Dagur - 18.09.1998, Blaðsíða 5
Xfc^HT
FÖSTVDAGVR 18. SEPTEMBER 1998 - S
FRÉTTIR
Hnm í innfLutningi
listar frá Daumðrku
Magn skráðra inn-
fluttra málverka frá
Danmörku hefur
minnkað iun 90
prósent á stuttum
tíma eða úr 700 kg í
62 kg. Þorgeir Ólafs-
son listfræðingur
meðdómari í máli
Gaflerís Borgar. Bruni
Svavars-mynda í Dan-
mörku?
Á síðustu fimm heilu árum og
fyrstu sjö mánuði yfirstandandi
árs hefur innflutningur á mál-
verkum numið 24,5 milljónum
króna (fob) eða upp á 4,5 milljón-
ir króna á ári. Samkvæmt skýrsl-
um Hagstofunnar um utanrík-
isverslun hefur innflutningur
málverka snarminnkað eða um
76% frá hámarki árið 1995 og þar
af um 91% frá Danmörku.
Ekki koma fram upplýsingar
um fjölda innfluttra „málverka,
teikninga og pastelmynda", held-
ur eingöngu um þyngdina. Inn-
flutningur á málverkum frá
Danmörku var 700 kíló árið 1995
en fór niður í 62 kíló árið 1997
og sama magn hefur verið flutt
inn frá Danmörku til júlíloka í ár.
Minnkunin á innflutningi frá
Danmörku er því upp á minnst
91% í magni talið. Reikna má
með að málverk án ramma séu
um 1-2 kíló að þyngd.
Ólafur Ingi Jónsson forvörður er upphafsmaður að þeim málaferlum sem nú standa yfir og eru orðin þau um-
fangsmestu af þessu tagi á Norðurlöndum. Innflutningur á málverkum frá Danmörku hefur hrunið.
Innflutmngshnm samhliða
fölsimarmálinu
Kunnugir telja að þarna spili um-
ræðan um málverkafölsunarmálið
stærstu rulluna. „Það fer ekkert á
milli mála að bein tengsl eru
þarna á milli, enda fer saman að
augu rannsakenda beinast að
sömu aðilunum og virkastir voru í
að flytja verk inn frá Danmörku,"
segir einn viðmælandi blaðsins,
sem þekkir vel til þessara mála.
Á þessu rúmlega fimm ára
tímabili voru flutt inn málverk
upp á tæplega sjö tonn og verð-
mæti þeirra skráð 24,5 milljónir
króna ytra, en 26,7 milljónir að
flutningskostnaði meðtöldum.
Töluglöggir menn geta þá fundið
út að meðalverðmæti þessara
verka hafi verið um 3.900 krónur
kílóið með flutningskostnaði!
Drýgsti hluti innfluttra mál-
verka kemur frá Danmörku. Frá
Danmörku komu 38% verkanna í
magni talið og 45% verðmætisins.
Heildarinnflutningur hefur
minnkað úr um 1.900 kg árið
1995 í 461 kg árið 1997 og íyrstu
sjö mánuði þessa árs var magnið
upp á 365 kíló.
Brennir Leif Jensen Svavars
mviidir?
Innflutningur á málverkum er eitt
af því sem er til skoðunar í rann-
sókn málverkafölsunarmálsins,
en lögregluyfirvöld á Islandi og í
Danmörku hafa formlega tekið
höndum saman við rannsókn
málsins. í Listapóstinum, sem
Gallerí Fold gefur út, er fullyrt að
um sé að ræða umfangsmesta
fölsunarmál sem upp hafi komið
á Norðurlöndum. I Extrabladet
var nýlega haft eftir listaverkasal-
anum Leif Jensen að hann hefði
selt sitt síðasta málverk eftir Svav-
ar Guðnason og að hann myndi
sjálfsagt á endanum brenna þær
myndir Svavars sem hann ætti í
einkasafni sínu. Leif hefur endur-
greitt íslendingnum Eysteini Jó-
hannessyni 15 Svavars-myndir.
