Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 6

Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 6
6- LAirU'ARDAGUR'l'O. O KTÚB E'R"V9'9V ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöiuverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Símar augiýsingadeiidar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Austurvölliir - Akureyri í fyrsta lagi Nokkur helstu náttúruverndarsamtök landsins afhentu í Al- þingi í vikunni áskorun um að endurskoða þá stefnu sem tek- in hefur verið varðandi framtíðarnýtingu hálendisins. Þau ótt- ast að óbætanlegt tjón muni verða unnið á hálendinu. Skáld og listamenn tóku þátt í mótmælunum með upplestri ljóða. Þessi athöfn náttúruverndar- og listamanna kemur ekki á óvart miðað við þá umræðu sem á undan er gengin, en það breytir ekki því að hún gefur mönnum enn eitt tilefnið til að staldra við og íhuga hvert stefnir. í öðru lagi Svo vill til að nánast á sama tíma og menn lásu upp eldheit ástarljóð til landsins á Austurvelli í Reykjavík var samgöngu- ráðherra norður á Akureyri að afhenda umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs. Þau hlaut safnvörðurinn á Skógum, Þórður Tómasson. Astæða er til að óska Ferðamálaráði til hamingju með gott val. Samgönguráðherra upplýsti að hann teldi að Þórður hefði með starfi sínu á Skógum hjálpað til við að skipuleggja og stýra ferðamannastraumnum um landið og þannig lagt sitt af mörkum til að draga úr stjórnlausri áníðslu á viðkvæmri náttúru Islands. Var þessi fulltrúi framkvæmda- valdsins að kallast á við ljóðalesturinn á Austurvelli? 1 þriöjíi lagi Viðhorf Þórðar Tómassonar til umhverfisins og hlutverks síns í því, vekur aðdáun og virðingu í lítillæti sínu. Hjá Þórði, eins og t.d. náttúrverndarmanninum A1 Gore varaforseta Bandríkj- anna, kennir trúarlegs undirtóns í þessu Iítillæti. Aðalatriðið er þó, fyrir trúaða og trúlausa, virðingin fyrir sköpunarverkinu. Þórður sagði við verðlaunaafhendinguna: „Eg tek við heiðri þessa dags í auðmýkt og í þökk eins og öllu góðu sem fram er rétt. Umhverfismál eru mikið til umræðu í dag og hver ein- staklingur skapar umhverfi og á þátt í að skapa öðrum um- hverfi með daglegri framgöngu og með Guði að gera land okk- ar fegurra og betur búið til að fóstra komandi kynslóðir og veita þeim yndi.“ Aminningarnar voru víðar en á Austurvelli þennan dag. Birgir Guðmimdsson Sjálfsmyndar- kreppan Höfuð vandi íslenskra stjórn- mála er að sjálfsmynd stjórn- málamanna er í kreppu. Eng- inn veit lengur með neinni vissu f hvaða stjórnmálaflokki hann ætti raunverulega að vera. Þannig hafa sumir uppgvötað að hneigð þeirra beinist í allt aðrar áttir en stjórnmálaflokksins sem þeir eru í. Einhverjir hafa komið út úr skápnum á meðan aðrir eru að engjast enn inn í honum sjálfum sér og öðrum til ein- skis gagns. Augljóslega er þarna á ferðinni alvar- legt sálfræðilegt vandamál, sem ef til vill kristallast hvað best í umræðunni um stöðu Kristins H. Gunnarssonar. Er Rristinn Alþýðubanda- lagsmaður? Er hann krati? Eða er hann framsóknarmaður? Yfirlýsiiig Guðna I Degi í gær svarar Guðni Ágústsson þessari spurningu á þann veg að Kristinn sé fram- sóknarmaður. Síðan segir Guðni: „Margir ágætir Alþýðu- bandalagsmenn eru í rauninni framsóknarmenn og myndu með innkomu sinni styrkja Framsóknarflokkinn.“ Þetta er mikilvæg yfirlýsing, því ef margir Alþýðubandalagsmenn eru í rauninni framsóknar- menn þá er Alþýðubandalagið í raun hálfgerður Framsóknar- flokkur. Það er því kannski mikill misskilningur hjá Al- þýðubandalaginu að ætla að sameinast Alþýðuflokknum. Væri nær að sameinast Fram- sóknarflokknum? En sá galli er á gjöf Njarðar að Alþýðu- bandalagið er einugis hálf- gerður Framsóknarflokkur. Það er Iíka hálfgerður krata- flokkur þannig að málið er alls ekki einhlítt. Sterkt íhalds- element Og til að flækja stöðuna enn frekar er ljóst að Alþýðuflokk- urinn er ekki bara krataflokkur heldur er f honum sterkt íhaldselement. Þannig að kannski hefði verið nær fyrir hann að athuga með sameiningu við Sjálf- stæðisflokkinn? En það mál er líka flókn- ara en sýnist því fram- sóknarmennirnir í Sjálfstæðisflokknum eru merkilega sterkir og kannski væri eðli- legast að framsókn og íhald sameinuðust eins og Hannes Hólm- steinn hefur lagt til! I þessari stöðu er því ekki skrýtið að menn