Dagur - 13.10.1998, Síða 13

Dagur - 13.10.1998, Síða 13
ttKMsCt Beet H'iHðtiio .f t Jia a t.a\j vatíta - ££ l’RIDJUDAGU R 13. OKTÓBER 1998 - 13 X^MT ÍÞRÓTTIR Skemmtileg keppni Eggjabikariim í körfnknattleik er hin skemmtilegasta kepp- ni. Sextán liöa nrslit- um lauk um helgina og óvænt nrslit litn dagsins ljós. Óvæntustu úrslit í sextán liða úr- slitum Eggjabikarins eru án efa sigur Valsmanna á Isfirðingum á þeirra heimavelli á Isafirði á sunnudagskvöld. KFI sigraði í útileiknum með þremur stigum en Valsmenn gerðu betur og sigr- uðu í síðari leiknum með fimm stigum. Vanmat Isfirðinganna og góður stígandi í Valsliðinu kom þeim í átta liða úrslitin. Keflvíkingar sigruðu fyrstu deildarlið ÍR mjög örugglega. I síðari leik liðanna sem fór fram í Keflavík endaði leikurinn 150- 77 Keflavík í vil. Keflvíkingar, sem unnu fyrri leikinn frekar stórt, brugðu á það ráð að pressa ÍR-liðið nær allan leiktímann í síðari leiknum. Ekki veit undir- ritaður hvað Keflvíkingum gekk Skallarnir frá Borgarnesi eru úr leik i Eggjabikarnum eftir tapleikinn gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Hér á myndinni sjáum við Ara Gunnarsson, leik- mann Skallagríms, ná frákasti í leik gegn Tindastóli. til með að pressa hið óreynda lið IR, en heyrst hefur að þeir hafi ætlað sér að slá eitthvert stiga- met. Njarðvíkingar komust áfram með sigri á ÍS sem leikur í fyrstu deild. Njarðvíkingar sigruðu í síðari leiknum 91-59. Friðrik Ingi, þjálfari Njarðvíkinga, press- aði Iítið lið IS en leyfði í staðinn ungum leikmönnum liðsins að sanna sig á vellinum enda unnu þeir fyrri leikinn nokkuð örugg- lega. TindastóII gerði góða hluti og komst áfram með sigri á heima- GUNNAR SVERRIS- SON KYNNIR LIÐIN i ÚRVALSDEILD KÖRFUBOUANS velli á Skallagrími. Skallagrímur sigrað í fyrri leiknum með þrem- ur stigum. Leikurinn á Sauðár- króki var frekar ójafn og endaði leikurinn 83-64 Tindastóli í vil. KR-ingar voru í miklu basli með fyrstu deildar lið Stjörnunn- ar. Höfðu þó sigur á lokasprett- inum í leiknum á Seltjarnarnesi 95-87. Lið Stjörnunnar kom skemmtilega á óvart með mikilli baráttu og sigurvilja. IA sigraði Þór Þorlákshöfn á heimavelli sínum á sunnudags- kvöld, 79-62 eftir að hafa tapað fyrri leiknum með þremur stig- um. Heimavöllurinn er greini- lega mjög mikilvægur Skaga- mönnum þegar kemur að bikar- leikjum. Sama má segja um Hauka. Þeir tryggðu sér áframhaldandi þátttöku með því að sigra Snæ- fell á heimavelli 109-89. Snæfell vann fyrri leikinn á heimavelli með tveimur stigum og minntu þar með lið í deildarkeppninni á að þeir verða ekki auðsigraðir á heimavelli. Grindvíkingar sem mörðu sig- ur á Þórsurum í Grindavík unnu öruggan sigur á Akureyri 88-77. Þórsarar voru klaufar að sigra ekki í fyrri leiknum og voru frek- ar andlausir í síðari leiknum þrátt fyrir að eiga góða mögu- Ieika á að komast áfram. Leikirnir f átta liða úrslitum verða spilaðir dagana 22.