Dagur - 31.10.1998, Side 6
6-LAUGARDAGUR 31.0KTÓBER 1998
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefán jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aöstodarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 KR. Á mánuði
Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simar auglýsingadeildar: cREYKJAVíK)563-i615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyro 551 6270 (reykjavi'k)
Hæfir einstaklingar
í fyrsta lagi
Rétt tæp 80% kjósenda vilja að hlutur kvenna í stjórnmálum
sé aukinn frá því sem nú er samkvæmt skoðanakönnun Gallup
fyrir Skrifstofu jafnréttismála. Þessi afdráttarlausa yfirlýsing
almennings um að auka vægi kvenna í stjórnmálum vekur at-
hygli í Ijósi þess að lýðræðisleg stjórnmálastarfsemi ætti að
vera sá vettvangur sem er hvað næmastur fyrir almenningsáliti
af þessu tagi. Þessi sami almenningur hefur heldur ekki látið
það neitt sérstaklega sterkt í ljós í kosningum að hann refsi
flokkum fyrir kvennmannsleysi á listum. Þó hafa flokkar talið
sig hafa vísbendingar um að nauðsynlegt sé að flagga einhverj-
um konum á listum sínum.
í öðru lagi
Þá vekur þessi niðurstaða athygli í ljósi þess að í sveitarstjórn-
arkosningunum í vor fjölgaði konum ekki nema örlítið frá því
sem var á síðasta kjörtímabili. Þannig eru konur innan við 30%
kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum ef skoðuð eru öll sveitarfé-
lög, en vissulega nokkuð fleiri ef aðeins eru talin með stærri
sveitarfélög. Það virðist því ekki að hlutfallslega lágt hlutfall
kvenna í pólitík er viðvarandi ástand sem hefur ekki breyst í
grundvallaratriðum frá því fyrir rúmum fjórum árum. Hins
vegar er greinilegt að eitthvað er verulega bogið við íslensku
flokkana fyrst þessi almenni vilji til að auka hlut kvenna skil-
ar sér ekki alla leið.
í þriðja lagi
Eflaust er tímasetning Skrifstofu jafnréttismála á þessari skoð-
anakönun ekki tilviljun, en nú er verið að velja inn á framboðs-
lista flokkanna. Skilaboð könnunarinnar eru skýr: Fleiri konur
ofarlega á lista! Gamla mótbáran sem jafnan heyrist í flokkun-
um er að fólk sé ekki að kjósa milli karla og kvenna, heldur séu
menn að kjósa „hæfa einstaklinga“ á vissulega rétt á sér þótt
hún sé orðin nokkuð þreytt. Auðvitað vilja menn hæfa einstak-
linga - en hæfir einstaklingar eru til af báðum kynjum ekki síð-
ur en óhæfir. Hið eðlilega svar flokkanna við þessu ótvíræða
almennigsáliti er einfaldlega að slá tvær flugur í einu höggi:
Bjóða upp á hæfa einstaklinga, sem jafnframt eru konur!
Birgir Guðmundsson.
Beinar útsending-
ar úr miðbænum
Garri er nútímalegur í hugsun.
Garri er satt að segja nútíma-
maður fram í fingurgóma,
kann að senda tölvupóst og
líka að opna tölvupóst sem
hann fær. Garri drekkur
Cappuchino kaffi og hefur vit
á rauðvíni og ostum. Hann er
með öðrum orðum fijálslyndur
og víðsýnn. Garri er á móti öll-
um boðum og bönnum og
styður upplýsingasamfélagið
heilshugar. Þess vegna styður
hann heilshugar
tilögu stjórnar fé-
lags Netveija um
að beintengja ör-
yggismyndavélar
lögreglunnar í
miðbæ Reykjavík-
ur og senda þær út
á Netinu.
Það eru æpandi
augljósir kostir við
beinar útsendingar úr sollin-
um í miðbænum. Foreldrar
þurfa þá ekki lengur að eyða
tíma sínum í þetta foreldrarölt
til að fylgjast með unglingun-
um sínum. Þeir skella sér bara
á Netið og ef ormurinn þeirra
er í miðbænum en ekki á
körfuboltaæfingu eins og hann
átti að vera þá er bara að
hringja í gsm símann (sem all-
ir unglingar með unglingum
eru jú með) og skipa kauða að
koma strax heim.
