Dagur - 13.10.1998, Page 6

Dagur - 13.10.1998, Page 6
T 6 -'ÞRIDJUDAG US Í3.0KTÓBER 199B ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoöarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: MARTEINN jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: ueo 6100 OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVíK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (REYKjavík) Iimíhaldið miMIvægast í fyrsta lagi Það kirkjuþing sem hóf störf í gær hefur allt aðra formlega stöðu en fyrri þing. Samkvæmt nýlegum samningum fulltrúa ríkisins og þjóðkirkjunnar hefur kirkjan fengið sjálfstæði í innri málum, þótt ríkisvaldið haldi áfram að greiða laun presta úr sameiginlegum sjóðum. Þessi nýju völd eru fyrst og fremst í höndum kirkjuþingsins sem fær nú mörg þau verkefni sem áður voru á vegum ráðuneytis eða Alþingis. Þingið kýs einnig kirkjuráð sem skipað verður með nýjum hætti, meðal annars til að auka áhrif leikmanna á stjórn kirkjunnar. Formbreyting- in er því veruleg. í öðru lagi Það fer að miklu leyti eftir því hvernig þessar valdastofnanir kirkjunnar halda á málum í nánustu framtíð hvort og hvernig þetta aukna sjálfstæði nýtist til að efla kirkjustarf í landinu. Þótt formið skipti verulegu máli fyrir kirkjunnar menn, er innihaldið í starfi og boðskap kirkjunnar þó mun mikilvægara fyrir þjóðina. Ef þjóðkirkjan á að sækja fram „sem sameinuð, sterk þjóðkirkja á íslandi í nýrri sókn hins kristna málstaðar, hins kristna trúarlífs, þjóðinni til heilla,“ eins og biskup Is- lands, herra Karl Sigurbjörnsson, orðaði það í Degi um helg- ina, þurfa prestar jafnt sem leikmenn að skynja sinn vitjunar- tíma og láta innbyrðis deilur víkja fyrir sameiginlegum mál- stað. í þriðja lagi Enn sem komið er hefur það vakið mesta athygli við kirkju- þingið að þar situr aðeins ein kona en tuttugu karlar. Þetta er þeim mun furðulegra þar sem fulltrúar á þingið eru kjörnir af söfnuðum vítt og breitt um landið þar sem konur eru yfirleitt mjög virkar. Þjóðkirkjan verður að gera mikið átak á næstu árum til að tryggja aukin áhrif kvenna á stjórn kirkjunnar. Það er eitt af því sem taka verður til rækilegrar endurskoðunar ef þjóðkirkjan ætlar sér að hafa úrslitaáhrif á hegðun og gildis- mat þjóðarinnar á nýrri öld. Elías Snæland Jónsson Prófkj örskonur Það gladdi Garra að sjá hve margar konur ætla að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi. Af ellefu fram- bjóðendum eru hvorki meira né minna en fjórar konur sem gefa kost á sér. I ljósi fram- boðssögu sjálfstæðismanna undanfarin ár er þetta slík ofgnótt kvenna að hún dygði til að fylla kvennakvótann bæði í Reykjavík og Reykja- nesi. Hins vegar sér Garri sér til hugarhægðar að byltingin er þó ekki meiri en svo að að- eins ein kona sækist eftir efsta sætinu - hinar kunna sig betur og tilgreina í hógværð þetta 4.