Dagur - 19.09.1998, Qupperneq 2

Dagur - 19.09.1998, Qupperneq 2
p pp r M 'A r ' J V *r c M 9 j r 5* 2 - LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBF.R 19 9 8 FRÉTTIR í heita pottinum kvarta margir úr hópi eðalkrata yíir því að undirbúningur fyrir flokks- þing kratanna um næstu helgi sé í höndum manna sem aldrei hafa verið í Alþýðuflokknum. En þeir Óskar Guðmundsson, fyrrum ritstjóri Þjóðlífs, og Einar Karl Haraldsson hafa ver- ið fengnir til að leggja til hugmyndir að umgjörð og starfsháttum flokksþingsins og eiga líka að sjá um Alþýðublað sem kemur út fýrir þingið. Gömlu kratamir segja að svo virðist sem gamli flokkurinn þeirra sé endanlega kominn í hendur manna sem aldrei hafa viljað annað en leggja hann niður..... Einar Karl Haraldsson. „Persónulega held ég að við mundum sjá mjög á eftir sumardeginum fyrsta, “ sagði Jón Freyr Þórarinsson formaður Sumargjafar og skólastjóri í Laugarnesskóla. Fyrsti í snmri og vetn somu helgina á haustin Náist tiUögiir VSÍ imi írí dagafærslu fram að gauga gæti þjóðin haldið fyrsta sumardag og fyrsta vetrar- dag hátíðlega á sömu löngu fríhelgiuui. „Við höfum varpað fram þeirri tillögu að gera fyrsta mánudag í vetri að al- mennum frídegi, en fella þess í stað niður frí á sumardaginn fyrsta, sem auðvitað héldi þó áfram sínu gildi, en yrði ekki lengur frídagur. Og í annan stað að gera frídag verkalýðsins að frídegi á hverju ári; alltaf fyrsta mánu- dag í maí. Fyrsti maí er til dæmis á Iaugardegi á næsta ári, en við værum samt tilbúnir að gera þessa breytingu strax á næsta ári,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ. Hann segist ákveðið þeirrar skoðunar að það sé heppilegra bæði fyrir fjöl- skyldurnar og atvinnulífið að hafa fleiri langar helgar en nú er og hveija vinnu- viku í heilli Iotu. Viss um vmsældir Engar viðræður hafa samt farið af stað. „Hjá Alþýðusambandinu töldu menn sig vanbúna til að gera slíkan samning, sem urðu mér vonbrigði," segir Þórar- inn, sem kveðst sannfærður um að þetta yrði mjög vinsæl breyting meðal almennings. Vill hann að viðræður verði teknar upp milli vinnuveitenda og alls þorra stéttarfélaga í landinu. Heil- brigð umræða færi þá fram um það meðal fólks hvort þetta væri áhugavert. Hugsanlegur samningur yrði síðan bor- inn undir atkvæði allra félagsmanna í stéttarfélögunum þar sem sameiginleg niðurstaða réði úrslitum." Skynsamlegt en sárt „Þeir hafa kynnt þessi viðhorf sín og þau eru bara hér til skoðunar, enda engin ástæðu til að vera neitt að flýta sér með þetta. Þetta verður kannski eitt af því sem menn munu skoða við næstu kjarasamninga," segir Halldór Grönvold skrifstofustjóri ASI. „Þetta hefur svo sem áður komið til og í sjálfu sér hafa menn aldrei hafnað því að ræða beytingar á þessum frídögum inn- an ákveðinna marka.“ „Persónulega held ég að við mundum sjá mjög á eftir sumadeginum fyrsta," sagði Jón Freyr Þórarinsson formaður Sumargjafar og skólastjóri í Laugarnes- skóla. „En sem skólamaður verð ég að viðurkenna að þessi dagur er ákaflega óþægilegur, meðal annars í sambandi við sundnámskeiðin á vorin. Þannig að hugmyndin finnst mér í raun skynsam- Ieg, en ég held að hún yrði nokkuð sár.“ Ný hugmynd Arni Björnsson þjóðháttafræðingur sagðist rammasta íhald í þessum efn- um. „Að vísu yrði mér ósárt um það að uppstigningardagur væri færður til - til dæmis til föstudagsins eftir sumardag- inn fyrsta og fá þannig langa helgi í sumarbyrjun. Það færi mjög vel á því.“ - HEI Gömlu kratamir einkum á höfuðborgarsvæðiuu eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir því nú eru þeir skyndilega lentir í bullandi her stöðvarandstöðu. Eðalkratinn í pottinum orð- aði það svo að mistökin sem orðið hafi í mál- efnaskránni varðandi herstöðvarsamninginn væru bamaleikur miðað við þá pólitík sem þama lægi að baki. Augljóst væri að í nafni frið- arins milli flokka í samfýlkinguimi hafi verið teknir upp einhverjir gamalgrónir stefnuleppar frá „EI Salvador" - nefndinni" eða „EIK ml“ í hermálinu sem Alþýðuflokkurinn hafi skelegg lega barist gegn allt frá 1951... Og meira úr herbúðum krata. í pottinum er fullyrt eftir manni sem mun hafa verið viðstaddur þegar Jón Baldvin Hannibals- son sendiherra í Washington las málefnaskrá sameiginlegs framboðs, að þessum íýrrum utanríkisráðherra og leiðtoga Alþýðuflokksins hafi ekki stokMð bros þegar hann las kaflann um utanrík- ismál. Raunar varð það þvert á móti menn töldu sig greina skelfingu í andlitssvipnum... Jón Baldvin Hannibalsson. VEÐUR OG FÆRÐ Reykjavík Akureyri Sun Mán Þri Mið ™ c Sun Mán Þri Mið mm LÍ -15 15“ -10 10- - 5 5- . n o- /A J k -10 - 0 S4 SV3 SSV2 S3 N3 SSV4 SV3 ANA4 N5 SSA3 VSV3 SSV4 SV3 ANA3 NNV4 Stykkishólmur Egilsstaðir SSA4 V3 SV4 NA4 NNV4 SSV5 SV5 NA5 N7 Bolungarvík £ Sun Mán 5- 0 -5 Þri SSV3 VSV3 SSV3 SSA2 NV4 SSV4 VSV2 ANA3 VNV4 Kirkjubæjarklaustur Mán Þri 15 SUn -10 - 5 0 ANA3 NNA3 SV2 NA6 VSV3 ANA2 SSV3 NA4 NNA5 S3 SV4 SV2 SSV4 NNV4 SSV4 VSV4 ANA4 VNV4 Mið Blönduós Stórhöfði £ ú b ASA1 LOQN SV1 ANA2 NV1 SSV2 SSV1 NA2 N4 5- 0 Mán Þrí 1 Mið -10 - 5 0 S7 SV7 S3 SSV7 NNV7 SV7 VSVS ANA7 VNV7 Línuritin sýna Ijögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súlu- ritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vind- stig eru tilgreind fýrir neðan. Norðaustan stinningskaldi og rigning á Vestfjörðum. Annars verður sunnan kaldi eða stinningskaldi og skúrir sunnan og vestan til en skýj- að með köflum á Norðausturlandi. Hiti 7 til 13 stig, mildast norð- austan til. Færð á vegiun Hálkublettir eru á Möðrudalsöræfum og þæfingur er á Hellisheiði eystri. Á Fagradal er hálka og hálkublettir á Oddsskarði. Talið er fært fjallabílum um Kjöl. Ekki er vitað um færð á hálendisvegum á miðhálendinu. Að öðru Ieyti er greiðfært um þjóðvegi lands- ins.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.