Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 4
20 - LAUGARDAGUR ltO . O KT Ó BER’ 199 0 Dggjwr í ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sýnt á stóra sviði ÓSKASTJARNAN - Birgir Sigurðsson í kvöld Id. - sud. 11/10. Ath. takmarkaður sýningafjöldi. SÓLVEIG - Ragnar Arnalds Frumsýning Id. 10/10 uppselt - 2. sýn. fid. 15/10 örfá sæti laus - 3. sýn. föd. 16/10 Uppselt BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA - Astrid Lindgren á morgun kl. 14:00 örfá sæti laus - sud. 11/10 kl. 14:00 örfá sæti laus - sud. 18/10 kl. 14:00 nokkur sæti laus Sýnt á litla sviði kl. 20:30 GAMANSAMI HARMLEIKURINN - Hunstadt/Bonfanti - Id. 10/10. Sýnt í Loftkastala kl. 20:30 LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza - föd. 16/10 ath. takmarkaður sýningarfjöldi. Sala áskriftarkorta stendur yfir. Innifalið í áskriftarkorti eru 6 sýningar. Almennt verð áskrift- arkorta er kr. 8.700 Ellilífeyrisþegar og öryrkjar kr. 7.200 Miðasalan er opin mánud. - þriðjud. 13-18, miðvikud. - sunnud. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga í síma 551-1200. « S LEIKFÉLAG l REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ KORTASÖLU LÝKUR 15. OKT. Stóra svið kl. 20:00 GREASE eftir Jim Jacobs og Warren Casey í dag lau. 10/10, kl. 15.00, uppselt í kvöld lau. 10/10, kl. 20.00, uppselt lau. 17/10, kl. 15.00, örfá sæti laus lau. 17/10, kl. 20.00, örfá sæti laus lau. 24/10, kl. 15.00 lau. 31/10, kl. 15.00 Munið ósóttar pantanir Stóra svið kl. 20:00 SEX í SVEIT eftir Marc Camoletti Sun. 11/10, uppselt fös. 16/10, uppselt lau. 17/10, kl. 23.30, uppselt lau. 24/10, uppselt lau. 31/10, uppselt, sun. 1/11 Litla svið kl. 20.00 OFANUÓS eftir David Hare Sun. 11/10, uppselt fös. 16/10, sun. 18/10 Stóra svið kl. 20:00 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN NIGHT, Jorma Uotinen STOOLGAME, Jiri Kylián LA CABINA 26, Jochen Ulrich 3. sýning fim. 15/10 4. sýning sun. 18/10 5. sýning fim. 22/10 Takmarkaður synmgafjöldi. Miöasaian er opin daglega frá kl. 13 -18 og fram að sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU bókam Elias Snæland Jónsson ritstjóri HILLAN Rushdie á svið Eitt sinn líkti Salman Rushdie sögunni um „fatwa“ múslima gegn sér við Iélega skáld- sögu. „Og það er alveg hræðilegt að vera fast- ur í vondri skáldsögu," bætti hann við. Nú er hann opinberlega Iaus úr henni eftir samkomulag írönsku og bresku rfkisstjórn- anna á dögunum og er smám saman að reyna að taka upp venjulegri lífshætti en dauðadómurinn hef- ur leyft honum allan síðasta áratug. Það gerist hins vegar að- eins í áföngum. Þannig nýtur hann enn sem fyrr strangr- ar öryggisgæslu bresku lögreglunnar hvert sem hann fer. Eitt af því sem Rushdie gat leyft sér á dögunum var að vera viðstaddur frum- sýningu á leikgerð sem byggir á barna- sögu sem hann skrifaði í felum og kom út árið 1990 - „Haroun and the Sea of Stories" (hún hefur komið út á íslensku hjá Máli og menningu undir nafninu Harún og sagnahaf- ið). Tveir kunnir Ieikhúsmenn í London, Tim Supple og David Tushingham, sömdu Ieikrit- ið sem Tim Supple leikstýrir fyrir enska þjóð- leikhúsið. Ævintýraferð Barnasagan er ævintýri um heim sagnanna. Söguhetjan er ungur drengur, Harún, sem leggur upp í Iangferð til þess að bjarga föður sínum, Rashid, með því að gefa honum aftur hæfileikann til að segja sögur. Sagan lýsir þessari ævintýraferð þar sem Harún hittir margar sérstæðar persónur. Að lokum tekst honum ætlunarverk sitt. Salman Rushdie; enn í strangri gæslu. Leikgerðin er mjög trú sögunni. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda, enda Tim Supple kunnur fyrir að finna snjallar leiðir til að setja þekktar barnasögur á svið. Bók ii ni lífið í felum Margir bíða spenntir eftir því að Rushdie sendi frá sér bók um líf sitt í felum fyrir hugs- anlegum morðingjum heittrúarmúslima. Fram hefur komið að Rushdie hefur hald- ið dagbók allan þennan áratug. „Með þeim hætti hef ég átt samtöl við sjálfan mig um það sem gerst hefur. Stundum punkta ég nið- ur einstök atriði. Stundum velti ég hlutunum rækilega fyrir mér á pappírnum. Einhvern tíma mun ég nota þessa dagbók sem grunn að bók,“ sagði hann í viðtali allnokkru áður en Bretar gerðu samkomulagið við Irani. Og hann bætti við: „Mér hefur verið það alveg Ijóst allan tfm- ann að þetta verður ekki skáldsaga. Það er vegna þess að hið mikilvægasta við alla þessa atburðarás er að hún er sönn.