Dagur - 19.09.1998, Blaðsíða 11
Dagur.
6 '* 9 * ÍH’VSL3? ’V 8' I kOÍ Aí.Mki- 0 j
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 - 11
ERLENDARFRETTIR
Indverskir hermenn með hefðbundna sprengju í höndunum. Voru kjarnorkumannalætin bara blekkingarleikur?
Kj amorkuveldi
í blekkiugarleik
Indland og Pakistan
ýktu mjög bæði fjölda
og stærð þeirra kjam-
orkuvopna sem
sprengd vom fyrr á ár-
inu.
Samkvæmt íyrstu skýrslunni, sem
óháðir vísindamenn hafa gert um
tilraunasprengingarnar á Indlandi
og í Pakistan, var afl vopnanna
sagt vera a.m.k. fjórum sinnum
meira en raun var á.
Flest bendir til þess að Indverj-
ar hafi aldrei sprengt nema þijár
kjarnasprengjur, en ekki fimm
eins og þeir lýstu yfir opinberlega,
segir í skýrslunni.
Og einungis tvær af þeim kjarn-
orkutilraunum, sem Pakistanar
sögðust hafa gert, voru raunveru-
Iegar kjarnorkusprengingar, að því
er fullyrt er í skýrslunni. Pakist-
anskir ráðamenn hafa fullyrt að
sprengingarnar hafi verið allt að
sjö, en yfirlýsingum ber þó ekki
alveg saman um fjöldann.
„Þetta er alveg greinilega dæmi
um það að stjórnvöld hafi gert til-
raunir í pólitískum tilgangi frekar
en vísindalegum, þannig að við
verðum að taka yfirlýsingum
þeirra með varúð,“ sagði Terry
Wallace, virtur vísindamaður við
Háskólann í Arizona í Bandaríkj-
unum. Hann beitti nákvæmum
jarðskjálftamælingum til þess að
komast að því hvað raunverulega
hafi gerst, hversu margar sprengj-
urnar hafi verið og af hvaða
stærðargráðu.
Skýrslan var birt á miðvikudag-
inn, og niðurstaða hennar er sú
að stjórnvöld beggja landanna
hafi beitt blekkingarleik til að
villa um fyrir hinum, og sömu-
leiðis hafi þau villt um fyrir öðr-
um ríkjum sem áhyggjur höfðu af
þróun mála í þessum heimshluta.
„Skjálftamælingarnar veittu
okkur nákvæmar upplýsingar um
hvað gerðist og okkur tókst að afla
okkur mikillar þekkingar á þess-
um sprengingum," sagði Wallace.
„Þannig gátum við gengið úr
skugga um áreiðanleika þeirra yf-
irlýsinga sem komu frá ríkis-
stjórnum landanna."
Það var 11. maí síðastliðinn,
sem Indveijar tilkynntu að þeir
hefðu sprengt 43 kílótonna vetn-
issprengju, 12 kílótonna kjarna-
sprengju og eins kílótonns kjarna-
sprengju. Þann 13. maí sögðust
indversk stjórnvöld svo hafa
sprengt tvær Iitlar kjarnasprengj-
ur til viðbótar, sem hefðu samtals
verið um 800 tonn.
Pakistanar svöruðu svo fyrir sig
rúmum tveimur vikum síðar með
því að tilkynna um sínar eigin
kjarnasprengingar þann 28. og
30. maí. Sögðu þeir fyrri sprengj-
urnar hafa verið samtals 40-45
kílótonn, en í seinna skiptið sögð-
ust þeir hafa sprengt 15-18 kíló-
tonna kjarnaodd.
Rannsóknir Wallace voru
byggðar á gögnum frá 22 skjálfta-
mælum, sem staðsettir eru víða á
jörðinni. Hann komst að þeirri
niðurstöðu að sprengingarnar
þann 11. maí á Indlandi hefðu
ekki numið nema 15 kílótonnum
samtals, sem er það lítið að vart
getur hafa verið um vetnis-
sprengju að ræða heldur einhver
frumstæðari gerð af klofnunar-
sprengju. Sömuleiðis er ekkert í
gögnunum sem bendir til þess að
neinar sprengingar hafi átt sér
stað á Indlandi þann 13. maí.
Þá telur Wallace nokkuð öruggt
að pakistönsku sprengingarnar
þann 28. maí hafi ekki verið
stærri en 9-12 kílótonn samtals,
en sprengingarnar þann 30. mai
ekki nema 4-6 kílótonn. Það er
um fjórðungur af því sem fullyrt
var. — Washington Post.
í
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Sýnt á stóra sviði
Bróðir minn Ijónshjarta
- Astrid Lindgren
Frumsýning í dag Id. kl. 14.00
- sud. 20/9 kl. 14.00
- sud. 27/9 kl. 14.00
- sud. 4/10 kl. 14.00
Óskastjarnan
- Birgir Sigurðsson
föd. 25/9 - Id. 3/10
Sala áskriftarkorta
stendur yfir.
Innifalið í áskriftarkorti eru 6
sýningar.
5 sýningar á stóra
sviðinu:
Sólveig - Tveir tvöfaldir -
Brúðuheimili - Sjálfstætt
fólk, Bjartur - Sjálfstætt
fólk, Ásta Sóllilja.
Ein eftirtalinna sýninga að
eigin vali:
R.E.N.T.
- Maður í mislitum sokkum -
Gamansami harmleikurinn
- Óskastjarnan
- Bróðir minn Ijónshjarta.
Almennt verð áskriftarkorta
er kr. 8.700
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar
kr. 7.200
Miðasalan er opin mánud.
- þriðjud. 13-18, miðvikud.