-6. sæti. Sérstaka athygli vekur þó að meðal kvennanna í hópnum eru ungar áhrifakonur af ólíkum sviðum þjóð- félagsins, konur sem enginn vissi í raun að væru pólitískt þenkj- andi. Vinstraofstækið Þannig kemur £ Ijós að yfir- maður dægurmála og inn- lendrar dagskrárgerðar Rásar 2 hjá Ríkisútvarpinu, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, ætlar að skella sér í slaginn. Garra hafði aldrei svo mikið sem dottið í hug að þessi unga kona hefði áhuga á stjórnmál- um, hvað þá að hún styddi sjálfstæðisstefnuna. Er þarna komin fram í hnotskurn munnurinn á vinstraofstæk- inu, sem er svo áberandi hjá sumu starfsfólki Rfkisútvarps- ins annars vegar og svo ópólit- ískri og faglegri afstöðu sjálf- stæðisfólks sem vinnur hjá stofnuninni. Þorgerður K. Gunnarsdóttir hefur ásamt þeim Birni Bjarnasyni, ráð- herra, Markúsi Erni útvarps- stjóra og Bjarna Guðmunds- syni, framkvæmdastjóra, unn- ið að því að draga úr yfirþyrm- andi pólitískum áróðri jafnt á fréttastofu Sjónvarps sem ann- ars staðar í stofnuninni. Ópólitískar for- sendur Þetta hefur verið vandasamt verk og ýmsir orðið til að hafa uppi orð um að eitthvað annað en faglegar forsendur hafi ver- ið fyrir þessu starfi þeirra. Slíkt er auðvitað hin mesta fírra, enda allt stjórnendateymið sem að þessu máli kemur einmitt 1' hópi hinna faglega þenkjandi sjálf- stæðismanna, en ekki í flokki vinstrifanat- íkera. Hins vegar hafa bæði Þorgerður og hinir unnið sér það til ágætis að loka dyrum stofnunarinnar fyrir órólegum öfgalýð, en laða þess í stað þangað inn vel upp alin fyrir- mannabörn eða rétt þenkjandi og faglega sjálfstæðismenn. Það er nauðsynlegt að verð- launa fólk fyrir slíkt. Því trúir Garri að sjálfstæðismenn á Reykjanesi muni taka vel á móti Þorgerði í prófkjörinu og að flokksforustan á landsvísu tryggi eðlilegan frama hennar í flokknum. Það er líka augljóst hagsmunamál flokksins, því sí- fellt eykst þörfin fyrir stjórn- málamenn sem geta tekist á við pólitíska andstæðinga á ópólitískum og faglegum for- sendum líkum þeim sem gilda hjá Ríkisútvarpinu. GARRI. JÓHAJVNES SIGURJÓNS SON skrifar Kirkjuþing stendur yfir þessa dagana og verður væntanlega grannt fylgst með þeim boðskap sem þaðan kemur. Dagur fjallaði um kirkjuþingið sl. laugardag og hvers þar væri helst að vænta. Haft var samband við nokkra kirkjuþingsfulltrúa sem upplýstu lesendur um helstu mál þings- ins. Allt var þetta fróðlegt og mað- ur varð vísari en áður eftir lestur- inn. En um Ieið líka dálítið undr- andi vegna þess að það virðist í raun enginn munur á kirkjuþingi og til að mynda Iandsfundi Sjálf- stæðisflokksins eða annarra stjórnmálaflokka. Haukar í dúfuaveislu Þannig voru ummæli presta og orðanotkun ekki biblíuskotin heldur komu beint úr dægur- þrasi stjórnmálanna. Talað var um „valdahlutföll í kirkjunni" og Klerkar og kirkjupóliíikusar um „átök þar sem ólíkir hópar hafa viljað tryggja stöðu sína.“ Einnig var sagt að hóparnir hafí verið að vinna heimavinnuna sína og safna liði og leitt getum að því að hugsanleg átök yrðu um kosningu nýrra fulltrúa. Ágætur prestur lét hafa eftir sér að „þessi kirkjupólitík hlýtur að snúast um þéttbýli og dreifbýli og um vægi þeirra á kirkjuþingi og í kirkjuráði." Fram kemur að þeir ólíku hópar sem vilja tryggja stöðu sína í hinni nýju kirkju séu: Ungt fólk, kvenfólk, Iandsbyggðarfólk, þétt- býlisfólk, haukar eða svartstakk- ar og dúfur. ur það auðvitað að vera, því ef hvetjum og einum er frjálst að túlka og misstúlka hina góðu bók í eigin þágu, þá er hún ekki mik- ils virði og útgáfur sannleikans jafn mismunandi og mennirnir eru margir. Og af því að