Dagur - 13.10.1998, Qupperneq 7

Dagur - 13.10.1998, Qupperneq 7
 l’RIÐJUDAGUR 13. OKTÚBER 199 8 - 7 ÞJÓÐMÁL Fólkífyrimíml 77/ síðustu kosninga gekk Framsóknarflokkurinn undir kjörorðinu „Fólk í fyrirrúmi". Ýmsir andstæðingar flokksins héldu því á lofti og gera sumir enn, að markmið okkar hafi ekki gengið eftir. Slíkt hefði í sjálfu sér getað gerst, því enginn er óskeikull um framtfðina. En þvert á móti hafa markmið okkar staðist og sú sýn sem við höfðum f upphafi kjörtímabilsins reynst rétt, segir Halldór Ásgrímsson í grein sinni. Til síðustu kosninga gekk Fram- sóknarflokkurinn undir kjörorð- inu „Fólk í fyrirrúmi". Með því vildum við leggja áherslu á, að við værum að vinna fyrir fólkið í landinu og værum staðráðin í því að koma ýmsum framfaramálum þjóðarinnar fram á veg á því kjörtímabili, sem nú er senn á enda. Ymsir andstæðingar flokksins héldu þvf á lofti og gera sumir enn, að markmið okkar hafi ekki gengið eftir. Slíkt hefði í sjálfu sér getað gerst, því enginn er óskeikull um framtíðina. En þvert á móti hafa markmið okkar staðist og sú sýn sem við höfðum í upphafi kjörtímabilsins reynst rétt. Hvað var sagt? I kosningastefnuskrá kom meðal annars fram: „Fram til aldamóta þurfa að verða til tólf þúsund ný störf á vinnumarkaðnum. Störf fyrir þá sem nú eru atvinnulausir og þá sem eru að koma inn á vinnu- markaðinn. Þessi nýju störf munu ekki nema að hluta verða til í hefðbundnum atvinnugrein- um, sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði og því er mikilvægt að hlúa að ýmsum þjónustugrein- um sem mikla framtið eiga fyrir sér, eins og ferðaþjónustu, hug- búnaðargerð og ýmis ráðgjafar- þjónusta. Ekki er nokkur vafi á að nýting orkulindanna getur orðið ein helsta undirstaða ís- lensks atvinnulífs í framtíðinni. Framsóknaflokkurinn er hlynnt- ur því að fá erlenda aðila til sam- starfs um uppbyggingu í orku- frekum iðnaði, sem tæki fullt til- lit til umhverfisverndar." Síðan segir meðal annars: „Takist með markvissum aðgerð- um að skapa atvinnulífinu þau starfsskilyrði og hagvöxtur aukist hér á landi um 3% eða svipað og í nágrannalöndunum, má eyða fjárlagahallanum og skapa svig- rúm upp á 4 til 5 milljarða króna til lífskjarajöfnunar, nýsköpunar atvinnulífsins og aukinna út- gjalda til menntamála á síðara hluta kjörtímabilsins." Síðan gerðum við ítarlega grein fyrir því með hvaða hætti við hygðumst vinna að þessum markmiðum. Tólf þúsund störf Alvarlegasta vandamál við upp- haf kjörtímabilsins var mikið at- vinnuleysi. Atvinnuleysi er mest- ur bölvaldur þjóða og hefur skapað gífurleg vandamál víða um heim. Þeir sem ekki fá vinnu, fá í reynd ekki tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu þjóð- félagsins og nýta hæfileika sína og áhuga. Þessi bölvaldur orsak- ar margvísleg félagsleg vandamál og var því mildlvægasta atriðið sem þurfti að taka á í upphafi kjörtímabilsins. Margir gerðu lítið úr þessu metnaðarfulla og háleita mark- miði Framsóknarflokksins. Nú- verandi stjórnarandstaða gerði grín að fyrirætlunum okkar og taldi ólíklegt að þetta væri hægt. Það hefði heldur aldrei tekist, ef þeirra ráð hefðu verið notuð. Þeir hafa meðal annars lagst gegn aukinni stóriðju, sem hefur verið mikilvægur drifkraftur í framþróuninni. Nú er Ijóst að þetta markmið hefur náðst. Og það sem meira er, þessi störf hafa orðið til fyrst og fremst í at- vinnulífinu en ekki hjá hinu op- inbera. Aður hafði störfum helst Ijölgað