- sunnud. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka
daga í síma 551-1200.
www.visir.is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
HEIMURINN
Hryðjuverkamöimuin sleppt
NORÐUR-IRLAND - Fyrstu norður-írsku hryðjuverkamönnunum,
sem hlotið höfðu ævilangan fangelsisdóm, var f gær sleppt úr haldi
samkvæmt ákvæðum friðarsamningsins sem gerður var í vor. Fimm
mönnum var sleppt í gær, og sátu þeir allir inni vegna morðs. Þeir
höfðu afplánað á bilinu 10 til 14 ár í fangelsinu. Alls hefur nú 24 föng-
um verið sleppt lausum frá því í síðustu viku en alls verða þeir um 400
sem fá frelsið í samræmi \dð friðarsamninginn.
Berisha sviptur jþiughelgi
ALBANÍA - Salí Berisha, leiotogi albanskra stjórnarandstæðinga og
fyrrverandi forsætisráðherra, var í gær sviptur þinghelgi. Var það gert
til þess að hægt verði að höfða mál á hendur honum fyrir að hvetja til
uppreisnar gegn stjórnvöldum í landinu. Óttast margir að það auki
enn á óróleikann í Iandinu ef Berisha verður handtekinn.
MiUjónir írana mótmæla Talihönum
IRAN - Fjölmennur mótmælafundur var haldinn í Teheran, höfuðborg
Irans, í gær og voru þar uppi kröfur um að efnt yrði til „heilags stríðs"
gegn Talibönum, hinum róttæku bókstafstrúarmönnum sem sölsað
hafa undir sig völd í Afganistan. Var Khameini, hinn andlegi leiðtogi
íranskra múslima, hvattur til þess að lýsa yfir stríði þegar í stað.
BORGARBÍÓ KYNNIR:
ANTONK)
BANDF.RAS
ANTHONY
HOPKINS
THE MASK O F ZORRO
GRIMA Z0RR0S, FRA LEIKSTJORA „G0LDENEYE" OG
FRAMLEIÐENDUM „MEN IN BLACK". LANGFLOTTASTA STÓRMYND
ÁRSINS ER K0MIN. SPENNA, HASAR, RÓMANTÍK 0G HÚM0R Í BLAND.
STÓRKOSTLEGIR LEIKARAR ANT0NI0 BANDERAS 0G ANTH0NY H0P-
KINS ÁSAMT FRÁBÆRRI TÓNLIST JAMES H0RNERSV
http://WWW.NET.IS/BORGARBIO
□□'M
D I G I T A L
EcrGvrbic
SOUND S Y S T E M
Leikfélag
Akureyrar
Verkefni leikársins 1998-1999
Rummungur
ræningi
Ævintýri fyrir börn með tónlist og töfrum
eftir Otfried Preussler.
Þýðendur: Hulda Valtýsdóttir
og Sigrún Valbergsdóttir.
Söngtextar: Hjörleifur Hjartarson.
Tónllst: Daníel Þorsteinsson
og Eiríkur Stepensen.
Leikarar: Aðalsteinn Bergdal,
Agnar Jón Egiisson,
Halla Margrét Jóhannesdóttir,
Oddur Bjarni Þorkelsson
og Þráinn Karlsson.
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason.
Leikmynd og búningar:
Messíana Tómasdóttir.
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir.
Frumsýning laugardaginn 3. okt.
ki. 14.00.
2. sýning sunnudaginn 4. okt.
kl. 14.00.
3. sýning fimmtudaginn 8. okt.
kl. 15.00.
4. sýning laugardaginn 10. okt.
kl. 14.00.
5. sýning sunnudaginn 11. okt. kl.
14.00.
Miðasalan er opin frá kl. 13-17
virka daga. Sími 462 1400.
Pétur Gautur
eftir Henrik Ibsen.
Eitt mesta leikna sviðsverk allra tíma.
Frumflutningur nýrrar þýðingar
Helga Hálfdánarsonar.
Aðalhlutverk:
Pétur Gautur. Jakob Þór Einarsson.
Ása: Þórunn Magnea Magnúsdóttir.
Sólveig: Pálína Jónsdóttir.
Tónlist: Guðni Fransson.
Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir.
Lýsing og leikmynd: Kristin Bredal.
Leikstjóri: Sveinn Einarsson.
Þetta sígilda verk norska skáldjöfursins
hefur ekki fyrr verið leikið á Akureyri.
Listfengi þýðandans nýtur sín til
fullnustu í margslungnum texta Ibsens
sem með Pétri Gaut skapaði magnað
leikverk, ævintýri fyrir fullorðna sem
á engan sinn líka.
Frumsýning 28. desember.
Systur í
syndinni
eftir Iðunni og Kristinu Steinsdætur.
I þessu nýja leikriti þeirra Iðunnar
og Kristcnar er á ferðinni litrík saga
frá liðinni öld, þrungin spennu og
eftirvæntingu en jafnframt mikilli hlýju
og næmri kímnf sem eru ein af
aðalsmerkjum höfundanna.
Tónlist: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson.
Aðaiflytjendur tónlistar:
Tjarnarkvartettinn.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Leikmynd og búningar:
Elín Edda Árnadóttir.
Leikstjórn: Kolbrún Halldórsdóttir.
Frumsýning áformuð 12. mars.
Sala áskriftarkorta er hafin.
Notið ykkur frábær kjör á
áskriftarkortum og eigið
góðar stundlr I fallegu
leikhúsi á Akureyri.
Miðasaian er opin kl. 13-17 virka daga
og fram að sýningum sýningardaga.
Listin er löng
en lífið stutt.
Simi 462 1400.
er st>TktaraÖili Leikfélags Akureyrar