Dagur - 13.10.1998, Síða 8

Dagur - 13.10.1998, Síða 8
8 - ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 Thyptr l^ir FRÉTTASKÝRING Dla búið að bomum Talið er að eitt af bverjum fimm böm- um eigi við geðheilsu- vanda að stríða og 7- 10 prósent jmríi á geð- rænui meðferð að halda. Hins vegar fær aðeins litill hluti þá aðstoð sem hanu þarf og í nýrri skýrslu um stefnumótun í málefn- um geðsjukra segir að brýnt sé að bæta þjón- ustu við böm og ungl- inga á þessu sviði. Margir geðsjúkdómar byrja eða eiga sér rætur í barnæsku og rannsóknir sýna að því fyrr sem gripið er inn í, þeím mun meiri árangurs er að vænta. Geðheil- brigðisþjónusta hér á Iandi virðist hins vegar ekki endurspegla þessa staðreynd. Samkvæmt nýrri skýrslu starfshóps um mótun stefnu í málefnum geðsjúkra er geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga verri en við fullorðið fólk og starfshópurinn segir það forgangsatriði að bæta úr þessu.“ „Omeðhöndlaðir geðsjúkdómar barna eða annar vandi af félags- legum eða andlegum toga valda ekki eingöngu þjáningu og skerða möguleika barnanna sjálfra til heilbrigðs þroska heldur valda þeir einnig oft verulegu álagi á fjölskyldur þeirra. Óleyst vandamál barna halda oft áfram með vaxandi þunga fram á fullorðinsár. Geðheilbrigðisvandamál barna auka álag víða í þjóðfélaginu, svo sem á félagsmála- og skólakerfið. Ógreindar geðraskanir barna með Iangvarandi líkamlega sjúk- dóma geta haft neikvæð áhrif á batahorfur þeirra,“ segir meðal annars í skýrslunni til þess að undirstrika mikilvægi geðheil- brigðis barna. Lítið brot I skjTslunni kemur fram að rann- sóknir benda til þess að um 20 prósent barna eigi við geðheilsu- vanda að stríða á hveijum tíma og að 7-10 prósent barna þurfi á geðrænni meðferð að halda. Hins vegar fær aðeins lítið brot af þeim börnum sem eiga við geðröskun að stríða sérhæfða meðferð. Al- mennt er geðheilbrigðisþjónust- an hér á landi þokkalega góð en það þarf að taka á hvað varðar þjónustu við börn og unglinga, segir Tómas Zoéga, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans og for- maður starfshópsins. Starfshópurinn bendir á að ekki sé til nein heildstæð opinber stefnumótun um þjónustu á geð- heilbrigðissviði fyrir börn og Heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra færðu samtökunum Geðhjálp að gjöf húsið við Túngötu 7 í Reykjavík. Myndin er tekin við upphaf endurnýjunar á húsinu. Miðað við skýrslu um stefnumótun í málefnum geðsjúkra er brýnt að endurnýja ýmislegt fleira I geðheilbrigðiskerfinu s.s. þjónustuna við börn og unglinga. - mynd: gva unglinga og fjölskyldur þeirra. Sú þjónusta sem ungmennum er veitt er ekki skipulögð eða sam- ræmd og oft óljóst hvert á að leita með geðræn vandamál eða hver á að gera hvað. Afturför í gruimskóla I skýrslunni segir að eðlilegast sé að grunngeðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga sé í tengsl- um við skóla og heilbrigðisþjón- ustu. Starfsfólk heilsugæslu þurfi að vera í stakk búið til að veita slíka þjónustu og efla hana. Geð- heilbrigðisþjónusta á samkvæmt heilbrigðisþjónustuáætlunum og lögum að vera stór þáttur f starf- semi heilsugæslustöðva en er það ekki og starfshópurinn telur nauðsynlegt að efla hana. Einnig er bent á að það skorti á að mæðravernd taki mið af víðari skilgreiningu á heilbrigði, þ.e. Ifk- amlegu, andlegu