prestar búa við svo öflugan lífsleiðarvísi, sem á að móta skoðanir þeirra, breytni og trú, og þeir boða öðrum að biblían eigi svar við öllum heims- ins vandamálum, þá á maður bágt með að skilja sundrunguna og sundurþykkjuna innan kirkj- unnar. Og er furða þó manni detti í hug að svörin sem klerkar fá sjálfir úr bók bókanna, séu harla misvísandi og túlkun þeirra jafn margvísleg og þeir eru marg- ir. Og fer þá að þrengja verulega að einum og óbreytanlegum sannleika. Hvað er sannleikur? Nú er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að innan fjölmennra hópa eða samtaka séu flokka- drættir sem byggja á ólíkum skoðun- um þeirra einstak- linga sem flokkinn fylla. Og þó. Ein- hvern veginn finnst manni að samstaða og ein- drægni ætti að vera meiri innan kirkjunnar en hjá öðrum stórum söfnuðum, pólit- ískum eða hags- munatengdum. Kirkjan byggir jú á hinum eina stóra sannleika, bibl- íunni. Og prestar segja sjálfir að sannleikur biblíunnar sé óbreyt- anlegur og óháður geðþóttatúlk- un einstaklinga. Og þannig verð- spurtoi svairað Ertii sammála umhverf- isráðherra að leyfa ótah- marhaðar ijúpnaveiðar á Suðvesturlandi, þrátt fyrir staðfesta ofveiði stofnsins á svæðinu? Eggert Skúlason J'rélta- og slwtvtiðimaður. „Eg er sammála því að ástæða sé til að afla frekari upplýsinga um veiðiálag á rjúpnastofninn á þessu svæði. Sýni þær fram á ofveiði þá er ég hjartanlega sammála því að tak- marka veiði á svæðinu, jafnvel banna hana. Sjálfur ætla ég í ljósi þessa alls að minnka stór- Iega ferðir mínar í vetur á þetta svæði.“ Sveinbjöm Másson slwtvtiðimaður á Selfossi. „Ef svo er tel ég að þetta sé ekki rétt ákvörðun. Menn eru orðnir það stórtækir í veiðum að þeim er í sjálfu sér ekkert orðið heilagt og rjúpan á sér þá engan griðastað. Eftir því sem ég heyri á mönnum er minna af rjúpu nú en áður; hef það til dæmis eftir manni sem var við veiðar á Lyngdalsheiði að þar voru aðeins spor eftir menn og hunda, en ekkert sást til rjúp- unnar einsog oft áður hafði ver- ið.“ Ólafm E. Friðriksson höfundtir bóharinnar Slwtveiðar í tslenskri náttúru. „Ég er þeirrar skoðunar að nokkuð flókið samband sé milli veiðiálags og stofnstærðar, einsog menn hafa rekið sig á. Það er ekkert alltaf augljóst að það sé hægt að grípa til einhverra verndunarað- gerða með því að banna veiðar. Eg held að það sé tiltölulega skynsamleg ákvörðun hjá um- hverfisráðherra, sem studd er af veiðistjóra, að láta fara fram frekari rannsóknir áður en tekin er ákvörðun um frekari aðgerðir í þessum efnum.“ Sigmar B. Hauksson formaður Skotveiðifélags tslands. „Ég hef ekki séð neitt um stað- festa ofveiði á þessu svæði. Við höfum staðfestar upplýsingar um ofveiði í næsta nágrenni Reykjavíkur, það er að segja Úlfarsfelli, Mosfellsheiði og hluta Esjunnar. Við vitum hinsvegar að það er ekki upp- sveifla í stofninum á Suðvestur- landi einsog á Norður- og Norð- austurlandi. Nærtækasta skýr- ingin gæti verið of mikið veiðiá- lag, en við þurfum að kanna það frekar. Staðfest gögn um þetta efni liggja ekki frammi. Þess- vegna þarf frekari rjúpnarann- sóknir á SV-landi. Því styð ég, að svo komnu máli, ákvörðun um- hverfisráðherra í þessu máli.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.