Dagur - 10.10.1998, Page 1
Laugardagur 10, október 1998
Verð í lausasölu 200 kr.
81. og 82. árgangur- 191. tölublað
Hvert orð á gullvog
Nýtt fnunvarp uiii
gagnagnmn óbreytt í
aðalatriðum, en ýmis
nýmæli eiga að
tryggja persónuvemd-
ina og aðgang vísinda-
manna að upplýsing-
um. Læknar fara með
málið undir smásjána
og úrskurða í dag.
BSKB óttast misnotk-
un.
Ný útgáfa af gagnagrunnsfrum-
varpi verður lögð fram á Alþingi
eftir helgi. Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra segir aðspurð
að breytingarnar á frumvarpinu
séu gagngerar og að ekki sé rétt-
mætt að segja að einungis hafi
verið fyllt upp í göt.
„Breytingarnar eru mikilvægar
og sú allra mikilvaegasta Iýtur að
því að tryggja persónuverndina,
t.d. með þreföldun á dulkóðun-
inni. Þá er gagnrýnum spurning-
um um trúnaðarsamband sjúk-
linga og lækna svarað og tryggt
að aðeins fari tölfræðilegar upp-
lýsingar í gagnagrunninn og að
engar upplýsingar fari út um ein-
staklinga. Aðgengi vísindamanna
er tryggt og ég tel að eftir að við
höfum tekið inn allar þessar
ábendingar
ætti að geta
náðst sátt um
málið,“ segir
ráðherra.
Margar
breytingar
Aðalfundur
Læknafélags-
ins hófst í gær,
í sama mund
og ríkisstjórn-
in samþykkti
frumvarpið.
Guðmundur
Björnsson,
formaður fé-
lagsins, sagði í
gær að fundarmenn væru ekki
farnir að skoða frumvarpið.
„Þetta eru margar breytingar
sem þarf að skoða í samhengi og
við þurfum tíma til að átta okkur
á þeim. Eg get lofað því að hvert
orð frumvarpsins verður vegið á
gullvog," sagði Guðmundur.
A kollegum Guðmundar var að
heyra að flest grundvallaratriði
virtust Iítt breytt. Afram er reikn-
að með miðlægum gagnagrunni,
áætluðu samþykki sjúklinga,
einkarétti á starfsleyfi og að full-
trúi starfsleyfishafa hafi fulltrúa
í aðgengis-
nefnd.
BSRB hef-
ur ályktað um
gagnagrunns-
málið, fyrst
verkalýðsfé-
laga, og þar
er varað við
hugsanlegri
misnotkun
upplýsing-
anna, komist
þær í hendur
atvinnurek-
enda, sem
vilja ráða
heilsuhraust
fólk, og trygg-
ingafélaga, sem vilja mismuna
fólki eftir áhættuhópum.
Sex mánuðir til að ihuga
neitunarvald
Nú er í frumvarpinu skýrar kveð-
ið á um að heilsufarsupplýsingar
séu ópersónugreinanlegar. Skil-
yrt er að rekstrarleyfishafi sé
staðsettur hér á landi. Skilgrein-
ing á persónuupplýsingum er
samkvæmt tilskipun Evrópusam-
bandsins. Skerpt er á ákvæði um
höfundarrétt gagnagrunnsins.
Sérstök starfrækslunefnd hefur
umsjón með gerð og starfrækslu
gagnagrunnsins. Einstaklingar
geta neitað því að upplýsingar
um þá fari í grunninn og er nú
kveðið á um að þetta eigi við um
allar upplýsingar. Þriggja manna
aðgengisnefnd, undir for-
mennsku fulltrúa landlæknis
(áður heilbrigðisráðuneytisins),
stýrir aðgengi vísindamanna að
upplýsingum og er fulltrúi
rekstrarleyfishafa háður meiri-
hiutavaldi hinna.
Flutningur upplýsinga í gagna-
grunninn á ekki að hefjast fyrr
en 6 mánuðum eftir gildistöku
laganna til að sjúklingar hafi
svigrúm til að koma neitunar-
valdi sínu á framfæri og ákvæði
er um úttekt óháðs sérfræðings á
sviði öryggismála upplýsinga-
kerfa áður en vinnslan í grunn-
inn hefst. Kostnaður við að
koma upp miðlægum gagna-
grunni og er nú áætlaður á bil-
inu 10-20 milljarðar króna.
