Dagur - 19.09.1998, Blaðsíða 4
4-LAUGARDAGVR 19. SEPTEMBER 1998
FRÉTTIR
L j
AUSTURLAND
ÍBIJARSJÖNVARPINUÁ akureyri
LAUGAR0A6 OG
SUNNUOAG KL. 17 -j^
Nýtt skip til Breiðdalsvíkur
Utgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Búlandstindur á Djúpavogi hefur
keypt 142 tonna skip sem heitir Mánatindur og verður gert út frá
Breiðdalsvík á fiskitroll og aflar hráefnis fyrir frystihús Búlandstinds
á Djúpavogi og Breiðdalsvík. Skipinu fylgir 300 þorskígildistonna
kvóti. Það hét áður Víkurnes og var gert út frá Hólmavík.
Tölva í Klaustur
Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhenti nýlega
fræðimannaíbúðinni á Skriðuklaustri á Fljótsdal öfl-
uga tölvu sem var notuð nýverið í tengslum við
Ólympíuleikana í eðlisfræði sem haldnir voru hér-
Björn Bjarna- lendis fyrr í sumar. Fræðimannaíbúðinni hefur form-
son. lega verið gefið nafnið „Klaustur“.
Ofauflóðasf öður kaupir hús
Ofanflóðasjóður hefur veitt styrk til Kaupa á sex íbúðarhúsum við
Strandgötu og Naustahvamm sem eru á snjóflóðasvæði í Neskaup-
stað en matsverð íbúðanna er 32 milljónir króna. Þegar gengið hef-
ur verið frá kaupunum verður sameinað sveitarfélag Eskiljarðar, Nes-
kaupstaðar og Reyðarljarðar, sem nú er nefnt til bráðabirgða Fjarða-
byggð, eigandi allra húsanna.
Hraðfrystihús Eskifjarðar kaupir
Tríton
Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur keypt útgerðarfyrirtækið Tríton á
Djúpavogi og fylgir báturinn rækjubáturinn Gestur SU með í kaupun-
um ásamt öllum þorskígildiskvóta bátsins og 1.110 tonna síldarkvóta,
sem er fyrsti síldarkvóti Hraðfrystihúss Eskifjarðar en fyrirtækið á
einn stærsta loðnukvóta landsins. Skipafloti HE telur þá sex skip.
Hótel Búðareyri stækkað
Hótel Búðareyri á Reyðarfirði verður stækkað Ijórfalt
í vetur, eða úr 5 herlbergjum í 20 og verða í herbergj-
unum öll nútímaþægindi, þar með talið gervihnatta-
sjónvarp. Að framkvæmdunum standa Ingi Gunnar
Jóhannsson, tónlistarmaður í Reykjavík og Jónas A. Ingi Gunnar
Jónsson lögmaður en hótelið verður rekið í samstarfi lóhannsson
við aðra rekstraraðila, ef til vill hótelkeðju. —
Seyðfirðingar fá nýtt íþróttahús
Nýtt íþróttahús Seyofirðinga verður tilbúið til notkunar um miðjan
októbermánuð og er gólfflötur þess nægjanlega stór til þess að þar
geti farið fram ýmsar keppnir í vinsælum íþróttagreinum, svo sem
körfubolta og handbolta. Segja má að tilvist þessa hús sé bylting í
íþróttamálum Seyðfirðinga sem til þessa hafa þurft að notast við lít-
ið hús. — GG
Um 40 starfsmenn Foldu eiga allt undir því hvernig úr spilast á næstu dögum í fyrírtækinu. Framkvæmdastjóri lýsir eftir
skilningi hjá opinberum aðilum.
Það er ekki nó
að skrífa skýrsíti
opinbera aðila hafa sýnt fjárhags-
stöðu Foldu algjört skilnings-
leysi. Mjög erfið staða er hjá fyr-
irtækinu og hefur öllum starfs-
mönnum verið sagt upp. Iðnþró-
unarfélag Eyjafjarðar er með mál
Foldu á sínu borði en hefur ekki
enn skilað tillögum um stöðuna.
