Dagur - 18.09.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 18.09.1998, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 18.SEPTEMBER 1998 - 3 FRÉTTIR Séð og heyrt burt úr kaupfelaginu Kristján Þoivaldsson rítstjóri Séð og heyrt hefur skrifað sig út úr verslun Kaupfélagsins á Fáskrúðsfirði. Harður slagur inilli Séð og heyrt og Kaup- félags Fáskrúðsfjarð- ar eftir leiðaraskrif ritstjðrans. Byggða- stefna andskotans fyr- ir austan? Tímaritið Séð og heyrt fæst ekki lengur í verslun Kaujifélags Fá- skrúðsfirðinga eftir að Kristján Þorvaldsson, annar ritstjóra, skrifaði leiðara sem hugnaðist ekki kaupfélagsmönnum. I leið- aranum skrifar Kristján um sam- anburð þess að búa í Reykjavík eða úti á landi. Hann talar um „hrygningarstöðvar" sínar austur á fjörðum og segir m.a.: „Á síð- asta áratug hefur kaupfélaginu tekist að drepa allt annað af sér. Það hefur ekki þolað frumkvæði einstaklinga og jafnvel lagt í kostnað við að hrista þá af sér.“ Viðbrögð kaupfélagsmanna voru að henda blaðinu úr hillum verslunar sinnar og verður það ekki selt á meðan Kristján rit- stýrir blaðinu, að sögn verslunar- stjóra kaupfélagsins. Leyíir bara eina skoðun Kristján Þorvaldsson er sjálfur frá Fáskrúðsfirði og hann segir viðbrögð kaupfélagsins hlægileg, en jafnframt áhyggjuefni. „Eg bendi í þessum Ieiðara m.a. á að einstaklingar hafi flúið þræls- lund og skoðanakúgun á Iands- byggðinni. Þarna kemur stað- festingin á því að kaupfélags- flokkurinn á Fáskrúðsfrrði Ieyfir bara eina skoðun. Stundum fara einstaka sjoppur í fýlu en þetta er af öðrum meiði. Ég hef fengið margar hringingar frá Fáskrúðs- firði, en þar þykir mér vænt um marga. Menn lýsa hneykslun sinni á þessum viðbrögðum en sem betur fer hafa áhugasamir ennþá leiðir til að kaupa blaðið annars staðar á Fáskrúðsfirði." Varstu að skrifa gegn byggða- stefnu? „Ég hef aldrei vitað hvaða fyrirbæri það er, en ef þetta er byggðastefna þá er þetta byggðastefna andskotans,“ segir Kristján. „Andskotans sama“ Lovísa Guðmundsdóttir, versl- unarstjóri hjá Kaupfélagi Fá- skrúðsQarðar, segir um ástæður ákvörðunarinnar að mjög ósmekklegt hafi verið hvernig Kristján skrifaði leiðarann. „Þetta var ekki mín ákvörðun heldur kaupfélagsstjórans einnig og við erum gallhörð á því að selja ekki blaðið á meðan Krist- ján er ritstjóri," segir Lovísa. Að- spurð hvort hún sé með hags- muni neytenda í huga með ákvörðun sinni, segir Lovísa að 2 aðrir sölustaðir séu á svæðinu og lítið mál fyrir Iesendur að kaupa blaðið annars staðar. „Mér fannst það sláandi þegar ég hringdi í Kristján og tilkynnti honum ákvörðun okkar, að hann brást við með því að segja að honum væri „andskotans sama“. Ég notaði engin blótsyrði gegn honum. Við komust að þessari niðurstöðu í sameiningu og hún mun standa alveg 100%,“ segir Lovísa. Þess er rétt að geta að lokaorð allra leiðara Séð og heyrt eru: „Gerum lífið skemmtilegra". - BÞ Ráðiineytið telur gagna- gnmniim öruggan Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Það verður hægt að róla á tveimur gæsluvöllum á Akureyri fram til áramóta. Horfið frá lokun Akureyrarbær hefur ákveðið að verja 700.000 krónum aukalega til að halda gæsluvöllum opnum til áramóta. I fyrra var þessi þjónusta skorin niður ylir vetr- artímann vegna lélegrar aðsókn- ar en að sögn Sesselju Sigurðar- dóttur, forstöðumanns gæslu- valla, varð hins vegar nokkur óá- nægja hjá foreldrum með þá ákvörðun og er nú gerð tilraun til að hafa tvo velli opna í vetur. Eyrarvöll og Bugðuvöll. „Við munum sjá hvort þetta nægir til að anna þörfinni eða hvort þetta er of mikil gæsla," segir Sesselja, en á það má benda að áður voru allt að 7 vellir opnir allt árið um kring. Peningarnir sem fengust núna, duga til að greiða tveimur starfstúlkum laun í 55 prósent starfi á hvorum