“ Enii í hættu Margir velta því fyrir sér hversu öruggur Rushdie geti verið um líf sitt þrátt fyrir samkomulagið við írönsk stjórnvöld. Breska lögreglan hef- ur til dæmis lítið breytt gæslu sinni; að þeirra mati er Rushdie enn í lífshættu, þótt hún kunni að vera minni en áður. Lög- reglumenn fylgja honum því enn hvert sem hann fer. Það liggur fyrir að írönsk stjórnvöld ógna honum ekki lengur. Hins vegar eru vafalaust margir öfgasinnaðir múslimar sem enn Iíta á Rushdie sem réttdræpan og sem um leið telja það sér til sáluhjálpar að ráða hann af dög- um. Sjálfur segist Rushdie hins vegar vera ákveðinn í að færa líf sitt smám saman í eðli- legt horf og einbeita sér að þvf að skrifa f friði. Harún er kominn á svið enska þjóðleikhússins. Er sannlelkimnn ekki afturvirkur? Lögreglustjórinn JÓHANNESAR- í Reykjavík sat fyrir svörum í Þjóðarsálinni á dögunum. Til hans hringdi meðal annarra maður sem hafði lent í því saklaus, að fá sekt og refsipunkta hjá lögreglunni sem komið hafði að bifreið hans þar sem henni var lagt ólöglega. Málið snérist um það að eigandinn var ekki sjálfur á bifreiðinni þegar lögbrotið átti sér stað en sektin var sjálfkrafa stíluð á hann. Og þar sem öku- maðurinn var erlendis og eigand- inn löghlýðinn þá fór hann og borgaði sektina og vildi nú að refsipunktarnir sem hann fékk að ósekju yrðu færðir yfir á þann sem brotlegur var. Lögreglustjórinn taldi öll tor- merki á að hægt værí að fá fram leiðréttingu á þessu máli nema þá að fara dómstólaleiðina. Þar sem sektin væri þegar greidd og refsipunktum úthlutað þá væri þetta erfitt viðureignar nema fara í mál og fá hið sanna fram fyrir dómi. Á orðum lögreglustjórans mátti skilja að það sem einu sinni væri komið inn i kerfið og skrásett og staðfest í heilögum tölvubanka, væri mjög erfitt að Ieiðrétta eða uppræta nema með ærnum tilkostnaði og tíma, þó sannleikur málsins væri viður- kenndur og öllum Ijós og allur annar en það sem skráð væri í tölvum dómskerfisins. Lygtn ekki leiðréttanleg Og þetta er ekki eina dæmið um að sannleikurinn er sjaldan aft- urvirkur og lygin fæst trauðla leiðrétt. Fyrir liggur að allstór hópur manna hefur hlotið dóm fyrir að greiða ekki áskrift af tímaritinu sáluga, Þjóðlífi. Viður- kennt er af öllum málsaðilum að a.m.k. ýmsir úr þessum hópi voru dæmdir saklausir, þeir höfðu aldrei beðið um eða játast áskrift og skulduðu því ekki neitt. En þeir voru dæmdir af því að þeir virtu ekki formsatriði lag- anna, mættu ekki þegar þeir voru tilkvaddir af dómsvaldinu til að borga eitthvað sem þeir áttu ekki undir neinum kringumstæðum að borga. Þarna blífur lagabókstafurinn og formið, sannleikur málsins er aukaatriði. Og þar með verður lygin sannleikur kerfisins, jafnvel þótt kerfið viti hið sanna í mál- inu. En sannleikurinn er því miður ekki afturvirkur og biblí- unni verður ekki breytt. Og virð- ast nú Iöngu gleymd og úr gildi fallin orð Ara hins fróða að hafa skuli það sem sannara reynist. Saiuileikurinn aukaatriði Gleggsta og alvarlegasta dæmið um að lygi fáist ekki leiðrétt er auðvitað að finna í Guðmundar og Geirfinnsmálum, sem okkar Iöglærði forsætisráðherra hefur verið að fjalla um að undanförnu og notað hugtakið dómsmorð í tengslum við. Hæstiréttur féllst ekki á endurupptöku málsins fyr- ir skömmu og byggði álit sitt á lagakrókum og formsatriðum. Þ.e.a.s. að nýjar upplýsingar í málinu sem fram höfðu komið hefðu ekki haft áhrif á dóminn á sínum tíma, hefðu þær legið fyr- ir þá. Þetta er auðvitað hárrétt. Ekk- ert hefði breytt dómsniðurstöð- unni þá, jafnvel ekki alllur sann- Ieikur málsins, því hann hefði vísast stangast á við þann „sann- Ieika“ sem rannsóknaraðilar voru mánuðum saman að búa til og fínpússa. En reyndar með svo Ié- legum árangri að óskiljanlegt er hvernig dómarar hæstaréttar gátu fundið sekt í málinu, haf- andi ekkert í höndunum nema ijölmargar misvísandi játningar sem dregnar höfðu verið til baka. Og þeir sem dæma í hæstarétti nú vita vel, eins og allir sem hafa kynnt sér málsskjölin, að mann- réttindi og rétlætið voru fótum troðin á öllum sviðum í Guð- mundar- og Geirfinnsmálum og sannleikuirnn var þar í algjöru aukahlutverki. Og sá „sannleik- ur“ sem dómurinn byggði á var að mestu tilbúningur rannsókn- araðila frá upphafi til enda. Þetta vita sem sé hæstaréttar- dómarar mæta vel. En þeir voru auðvitað vanhæfir til að komast að „réttlátri“ niðurstöðu í máli sem snerti mannorð starfsbræðra þeirra, þó hugsanlega hafí þeir komist að lagalega „réttri“ niður- stöðu með því að neita endur- upptöku. Og þetta veit hinn Iög- lærði fosætisráðherra líka. Og sem réttsýnum manni fellur hon- um það væntanlega illa að á Is- Iandi sé sannleikurinn ekld aft- urvirkur og skipti minna máli en Iagakrókar og formsatriði. SPJALL Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.