Dagur - 07.10.1998, Page 3
MIÐVIKUDAGU R 7. OKTÚBER 1998 - 3
VÍKURBLAÐIÐ
úr öllum áttiim
flokk. Þessvegna meðal annars hef
alvarlega hugleitt það að draga
mig alveg út úr pólitík við óbreytt-
ar aðstæður. En ég geri ráð fyrir að
einhverja næstu daga gefi ég út yf-
irlýsingu um hvaða leið ég vel að
fara. Og í þessari stöðu tel ég lík-
legast að ég dragi mig í hlé í pólit-
íkinni, a.m.k. tímabundið, og ein-
beiti mér að störfum fyrir verka-
I ýð s h re y fi ngu n a. “
Einkasnepill falsarans?
Aðalsteinn er til umræðu á fleiri
vígstöðvum. Hann fékk á dögun-
um duglega yfirhalningu í grein
sem Sigurjón Benediktsson vara-
bæjarfultrúi D-lista ritaði í aug-
lýsingablaðið Skrána. Þar fjallar
greinarhöfundur m.a. um útgáfu
fréttabréfs verkalýðsfélaganna
sem Aðalsteinn ritstýrir og ábyrg-
ist og segir Sigurjón Aðalstein
„hafa litið á útgáfuna sem einka-
snepil til að reka pólitískt skítkast
og skrum fyrir sig og þá sem
halda um strengina.“ Einnig seg-
ir í greininni: „Abyrgðarmaður-
inn (þ.e. Aðalsteinn) hefur falsað
atvinnuleysistölur í skýrslum sín-
um, misnotað fréttabréfið til
árása á einstaklinga hér í bæ,
reynt að láta Verkalýðsfélagið
hirða hlutabréf í eigu starfsfólks
Fiskiðjusamlagsins, miskunnar-
laust beitt lákúrulegum áróðri í
fréttabréfinu til misbeitingar á
hinum pólitíska vígvelli og hirðir
svo Iaun fyrir allt saman í nafni
stéttarbaráttu."
Þessi harðorða grein hefur
mjög verið til umræðu í bænum
síðustu daga. Stjórn og trúnaðar-
mannaráð Verkalýðsfélagsins
ályktaði um málið og birti í
Skránni. Þar voru skrif Sigurjóns
fordæmd og talin ómaldeg og
með öllu tilhæfulaus. „Þá eru í
skrifunum fullyrðingar um fals-
anir og þjófnað sem bæði eru
ósannar og ærumeiðandi. Slíkar
ásakanir, sem ekki eru studdar
neinum rökum, geta ekki flokk-
ast undir annað en áróður og
rógburð af versta tagi,“ segir í
ályktuninni þar sem lýst er full-
um stuðningi við formann félags-
ins og starfsmenn þess.
Tvímælalaust meiðyrði
Aðalsteinn segist ekki hafa hug-
mynd um hvaða hvatir liggja að
baki þessum skrifum og hvers-
vegna þau komi fram nú. Þeir
Sigurjón hefðu deilt fyrir kosn-
ingar s.l. vor, m.a. um fréttabréf-
ið og atvinnuleysistölur, sem
þeim bar ekki saman um, en þar
var á ferðinni augljós misskiln-
ingur, málið hefði verið útskýrt
að fullu og hann hefði þar mð
talið það úr sögunni.
Aðalsteinn leitaði lögfræðiálits
á grein Sigurjóns og í álitinu seg-
ir m.a.: „Grein þessi brýtur tví-
mælalaust gegn 234. gr. og 235
gr. almennra hegningarlaga nr.
19/1940.....Sérstaklega á þetta
við um þann hluta greinarinnar
sem ber yfirskriftina „Hver trúir
svo ábyrgðarlausum ábyrgðar-
manni.“ Sá hluti greinarinnar
brýtur tvímælalaust gegn meið-
yrðaákvæðum hegningarlaga
enda Aðalsteinn borinn þar
þungum sökum m.a. um hegn-
ingarlagabrot t.d. skjalafals. Það
er viðurkent af dómstólum að
ganga má bísna langt í pólitísku
orðaskaki og þá lengra en ella
væri. A hinn bóginn er tvímæla-
laust að mínu mati að með grein
þeirri sem hér er til umfjöllunar
er gengið mun lengra en heimilt
er,“ segir í áliti lögfræðingsins.
Aðalsteinn segist ekki hafa
ákveðið hvort hann muni leita rétt-
ar síns í þssu máli. „Ég mun hug-
Ieiða það áfram. Það er leiðinlegt
að sitja undir óhróðri af þessu tagi,
þó svo sem betur fer enginn taki
mark á þessu. En það er ekki held-
ur skemmtilegt að þurfa að fara að
kæra sveitunga sína fyrir meiðyrði,
þó vissulega virðist grundvöllur
fyrir slíku í þessu tilviki."
Segir Aðalsteinn Arni Baldurs-
son. JS
Stéttin
erfyrsta
skrefið
inn...
Mikiðúival
afhellum
og steinum.
Mjöggottverð.
KLI I
HELLUSTEYPA
HYRJARHÖFÐI 8
112 REYKJAVÍK
SÍMI 577 1700 -FAX 577 1701
Haustblíða við Botnsvatn. Náttúruparadís Húsvíkinga.
Helliilögn í myrkri
Björgunarsveitarmenn gera ýmislegt fleira en að bjarga fóiki úr lifsháska.
Þessir ungu menn unnu kappsamir við hellulagningu við höfuðstöðvar
Garðars eitt kvöldið í vikunni.
IT'
HRISALUNDUR
Íxrf
25%
r-x
of hespulopo
fro Álofossi
fil og með
14. okf.
kjallarinn
Hrísalundi
Hrísalundur fyrir þig.