Dagur - 31.10.1998, Side 7

Dagur - 31.10.1998, Side 7
1' RITSTJÓRNARSPJALL « v í * » ’i 't *;» v j m ■. v i .í i » t i i - 71 | LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 7 998 - 7 , I 1 1 Út í geiminn á ný. John Gienn, sem nú er 77 ára að aldri, með nokkrum féiögum sínum úr áhöfn geimskutlunnar Discovery sem nú er á hringferð um jörðu. Elest er 77 árafært ELIAS SNÆLAND JÓNSSON SKRISAR Það hefur eðlilega vakið mikla athylgi viða um heim að John Glenn, sem orðinn er 77 ára gamall, er kominn út í geiminn á nýjan leik. Sjaldan hefur verið undirstrikað jafn rækilega að flest er öldruðum fært ef þeir eru við sæmilega heilsu, halda sér í góðu formi og hafa áhuga og kjark til að takast á við erfið verk- efni. John Glenn varð þjóðhetja í Bandaríkjunum árið 1962 þegar hann vann það afrek fyrstur bandarískra flugmanna að fara heilan hring umhverfis jörðina í geimfari. A þeim tíma áttu Bandaríkjamenn dálítið bágt. Sovétmenn höfðu orðið á undan þeim á öllum stigum geimferða; áttu þannig fyrsta ómannaða gervitunglið (Sputnik) og sendu fyrsta manninn út í geiminn (Gagarin). Þetta var þeim mun bagalegra fyrir Bandaríkjamenn þar sem árangur í þessum efnum var óspart notaður í áróðursstríð- inu sem þá geisaði á milli risa- veldanna. I febrúar árið 1962 var Glenn skotið á loft í Friendship 7 geim- fari sínu og fór nokkra hringi kringum jörðina. Þar með var hann kominn í heilagra manna tölu þar vestra, svona næstum því. Þegar hann sagði skilið við geimferðirnar löngu seinna hélt hann út í stjórnmálin og hefur setið á þingi um langt árabil. Eitt sinn reyndi hann jafnvel að kom- ast í framboð til forseta, en það bar ekki árangur. Það var Glenn mikið kappsmál að vera ekki aðeins fyrstur Bandaríkjamanna til að fara í geimfari umhverfis jörðina held- ur einnig að verða elsti geimfar- inn. Hann gat sýnt og sannað að hann væri líkamlega í nægilega góðu formi til að takast á við þá þraut. Og nú hefur draumur hans ræst. Fyrstir í niark Allir vita auðvitað hvemig kapp- hlaupi risaveldanna í geimferð- um lauk. Þótt Sovétmenn væru alltaf á undan fyrstu árin fór það svo að lokum að þeir urðu síðast- ir í mark. Bandaríkjamenn unnu langhlaupið með því að verða fyrstir þjóða til að senda menn til tunglsins. Því var reyndar spáð að í kjöl- far tunglferðaáætlunar Banda- ríkjanna á sjöunda og áttunda áratugnum kæmi nýtt risastökk á sviði tungl- og geimferða. Með smávægilegri lagfæringu má lík- Iega nota sömu ummælin um Bandaríkjamenn og tunglið og enski háðfuglinn Óskar Wilde lét falla um víkingana og Ameríku; eftir að þeir fundu hinn nýja heim höfðu þeir vit á að týna honum aftur. Aratugum saman hefur engum dottið í hug að senda mannað geimfar til tungls- ins. En sá tími kemur vafalaust á tuttugustu og fyrstu öldinni að haldið verður á ný í heimsóknir til mánans; tunglið verður óhjá- kvæmilega mikilvæg bækistöð þegar jarðarbúar fara fyrir alvöru að litast um í sólkerfinu eftir nokkra áratugi. Hið eina sem lifir af glæstu veldi Sovétríkjanna á þessu sviði - fyrir utan minningarnar - er geimstöðin Mir sem enn hangir uppi í háloftunum þrátt fyrir margvísleg áföll á undanförnum árum. Mikill árangur I stað þess að huga að frekari mönnuðum geimferðum til tunglsins og svo áfram til nálæg- ustu reikistjarnanna í sólkerfinu, einbeittu Bandaríkjamenn sér að því að þróa geimskutluna. Hún hefur sannað sig í verki hin síð- ari ár sem árangursrík og hag- kvæm aðferð til að koma gervi- hnöttum fyrir úti í geimnum og til að stunda þar fjölbreyttar rannsóknir. Jafnframt hafa þeir sent mörg lítil mannlaus geimför til annarra reikistjama sólkerfis- ins, svo sem til Mars. Og framundan er stór áfangi á sviði geimvísinda; nýja geimstöð- in sem Bandaríkjamenn hafa forystu um, en margar aðrar þjóðir taka einnig þátt í. Það styttist í að fyrsti hluti stöðvar- innar fari á braut um jörðu. Þeg- ar nýja stöðin verður nothæf mun það hafa mikil áhrif á rann- sóknarstarf og ferðir út í geim- inn. Bakslagið á sviði geimvísinda kom til vegna þess