Dagur - 31.10.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 31.10.1998, Blaðsíða 2
C n» í> t- «; ■’ n A n » *■ « n *v þ r* n ► *> Ti ► -» 2 - LAUGAKDAGUR 31. OKTÓBER 1998 .D^»r FRETTIR Stuttmyndimar sem sýndar verða í Sjónvarpinu endurspegla líf unga fólksins á jákvæðan hátt. Þeir sem komu að verkefninu kynntu það á blaðamannafundi í Hinu Húsinu í gær. Þau eru f.v. Snjólaug Stefánsdóttir, Guðný Káradóttir, Dögg Pálsdóttir, Logi Sigurfinns- son, Höskuldur Schram, Gyða Björnsdóttir og Ketill Magnússon. - mynd: h/lmar „Láttu ekki dópið taka þig í bakanið“ Verkefnið 20,02 í sam- vi n n 11 við ísland án eitur- lyfja, Eimskipafélagið og Hitt Húsið. Stutmyudahá- tíð í Sjónvarpiuu í vetur. Ungt athafnafólk. „Hérna erum við að einblína á fólk sem á ekki í neinum vímuefnavandræðum. Það á líka rétt á að segja sína skoðun,“ segir Ketill Magnússon hjá Hinu hús- inu. Stuttmyndir Um helgina verður sjmd fyrsta stutt- myndin af 21 sem verða á dagskrá Sjónvarpsins í vetur. Myndirnar verða á dagskrá klukkan 19.50 á laugardög- um og eins verða þær endurteknar eft- ir aðstæðum. Þá hefur nýja stöðin Skjár 1 ákveðið að taka þessar myndir einnig til sýninga, auk þess sem Stöð 2 hefur tekið jákvætt í að sýna þær. Myndirnar eru afrakstur af verkefninu „20,02 hugmyndir um eiturlyf,11 í sam- vinnu við áætlunina Island án eitur- lyfja, Eimskipafélags Islands og Hitt húsið. Verkefnið var Qármagnið með 1,5 millj. króna styrk frá Eimskipafé- laginu og var kynnt á blaðamannafundi í gær. Þarna kennir ýmissa grasa sem sjón- varpsáhorfendur munu fá að kynnast í vetur. Sem dæmi um þessar stutt- myndir má nefna „Láttu ekki dópið taka þig í bakaríið" sem er framlag bak- aranema úr Menntaskólanum í Kópa- vogi. „Hátt upp á hjólabretti" er um sýn hjólabrettakrakka, um sýn þeirra á lífið og viðhorf þeirra til eiturlyfja, „Lagt á borð fyrir dópista" er verk tveggja framleiðslunema úr Hótel- og veitingaskólanum og svo mætti Iengi telja. Jákvæð inyiicl Hugmyndir að þessum verkefnum komu frá ungu fólki og var framkvæmt af þeim. Markmiðið með þeim var að vekja áhuga og hvetja til skoðanaskipta og laða fram hugmyndir ungs fólks um forvarnir og eiturlyf á Islandi. I stað þess að einblína á þá dökku mynd sem einatt er dregin upp í þessum málum var ákveðið að leita í smiðju ungs at- hafnafólks. Þar var reynt að fá jákvæða mynd af því sem ungt fólk tekur sér fyrir hendur. Ahersla var lögð á að þátt- takendur hefðu svigrúm og frelsi til að þróa sínar eigin hugmyndir og fram- kvæma þær. Óskaböra þjóðarinnar Dögg Pálsdóttir formaður verkefnis- stjórnar í áætlunni Island án eiturlylja bendir einnig á að yfir 90 prósent ung- menna eigi ekki í neinum vímuvanda. Margt af þessu fólki sé að gera góða hluti úti í þjóðfélaginu og hluti af því kemur fram í þessum stuttmyndum. Guðný Káradóttir kynningarfulltrúi Eimskipafélagsins segir unga fólkið á margan hátt óskabörn þjóðarinnar. Það hafi meðal annars sýnt með þessum myndum að það sé mun fleira hægt að gera en detta í drunga eiturlyfja. - GRH Vilhjálmur Ingi. í heita pottium hafa menn miMð rætt um útspil Stefáns Guðmundssonar þingmaims um að hann væri jafnvel að hugsa uin að hætta við að hætta. Ekki hefur að mati pottverja fundist haldbær pólitískt skýring á málinu að mati pottverja en yf- irlýsingin hefur hins vegar valdiö heihniklu pólit- ísku fjaðrafoki bak við tjöldin. Hallast inenn nú helst að þeirri skýringu scm pólitískur andstæð- ingur framsóknarmaima í kjördæminu gaf þegar hann var spurður álits, en sá sagði einfaldlega. „Stefán er náttúrulega bara að stríða Páli og vita hvort hann fari ekki á taugum../' Ný könnun nokkurra neytenda- samtaka á verðmun í matvöru- verslunum í stóru byggðakjöm- unum annars vegar og höfuð- borginni hins vegar hafa vakið verðskuldaða athygli. Þá hcfur það ekki síður vakið athygli að Neytendafélag Akureyrar er þar aðal drifljöðurin með Viliijálm Inga í broddi fylk- ingar og Neytendasamtökin koma hvergi nærri. I pottinum bíða memi nú eftir viðbrögðum frá Jó- hannesi Gunnarssyni en Ijóst þykir að vopnahléið sem samið var um á þingi Neytendasamtakamia sé nú í talsverðri hættu... Nú heyrast þau tíðindi af Aust- fjörðum að sjálfur Egill Jónsson Seljavallabóndi sé hreint ekki öruggur um að halda áfram í pólitík. Pottvcrjar að austan fullyrða að stuöningsmenn Eg- ils séu nú hreint ekki vissir um hvort þiugmaðurinn ætlar í framboð í vor eða ekki. Hann hafi svarað spum- ingum flokksfélaga um málið í miklum véfrétta- stíl á dögunum og nú viti menn varla sitt rjúkandi ráð! Aðrir Austfirðingar lialda því hins vegar fram að Egill svari öllu í véfréttastíl og því sé ástæðu- laust að taka þetta mjög hátíðlcga... Egi/I Jónsson. VEÐUR OG FÆRÐ Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hveijum stað. Línan sýnir hitastig, súlu- ritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vind- stig eru tilgreind fyrir neðan. Norðan og norðaustan kaldi eða stinnings- kaldi. Víða slydda eða snjókoma norðan- og aust- anlands, en skýj- að með köflum sunnan- og suðvestanlands. Hiti 0 til 6 stig, mildast við suðurströndina. Færð á vegum Samkvæmt upplýsingum frá vegaeftirliti Vegagerðarinnar í gærkvöldi voru allir helstu vegir landsis færir. Veður var þó leiðinlegt á Norð-Austurlandi, snjókoma og skafrenn- ingur en búist var við að veðrið gengi niður í nótt. Fjallvegir yfir Mývatns- og Möðru- dalsöræfin voru opnaðir síðdegis í gær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.