séu almennt svolítið í vafa um hneigðir sínar og í hvaða lið þeir eigi að skipa sér. I dag lýtur þetta nokkuð sömu lögmálum og það hvernig menn skipa sér í íþróttafélög - menn lylgja bara sínu gamla liði. En leikmennirnir - stjórn- málamenn - eru nú farnir að flakka það mikið milli liða að Garra sýnist algerlega tíma- bært að fara sömu leið og fót- boltafélögin. Það verður að hlutafélagavæða flokkana og reka þetta alfarið á viðskipta- legum forsendum. Þá losna menn Itka við sálarkvalirnar og sjálfsmyndarkreppuna og leik- reglurnar verða skýrar á ný. GARRI. Kristinn H. Gunnarsson. Starri kveður með sæmd Litríkir persónuleikar sem standa á sannfæringu sinni? Sannfær- ingu sem byggð er á traustum grunni og nærð af gagnrýnni hugsun? Þeir eru alltof fáir. Og nú hefur þeim fækkað um einn. Starri í Garði kveður. Stopul og stutt persónuleg kynni af Starra nægja ekki til að skrifa eftirmála við langa ævi. Það voru ekju alltaf „auðveld" símtöl sem við áttum þegar hon- um var heitt í hamsi, en þeim mun ánægjulegri stuttar heim- sóknir í Garð. En það er persóna Starra í opinberu lífi sem vert er að minnast. Hann var „ómissandi maður". Engimn ómissandi? Það er klisja að enginn sé ómiss- andi. Hún á við okkur flest. En þeir eru nokkrir, að sönnu alltof fáir, sem við getum í raun ekki verið án. Við skulum ekki segja að Starri hafi „leik- ið það hlutverk" sem felst í að vera hrópandinn í eyði- mörkinni. Hann lék ekkert hlutverk, heldur var sannur í sannfæringu sinni, hvað svo sem hinn hverfuli tíðarandi sagði. Og hann var ekki í eyðimörk, hvorki í eiginlegum né óeiginlegum skilningi. Rödd hans hljómaði úr fegurstu sveit Iands- ins og hún féll oft í fijóa jörð hjá fólki sem fann í sjálfu sér samhljóm við margt sem hann sagði. Oðr- um stundum síður. Starri var í flokki ómissandi manna fyrir hvert þjóðfélag vegna rótfestu við gildi. Hver gildin voru skiptir ekki öllu, þótt mikil- væg væru: nátt- úra, skáidskapur, mannlíf, sósíal- ismi. Þau gildi hefðu getað verið önnur, og líka mikilvæg. En það sem gerði Starra að þeim fáu sem ómissandi teljast er í raun þetta: á hann mátti treysta. Allt að vinna, ekkert að selja Hann var svo ólíkur því sem ræð- ur ríkjum á vorum dögum. Hann var ekki í framboði til neins, þurfti ekki að hræsna. Hann „seldi" ekki neitt, þurfti ekki að skríða fyrir dyntum. Sjálfstæður maður. Hagsmuni hafði hann að sönnu, en hann gekk þeirra erinda sem hann trúði á, það sem hann miðlaði var samofið heilsteyptri hugsun. Forn? Já, því samfélagið gengur út á að selja ömmu sína og sál sína hverjum sem er og hvar sem er á hæsta mögulega verði. Það er nútíminn. Okkur vantar ekki fleiri sölumenn. Okkur vantar sjálfstæða bændur - í þess orðs víðasta skilningi. Skiptir ekki máli hver yrkjan er. Þess vegna saknar maður Starra og óskar þess að fleiri væru hér sem hann. Hverju spáirþú um úr- slitin í leiJt íslands og Armeníu um helgina? Þorsteinn Giumarsson fiamkvæmdastjóri ktiattspymudeild- arÍBV. „Ég spái 1-0 fyrir Island. Við erum að spila við þjóð sem er miklu neðar á styrk- leikalista Alþjóða knattspyrnu- sambandsins og ég tek undir orð landsliðsþjálfarans að allt annað en sigur í leiknum sé hneyksli. Ég trúi því að strákarnir okkar fylgi eftir frábærum leik gegn Frökkum og vinni 1 -0 með öguð- um leik að hætti Guðjóns Þórð- arsonar.“ Guðlaugur Þór Þórðarson borgaifulltrúi. „Það verður jafntefli, 1 mark gegn 1, Þórður Guðjóns- son mun skora markið. Stærsti andstæðingur íslenska landsliðsins er þegar við erum of bjartsýn en ég held að Guðjón Þórðarson sé tvímælalaust á réttri leið með íslenska Iiðið, enda tvímælalaust frábær þjálf- Lúðvík Bergvinsson „Ég veit ekki mik- ið um knatt- spyrnu- hefð í Armeníu. En eigum við ekki að segja að Iyktir leiks verði 2-0 fyrir Is- land og að Eyjamaðurinn Her- mann Hreiðarsson skoði bæði mörkin fyrir Island, með skalla eftir hornspyrnu." Jón Kristján Sigurðarsson blaðainaðurá DV. „Eitthvað hef ég á tilfinning- unni að við mun- um vinna þennan leik. Ég held að leikmenn séu fullir sjálfstrausts eftir leikinn við Frakka og þá held ég að Guðjón Þórðarson sé búinn að byggja upp góða stemmningu í liðinu, sem muni skila sér alla leið í þessum leik gegn Armenum í dag. Ég tippa á 2-0 um tölur í leiknum." þingmaður.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.