Dagur - 30.10.1998, Qupperneq 2

Dagur - 30.10.1998, Qupperneq 2
I £ I - (í t' t> ' H 'n a ð M ö . i 18-föstudagúr 30. LÍFIÐ í LANDINU if a ð a a < *• u i' /, 0 'i OKTÓBER 1 9 9 B .TDa^tiir ÞAD ER KOMIN HELGI Hvaö ætlar þú að gera? „Tilvalið að skella sér uppá Skaga, “ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Fjárfestingar- banka atvinnulífsins. „Þarfað nota einhvern tíma til að undirbúa kennslu, “ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir í heil- brigðisdeild HA. Fyrsta árshátíð bankans „Það er nóg að gera um helgina. Við hjónin eigum sjö mánaða tvíbura og 4 ára strák þannig að við höfum alltaf nóg að gera við að sinna börnunum,“ segir Bjarni Armannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulísfins. „Föstudagskvöld eru oft róleg hjá okkur, við horfum saman á sjónvarp og höfum það nota- Iegt. Fyrsta árshátíð bankans er á laugardag og það verður gaman að gera sér glaðan dag með starfsfólkinu. - Ef ég get væri tímabært að mæta á hlaupaæfingu í hlaupaklúbbnum, það er langt síðan ég hef mætt. En annars förum við örugglega í gönguferð með börnin á Iaugardag, hér á Seltjarnarnesi er gaman að ganga um í góðu veðri. Stóri strákurinn verð- ur hjá afa og ömmu á Skaganum um helgina. Það er tilvalið að skella sér þangað um göngin og fá sér kaffi með fjölskyldunni." Á skíði á Dalvík „Komandi helgi verður sambland vinnu og slökunar. Ég þarf að nota einhvern tíma til að undirbúa kennslu næstu viku, því stjórnunar- þáttur starfsins tekur gjarnan virku dagana," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri. „Ég geri ráð fyrir að þurfa eitthvað að sinna undirbúningi fyrir flokksþing Framsókar- flokksins sem verður í lok nóvember. Eins er ég að vinna í mínu eigin framboði hér í kjör- dæminu. En lífið er ekki bara vinna og ég vil ekki hvað síst geta eytt tíma með dóttur minni. Okkur er boðið í tíu ára afmæli systur- sonar míns og svo er aldrei að vita nema við skellum okkur á skíði út á Dalvík.“ leiksýningar, “ segir Halldóra Geirharðs- dóttir, leikkona. Fjórar leiksýningar. „Það er ljóst hvað ég mun gera um helgina, bókuð í fjórar leiksýningar," segir Halldóra Geirharðsdóttir, Ieikkona. „A föstudagskvöld mun ég leika í Máva- hlátri í Þjóðleikhúsinu og sama geri ég á sunnudagskvöld. A laugardag ætla ég á Grees í Borgarleikhúsinu með dóttur minni - og um kvöldið er ég í Sex í sveit, sem er sýnt er þar. Þegar sú sýning er búin fer ég í Kaffileikhús- ið þar sem ég er í Barböru og Úlfari. Þetta er stór pakki á einni helgi en svona verða helg- arnar fram að jólum hjá mér. Gott væri að gera eitthvað utan þessa, til dæmis ef einhver biði f „brunce“ á sunnudagsmorgun. Það væri notalegt." f nýlegu viðtali sagði Árni Þórarinsson blaðamaður að hann kæmist alltafreglu- lega í tísku aftur, enda þótt hippalegt útlitið virkaði á stundum út úr korti. Árni hefur breyst mikið frá því þessi mynd var tekin 1976, hann er í raun orðinn óþekkjanlegur frá því sem var. Skeggið og hárið orðið meira og gleraugun vant- ar. Eða einsog þar stendur; hvar er húfan mín, hvar er hempan mín, hvar er falska gamla fjögurra gata flautan mín? LIF OG LIST Átakasvæði í heimiiiuin „Mér finnst alltaf gam- an að lesa bækur um náttúru Iandsins og síðustu dagana hef ég verið að skoða bókina Skot- veiðar í náttúru Islands eftir Olaf E. Friðriksson. I fram- haldinu langar mig svo til að eignast fuglabókina eftir Ævar Petersen með myndum Jóns Baldurs Hlíðbergs," segir Þor- björn Jensson, Iandsliðsþjálfari f handknattleik. ,;Þá hef ég líka verið að Iesa Atakasvæði í heiminum eftir Jón Orm Hall- dórsson og fjallar um helstu styrjaldir heimsins á síðustu árum, til dæmis á Norður-ír- landi, fyrir botni Miðjarðarhafs og á Balkan- skaga.