-24. október. Liðin sem leika saman eru: Njarðvík - Tindastóll, Grindavík - ÍA, Keflavík - Hauk- ar og Valur - KR. Englendingar æfir eftír tapið gegn Búlgörum Glenn Hoddle og John Gorman þungstígir eftir leik Englendinga og Búlgara á laugardaginn. Úrslitin á Wemhley martröð fyrir Hoddle. Pressan viU hann hurt. Stnðningsmenn- irnir tóku liðið á taugum. John Goram og Eileen Drewery fá aukavinnu í huglækn- ingum. Norðmenn í skýjunum meðan Danir og Fiimar sleikja sár sín. Þau voru þung sporin sem Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englendinga, steig er hann yfir- gaf Wembley leikvanginn eftir leik Englands og Búlgaríu eftir jafntefli þjóðanna í Evrópu- keppni landsliða á laugardaginn. Englendingar sjálfir, sem og flestir aðrir, reiknuðu með auð- veldum sigri sinna manna. Ann- að kom á daginn og Glenn Hoddle og hans menn urðu að sætta sig við 0-0 jafntefli. Þar með hafa Englendingar tapað fimm af sex stigum í leikjunum tveimur sem Iiðið hefur Ieikið í keppninni. Getum ekki tapað fleiri stígum „Þetta eru mér mikil vonbrigði. Nú erum við í þeirri stöðu að við megum eldd við að tapa fleiri stigum í keppninni ef við ætlum að komast í lokakeppnina. Við lékum engan veginn þá knatt- sp^Tnu sem við ætluðum og náð- um ekki að ógna marki Búlgara að neinu marki. Framherjarnir fengu lítinn stuðning og því náðu þeir ekki að skora. Við megum heldur ekki gera lítið úr frammistöðu Búlgara. Þeir léku mjög góðan varnarleik og gerðu okkur lífið leitt allan tímann", sagði Glenn Hoddle eftir leikinn. Enska fótboltapressan heimtar nú að Hoddle fari frá og veð- bankar eru þegar farnir að veðja á eftirmanninn. Þar er Roy Hogdson, stjóri Blackburn, í efsta sætinu. Bryan Robson og Kevin Keegan koma næstir á eft- ir honum. Stuðningsinennimir æflr Þeir sjötíu og fimm þúsund stuðningsmenn Englendinga sem urðu vitni að því sem gerðist á Wembley urðu hreinlega æfir yfir frammistöðu sinna manna. Þeir stóðu vel við bakið á okk- ur í byijun en eftir því sem á ieikinn Ieið urðu þeir óþolin- móðari og settu á okkur mikla pressu. Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir. Við stóðum ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til okkar", sagði John Gorman, aðstoðarmaður Hoddle. Hann, ásamt heilaran- um Eileen Drewery, fær nú það erfiða hlutverk að heila lands- liðsmennina, fyrir þá miklu raun að mæta Luxemburg á morgun. Beckham tilbúinn í slaginn David Beckham hefur nú tekið út leikbannið, sem hann fékk eftir rauða spjaldið á HM, og verður væntanlega í liðinu á morgun. Liverpoolleikmennirnir, Paul Ince og Jamie Redknap verða hinsvegar fjarri góðu gamni. Redknap tekur út eins leiks bann en Paul Ince fékk þriggja leikja bann eftir fram- komu sína í Svíþjóð í síðasta mánuði. Það þýðir átta mánaða bann í raun. Næsti leikur Ince með landsliðinu verður, gegn Svíum! A Wembley í maí í vor. Niels Johan Semb léttstígur Það var þungu fargi létt af Niels Johan Semb, landsliðsþjálfara Norðmanna, eftir leik þeirra gegn