Dagur - 30.10.1998, Side 1

Dagur - 30.10.1998, Side 1
-ms\í'XT 8?ei aíatnxo ot auinau'taöa - S Ltffræðingur og pípulagningamað- ur áttu sér draum. Og hann erað ræt- ast. Á morgun. Þau eru á leið tilpara- dísarfallhlífa- stökkvarans! Paradís fallhlífastökkvarans er lítill bær, DeLand, í Flór- ída í Bandaríkjunum. Þar er sérstakt stökksvæði með fallhlífastökksskóla og flykk- ist þangað fólk af öllu tagi, allt frá þeim sem vilja prufa að stökkva einu sinni og til fallhlífastökkvara í heim- sklassa. Þangað flytjast þau Kolbrún Kolbeinsdóttir og Nikolai Elíasson á morgun enda forfallnir fallhlífa- stökkvarar. Þau voru ekki lengi að ryðja upp úr sér stökkunum sem þau eiga að baki þegar blm. Dags heim- sótti þau í farangurshrúguna í vikunni. „431 stökk,“ svar- aði Kolbrún að bragði. „3700 stökk,“ sagði Nikolai en hann á Islandsmet í fjöl- da stökka. Alclrilarík bíóferð Nikolai og Kolbrún eru raunar Islandsmeistarar í 2ja og 4ra manna mynsturstökki og því eng- ir aukvisar í greininni. Nikolai hefur stundað fallhlífastökk í rúm 12 ár og það var á landsleik í fótbolta haustið ‘85 sem hann sá - og féll fyrir - sýningu fall- hlífastökkvara. Hann fór og ræddi við stökkvarana eftir leik- inn og byrjaði að læra um vetur- inn. Það var hins vegar bíómynd sem kveikti í Kolbrúnu. Hún fór ásamt sambýlisfólki sínu á stúd- eftirsjá í svip þeirra. „Land- ið á ítök í mér,“ bætti þó Kolbrún við, „en ekki þjóð- félagið. Eg verð mjög fegin að losna úr íslensku samfé- lagi.“ I Flórída gæti hún hugs- að sér að fara í framhalds- nám í líffræði síðar meir „en fyrst og fremst ætla ég að ná góðum tökum á stökkinu". Nikolai hefur hins vegar unnið í meira en áratug við pípulagnir uppi á velli og virtist býsna ánægð- ur með framvindu mála - en hann fékk vinnu við stökkskólann í DeLand án nokkurra vandkvæða. Enda hefur hann kennt fallhlífa- stökk lengi, á Islandi og víðar. M.a. hefur hann far- ið þrisvar til Ítalíu að Ieið- beina sérsveit Iögreglunnar í fallhlífastökki. En hvað í ósköpunum hafa ítalskar löggur að gera með fall- hlífastökk? „Þetta er svona til að byggja upp egó og macho ímynd en þeir hafa aldrei notað fallhlífastökkið hingað til - fara nú bara Iandleiðina." Lcyfði honum að fljóta með - Hefur þig kannski lengi dreymt um að losna úr pípulögnunu m og komast í þetta? Nikolai: „Þetta hafði svona blundað með manni lengi en þegar við unnum græna kortið [atvinnu- og búsetuleyfi í Bandaríkjunum] í lotteríinu þá ákváðum við að kýla á það...“ Kolbrún: „Það var reyndar bara ég sem vann. Við vorum ógift þannig að við sendum inn tvær umsóknir - þá höfðum við tvö- faldan séns. Svo giftist ég honum og hann fær að fara með. Eg á gríðarlega hönk upp í bakið á honum,“ segir hún brosandi. Þá læddist út úr Nikolai: „Ég fékk nú að kaupa húsið.“ -lóa Kolbrún og Nikolai eru alfarin á morgun, búin að selja íbúðina í Njarðvík og kaupa hús í Flórída. „Það búa allir í einbýlishúsum þarna. Það er bara ein blokk í bænum og það er elliheimilið, “ sagði Kolbrún. „Við erum ekki á leiðinni þangað í bi!i.“ entagarði við Háskólann á mynd- ina Drop Zone, „fallhlífastökks- mynd sem gerði allt vitlaust um allan heim“ og eftir þá bíóferð skellti 13 manna hópurinn sér á fallhlífastökksnámskeið. „Ég ætl- aði nú alltaf bara að fara eitt stökk en þetta var svo skratti gaman að ég hélt áfram..." - Hvað fáið þið eiginlega tít úr þessu? „Þetta er eins og með aðrar iþróttagreinar," svarar Kolbrún, „maður stefnir að einhverju marki og reynir að bæta sig. Fyrst var þetta náttúrulega bara kikkið: „vá, ég hoppaði út úr flugvél - og lifði það af.“ Svo rann það smám saman af manni og þá fór maður að vilja læra, var ekkert gaman lengur að detta bara eins og steinhlunkur. Það er endalaust hægt að bæta tæknina við að stjórna líkamanum. En fallhlífa- stökk byggir ekki minna á ein- beitingu og að heilafrumurnar vinni rétt,“ segir Kolbrún. „Það má segja að þetta sé aðallega andleg íþrótt, þótt það hljómi skringilega," segir Nikolai. „Aðal- málið er að stjórna nákvæmlega öllum hreyfingum Iíkamans á sama tíma.“ Kenndi ítölsku sérsveitinni Kolbrún er nú búin að æfa í 3 ár og - eins og menn hafa kannski getið sér til - þá kynntust þau í fallhlífastökkinu, hún var nem- andi hans. En nú eruð þið búin að selja íbúðina ykkar og kaupa hús í Flórída - eruð þið farin til að vera næstu áratugina? „Hik- laust," segir Nikolai og var engin IR-330 26 lítra éo&yj Fjöltrtörg eldunatrkerf 8:52 H:&1 ci D:41 cm\ ©J ORMSSON

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.