Dagur - 13.10.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 13.10.1998, Blaðsíða 1
PáU Pétursson félags- málaráðherra segir að endurskoða þurfi fjár- lög næsta árs til að veita auknu fjár- magni í haráttuna við eiturlyfin. „Því miður virðist bylgja eitur- lyfjaneyslu unglinga, einkum aldurshópsins sem fæddur er 1982, flæða yfir. Ég held að eng- inn hafi gert sér grein fyrir þeirri ógnar flóðbylgju eituriyfjaneyslu sem dunið hefur yfir í sumar. I það minnsta gerði ég mér ekki grein fyrir henni. Það er alvara málsins hvað neyslan virðist aukast rosalega hjá þessum ung- Iingum og það af hörðum efnum. Meðferðarúrræðin sem við höf- um eru fullnýtt. Ég tók málið upp í ríkisstjórn í síðustu viku vegna þess að það verður að end- urskoða þá fjárhæð í fjárlaga- frumvarpinu sem ætluð er til þessa málaflokks," sagði Páll Pétursson í samtali við Dag eftir umræður á Alþingi í gær um þetta mál. Hann sagði nauðsynlegt að fá aukið húsnæði bæði til greining- ar og meðferðar fyrir unglingana. Hann sagðist myndu hefja við- ræður við Reykja- víkurborg um hentugt húsnæði fyrir nauðsynlega neyðarvistun fyrir unglingana, jafn- framt því sem nauðsyn sé á auknu húsnæði annarsstaðar á Iandinu. Það skjótvirkasta sem menn sæju eins og er væri að taka neyðarvistunina út af Stuðl- um og taka plássið þar undir greiningarmeðferð. Þá væri nauðsynlegt að komast yfir allt húsnæðið í Varpholti í Eyjafirði til að koma þar fyrir fíkniefna- neytendum. 90 milljóna ankakostnað- ur Það var Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður, sem hóf máls á þessum mikla vanda á Alþingi í gær. Hún spurði félags- málaráðherra um hvort ráðu- neytið hefði fylgst með þeirri miklu aukningu eitur- Iyljanotkunar sem orðið hefði hjá yngstu ald- urshópunum og hvort von væri á sértækum aðgerðum vegna þessa. Sagði Sigríður að tugir ungmenna væru á biðlistum eft- ir að komast í greiningu og með- ferð. Hér væri um hreint neyðar- ástand að ræða. I svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn kom fram að þegar verið var að undirbúa fjárlög á síðasta vori var talið að þau með- ferðarúrræði sem tiltæk eru og komast í gagnið á þessu ári væru fullnægjandi eða viðunandi. Það hefði hins vegar ekki verið neitt Ieyndarmál að hækkun lögræðis- aldurs úr 16 árum í 18 ár myndi auka byrðar félagsmálaráðuneyt- isins í þessum efnum. Tveir ár- gangar bætast við til ráðuneytis- ins, sem áður töldust vera full- orðið fólk og sjálfráða. Talað væri nú um að um 90 milljónir þyrfti til að standa straum af rekstrarkostnaði meðferðarúr- ræða, bara fyrir þessa tvo ald- urshópa. Páll sagði einnig í svari sítiu frá því sem hann endurtók í sam- tali við Dag að hann hefði tekið málið upp í ríkisstjórn um aukið fé til þessa málaflokks. -S.DÓR Sprenging hefur orðið í eiturlyfja- neyslu unglinga. Björk verður aðaltromp Björk Guðmundsdóttir söngkona verður eitt aðaltrompið í menn- ingarveislunni miklu sem boðið verður í þegar Reykjavíkurborg verður menningarborg ársins 2000. Björk ætlar að koma fram með sérstökum Evrópukór sem búinn verður til fyrir hátíðina og hún ætlar að semja sérstakt lag fyrir „Evrópuraddirnar". Fram kom á kynningarfundi um menningarborgarhátíðina sem haldinn var í Höfða í gær að áætlað er að veija til hennar rúmum 600 milljónum króna. Borgin ætlar að leggja fram 275 milljónir króna, ríkið 235 og leita á til innlendra og erlendra fyrirtækja um að kosta það sem upp á vantar. Var í gær undirrit- aður sérstakur samningur um þetta efni af menntamálaráð- herra, borgarstjóra og formanni undirbúningsnefndar. Áætlanir borgaryfirvalda um dagskrá Menningarborgar 2000 voru kynntar á blaðamannafundi í Höfða í gær. Hér má sjá Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Pál Skúlason formann undirbúningsnefndar og Ingibjörgu Sólrúnu undirrita samstarfssamning. mynd: hilmar Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Óbreytt líðan Líðan forsetafrúarinnar, Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur, var í gær alveg óbreytt frá því að henni versnaði á dögunum. Hún liggur enn á gjörgæsludeild sjúkrahússins í Seattle. Olafur Ragnar Grímsson, forseti Is- Iands, dvelur ytra við sjúkrabeð konu sinnar. Sleifarlag áþingi Rannveig Guðmundsdóttir, for- maður þingflokks jafnaðar- manna, hóf máls á því á Alþingi í gær, undir liðnum um störf þingsins, að ekkert bólaði á frumvörpum frá ríkisstjórninni en langur listi um slík frumvörp væri til. Hún benti á að þingstörf yrðu með stysta móti í vetur vegna þingkosninga í vor. Rannveig minnti einnig á að á síðasta þingi hefði alveg það sama gerst. Fá mál komu fram allan veturinn en sfðan kom hol- skefla undir lok þingsins. Og þegar stjórnarandstaðan hefði aðeins viljað skoða þau mál hefði hún verið sökuð um að tefja störf þingsins. Óbreytt starfsáætlun? Svavar Gestsson, förmaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, tók undir með Rannveigu. Sagði hann að menn hefðu talað um nýtt og betra skipulag á þing- störfum. Hann sagðist ekki verða var við þetta bætta skipu- lag á þingstörfunum. ,/Etlar forseti Alþingis að halda sig við fyrri starfsáætlun þingsins enda þótt þessi stað- reynd blasi við að engin mál koma frá stjórnarflokkunum," spurði Svavar. Ólafur G. Einars- son forseti Alþingis sagðist ekki geta annað en haldið sig við starfsáætlunina. Kristfn Astgeirsdóttir, þing- flokki óháðra, tók undir gagnrýni fyrmefndra þingmanna. -S.DÓR wmmmmmommmmmmm ■ ...... rs Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI - SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.