Slóveníu í Lublijana enda hafði hann ástæðu til að fagna. Eftir hlálega útreið sem lið hans fékk á UllevAl gegn Litháum, í fyrsta leik hans sem stjóra, náðu Norðmenn að sigra Slóvena. Þrátt iyrir að lenda undir, 1 - 0, snéru Norðmenn leiknum sér f hag og dýrasti leikmaður heims, Tore Andre Flo og Ketil Rekdal sáu um að stigin þrjú höfnuðu í sarpi Norðmanna. Frændur vorir og fyrrum Evr- ópumeistarar, Danir, voru ekki eins lánsamir. Þeir náðu foryst- unni gegn Wales en urðu að játa sig sigraða í lokin, 1 - 2, og það á heimavelli sfnum. Finnar héldu í víking til Norð- ur - Irlands og komu aftur með öngulinn í rassinum. Norður - Irar sigruðu 1-0. — GÞö Handbolti - Staðan í úrvalsdeild karla L U i T Mörk S UMFA 4 3 I 0 94:80 7 Fram 4 3 0 1 105:95 6 Haukar 4 3 0 1 117:108 6 Valur 4 3 0 1 92:86 6 Stjarnan 4 2 0 2 93:90 4 KA 4 2 0 2 97:96 4 ÍR 4 2 0 2 106:108 4 Grótta/KR 4 1 1 2 94:100 3 Selfoss 4 1 1 2 97:108 3 ÍBV 4 1 0 3 85:85 2 HK 4 1 0 3 81:96 2 FH 4 0 1 3 96:105 1 Markahæstir Markahæstir Ragnar Þór Óskarsson, ÍR 28/9 Zoltán Belányi, Gróttu/KR 28/9 Bjarki Sigurðsson, UMFA 25/7 Konráð Olavson, Stjörn._______24/6 Gunnar B. Viktorsson, Fram 23/2 Andrei Astafjev, Fram_________22/0 Lars Walther, KA______________21/4 Knútur Sigurðsson, FH_________21/7 Halldór J. Sigfusson, KA 21/7 Valdimar F, Þórsson, Selfoss 21/8 Heiðmar V. Felixsson, Stj. 19/0 Varin skot Bergsv. Bergsveinsson, UMFA 67 Reynir Þ. Reynisson, KA 67 Guðmundur Hrafnkelss., Val 67 Gísli R. Guðmundsson, Self. 60 Sigmar Þr. Óskarsson, ÍBV 60 Magnús Sigmundss., Haukum 56 Næstu Ieikir Föstud. 16. október KI. 20:00 Haukar - Stjarnan Kl. 20:00 ÍBV - ÍR Laugard. 17. október Kl. 16:15 HK -FH Sunnud. 18. október Kl. 20:00 Fram - Grótta/KR Kl. 20:00 KA - Selfoss Kl. 20:00 UMFA - Valur Úrslit í EUB02000 Úrslit leikja í riðlakeppni EURO- 2000, sem fram fóru á laugardag- inn: Azerbaijan - Ungveijaland 0-4 England - Búlgaría 0-0 Norður írland - Finnland I - 0 Skotland - Eistland 3 - 2 Liechtenstein - Slóvakía 0-4 Armenía - ísland 0-0 Bosnía-Herzeg. - Tékkland I - 3 Andorra - Úkraína 0 - 2 Malta - Króatía 0 - 4 Lettland - Georgía 1 - 0 Kýpur - Austurríki 0-3 Danmörk - Wales 1 - 2 Litháen - Færeyjar 0-0 Pólland - Luxembourg 3-0 Rússland - Frakkland 2 - 3 Slóvenía - Noregur 1 - 2 Tyrkland - Þýskaland 1-0 San Maríno - ísrael 0-5 Ítalía - Sviss 2-0 Portúgal - Rúmenía 0-1 Næstu leikir í keppninni fara fram á morgun og leika eftirtald- ar þjóðir saman: Island - Rússland Tékkland - Eistland Grikkland - Georgía Litháen - Bosnia-Herzeg. Noregur - Albanía Úkraína - Armenía Króatía - Makedónía Búlgaría - Svíþjóð Liechtenstein - Azerbaijan Slóvenía - Lettland Ungveijaland - Rúmenía Sviss - Danmörk Israel - Spánn Luxembourg - England Moldavía - Þýskaland írland - MaltaSan Marino - Austurríki Slóvakía - Portúgal Tyrkland - Finnland Wales - Hvít-Rússland Frakldand - Andorra Skotland - Færeyjar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.