir) gætu
svo sem verið að hlæja að
okkur," segir hún, „en við
vitum það bara ekki svo það
hefur ekki áhrif."