Dagur - 19.09.1998, Page 10
10-LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998
rD^tr
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu
ÓLAFAR KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR
frá Bakkafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunar-
heimilinu Seli Akureyri fyrir ómetanlega umönnun.
Þórhalla Jónasdóttir,
Arnmundur Jónasson,
Sigurlaug Jónasdóttir, Ingi Þór Ingimarsson,
Júlíus Jónasson, Anna Benediktsdóttir,
Bára Jónasdóttir, Eðvarð Hjaltason,
Ingvar Jónasson, Ingibjörg Þórhallsdóttir,
Kolbrún Jónasdóttir, Björn Haraldur Sveinsson,
Jóna Jónasdóttir, Jakob Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, amma og langamma
AUÐUR JÓNSDÓTTIR ASPAR
Skarðshlíð 12a
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt fimmtu-
dagsins 17. september.
Halldór B. Aspar, Hrefna Kristinsdóttir,
Jón B. Aspar, Unnur Hermannsdóttir,
Birgir B. Aspar,
Stefán B. Aspar,
Edda B. Aspar, Reynir Rósantsson,
Torfi B. Aspar,
Gunnar B. Aspar, Guðrún Jóhannesdóttir,
Birna K. B. Aspar, Birgir Aðalsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuieg fóstra mín, tengdamóðir, amma,
langamma og systir
BÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 21. september kl. 13.30.
Jón Viðar Guðlaugsson, Kristjana I. Svavarsdóttir,
Birna Viggósdóttir,
ömmubörn og langömmubörn,
Hulda Sigurjónsdóttir.
Elskulegur faðir okkar, sonur,
bróðir og mágur
Örn Viöar Sverrisson
Karlsbraut 17
Dalvík
sem lést af slysförum 14. september sl.
verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 22. sep-
tember kl. 13.30.
Atli Heimir Arnarson
Ingólfur Friðrik Arnarson
Sara Dögg Arnardóttir
Erna Hallgrímsdóttir Sverrir Sigurðsson
Halla Sverrisdóttir
Emelía Sverrisdóttir Sigurbjörn Benediktsson
Hafdís Sverrisdóttir Stefán Björnsson
Baldvina Sverrisdóttir Valþór Sigþórsson
Sigfús Sverrisson
Valgeir Sverrisson
Ingi Birgir Sverrisson Margrét Adólfsdóttir
Sigurður Sverrisson
Elísabet Sverrisdóttir Guðjón Oddsson
Ása Sverrisdóttir Stefán Stefánsson
Inga Sverrisdóttir Rúnar Óskarsson
Arnar Sverrisson Helga Arnadóttir
Halldór Sverrisson Inga Rós Eiríksdóttir
Hallgrímur Matthíasson Sigrún Ásgrímsdóttir
Anna Lísa Sigfúsdóttir
ÞJÓÐMÁL
„Samfylkingin hafnar heimsmynd Davíðs Oddssonar um blóðuga baráttu þar sem hver er sjálfum sér næstur,
segir Heimir Már m.a. í grein.
M liverju sagði mér
enginit frá pessu?
HPMIRMÁR
PETURSSON
framkvæmdastjóri
Aiþýðubandalagsins
skrifar
Heimir Már Péturs-
son, framkvæmda-
stjóri Alþýðubanda-
lagsins, skrifar
Það var haft eftir drossíu í Frans
í den tíð þegar fólkið hrópaði á
brauð að hún hafi spurt: Hvers
vegna borða þau ekki bara kök-
ur? Hún hafði lengi setið í
vellystingum í höllu sinni og fékk
orma í eyrun þegar grasrótin
gerðist of hávær. Þannig er nú
komið fyrir annarri prinsipissu
austan af Selfossi. Hún minnist
nú þunnilda og hnakkastykkja og
ræðir um viðskiptavit í fiskbúð-
um. Prinsipissan er í áfalli og
hrópar yfir lýðinn: Hvers vegna
sagði mér enginn frá þessu? Og
hvað er það sem prinsipissan í
Hvíta húsinu við Lækjargötu
hefur ekki heyrt? Jú, hún hefur
ekki heyrt af þeim pólitíska vilja
sem er fyrir því í Bandaríkjunum
að draga úr útgerð herstöðva í
Evrópu. Hún er enn föst í heims-
mynd kalda stríðsins. Hún omar
sér við söngvana um stríðið sem
gerði syni hennar ríka. En sem
betur fer er til önnur heims-
mynd, öfgalaus og fijáls frá upp-
skriftum að Napóleónkökum.
Með betlistaf í hendi
Hrun Berlínarmúrsins er ekki
bara slagorð. Það er hægt að fá
það staðfest með gerfitungla-
myndum að Múrinn er farinn.
