Dagur - 13.10.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 13.10.1998, Blaðsíða 2
2 — ÞRIDJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 FRÉTTIR Vegpóstar með nöfnunum Punktur, Komma og Áttan vekja athygli þeirra sem aka um austanverða Eyjafjarðarsveit. mynd: gg Bæjamöfnin Atta, Punktur og Konuna Tillögur Ömefndanefndar vom tví- eða þrísamsett nöfn með Laugaland sem upphaf, en það hugnaðist ekki íbúum. Örnefnanefnd hefur að undanförnu Qallað um nöfn á sveitarfélögum og hafa margar af tillögunum fallið í grýtta jörð hjá nefndinni, og verið hafnað. Allmörg bæjarnöfn sem hafa verið tek- in upp á síðustu árum mundu ekki hljóta náð fyrir augum nefndarinnar, kæmu þau til hennar kasta, en í mörg- um tilfellum er ekki um lögbýli að ræða, þ.e. ekki er um hefðbundinn bú- skap þar að ræða, og nöfn á íbúðarhús- um, þó í dreifbýli séu, koma ekki til úr- skurðar Örnefndanefndar. I Eyjafjarðarsveit voru reist í Iok átt- FRÉTTAVIÐTALIÐ unda áratugarins tvö íbúðarhús út úr landi Vökulands, sem var um 1960 skipt út úr landi Ytra-Laugalands og þar stofnað nýbýli. Þau heita í dag þeim athyglisverðu og óvenjulegu nöfnum Punktur og Komma. Stefán Arnason, íbúi í Punkti, segir að hug- myndin hafi fæðst yfir kaffibolla en bæjarnafnið Punktur í skáldsögu hafi verið hugleikið einum íbúanum. Ekki mun skáldsaga Péturs Gunnarssonar, Punktur, punktur, komma strik, hafa haft þar áhrif. Eigendum fannst það ekki aðlaðandi að húsin fengju tví- eða þrísamsett nöfn með Laugaland sem upphaf. „Við sóttum í þrígang til Örnefhda- nefndar um staðfestingu á nöfnunum Punkti og Kommu, þar sem við héld- um þá að við þyrftum að fá staðfest- ingu nefndarinnar, en staðfestingu var alltaf hafnað. Við fengum til baka til- lögur að nöfnum sem voru Ianglokur, samansettar úr tveimur eða þremur nöfnum sem okkur fannst ekki koma til greina. Við tilkynntum síðan Hag- stofunni um þessa nafngiftir sem skráði þau í sínar bækur athugasemda- Iaust, og því eigum við lögheimili að Punkti og Kommu,“ segir Stefán Arna- son. Þess má geta að í umræðunni var á sínum tíma að þriðja íbúðarhúsið, sem byggt hefur verið í landi Vökulands, Stekkur, fengi nafnið Strik, en það hugnaðist ekki íbúum þar þegar á reyndi. Ekki langt frá Punkti og Kommu má finna sumarhús sem ber hið óvenjulega nafn Attan. Eigandi er Stefán Helgaon leigubílstjóri, sem árum saman átti bifreið með skráning- arnúmerinu A-8. Með þessum hætti er númerið gert ódauðlegt og nýjum númerum e.t.v. mótmælt. GG í heita pottinum eru nú mikið rætt um fram- sóknarævintýri Krisins H. Gunnarssonar. Flest bendir til að nu sé það mál úr sög- unni í bili en í pottinum fullyrða meun að frcttir um daður Kristins við framsókn og framsóknar við Kristin hafa ckki verið úr jafn lausu lofti gripið og Kristinn vill vera láta núna. Þvcrt á móti segja pottverjar að málið eigi sér talsverðan aðdrag- anda þótt það hafi ekki áður gengið svo langt að tala við hann um sæti á framsóknarlistanum fyrir vestan. Þá er hent á að daðrið við Kristhi hafi ekki beinst að Gumilaugi Sigmundssyni heldur hafi það frekar átt sér stað þrátt fyrir Gunnlaug. í pottinum í gær spurðist að sjónvarpsstöðm Sky News væri komin til íslands að gera sérstakan sjón- varpsþátt um Reyni Amgrimsson lælaú en hann hef- iu unnið að merkilegum ramisóknum á fóstmcitrun. Sögunni fylgdi að hugmyndm væri að gcra um þetta 'h tíma sjónvarpsþátt sem sýndm yrði síðar í haust. En Sk>' fréttamennimir hafa líka áhuga á að gera þátt um mál málanna á íslandi ís- lenska erfðagreiningu og gagnagrmmsmálið. Brcsku sjónvarpsmcnnimir hafa verið að ræða við ýmsa aðila um málið. Eftir því sem sagt er í pottinum hefúr þeim þó gengið hcldur brösuglcga að komast itm á gafl hjá Kára