og félagslegu. Landslæknisembættið er að end- urskoða mæðraverndina en „það er ljóst að sálfélagslegir þættir hafa verið útundan fram til þessa“, segir í skýrslunni. Starfshópurinn telur að það hafi orðið afturför í geðheilbrigð- isþjónustu við skólabörn með nýrri reglugerð um sérfræðiþjón- ustu sem fylgdi grunnskólalögun- um sem sett voru 1. ágúst 1996. Þar er verulega dregið úr beinni þjónustu við börnin og fjölskyldur þeirra, segir í skýrslunni. Störf sérfræðiþjónustu skóla eiga sam- kvæmt reglugerðinni fyrst og fremst að beinast að því að efla grunnskólana sem faglegar stofn- anir sem geti leyst flest þau við- fangsefni upp koma í skólastarfi og veita starfsmönnum skóla leið- beiningar og aðstöð við störf sín eftir því sem við á. „Þarna er búið að afmarka sérfræðiþjónustu skóla mjög þröngt og draga úr beinni þjónustu við börn og for- ráðamenn þeirra. Vandamál barnanna eru enn til staðar og ákveða verður hver skuli sinna þeim verkefnum sem sálfræði- þjónusta skóla sinnti áður,“ segir í skýrslunni. Markvissari uppbygging Miklum fjölda barna og unglinga með geðrænan heilsufarsvanda er sinnt af læknum og hjúkrunar- fræðingum á heilsugæslustöðv- um. A einstaka stöð starfa félags- ráðgjafar og færst hefur í vöxt að sálfræðingar séu ráðnir á heilsu- gæslustöðvar. Starfshópurinn tel- ur það fagnaðarefni en bendir á að uppbygging þessarar þjónustu þurfi að vera markvissari og tengsl til að mynda sálfræðinga við aðra sem veita börnum og unglingum geðþjónustu þurfi að vera skýr. Félagsmálastofnanir sveitarfé- laga og barnaverndaryfirvöld veita börnum og unglingum einn- ig ýmis konar geðheilbrigðisþjón- ustu en vistanir á stofnanir á veg- um sveitarfélaga takmarkast við þau tilfelli þar sem ekki þarf að bjóða upp á sérhæfða meðferð. Efla þarf barna- og unglinga- geðdeildina Helsta sérhæfða heilbrigðisstofn- unin fyrir börn og unglinga með geðræn vandamál er barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Það er talið barna og unglinga- geðdeild Landspítalans sinni um 0,5 prósentum barna og unglinga en sambærilegar stofnanir á Norðurlöndum sinni um 2 prós- entum. „Eg er að vona að við sinnum að minnsta kosti þeim veikustu. Að það sem vantar upp á séu þeir sem ekki eru eins veikir en auð- vitað geta verið þarna börn og unglingar sem ekki er sinnt sem eru töluvert veik. Fólk hefur þurft að bíða lengi eftir þjónustu sem allir eru sammála um að ekki sé í Iagi,“ segir Tómas Zoéga. Starfshópurinn er sammála um að brýnt sé að efla starfsemi deildarinnar og Ieggur til að fimm ára framkvæmdaáætlun þar um verði forgangsverk í heilbrigðis- kerfinu. „Það er unnið þarna mjög gott starf og deiidin hefur verið að smástyrkjast en það þarf að styrkja hana frekar,“ segir Tómas. „Það verður ekki gert á einu ári vegna þess að styrkingin þarf að vera í formi viðbótarmannskaps sem að sumu leyti er ekki til. Við leggjum Iíka áherslu á að hluti af þjónustunni fari hingað á Land- spítalalóðina í tengslum við Barnaspítalann. Það er mjög mik- ilvægt mál. Síðan eru uppi hug- myndir um að auka stjórnunar- Iegt sjálfstæði barna- og ungl- ingageðdeildarinnar.