„Eg kem alveg af fjöllum varð-
andi það að Folda sé að fara á
hausinn, en það er Ijóst að náist
ekki að endurskipuleggja rekst-
urinn, mun Folda ekki starfa
áfram," segir Hermann. „Eg
held að það sé hægt að segja að
við höfum ekki fengið neinn
skilning hjá opinberum aðilum,
maður skilur ekkert í því hvað
menn virðast rólegir yfir stöð-
unni, það er bara talað um hlut-
ina. Hvernig getur það gengið að
bæði sé talað um að styrkja at-
vinnustarfsemi í bænum en á
sama tíma sé ekkert gert til að
koma að hlutunum með beinum
stuðningi. Það er ekki nóg að
skrifa skýrslur," segir Hermann.
Smaaurar
Um 40 manns starfa nú hjá
Foldu og Hermann segir að það
yrði mikil blóðtaka fyrir bæjarfé-
lagið ef fyrirtækið verður látið
rúlla. „Fortíðarvandinn í ullar-
iðnaðinum spilar hér inn í, menn
virðast ekki hafa trú á ullinni
vegna fortíðarinnar. Eg sé hins
vegar mjög góðan grundvöll til að
starfrækja bæði ullarvinnsluna
áfram og útivistarlínuna," segir
Hermann. Aðspurður um hve
mikinn fjárstuðning fyrirtækið
þurfi nú segir Hermann það
smáaura miðað við það sem er í
húfi fyrir bæjarfélagið. „Þetta eru
einhverjar milljónir en engar
stórfjárhæðir."
Ekki rasað uni ráð írain
Elín Antonsdóttir hjá Iðnþróun-
arfélagi Eyjaljarðar, er með mál
Foldu á sinni könnu og býst hún
við að skila áliti sínu til bæjarins
í næstu viku. Elín sagðist ekki
geta sagt til um á þessu stigi
hvort Ijóst væri að fyrirtækið færi
á hausinn ef ekki kæmi til aukið
fjármagn. Vörur fyrirtækisins
seldust greinilega. Þegar Dagur
bar gagnrýni Hermanns um
skilningsleysi opinberra aðila á
stöðu Foldu sagði Elín: „Það var
atvinnumálanefnd Akureyrar-
bæjar sem fól mér að fara í gegn-
um þetta. Það er ekki neikvætt,
en við vitum að staðan er erfið og
hefur verið það lengi. Því er e.t.v.
eðlilegt að menn hlaupi ekki upp
til handa og fóta heldur athugi
stöðuna vel.“
Fluttur suður
Þótt öll framleiðsla Foldu fari
fram á Gleráreyrum á Akureyri
og eigi sér næstum aldar gamla
sögu, flutti framkvæmdastjórinn
nýlega til Reykjavíkur. Dagur
spurði hvort samband væri milli
erfiðrar stöðu Foldu og þeirrar
ákvörðunar hans. Hermann
sagði svo alls ekki vera. Þvert á
móti væri heppilegt fyrir hann að
starfa á höfuðborgarsvæðinu þar
sem 90 prósent sölunnar á inn-
anlandsmarkaði væru fyrir sunn-
an. — bþ
Framkvæmdastjóri
Foldu vandar opinber-
imi aðilum í atvinnu-
lífi á Akureyri ekki
kveðjumar. Fjár-
stuðningur er smáaur-
ar miðað við blóðtöku
bæjarfélagsins ef
Folda fer á hausinn.
Hermann Sigursteinsson, fram-
kvæmdastjóri ullariðnaðarfyrir-
tækisins Foldu á Akureyri, segir
Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig
með heimsóknum,
heillaóskum og gjöfum á 80 ára afmæli mínu
þann 12. september og gerðu mér daginn
ógleymanlegan.
Sérstakar þakkir til barna minna, tengdabarna
og fjölskyldna þeirra.
Guð blessi ykkur öll.
Birna Jóhannsdóttir
frá Hauganesi.