- FÞG
Nýja gagnagrunnsfrumvarpið var kynnt í
gær og telur heilbrigðisráðherra að sátt
eigi að nást um málið eftir gagngerar
breytingar frá því í vor.
Stjómin
styrkir
sjónvarps-
þátt
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að
styrkja gerð sjónvarpsþáttaraðar
um íslenskan sjávarútveg um 10
milljónir króna á 3 árum. Páll
Benediktsson fréttamaður er í
leyfi frá Sjónvarpinu við að vinna
að þáttaröðinni sem hefur hlotið
nafnið Aldahvörf. Aætlað er að
þættirnir kosti um 65 milljónir
og eru þeir að mestu fjármagn-
aðir af einkaaðilum. Þetta er eitt
viðamesta verkefni Sjónvarpsins
af tilefni aldamótanna.
„Sjávarútvegur er sú undir-
staða í okkar þjóðarbúskap að
það er ástæða til að gera honum
góð skil í sjónvarpi á þessum
tímamótum. Sjónvarpið hafði
tekið ákvörðun um að fara í
þessa þáttagerð og við töldum
eðlilegt að ríkisvaldið styddi
það,“ segir Þorsteinn Pálsson,
sjávarútvegsráðherra. -vj
Það er sjálfsagt ekkert auðvelt að túlka gróðurhúsaáhrif, bráðnun Grænlandsjökuls og áhrifþess á ísland i stutt-
um leikþætti en það gerðu þessir krakkar úr Háteigsskóla með stakri prýði í gær. Tilefnið var athöfn á ári hafsins
í Hafnarhúsinu. mynd: pjetur
Straumur fólks af landsbyggðinni
til höfuðborgarsvæðisins er enn
mikill og er Kópavogur vinsælast-
ur.
Straiimur
eim suður
Fólksflóttinn af landsbyggðinni
hefur haldið áfram á þessu ári og
sums staðar með auknum hraða,
t.d. á Austurlandi, þar sem brott-
fluttir (umfram þá sem komu í
staðinn) eru mun fleiri í ár en
allt síðasta ár. Allir landshlutar
hafa misst til höfuðborgarsvæð-
isins, alls 1.350 manns. Hvergi
hefur Ijölgunin verið eins mikil
og í Kópavogi. Nær tveir tugir
sveitarfélaga hafa þannig tapað
meira en 4% íbúa sinna m.v.
íbúafjölda um síðustu áramót.
Fækkun um 7 manns úr Skorra-
dal, þar sem aðeins bjuggu 46
manns um áramót, samsvarar
15%. I beinum tölum hefur
stærsti hópurinn horfið frá Vest-
mannaeyjum, 127 manns, í kjöl-
far enn stærri hóps í fyrra.
Alltaf sama fólkið
„Þarna er enn og aftur sami
hópurinn sem Hagstofan er að
færa til. Taki þeir hann út aftur
verða þeir búnir að flytja hann
tvisvar úr hreppnum," segir Dav-
íð Pétursson, oddviti í Skorradal.
„En það verður látið reyna á það
hvort það eiga að gilda aðrar
skráningarreglur í Skorradal en í
öðrum sveitarfélögum landsins.
Þeir vilja t.d. skrá fólk út ef það
tekur laun í öðrum sveitarfélög-
um, sem væntanlega er t.d. al-
gengt í Reykjavík.“
Austurland hefur misst hlut-
fallslega flesta, þar sem brott-
fluttir eru 335 fleiri en komu í
staðinn, eða 2,7% allra íbúa
Austurlands. Fleiri hafa farið en
komið á nær öllum stöðum;
flestir eða 70 úr nýju sveitarfé-
lagi S-Múlasýslu.
Brottflutningar frá Vestljörð-
um og Norðurlandi vestra sam-
svara 2,4% af íbúaljölda. — HEI
GabrioJtf
(höggpeyfar)
QSvarahlutir
Hamarshöfða 1-112 Reykjavík
Símí 567 6744-Fax 567 3703
Afgreiddir samdægurs
Venjulegirog
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524