gífurlega kostnaðar sem því fylgdi að senda mönnuð för til tunglsins. Cnnur og jarðbundnari verkefni kröfðust athygli stjórnmála- manna og peninga skattborgar- anna. En þótt geimferðaáætlun Bandaríkjamanna væri dýr þá hefur hún skilað jarðarbúum ótrúlegum tækninýjungum. Hægt er að rekja margvíslegar mikilvægar framfarir síðustu ára- tuga beint til þeirra lausna sem vísindamenn fundu við undir- búning og framkvæmd geimferð- anna á sínum tíma. „Aldursfasismi“ Hin nýja för Glenns út í geiminn mun vonandi gera sitt til að bæta ímynd aldraðra í vestrænu sam- félagi og þar með stöðu þeirra í framtíðinni. Ekki veitir af. Undanfarin ár hefur það sem hinir stóryrtustu kalla „aldursfasisma“ grafið um sig á vesturlöndum. Þetta birtist í ýmsum myndum. Æskudýrkun markaðarins er eitt augljóst dæmi. Einnig vaxandi tilhneig- ing til að afskrifa þá sem eru komnir á efri ár sem virka þátt- takendur í þjóðfélaginu. Sums staðar er fólki sem komið er yfir miðjan aldur beinlínis mismun- að af þeim sökum. Missi mið- aldra fólk vinnuna á það oft mjög erfitt með að fá nýja atvinnu þótt það sé mjög hæfur starfskraftur og búi yfir mun meiri reynslu en yngri keppinautar. Þá hefur í auknum mæli verið litið á þá sem komnir eru á ellilífeyrisald- urinn, sem gjarnan er í kringum sjötugt, sem byrði á samfélaginu og þar með á þeim sem yngri eru. Þetta er afar ógeðfelld þróun sem gengur þvert gegn þeim gildum sem áður ríktu og eiga sér ríka hefð í sögu mannkyns- ins. Boðorðið „heiðra skaltu föð- ur þinn og móður“ endurspeglar fornan menningararf sem því miður er á undanhaldi, ekki síst í hinum vestræna heimi, þar sem æska, peningar og veraldleg gæði eru sett í algjört fyrirrúm. Býsnast er yfir því að aldraðir, sem hafa skilað löngu ævistarfi, skuli gera eðlilega kröfu um mannsæmandi lífskjör. Reynt er að komast hjá því að taka þenn- an fjölmenna hóp alvarlega. A stundum er aldrað fólk jafnvel meðhöndlað eins og börn. Afl aldraðra Takmarkalaus æskudýrkun markaðssamfélagsins er beinlín- is hjákátleg á tímum þegar ævi mannsins er sífellt að lengjast, sérstaklega f okkar heimshluta. Vísindamenn telja að mestan hluta tilveru mannkynsins hafi meðalævi manna verið innan við tuttugu ár. Talið er að um alda- mótin síðustu, fyrir tæpum eitt hundrað árum, hafi lífslíkur manna á vesturlöndum verið um eða jafnvel innan við fimmtíu ár að meðaltali. Þótt lífslíkurnar í ýmsum fá- tækum löndum séu núna svipað- ar eða jafnvel enn minni en þær voru á vesturlöndum fyrir heilli öld, hafa þær lengst um hátt í þtjátíu ár á tuttugustu öldinni meðal auðugustu þjóða heims- ins, þar á meðal íslendinga. Þeir sem nú fæðast hér á landi geta að meðaltali reiknað með að ná áttræðisaldri eða þar um bil. Ef þróunin verður jafn hröð á næstu öld má reikna með því að Islendingar sem fæðast við lok tuttugustu og fyrstu aldarinnar geti reiknað með að verða vel yfir hundrað ára. Sumir vísinda- menn telja reyndar miklar Iíkur á að uppgötvanir í erfðavísindum munu lengja lífslíkur manna enn frekar - jafnvel upp í 150 ár lyrir lok komandi aldar. Hvort sem slíkir spádómar reynast réttir eða ekki ætti öllum að vera Ijóst að í framtíðinni verða aldraðir fleiri en nokkru sinni fyrr og þeir munu almennt lifa mun lengur en forfeðurnir. Samfélag framtíðarinnar verður að taka mið af þessu og sýna eldri kynslóðinni sanngirni og virðingu og sjá til þess að aldrað- ir fái tækifæri til að njóta sín til jafns við aðra þjóðfélagsþegna. Að hluta til er það auðvitað verk- efni aldraðra sjálfra að tryggja hag sinn með því að beita afli sínu. Aldraðir hafa sameiginlega hagsmuni sem ganga þvert á hefðbundnar stjórnmálaskoðan- ir. Þrátt fyrir nokkur jákvæð skref að undanförnu til skipu- legra aðgerða af hálfu aldraða, er ljóst að í frekari samtakamætti þeirra er mikið óbeislað afl. Ef og þegar það verður leyst úr læð- ingi mun það ekki aðeins bæta kjör þessa Ijölmenna hóps held- ur einnig efla sjálfsvirðingu aldraðra og lífsfyllingu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.