Konur og menn sem gruna
sinn ektamaka um græsku
geta líka kíkt á Netið og tékk-
að á því hvort eiginmaðurinn
eða -konan eru þar að gera
eitthvað sem ekki má með ein-
hverjum sem þau eiga ekki að
vera með.
Sjónvarpað
beint
Beinar útsendingar frá mið-
bænum veita líka lögreglunni
nauðsynlegt aðhald. Ef við
getum öll fylgst með því hver
er að gera hvað í miðbænum
er enginn hætta á að Gogg og
félagar í lögreglunni í Reykja-
vík geta farið að steyta gogg og
abbast upp á saklausa borgara.
Síðast en ekki síst eru bein-
ar útsendingar úr
Ijónagryfjunni sem
kölluð er miðbær
Reykjavíkur ábyggi-
lega ljómandi
skemmtileg efni og
ódýr afþreying. Það
er reyndar spurning
hvort ekki eigi að
tengja öryggismynda-
vélarnar beint inn á
sjónvarp allra lands-
manna. Það myndi örugglega
vekja meiri lukku en þessar
viðburðalitlu útsendingar frá
Alþingi. Ríkissjónvarpið er lfka
alltaf búið svo snemma á
kvöldin og mesta Ijörið í mið-
bænum hefst ekki fyrr en
löngu eftir miðnætti.
Garri er sannfærður um að
beint sjónvarp úr miðbænum
yrði feikivinsælt. Framan af.
Sennilega myndi leikurum í
miðbæjar „showinu" fækka
fljótlega. Sennilega myndi allt
líf í miðbænum leggjast af
fljótlega eftir að útsendingar
þaðan hæfust. Og það er
kannski best. Þeir sem ekki
þola að vera undir stöðugu eft-
irlit samborgara sinna eru best
geymdir heima sér. GARRl.
Heilbrigiðseftirlit Reykjavíkur
hefur komist að því að helsta
nautnalyf almennings er kraum-
andi af saurgerlum og fleiru
ógeðslegu sem gengur undir því-
líkum nöfnum að venjulegt fólk
getur ekki stautað sig fram úr
þeim. Eftir rassíu á „líkamsrækt-
arstöðvum" tilkynnir eftirlitið að
pottanir þar séu gegnumgang-
andi pestarbæli sem geti smitað
þvagfæri og fleira sem fólki er
dýrmætt. Sérstaklega fólki sem
heldur að það sé að gæta heíls-
unnar.
Stórtíðindi í heimi heilsurækt-
ar. Fyrir hvern?
Ónýtar upplýsingar
Eitthvað var talað um að saur-
gerlaQöldinn í pottunum væri
sums staðar slíkur að hann væri
óteljandi, iafrivel fyrir hámennt-
aða líffræmnga.
Nú spyr ég, maður sem læt oft
Fyrir hvem er
heilbrigdiseftMit?
fara vel um mig í potti á tiltek-
inni líkamsræktarstöð: Hvað ber
að varast?
Þetta heilbrigðiseftirlit er
nefnilega ekki svo vel vaxið að
Iáta i té upplýs-
ingar um
búskussa í
hreinlæti nema
með eftirgangs-
munum. Eftir
að Morgun-
blaðið og Stöð
2 höfðu sagt
manni að varla
væri fært í
nokkurn pott
nema í kafara-
búningi fóru
greinilega að renna tvær grímur
á Qölmiðlamenn hingað og þang-
að í bænum. I gær hringdu Dag-
ur, Stöð 2 og Mogginn í eftirlitið
og kröfuðst listans yfir saurgerla-
kónga landsins svo hin pottelsk-
andi alþýða vissi hvert hún gæti
snúið sér með þvagfærin óhult.
Það eru nefnilega alveg ónýtar
upplýsingar að segja manni að
„sumir“ pottar eða „næstum all-
ir“ séu hefndar-
gjöf. Maður vill
vita: hvað um
minn pott?
