Dagur - 07.10.1998, Blaðsíða 1
Enn deilt um lóð
við nofnina
Fiskvinnsluhús Korra ehf. Eigendur vilja stækka það um helming
til suðurs.
Fyrr á árinu voru
rniWar deilur um
lóðaveitiugar á hafn-
arsvæðiuu á Húsavík.
Og eun er deilt um
lóðir.
Utgerðarfyrirtækið Korri ehf.
sótti um stækkun á lóð fyrirtæk-
isns á hafnarsvæðinu svo unnt
væri að byggja við húsið þar sem
GPG fiskverkun er með starf-
semi sína. Ennfremur óskaði fyr-
irtækið eftir byggingaleyfi fyrir
viðbyggingu við húsið. Um er að
ræða lengingu hússins um 25
metra til suðurs og er stærð við-
byggingar 411 m2 og 2134 m3.
Bygginganefhd Húsavíkur hafn-
aði erindi um byggingu af þessari
stærð á þessari lóð á þeim for-
sendum að nýtingarhlutfall lóð-
arinnar væri með þessu orðið
óeðlilega hátt.
Forsvarsmenn Korra ehf. voru
heldur óhressir með þessa af-
greiðslu bygginganefndar. „Ég
átti alls ekki von á þessu, að fá
einfaldlega höfnun og ekki orð
um það meir. Maður hefði frekar
átt von á að menn kæmu þakklát-
ir á hnjánum og fögnuðu því þeg-
ar einhveijir vilja gera eitthvað
sem máli skipti í atvinnumálum.
Ekki síst þegar haft er í huga að
bærinn fær einhveijar milljónir í
fasteignagjöld af byggingunni,
fleiri störf skapast og þar með
aukin velta í bænum. I stað þess
voru menn að hengja sig á
ákvæði í byggingareglugerðum
og án þessa að setja neina fyrir-
vara um afgreiðslu málsins eða
lausn þess, þeir sögðu bara nei
og búið spil,“ sagði Gunnlaugur
Hreinsson, framkvæmdastjóri
GPG fiskverkunar.
Hann segir að það sé einfald-
lega lífsspursmál fyrir fyrirtækið
að stækka. „Þetta er spurning um
að vera áfram í þessu eða hætta.
Það er ekki hagkvæmt að vera
með litlar einingar í þessum
bransa. Eftir stækkun gætum við
Ijölgað starfsmönnum og unnið
meira af fiski og ýmsir möguleik-
ar skapast til fjölbreyttari starf-
semi. Það er t.d. hægt að fá nóg
af fiski fyrir sunnan yfir veturinn
og flytja hann norður, en þá þarf
að hafa nóg rými til að taka við
miklu magni og vinna það. Þetta
er rétti tíminn til að stækka, þeg-
ar svo mikil upsveifla er £ þorsk-
inum og útlitið gott þar.“
Gunnlaugur átti viðræður við
fulltrúa bygginganefndar og bæj-
arins á mánudaginn og annar
fundur var fyrirhugaður í gær.
Hann sagðist vera þokkaíega
vongóður um að það tækist að
leysa málið með farsælum hætti.
„En ég hef þó allan fyrirvara á
því, a.m.k. er ég ekki byrjaður að
grafa fyrir grunninum ennþá.“ JS
Úr hvala-
skoðirn
í þorsk-
fLutninga
Hvalskoðunarbáturinn Moby
Dick fór á dögunum til Gríms-
eyjar og náði í þorsk fyrir vinnsl-
una á Húsavík.
Það er GPG fiskverkun sem er
að reyna þennan nýja flutninga-
máta sem Gunnlaugur Hreins-
son framkvæmdastjóri bindur
vonir við. „Við flytjum fiskinn
sem við kaupum í Grímsey í
land með feijunni tvisvar í viku
og þaðan kemur hann með bíl-
um til okkar. Þá er fiskurinn
orðinn heldur gamall, eða 3-4
daga. Moby gæti þessvegna far-
ið á hveijum degi og við gætum
hugsanlega aukið magnið úr eyj-
unni hingað. Þetta getur orðið
mjög góður kostur og vonandi
verður framhald á þessum flutn-
ingum, við erum að skoða það,“
sagði Gunnlaugur.
Gárungarnir segja að það sé
ekkert nýtt fyrir Moby að flytja
þorsk, hann hafi gert það í allt
sumar, því ekki sé hægt að kalla
þá menn annað en þorska sem
borga háar Ijárhæðir fyrir að fá
að sigla um Skjálfanda í kulda
og trekki til að sjá hvali. js
Kitósan-
verksmiðja
úr sögiuini
Undanfarna mánuði hefur verið
unnið að könnun á hagvæmni
kitósanverksmiðju á Húsavík,
sem ynni efni úr rækjuskel sem
til fellur í rækjuvinnslunni.
Norskir aðilar hafa verið inni í
þessari mynd og hafa tekið þátt í
verkefninu.
Nú er búið að slá þessa hug-
mynd af, a.m.k. í bili, þar sem
hinir erlendu samstarfsaðilar
Húsvíkinga telja að verkefnið
„sé ekki vænlegt á þessu stigi
málsins". JS
Jólasagan í ár
Saga Húsavíkur verður væntan-
lega jólabókin í ár á Húsavík.
1. bindi Sögu Húsavíkur, að
mestu ritað af Karli Kristjáns-
syni, kom út árið 1981. 2. bind-
ið hefur látið nokkuð á sér
standa, og m.a. hefur Víkurblað-
ið nánast árlega birt ótímabærar
fréttir um að nú væri það loksins
að líta dagsins Ijós.
Og nú er 2. bindið einmitt
loksins að líta dagsins ljós, einn
ganginn enn. Það er tilbúið í
handriti og bæjarráð hefur fall-
ist á tillögu Sögunefndar að taka
tilboði í prentun frá As-
prenti/Pob ehf. á Akureyri. Þá
mun Bókaverslun Þórarins Stef-
ánssonar sjá um sölu og mark-
aðssetningu á verkinu.
Sem sagt, jólabókin í ár (með
fyrirvara um útkomu, vegna fyrri
reynslu). JS
350 börn komu í afmælisveislu mörgæsarinnar Georgs á Húsavík í fyrri viku og þáðu góðgerðir.