hjá ríki og sveitarfélögun- um. Þannig hefur verið lagður grunnur að aukinni verðmæta- sköpun, sem kemur öllum til góða, en mikilvægast er að marg- ar vinnufúsar hendur hafa feng- ið verk að vinna sem ekkert höfðu áður. Atvinnuinál - unihverf ismál Því er spáð að atvinnuleysi á næsta ári verði á bilinu 2 til 3% en það var 1995 milli 5 og 6%. Þetta er mikill árangur og við þurfum áfram að hafa það meg- inmarkmið að allir, sem vilja fara út á vinnumarkaðinn fái starf við hæfi. Öllum má ljóst vera að þetta markmið kann að stangast á við ýmis önnur. Mikil ríkisútgjöld hafa til dæmis þau áhrif að störf- um fækkar. Ef atvinnulífið býr ekki við svipuð samkeppnisskil- yrði og gengur og gerist í lönd- unum í kringum okkur, þá miss- um við vinnuna úr landi. Ef ein- staklingar hér á landi þurfa að bera háa skatta dregur það líka úr at\dnnumöguleikum. Ný við- horf í umhverfismálum geta líka sett strik í reikninginn. Samt er mjög nauðsynlegt að ná jafnvægi í markmiðum í at- vinnumálum annars vegar og umhverfismálum hins vegar. Þetta hefur tekist í sjávarútveg- inum og við höfum alla mögu- leika á að gera hið sama í iðnað- armálum. Við þurfum að nýta orkulindir þjóðarinnar til að skapa ný störf fyrir vel menntað ungt fólk sem kemur á hveiju ári út á vinnumarkaðinn. Við þurf- um jafnframt að vernda um- hverfi okkar og náttúru landsins okkur sjálfum til yndis og ánægju og gefa þeim kost á að njóta með okkur sem áhuga hafa á að heimsækja landið. Ríkisfjámiálm Tekist hefur að eyða halla ríkis- sjóðs. Það var nauðsynlegt til að skapa einstaklingum og atvinnu- lífi meira svigrúm til uppbygg- ingar. Jafnhliða því hefur tekist að verja og bæta velferðarkerfið. A síðari hluta kjörtímabilsins hafa skattar verið lækkaðir sem nemur 6 milljörðum. Þessi skattalækkun kemur í mestum mæli til þeirra sem hafa meðal- tekjur. En jafnframt hafa útgjöld til heilbrigðis- og menntamál verið aukin verulega. Á árunum 1998 og 1999 verða útgjöld til heilbrigðis- og trygg- ingamála aukin um 5,7 milljarða og á sama tíma aukast þau til menntamála um 1,4 milljarða. Með þessu höfum við fyllilega staðið við þær væntingar sem við vöktum þegar núverandi ríkis- stjórn var mynduð. Þessi út- gjaldaaukning kemur þeim til góða sem minnsta hafa mögu- leika og búa við aðstæður sem samfélagið verður að taka fullt tillit til. Við höfum jafnframt get- að eflt menntun sem skiptir miklu máli á tímum vaxandi samkeppni og alþjóðavæðingar. Auðvitað er það svo að ekki hefur verið hægt að uppfylla all- ar óskir og þarfir og það verður aldrei hægt. Ef ekki hefði komið til sá kraftur sem hefur verið í at- vinnumálum og aukin verð- mætasköpun, þá hefði ástandið orðið miklu verra. Jafnframt er Ijóst að með því að halda áfram á sömu braut, þá mun okkur takast að gera enn betur á mörg- um sviðum. Við megurn hins vegar ekki falla í þá grylju á nýj- an leik að reisa okkur hurðarás um öxl með skuldasöfnun og við höfum ekki leyfi til að efla sam- neyslu á kostnað komandi kyn- slóða. Þrátt fyrir aukin útgjöld til vel- ferðarmála lækka skuldir ríkisins um 30 milljarða á árunum 1998 og 1999 sem dregur úr vaxtaút- gjöldum og skapar aukið svigrúm fyrir ríkissjóð á næstu árum. Tekist hefur að bæta kjör þeirra sem búa við þröngan kost og við höfum skapað svigrúm til að gera enn betur meðal annars að rétta hlut öryrkja en málefni þeirra hafa mikið verið í umræð- unni undanfarið. Vaxandi kaupmáttux Kaupmáttur heimilanna hefur vaxið mikið á kjörtímabilinu og eru ekki dæmi um jafnmikla aukningu á fyrri skeiðum. Hér er fyrst og fremst að þakka mikilli atvinnu en auk þess hafa skatta- lækkanir haft nokkuð að segja. Þessi þróun hefur jafnframt stuðlað að góðri sátt á vinnu- markaði, sem er algjör forsenda framfara. Aðilar vinnumarkaðar- ins hafa sýnt mikla framsýni og unnið með ríkisstjórninni að framförum. Vinnulöggjöfinni hefur verið breytt til nútímalegri hátta og skapað betri skilyrði fyr- ir aukinni at\dnnu. