Dagur - 10.10.1998, Side 2
- b Vb 1 fi A i* j í' S ö . V» i ’A \í VJ ía a íi. h Vi Vi í\ >1
- LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
FRÉTTIR
Gæsaskyttur eru víða á ferðinni þessa dagana en það er að sjálfsögðu ekki sama hvar menn skjóta gæs. Bæjarstjórinn á Dalvík og
fleiri hafa undanfarið fengið að kenna á þrálátri kjaftasögu um að hafa skotið gæs í friðlandi og verið handteknir. Algjör þvæia seg-
ir lögreglan sem íhugar að rannsaka hvar þessi rógur á rætur.
Lögregluranns ókn
vegna kjaftasögu?
Bæjarstjóriim á Dalvík
ásamt fleiri höfðingjiun
er sagður hafa skotið gæs
á friðlandi. Lögreglan
kannast ekkert við það en
íhugar rannsókn á upp-
tökum rógburðarins, sem
þó stafar sennilega af mis-
skilningi.
Sú saga hefur gengið og breiðst hratt
út, að fyrirmenni á Dalvík hafi gerst
brotleg við lög nýverið og verið hand-
tekin af lögreglu. Bæjarstjórinn á Dal-
vík, formaður umhverfisnefndar og
fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Dal-
vík, eiga skv. sögunni að hafa skotið
gæs í friðlandi skammt fyrir utan bæ-
inn en hvorki bæjarstjóri né lögreglan
kannast við þetta. Ljóst er þó að að-
eins 100-200 metrar voru í friðlandið
þar sem bæjarstjórinn og fleiri voru við
skotveiðar.
Ekkert tilkynnt
Felix Jósafatsson, lögreglumaður á
Dalvík, segir að sagan sé „kjaftæði" en
hann kannaðist vel við orðróminn þeg-
ar blaðið bar söguna undir hann. „Það
er ekkert lögreglumál í gangi vegna
þessa, en ég veit ekki hvað verður. Það
endar sjálfsagt þannig að við förum að
rannsaka hver kemur þessum rógi af
stað. Þeir sem eru taldir eiga hlut að
máli eiga sinn rétt í því að komast að
því hver stendur fyrir þessari sögu.
Einn þeirra rauk á mig í gærkvöld og
vildi meina að sagan væri að undirlagi
lögreglunnar. Eg benti honum nú á að
við yrðum þeir síðustu til að frétta
svona lagað,“ segir Felix.
Fólk illa upplýst
Að sögn Iögreglumannsins hafa menn
ekki verið á eitt sáttir um hvar mörkin
milli friðlands Iægju. Rögnvaldur Skíði
Friðbjörnsson, bæjarstjóri á Dalvík,
neitar að hafa brotið lög. Hann viður-
kennir að hafa verið á veiðum nálægt
bannsvæði en segist hafa lesið sér sér-
staklega til um mörk friðlandsins áður
en hann og félagar hleyptu úr frethólk-
unum. „Fólk virðist ákaflega illa upp-
lýst um mörk friðlandsins en við vorum
einhver hundruð metra frá bannsvæð-
inu. Fyrir einhverjum árum voru tekn-
ir menn á friðlandi þarna að sagt var og
þeir játuðu því, enda töldu þeir svo
vera. Þeir voru hins vegar utan þess,“
segir Rögnvaldur Skíði. Hann telur því
missldlning ráða sakargiftum en sagði
nauðsynlegt að menn kynntu sér hvaða
reglur giltu um friðland á þessu svæði
sem er aðeins um 2 km frá Dalvík.
- BÞ
Framsóknarkonur í Reykjavík
eru sagðar hafa fundið sér góð-
an kandidat í prófkjör fyrir
kosningamar í vor. Það er Jón-
ína Bjartmars formaður sam-
takanna Heimils og skóla, sem
kvað nýlega hafa gengið í Fram-
sóknarflokkinn. Reykvískar __________
framsóknarkonur eru sagðar
vilja sjá hana ofarlega á lista flokksins í höfuð-
borginni...
Jónína
Bjartmars.
Og enn af framboðsmálum
Frammara. Fullyrt er í heita
pottinum að Hjálmar Ámason
hafi orðið undir í baráttmmi
íyrir prófkjöri í Reykjaneskjör-
dæini. Straumurinn er sagður
gegn prófkjöri og með uppstill-
ingu. Þar mcð þykir Sif Frið-
leifsdóttir trygg í efsta sætinu,
en Hjáhnar sagður verða að sætta sig við 2. sæt-
ið eins og síðast...
Nýjasti liðsmaður fréttastofu
Sjónvarpsins, Glúmur Bald-
vinsson, liefur vakið rækilega
athygli á hinum vestfirska
framburði sínum, scm faðir
hans, Jón Baldvin Hannihals
son, hefur haft sein aðals-
merki. Glúmur talar um að
„menn langi að bera þang í
fangi fram á langa tanga á meðan við hin tölum
um að „lánga að bera þáng í fángi...“ Hinsvegar
hefur það vakið eftirtekt mamia í heita pottin-
xun að Glúmur kemst ekki alveg hikstaiaust
fram úr þessu, sem bendir til þess að framburð-
nrinn vestfirski sé honum ekki jafn tungutamur
og fööur hans.
Jón Baldvin
Hannibaisson.
VEÐUR OG FÆRÐ
Línuritin sýna
fjögurra daga
veðurhorfur á
hverjum stað.
Línan sýnir
hitastig, súlu-
ritið 12 tíma
úrkomu en
vindáttir og vind-
stig eru tilgreind
íyrir neðan.
Allhvöss suð-
austanátt með
rigningu í
fyrramálið
suðvestan- og
vestanlands og
um miðjan
daginn, einnig
norðanlands og
austan. Lítið eitt
hægari vestanátt
síðdegis og dreg-
ur úr úrkomu
sunnanlands og
vestan. Hiti 5 til
9 stig á morgun.
Færð á vegiun
Fært var um alla helstu vegi í gærkvöld en víða hálka. Á Steingrímsfjarðarheiði voru
hálkublettir sem og á Þorskafjarðarheiði. Sömu sögu má segja um Möðrudalsöræfí og
Fjarðarheiði. Krapi og snjór var á Öxaljarðarheiði. Hálendisvegir eru varasamir vegna
snjóa og fara flestir að líkindum að lokast.