Mál ákæruvaldsins gegn Pétri
Þór Gunnarssyni í Galleríi Borg
var tekið íyrir í héraðsdómi 14.
september og var ákveðið að Þor-
geir Olafsson Iistfræðingur yrði
meðdómari í málinu. — FÞG
Hæstiréttur dæmdi fasteignasala í
72 mánaða fangelsi í gær.
Þungur
fj árs vika-
dómur
Hæstiréttur hefur dæmt Gísla E.
Ulfarsson, fertugan fasteigna-
sala, í 12 mánaða óskilorðsbund-
ið fangelsi íyrir fjársvik. Hæsti-
réttur þyngir dóm undirréttar úr
10 í 12 mánuði.
Gísli var sölumaður og stjórn-
armaður í fasteignasölunni Hug-
inn og var sakfellur íyrir að hafa
í kringum áramótin 1995/96
blekkt öklruð hjón til að afhenda
sér 11 milljónir króna í pening-
um og húsbréfum af söluand-
virði tveggja fbúða, með því að
telja þeim trú um að fasteigna-
salan myndi ávaxta íjármunina
fyrir þau. Hann ráðstafaði fjár-
mununum óðar í eigin þágu, þótt
honum væri, samkvæmt ákæru,
ljóst að hann gæti ekki endur-
greitt féð. Bú Gísla var tekið til
gjaldþrotaskipta 10. október
1995, eða rúmum tveimur mán-
uðum áður en hann blekkti féð
út úr fólkinu. Svik Gísla leiddu
til þess að hjónin gátu ekki fest
sér íbúð í sambýli fyrir aldraða
eins og fyrirhugað var, en þó skal
þess getið að Gísli hefur endur-
greitt hluta fjármunanna eða 3,5
milljónir króna. — FÞG
Sjö læknar þjóna
21 þúsund manns
Læknaskortur í Hafn-
arflrði er orðiim að
pólitísku átakamáli í
bæjarstjóminni. Að-
eins sjö læknar þjóna
Hafnarflrði og Bessa-
staðahreppi.
Það hitnaði í kolunum á bæjar-
stjórnarfundi í Hafnarfirði á
miðvikudag þegar hinn mikli
læknaskortur í bænum kom til
umræðu og minnihlutinn lagði
til að hafnar yrðu viðræður við
heilbrigðisráðuneytið um úr-
lausn.
„Við lögðum til að viðræður
yrðu teknar upp tafarlaust við
heilbrigðisráðuneytið til að finna
lausn á þeim tilfinnanlega
læknaskorti og þeim vanda sem
honum fylgir í heilsugæslumál-
unum í Hafnarfirði, þó ekki væri
nema til bráðabirgða. Meirihluti
bæjarstjórnar hafnaði þessari til-
lögu okkar með þvi að vísa henni
til bæjarráðs. Meirihlutinn bar
því við að hann væri í viðkvæm-
um viðræðum við ráðuneytið um
reynslusveitarfélags verkefni á
sviði heilsugæslunnar og ætti
það að taka málið yfir,“ sagði
Jóna Dóra Karlsdóttir, bæjarfull-
Þorsteinn Njálsson.
trúi Alþýðuflokksins í Hafnar-
firði, í samtali við Dag.
Hún segir að það sé allt á öðr-
um endanum í bænum vegna
læknaskortsins en sjö læknar
þjóna nú 21 þúsund manns í
Hafnarfirði og Bessastaðahreppi.
Jóna Dóra segir að það sé orðin
10 til 15 daga bið eftir því að
komast að hjá heilsugæslulækni.
Hún segir að viðræðurnar um
reynslusveitarfélagið séu svo
stutt á veg komnar að langt verði
þangað til þessi mál verði komin
í þann farveg sem hægt sé að
sætta sig við.