Athuga siiin
gang
Stutt samtal við
fulltrúa innan
veggja eftirlits-
ins í gær leiddi í
ljós að þar eru
menn ekki al-
veg á eitt sáttir
um hve „harkalega“ eigi að ganga
að óþrifnaðarmönnum með því
að ljóstra upp um gerlasafn
þeirra. Eftirlitið fór í heimsókn á
stöðvarnar og Ieiddi stjórnend-
um potta fyrir sjónir hvenig ætti
að halda óþrifum í skefjum. Síð-
ar var gerð könnun á því hverjir
hefðu tekið mark á. Sú niður-
staða er nú lýðum ljós. Ekki stóð
til að skýra frá því hverjir stæðu
vel fyrir sínu, og hvaða potta
bæri að varst.
Þetta er grundvallar rökvilla
hjá Heiibrigðiseftirlitinu. Eftir
að eðlileg viðvörun hefur verið
gefin og frestur til að bæta ráð
sitt á almenningur heimtingu á
að vita hverjir standa sig. Hvort
sem það eru pottastjórar Iíkams-
ræktarstöðvanna, kryddframleið-
endur (hér nefndir að gefnu til-
efni) eða einhvetjir aðrir sem
Iokka fólk og laða til fylgilags við
sig undir fölsku flaggi.
Nú hafa fjölmiðlarnir fengið
saurgerlalistann - með því að
hóta lögsókn!
Þorirþú í heita potta
eftirað í Ijós hefurhom-
ið að vatn í 9 afllpott-
um á líhamsræhtar-
stöðvum í Reyhjavíh
reyndist mjög mengað?
Stefán Matthíasson
læhtir í Reykjavík.
“Já, ég geri það.
Fyrir það fyrsta
er ég viss um að
athugasemdir
Heilbrigðiseftir-
litsins eru þan-
nig að flestir
munu kippa
málum hjá sér í Iiðinn og í öðru
Iagi eru athugasemdir hjá flest-
um minniháttar."
Þorsteinn Þorsteinsson
sundlaugarvörður á Ahireyri.
“Það myndi ég
þora óhikað.
Þegar heilbrigð-
isfulltrúi hefur
verið að mæla
hér hjá okkur í
Sundlaug Akur-
eyrar hefur
hann oft furðað sig á því hve
vatnið hér sé óvenjulega hreint.
Það megi nánast drekka það.
Þetta höfum við talið mikinn
plús hjá okkur og þetta byggist
meðal annars á því að við höfum
kappkostað að hafa rétt klór-
magn í pottunum. Einnig hefur
eftirlitið verið mjög stíft og
hreinleiki vatnsins er mældur oft
á dag.“
Ólafur Ásgeirsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn og sund-
laugargestur á Aktireyri.
“Ég fer aldrei í
heita potta á lík-
amsræktar-
stöðvum í
Reykjavík, bara í
vel hreinsaða
potta í Sund-
laug Akureyrar
og öðrum sundlaugum. Mér hef-
ur aldrei orðið meint af þeim
pottaferðum - heldur þveröfugt.
Og í sjálfu sér lít ég eldd svo á að
gruggugt vatn sér hættulegt."
Bjöm Leifsson
Jtamkvænidastjóri World Class.
“Þori ég? Ég set
dóttur mína að
minnsta kosti
einu sinni í viku
í pottinn þannig
að ég hlýt að
þora með
henni. En mér
finnst ámælivert að í sjö ár var ég
með stöð með heitum potti í
Skeifunni og aldrei komu menn
frá Heilbrigðiseftirilitinu þangað
til að athuga mál, þó við greiðum
verulegar fjárhæðir í eftirlits-
gjald. En nú gera þeir í fyrsta
skipti athuganir á heitum pott-
um á Iíkamsaræktarstöðvum og
slá sér upp á því í fjölmiðlum að
þetta skuli ekki vera í lagi - í stað
þess að gera athugasemdir og
gefa mönnum tækifæri til þess
að bæta úr. Sjálfir hafa þeir ekki
staðið við eftirlitsskyldu sína
með þyí að mæta reglulega og
taka staðina út.“