Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 6
22 - L A trb'A ítb’AGUR '1 o: OKTÓBth 19'9 8' LÍFIÐ í LANDINU k. u „Alltafþegar ég heflokið við bók er ég staðráðin í að hætta að skrifa. Þá segi ég eins og iiia timbraður alki: Aldrei meir." Fyrirþessijól sendir FríðaÁ. Sigurðardóttir frá sér skáldsöguna Maríugluggann. Hér ræðirFríða um upp- vöxtinn, skáldskap- inn, markaðssetningu á rithöfundum og erfið veikindi. - Þið voruð þrettún systkinin, hvemig var að alast upp í svo stórum hópi? “Það var yndislegt og í gegn- um árin hafa skemmtilegustu stundirnar verið með fjölskyldu minni. En systkinahópurinn er að hrynja og það er hræðilega sárt að horfa á systkini sín fara eitt af öðru. Nú erum við ein- ungis eftir fimm systur. Eg fékk mikla umhyggju hjá foreldrum mínum. Systkini mín segja mér að ég hafi verið for- dekruð sem smákrakki, sérstak- lega af föður mínum. Ég man ekki mikið eftir því en mér þótti og þykir afskaplega vænt um foreldra mína, þótt þau séu Iöngu dáin. Ég kynntist þeim sem manneskjum, ekki ein- göngu sem foreldrum. Þau voru fólk sem ég kunni mjög vel við og þótti gaman að tala við því þau voru fróð og skemmtileg." - Systir þtn jakohina varfrá- hær skáldhona. „Sammála." - Hvernig var samhand ykkar? „Hún var elsta systirin og auð- vitað leit ég upp til hennar. Ég dáðist að henni sem mann- eskju og skáld- konu. Hún var mér alltaf ákaf- Iega góð. Við vorum trúnað- arvinkonur og reyndum að styðja hvor aðra þótt við værum ekki alltaf sammála. Ég held að henni hafi alltaf fundist ég vera óttaleg dula í stjórnmálum. Hún var miklu harðari í stjórnmálaaf- stöðu sinni en ég, en ég held reyndar að hún hafi breytt sinni afstöðu á ýmsan máta með breyttum aðstæðum í heimin- um. En í grundvallaratriðum vorum við þó sammála um nauðsyn þess að jafna Iífsgæði." - Hvemig tók hún því þegar þúfórst að skrifa? „Ég sagði henni ekki að ég væri að sýsla við að skrifa en ég held samt að hana hafi grunað það. Hún varð óskaplega glöð þegar ég fór að gefa út bækur. Við systkinin vorum alin upp við dýrkun á skáldskap og bók- menntum. Fullorðna fólkið var stundum gjörsamlega óþolandi þvf það gat þuiið utanbókar, ekki bara heilu ljóðin heldur ljóðabækurnar og kaflana úr skáldsögum. Það var mikið rifist um bók- menntir og sem smástelpa man ég eftir hörðum deilum um það hvor væri betra skáld Davíð Stefánsson eða Einar Bene- diktsson og menn þuldu enda- laust ljóð máli sínu til stuðn- ings. Svo var það Laxness. Menn ýmist dýrkuðu hann eða fussuðu. Mamma var ekkert yfir sig hrifin af Laxness og ég var sífellt að reyna að kristna hana. Ég man að ég Ias einu sinni upp úr Brekkukotsannáli fyrir for- eldra mína og eftir lesturinn sátum við öll með tárin í augun- um og ég sagði sigri hrósandi: „Þarna sjáið þið hvað þetta er mikið skáld.“ Þá hnussaði í mömmu: „Þó honum sé nú ekki alls varnað, manninum! Fékk hann ekki Nóbelsverðlaunin?" Engir rithöfimdardraumax - Hvenær vöknuðu þínir rithöf- undardraumar? „Ég hef aldrei átt rithöfundar- drauma. Auðvitað Iangaði mig til að skrifa það sem væri ein- hvers virði. En ég hafði alltaf miklar efasemdir um að gefa út, eins og ég hef reyndar enn þann dag í dag. Alltaf þegar ég hef lokið við bók er ég staðráðin í að hætta að skrifa. Þá segi ég eins og illa timbraður alki: Aldrei meir.“ -Afhverju? „Af því að þetta er þræla- vinna. Svo hef ég engan áhuga á mark- aðssetningunni sem fylgir út- gáfu bóka. Ég hef verið að koma á fram- færi þeirri hug- mynd að við snerum aftur til áa okkar og sendum frá okkur bækur, eins og þeir gerðu, án höfundar- nafns. Þessi hugmynd mín hef- ur satt að segja ekki fengið mik- inn hljómgrunn en mér finnst að við gætum vel prófað þetta vegna þess að áherslan á höf- undinn umfram bókina er kom- in slíkt úr böndunum, að ég held að við þurfum að grípa til róttækra aðgerða. Stjörnugjöf- ina vil ég helst ekki þurfa að minnast á, KoIIa mín. Hver einasta manneskja sem ann bókmenntum veit að höf- undurinn skiptir engu sem per- sóna. Það hvernig höfundurinn fer að því að brölta í gegnum líf sitt skiptir engu mál. Auðvitað eru bækur afsprengi lífs, reynslu og upplifana höfundarins á öll- um sviðum en að gera höfund- „Það er ekki hægt að ætlast til að ríthöfundar hrísti bókfram úr erminni annað hvortár. Þaðgeta komiðfáein árþarsem þetta erhægt en ég hef ekki trú á að slíkt dæmi getigengið til lengdar, það verður einfaldlega útþynning. “

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.