Stefánssyni og íslenskri erfðagreinhigu. Fullyrt var í gær aö Kári og félagar hefðu tekið svo dræmt í erindi Sky aö þeh fóm á stúf- ana til að redda sér myndcfni frá fyrirtækinu hjá ís- lensku sjónvarpsstöðvunum. Ekki kuima pottverjar skýringu á þcssum viðtökum en þær cm mjög óvenju- legar þar sein eitt af aðalsmerkjum ÍE hafa chunitt verið snjöll almamiatengsl. Kristinn H. Gunnarsson. Eðlilegra að bjóða skip- stjómamám við Eyjafjörð Bjami Hafþór Helgason framhvæmdastjóri Útvegsmanna- félags Norðurlands Nýr og stórglæsilegur ketinslubúnaður var tekinn í notkun ígærhjá Sjávarútvegs- sviði VMA á Dalvík, en útgerð- irinnan Útvegsmannafélags Norðurlands hafa fjármagnað kaupin og erheildarkostnaður um 3,6 milljónirkróna. Um er að ræða GMDSS-búnað sem nýttur yerður í stýrimannanáminu á Dalvík sem er innan Sjávarútvegssviðs VMA en til þessa hefur kennslan eingöngu boðist í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Kennslan fer öll fram í tölvum og blasa tæki í brú skipsins við á skjánum í vandaðri upplausn eins og nem- andinn væri staddur í brú úti á reginhafi. Sjö námskeið eru þegar fullbókuð. - A/ hverju er verið að gefa þennan húnað til skólans nú? „Fjórtán útgerðir af 47 sem eru innan Útvegsmannafélags Norðurlands standa að Ijármögnuninni og þær eru á Eyjafjarðar- og Skjálfandaflóasvæðinu en skipstjórnar- menn á þeirra vegum munu njóta afsláttar til að byrja með en smám saman mun skól- inn eignast tækin. Tilefnið er að menn hafa ekki viljað sætta sig við að þetta nám og þar með kennsla á þennan búnað væri ekki til staðar á Dalvík eins og í Vestmannaeyjum og Reykjavík og með þessum hætti vilja út- vegsmenn á Norðurlandi sýna hug sinn í verki í þessum efnum. Þeir sætta sig alls ekki við að að þau áform stjórnvalda að skipstjórnarmenntun leggist af á Norður- landi og aðeins verði boðið upp á hana í Reykjavík. Það er ljóst að miðað við þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum um skipstjórnarnám var ekki hægt að búast við því að hið opinbera færi að fjárfesta í nýjum búnaði fyrir skólann á Dalvík." - Er það hyggðasjónarmið sem veldur þessari ákvörðun útgerðarmanna? „Það er ekki búið að ganga frá öllum þáttum nýrra Iaga um námið en viðhorfin eru þau að fagnámið fari fram í Reykjavík, og e.t.v. vill á Dalvík og Vestmannaeyjum ef næg þátttaka fæst. Þetta vilja menn ekki sætta sig við hér fyrir norðan því hér eru stærstu og mestu útgerðirnar, hér er mesti fjöldi sjómanna. Það þurfa því færri að taka sig upp til að sækja námið í höfuðborgina en ella. Við Eyjafjörð hefur verið boðið upp á sérnám í skipstjórn, og sérhæft nám á sviði sjávarútvegs við Háskólann á Akureyri og sjávarútvegssvið Verkmenntaskólans á Akureyri á Dalvík og því eðlilegra að boðið sé upp á skipstjórnarnám í Eyjafirði en í Reykjavík og Vestmannaeyjum ef næg þátt- taka fæst þar. Hér er til staðar mikil útgerð og fiskvinnsla og nám á framhaldsskóla- og háskólastigi nátengt sjávarútvegi og með þetta samliggjandi finnst okkur það eðli- legra að byggja þetta upp hér en fyrir sunn- an.“ - Eru kaupin á GMDSS-búnaðinum skilaboð til lögjafarsamkomunnar við Austurvöll? „Ef nýju lögin ná fram á ganga mun nám- ið fýrstu tvö árin fara fram gegnum fram- haldsskólana sem valgreinar með öðru en síðan fylgir tveggja ára fagnámið í kjölfarið. Við leyfum okkur að vona að ráðamenn þjóðarinnar skilji þessi skilaboð útvegs- manna sem felast í þessari fjármögnun." - Hvernig hefur þátttaka í skipstjórn- arnátni á Dalvtk verið að undanförnu? „Mjög góð, vegna þess að ný lög taka gildi haustið 1999 sem lengir námið úr þremur árum í fjögur. Við vitum hins vegar ekki hvað gerist í kjölfar nýrra laga.“ GG rt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.