“ Vantar bamageðlækna Einnig leggur hópurinn til að stofnuð verði bráðamóttökudeild fyrir börn og unglinga á Landspít- alalóðinni og einnig framhalds- meðferðardeild fyrir unglinga yngri en 18 ára. Tómas segir að eitt stærsta vandamálið sem við blasi í geð- heilbrigðisþjónustu fyrir börn sé að það vanti sérhæft starfsfólk, sérstaklega barnageðlækna sem eru varla til hér á landi. Tómas segir langt nám geta verið eina skýringuna. Barnageðlækningar séu undirgrein annað hvort f geð- Iæknisfræði eða barnalækningum og því Iengra nám en venjulegt geðlæknanám. Starfshópurinn Ieggur til að heilbrigðisráðuneytið hafi frumkvæði að því að Ijölga megi barna- og unglingageðlækn- um sem allra fyrst og Tómas seg- ir að sjálfsagt megi ýmislegt gera til þess. Þetta haldist þó allt í hend- ur. Það sé erfitt að auka við aðstoð- ina þegar ekki sé til fólk til að sinna henni og erfitt sé að fá fólk ef að- staðan er ekki fyrir hendi. Meiri rannsóknir Starfshópurinn leggur til að stofnuð verði kennsluaðstaða í barna- og unglingageðlækningum við lækna- deild Háskólans. „Það er nauðsynlegt að auka rannsóknir og kennslu í þessum málaflokki og eitt af því sem hvetur ungt fólk til fara í þetta fag er að vakin hafi verið rækileg athygli á því í náminu,“ segir Tómas. Starfshópurinn leggur einnig til að þjónusta heilsugæslunnar við geðbeilsuvanda barna og unglinga verði stórefld með markvissari fjöl- skylduráðgjöf og möguleika á með- ferð algengra vandamála. Einnig telur hann að efla þurfi og endur- skoða sérfræðiþjónustu grunnskól- anna. Koma þurfi á fót skipulögðu samstarfi barna og unglingageð- deildarinnar, Barnaverndarstofu, SAA og vímuefnaskorar Landspítal- ans varðandi mat á og meðferð ung- linga í vímuefnaneyslu. Opna verði sérstaka unglingamóttöku og leggur hópurinn til að Tryggingastofnun taki þátt í að greiða fyrir þjónustu sálfræðinga, félagsráðgjafa og geð- hjúkrunarfræðinga með sérmennt- un á þessu sviði. ÞRIDJUDAGUR 13. OKTÓBER 19 9 8 - 9 Málningarverkstæði: Réttum og málum alla bíla. Gerum sanngiarnt verðtilboð. Greiðsluskilmálar. Rafmagnsverkstæði: Gerum við alternatora, startara oa aðra rafmagnsnluti. Varahlutaverslun: Útvegum varahluti í flesta bíla. Smurstöð: Smyrjum alla bíla með bros á vör. Almennt bifreiðaverkstæði fýrir allar gerðir bifreiða. Siöldlur ehf. Bifreiðaverkstæði Draupnisgötu 1 • Sími 461 3015 Áskriftarsíminn er 8oo 7080 ÖKUKEIMNSLA Kenni á nýjan Land Cruiser Útvega öli gögn sem meö þarf. Aðstoða við endurnýjunarpróf. Greiðslukjör. JÓN S. ÁRNASON Símar 462 2935 • 854 4266 TÍMAR AÐ ÓSKUM NEMENDA. Halldór Blöndal samgönguráðherra veröur með viðtalstíma í Kaupangi við Mýrarveg fimmtudaginn 15. okt. kl. 10-12 og 13,30-17. Tímapantanir í símum 462 1500 og 462 1504 á daginn og í síma 462 3557 utan skrifstofutíma. Samgönguráðuneytið Vinafundur eldri borgara verður í Glerárkirkju nk. fimmtudag 15. október kl. 15.00 samveran hefst með stuttri helgistund. Gestur fundarins verður Séra Örn Friðriksson fyrrum pró- fastur. Hann mun flytja eigin tónverk og spjalla við gesti. Að venju verða góðar veitingar. Allir velkomnir. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 20. útdráttur 4. flokki 1994 - 13. útdráttur 2. flokki 1995 - 11. útdráttur 1. flokki 1998 - 2. útdráttur 2. flokki 1998 - 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. desember 1998. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. HÚSN&ÐISST0FNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVfK • SÍMI 569 6900

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.