velli. — bþ „Trygging á persónuvernd liggur í því að óviðkomandi aðilar komist ekki inn í gagnagrunninn. Við förum þá leið að fela Tölvunefnd að sjá um að tryggja persónu- verndina eins og nokkur kostur er, bæði í uppsetningu gagna- grunnsins, framkvæmd hans og við eftirlit með honurn," segir Þórir Haraldsson, aðstoðarmað- ur heilbrigðisráðherra, aðspurð- ur um öryggi dulkóðunar gagn- vart tilraunum óviðkomandi að- ila, „hakkara" og annarra, til að brjóta hana og þar með afmá per- sónuverndina. Gagnagrunnsfrumvarpið geng- ur út frá þeirri viðmiðun að upp- lýsingar séu ópersónugreinanleg- ar þegar það tekur mikinn tíma og mannafla að brjóta dulkóðun, en auk þess er frekari aðgengis- hömlum beitt. „Bara það að það verður ekkert upphringisamband eða símasam- band við tölvuna þar sem gagna- grunnurinn er geymdur gerir þessa hakkara-hugmynd nánast Dómur Héraðsdóms í máli þar sem tæplega fimmtugur karl- maður var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa beitt dóttur sína kynferðislegu ofbeldi í sjö ár var í gær ógiltur af ómögulega. Annað öryggisatriði felst í því að gagnagrunnurinn verður í einni tölvu sem ekkert utanaðkomandi samband kemst í, en upplýsingar úr henni eru færðar í aðra tölvu, þar sem hugsanlega er samband við aðrar töharr eða símalínur, en ekki við Hæstarétti. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að afla þurfi fleiri gagna en lágu fyrir þegar málið var flutt í Héraðsdómi. Verjandi mannsins benti á að þar sem stúlkan hefði lent í umferðarslysi sjálfan grunninn. Einnig eru tak- markanir fyrir þ\í hvers konar upplýsingar fást úr gagnagrunn- inum, af hverjum og til hverra. Þannig eru búnar til ýmiss konar praktískar girðingar til að gagna- grunnurinn verði eins öruggur og hægt sé,“ segir Þórir. - FÞG og fengið höfuðhögg gæti skap- höfn og persónuleiki hennar hafa breyst. Málinu var því vísað heim í hérað að nýju til frekari gagnaöflunar, nýrrar aðalmeð- ferðar og dóms. Ómerkir dóm fyrir kynferðisafbrot Vandi Leikfélags Akureyrar Samkomuhúsið á Akureyri. Bæjarráð Akureyrar tekur undir þá skoðun menningarmála- nefndar Akureyrar að leysa verði ljárhagsvanda Leikfélags Akur- eyrar til frambúðar og tryggja þannig í sessi einn öflugasta kjarna menningarlífs bæjarins. Bæjarráð óskar eftir því áður en afstaða verði tekin til frekari fjár- hagslegs stuðnings við Leikfélag- ið að gerð verði fjárhagsleg út- tekt á rekstri Leikfélagsins sem lögð verði fyrir bæjarráð ásamt ítarlegri greinargerð um það hvernig stjórnendur Leikfélags Akureyrar hyggjast tryggja að endar nái saman í rekstri félags- ins miðað við núverandi rekstr- arforsendur. Erindi Golf- klúbbs Akureyrar hafnað Bæjarráð hefur hafnað erindi Golf- klúbbs Akur- eyrar þar sém óskað er eftir föstum styrk vegna vaxta- munar í sam- bandi við lán- töku á árinu 1996 vegna endurljármögnunar skulda Golf- klúbbsins. Bæjarráðsmaður Þór- arinn B. Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslunni. Jarðgöng í stað Lágheiðar Vegagerð ríkisins hefur óskað eftir því að Akureyrarbær tilnefni fulltrúa í samráðshóp um endur- byggingu vegar um Lágheiði. Bæjarráð Akureyrar telur ekki ástæðu til að tilnefnt sé í slíkan samstarfshóp en hvetur Vega- gerðina til þess að skipa þess í stað samráðshóp um jarðganga- gerð frá Siglufirði til Ólafsijarð- ar. Höfuðborgin heimsótt Bæjarráð Akureyrar, bæjarstjóri og sviðs- stjórar Akureyrar- bæjar munu fara í kynnisferð til Reykjavíkur 23. september nk. til að kynna sér breytingar sem þar er unnið að á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Fjárlaga- nefnd Alþingis mun jafnframt eiga fund með sveitarstjórnar- mönnum dagana 21. til 24. sept- ember, þ.m.t. sveitarstjórnar- mönnum frá Akureyri. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.