“ Gítarsnillingurimi Santana „Mér finnst gaman að hlusta á gítarsnillinginn Santana og bregð stundum diskum með honum undir geislann. Einnig hef ég alltaf kunnað að meta Toto. Þá komst ég einhvern tímann á ferð í Þýskalandi yfir geisladisk með skemmtilegum Iögum frá Chile, fjörlegri flautu- og gítartónlist. Annars er það helst að maður heyri þessi nýjustu og vin- sælustu Iög sem ganga á útvarpsstöðvunum .“ Svæfandi rómantík „Ég horfí mikið á handboltaleiki. Að undanförnu hef ég legið yfir leikjum með Sviss og Finnlandi og nú er ég byrjaöur að horfa á ungverskan handbolta vegna tveggja leikja sem við eigum við Ungveija undir lok næsta mánaðar. En ef ég horfi á alvöru vídeó- myndir þá finnst mér skemmtilegast að horfa á spennu- eða gamanmyndir. En á rómantískar myndir horfi ég ekki; þá finnst mér tímanum allt eins vel varið til þess að sofa og slíkar myndir eru reyndar mjög svæfandi." -SBS. ■ fra degi til dags Ef djöfullinn væri ekki til, hefðu menn engar siðferðiskenningar til að fara eft- ir. Þórbergur Þórðarson. Þetta gerðist 30. október • 1270 hófst áttunda krossferðin, og sú síðasta. • 1866 rændu Jesse James og félagar 2000 dollurum úr banka í Lexington í Missouri í Bandaríkjunum. • 1905 veitti Nikulás II Rússakeisari þegnum sínum borgaraleg réttindi og fyrsta Dúman (þing) var mynduð. • 1922 myndaði Mussolini ríkisstjórn á Ítalíu. • 1936 olli sjávarflóð miklu tjóni suðvest- anlands. • 1944 var Anna Frank flutt milli nauð- ungarbúða nasista, frá Auschwitz til Belsen. • 1947 undirrituðu 47 ríki GATT-sam- komulagið í Genf. • 1985 kom Sjevardnadse, þáverandi ut- anríkisráðherra Sovétrfkjanna, í heim- sókn til íslands. Þau fæddust 30. október • 1871 fæddist franska skáldið Paul Va- léry. • 1885 fæddist bandaríska skáldið Ezra Pound, æðstiprestur módernista. • 1930 fæddist spænski kvikmyndaleik- stjórinn Nestor Almendros. • 1932 fæddist franski kvikmyndaleik- stjórinn Louis Malle. • 1937 fæddist franski kvikmyndaleik- stjórinn Claude Lelouch. Vísa dagsins Hallgrími Péturssyni hefur verið ansi kalt á kvöldin þegar hann orti þessa vísu: Kuldinn bitur kinnar manns, kólnar jarðarfræið; ekki er heitur andinn hans eftir sólarlagið. Afmælisbam dagsins Charles Atlas, ein stærsta hetja allra líkamsræktarforkólfa, fæddist fyrir 105 árum, árið 1893. Hann vann einhverju sinni í keppni um fullkomnasta líkama í heimi, og eft- ir það var keppnin Iögð niður, því ekki þótti taka því að halda hana aftur meðan þessi holdgervingur fullkomleikans átti heimkynni sín á jörðu niðri. Atlas lést 1972, en keppnin hefur samt ekki verið tekin upp aftur. Brandari dagsins Kallað var á lækni um miðja nótt úti á landi. Veður var slæmt og færð frekar erfið. Eftir að hafa skoðað sjúklinginn, mann á miðjum aldri, í krók og kring sagði læknirinn, nokkuð hugsi: „Ertu búinn að gera erfðaskrá'?" „Nei,“ svaraði sjúldingurinn, og ekki Iaust við að honum brygði. „Þá þarftu að drífa í því, núna strax," sagði læknirinn. „Kallaðu á lögfræðing og nánasta ætt- ingja þinn.“ „Er þetta svona slæmt?" spurði sjúkl- ingurinn, og var orðinn náfölur. „Nei, en ég ætla ekki að vera sá eini sem er kall- aður út um miðja nótt út af engu í þessu veðri.“ Veffang dagsins Með því að fletta upp á www.Arabic- News.com má fá daglega nýjustu fréttir úr Arabaheiminum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.