Vildu snupra ráðlierra
Þorsteinn Njálsson, læknir og
bæjarfulltrúi Framsóknarflokks-
ins, sem er f meirihlutasamstarfi
í Hafnarfirði, sagði að viðræður
væru í gangi við ríkið um að gera
heilsugæsluna í Hafnarfirði að
reynslusveitarfélagsverkefni.
„Það sem minnihlutinn var að
gera á bæjarstjórnarfundinum á
miðvikudaginn var að leggja til
að heilbrigðisráðherra yrði
snupraður fyrir það að vera ekki
búinn að gera eitthvað í málinu,“
sagði Þorsteinn.
Hann var spurður hvort það
væri rétt að 10 til 15 daga bið
væri eftir því að komast að hjá
heimilislækni. Hann sagði bið-
ina ekki vera svo langa hjá öllum
læknum. Hann sjálfur væri með
stóran hóp fólks, auk þess sem
hann skrifaði þátt í tímarit, sem
yrði þess valdandi að utanhér-
aðsfólk sækti til hans líka. Þess
vegna væri biðin hjá honum
lengri en hjá öðrum.
Þorsteinn segir að þann 1.
október bætist við tveir læknar
en í nóvember verði ný heilsu-
gæslustöð opnuð. Hann viður-
kennir að læknarnir þyrftu að
vera fleiri en þetta og að reynslu-
sveitarfélagslausnin gangi út á
það að leysa þann vanda um leið
og bæjarfélagið tekur heilsu-
gæsluna yfir til sín. — S.DÓR
„Ekkert sökótt“
Guðrún Helgadóttir segir fráleitt sem Iesa má úr
„heita potti“ Dags í fyrradag að hún eigi eitthvað „sök-
ótt við Bryndísi Hlöðversdóttur". Segir hún að hún
hafi aldrei látið nein ummæli falla í Iíkingu við þau
sem séu höfð innan tilvitnunarmerkja hjá pottverjum,
sem verða að biðjast afsökunar á því að hafa ekki betri
heimild. „Eg veit ekki betur en við séum bestu vinkon-
ur ég og Bryndís," segir Guðrún, en lætur ekki upp-
skátt um sín pólitísku áform í bili. I stórviðtali við í
helgarblaði Dags má vænta að gusti af henni eins og
venjulega.
Guðrún
Helgadóttir.
Garðar EA seldur til Noregs
Eitt fullkomnasta nóta- og togveiðiskip íslenska flotans, Garðar EA,
hefur verið endurselt til Noregs. Kistuíell, dótturíyrirtæki Samhetja á
Akureyri, keypti skipið fyrir um hálfu ári af norska fyrirtækinu K.
Halstensen en ákvæði var í kaupsamningi um að fyrri eigandi gæti
keypt skipið að nýju ef hann eða kaupandi óskaði eftir því innan árs.
Verð á ótryggðri raforku hækkar
Verð á ótryggðri raforku Landsvirkjunar til rafveitna hækkar úr 107
aurum í 175 aura á kílóvattstundina frá 22. september. Áður hafði
ótryggða orkan hækkað úr 71 eyri í 107 aura í þeim tilgangi að fá not-
endur hennar til að draga úr notkun sinni eða taka upp aðra orkugjafa
en raforku.
Síldveiðar hafnar
Síldveiðar eru hafnar fyrir austan land og er það nokkuð fyrr en und-
anfarin ár. Tveir hornfirskir bátar, Húnaröst og Jóna Eðvalds, hófu
veiðar aðfaranótt fimmtudags á Breiðdalsgrunni og fengu tæplega 100
tonn. Sfldin er mjög blönduð. Reiknað er með að fleiri skip komi á mið-
in á næstunni en þar með yrði hægt að leita skipulegar að síldinni fyr-
ir Suð-Austurlandi. - GG