Hverjum dettur í hug að það sé
ekki hægt að ræða það við
Bandaríkjamenn sem ein vina-
þjóð við aðra, að Ieyfa þeim að
spara? Ætlum við að halda áfram
að þramma um ganga Pentagon
og höfuðstöðva NATO með
betlistaf í hendi. Samfylking fé-
lagshyggju, jafnaðarstefnu og
kvenfrelsis segir nei.
Við ætlum að ræða af full-
kominni hreinskilni hvernig
Bandaríkjamenn geta farið heim.
Hvernig Islendingar geta tekið
yfir ýmis verkefni fyrir NATO á
íslandi og um leið skotið stoðum
undir atvinnulíf á Suðurnesjum.
Við ætlum að ræða möguleika á
að sameina öryggisstofnanir á ís-
landi í eina heild með miðstöð í
Keflavík. Hvernig við förum að
því að haga okkur eins og menn
með mönnum.
Það er auðvitað eftirtektarvert
hvernig forsætisráðherra íslands
sleppir sér þegar hann heyrir af
annarri draumsýn en þeirri sem
hann hefur unnið að hörðum
höndum undanfarin áratug. „Af
hverju sagði mér enginn frá
þessu,“ hrópar hann. Hafa fé-
lagsmálaráðherra og heilbrigðis-
ráðherra virkilega ekki borið þau
boð inn á fundi ríkisstjórnarinn-
ar að öryrkjar, aldraðir, sjúkir,
einstæðar mæður, námsmenn og
fleiri kveinki sér í Paradís frjáls-
hyggjunnar? Er það raunveru-
lega þannig að í Hvita húsinu við
Lækjargötu undrist menn hvers
vegna þessir hópar gæða sér ekki
á kökum? Sitja menn virkilega í
Það er auðvitað eftir-
tektarvert hvemig
forsætisráðherra ís-
lands sleppir sér þeg-
ar liaim heyrir af
annarri draumsýn en
þeirri sem hann hefur
unnið að hðrðum
hðndum undanfarin
áratug.
stjórnarráðinu strjúkandi á sér
vömbina, hælandi hver öðrum
fyrir hvað ástandið er dásamlegt?
Brunaútsala ríkisins
Skyldi nokkurn undra að for-
stöðumenn brunaútsölu ríkisins
fái hland fyrir hjartað þegar
Samfylkingin birtir framtíðarsýn
sem er algerlega öndverð við það
niðurbrot þjóðfélags samstöðu
og samhjálpar sem postular
óheftrar frjálshyggju hafa staðið i
á undanförnum árum? Samfylk-
ingin hafnar heimsmynd Davíðs
Oddssonar um blóðuga baráttu
þar sem hver er sjálfum sér næst-
ur. Hún dregur upp mynd af
samfélagi þar sem félagshyggja,
jöfnuður og kvenfrelsi eru í há-
vegum haft. Samfélag þar sem
allir eiga rétt á heilbrigðisþjón-
ustu, menntun og stuðningi þeg-
ar á móti blæs. Það er allt önnur
mynd en sérhagsmunamálverk
öfugsnúinnar frjálshyggju sem
flokkar örykjra, gamalmenni,
námsmenn úr verkalýðsstétt og
einstæðar mæður sem úrkast og
vandamál. Samfylkingin vill virk-
ja frumkvæði allra í atvinnulífi.
Kvenna jafrit sem karla. Seyð-
firðinga jafnt sem Reykvíkinga
en einblínir ekki á hags-
munaklíku stjórnarflokkanna
sem malar pattaraleg á góðær-
isjötu sérhagsmunanna.
Axunað hugarfar
,Af hveiju sagði mér enginn frá
þessu,“ spyr strákurinn í fiskbúð-
inni við Lækjargötu. Hver þorir
að tala við prinsipissu sem önug-
lega segist fá orma í eyrun þegar
grasrótin talar og segir fólki að fá
sér kökur þegar það á varla
brauð? Og svo er fullyrt að lífs-
sýn Samfylkingarinnar kosti
milljarða.
Það væri óskandi að kökugerð-
armennirnir í Stjórnarráðinu
hugleiddu milljarðana þegar þeir
færa vinum sínum eignir al-
mennings á silfurfati. Staðreynd-
in er að flest það sem Samfylk-
ingin leggur til kostar ekkert
annað en hugarfarsbreytingu.
Hún er líka með tillögur um að
taka til í ríkisrekstrinum og færa
milljarða frá vambvíðum eðalvin-
um stjórnarflokkanna til þeirra
sem á þurfa að halda. Og það er
alveg ljóst að kökuuppskriftum
fijálshyggjunnar verður sturtað
niður um klósettið í Hvíta hús-
inu við Lækjargötu á þeirri stun-
du sem pattaralegar prinspissur
helmingaskiptanna hrekjast það-
an út.