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur að sumu leyti verið mjög svipuð og gengur og gerist í Iöndunum í kringum okkur. Hins vegar má fullyrða að Islendingar hafa náð meiri árangri en margar aðrar þjóðir. Hagvöxtur hefur verið um það bil helmingi meiri hér á Iandi en í helstu samkeppnis- löndum okkar. Kaupmáttaraukn- ingin hefur verið miklu meiri en gengur og gerist og það má því fullyrða að það hafi mikill gró- andi í íslensku samfélagi. Sigur miójiumar Alls staðar í kringum okkur hef- ur verið viðurkennt að það er nauðsynlegt að virkja einstak- lingana og samtök þeirra betur í þágu framfara þjóðanna. Dregið hefur verið úr ríkisafskiptum og jafnaðarmannaflokkar um alla Evrópu keppast við að helga sér miðjustefnu og taka upp áhersl- ur þeirra sem starfað hafa á miðju stjórnmálanna. Greinileg- ustu dæmi um þetta eru áhersl- ur Verkamannaflokksins í Bret- landi undir forystu Tony Blair og nýlegur kosningasigur Gerhard Schröder í Þýskalandi. Hann vann sína kosningabaráttu undir kjörorðinu „Hin nýja miðja“ og var með því að leggja áherslu á að vinstri stefna sósíalista væri úrelt og úr sér gengin og stæðist ekki þarfir og væntingar nútíma- samfélags. Þá gerist það undarlega, þegar jafnaðarmenn hér á landi hyggj- ast sameina krafta sína, að þeir ríghalda í úrelt gildi fortíðarinn- ar. Þeir vilja draga sig út úr ör- yggis- og varnarsamstarfi vest- rænna þjóða, þegar aðrar þjóðir keppast við að komast þar inn. Þeir vilja auka ríkisútgjöld, án þess að vinna að verðmætasköp- un, meðal annars með því að hætta að nýta endurnýjanlega orkugjafa á Islandi. Þeir vilja skattleggja sjávarútveginn sér- staklega, draga úr honum kraft- inn sem hefði í för með sér vax- andi atvinnuleysi. Á sama tíma Ieyfir þetta fólk sér að halda því fram að Fram- sóknarflokkurinn hafi ekki haft fólk í fyrirrúmi. Það er alveg ljóst að gamlar klisjur úr orðakistu vinstrimanna dugðu ekki til að efla velferð fólksins. Stjórnmálin hafa verið að færast inn á miðj- una. Þar hefur Framsóknar- flokkurinn ávallt starfað og bygg- ir félagsleg gildi sín á raunhæf- um og nútímalegum sjónarmið- um. Við höldum því fram að öflugt velferðarkerfi verði aldrei til nema við eigum okkur öflugt at- vinnulíf. Og með því að veikja það þá veikjum við jafnframt undirstöður velferðarkerfisins. Þessi sjónarmið eru víðast hvar viðurkennd og vonandi mun samfylkingin sjá að sér og viður- kenna þau jafnframt. Ef þeir gera það ekki, þá er engin leið að koma mörgum þeim framfara- málum sem þeir \alja beijast fyr- ir í höfn. Kommúnisminn og sósíalisminn eru komnir upp á sker og er afar óskynsamlegt að fara að draga þá hripleku fleytu á flot aftur. Það mun fara eins fyr- ir henni og rússneska pramman- um sem rak stjórnlaus í hafi fyr- ir austan land og Landhelgis- gæslan var fengin til að draga að landi og forða þannig hættuá- standi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.