Dagur - 31.10.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 31.10.1998, Blaðsíða 10
rv - ae«i asftinafl.tt 10-LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 Ðutpir FRÉTTIR L A Fræðslimet Austurlands stofn- að gegnum fjarskiptabúnað Tilgaugur Fræðslu- nets Austurlands er m.a. að hlutast til um að boðið verði upp á aukið háskólanám á Austurlandi og efla sí- meuntun og íullorð- insfræðslu. Stofnfundur Fræðslunets Aust- urlands (FNA) var í gær og fór hann fram gegnum gagnvirkan sjónvarpsbúnað, sem staðsettur er í Verkmenntaskóla Austur- Iands, Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu, Menntaskólan- um á Egilsstöðum, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Islands og Bændaskólanum á Hvanneyri. A öllum þessum stöðum var mætt Frá stofnfundinum í Háskólanum á Akureyri. mynd: brink til að taka þátt í stofnfundinum. Þessir skólar eru stofnaðilar að FNA auk Kennaraháskóla ís- lands, Samvinnuháskóla Islands, Hússtjórnarskólans á Hallorms- stað auk Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SAA), samtaka launþega oe atvinnurekenda oe einstaka austfirskra fyrirtækja. Háskólanefnd SSA var saman- komin í Verkmenntaskólanum á Neskaupstað. Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, lýsti starf Fræðslu- nets Austurlands formlega hafið og afhenti stjórn þess þetta nýja fjöregg í austfirsku fræðslustarfi. Tilgangur Fræðlunets Austur- lands er annars vegar að hlutast til um að boðið verði upp á auk- ið háskólanám á Austurlandi frá starfandi háskólum, m.a. með aðstoð fjarskiptabúnaðar og hins vegar að efla símenntun og full- orðinsfræðslu f fjórðungnum á sem flestum sviðum. FNA kynn- ir, skipuleggur og miðlar námi til íbúa Austurlands sem kunna að óska eftir því hvetju sinni. — GG Forsetinn í opinbera heimsókn til Ítalíu Forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, fer í næstu viku í opinbera heimsókn til Italíu í boði Oscar Luigi Scalfaro Italíuforseta og mun auk þess heimsækja Matvæla- og Iandbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna FAO og Páfagarð. Með forsetanum fer dóttir hans, Guðrún Tinna Olafsdóttir, sjávarútvegs- og kirkjumálaráðherra Þorsteinn Pálsson og frú og embættismenn en Biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson og frú verða með forseta Islands í Páfagarði sunnudag- inn 8. nóvember. Segja má að mun fleiri Islend- ingar fari í þessa ferð, því flogið verður með Atl- anta-þotu til Rómar og hefur verið skipulögð hópferð Islendinga til Rómar með vélinni. Forseti Islands mun m.a. halda fyrirlestur fyr- ir æðstu starfsmenn FAO, heimsækja D'Alema hinn nýja forsætisráðherra Itala, opna Islands- viku í Napoli, þar sem kynntur verður íslenskur saltfiskur sunnudeginum 8. nóvember mun hann eiga fund með Jóhannesi II páfa ásamt Biskupi Islands og kirkjumálaráðherra, þar sem m.a. verður rætt um lérictniBátíÓ á Tclandi árið 2000. — GG Forseti íslands mun eiga fund með Jó- hannesi II páfa ásamt Biskupi ís- lands og kirkjumála- ráðherra, þar sem m.a. verður rætt um Kristnihátíð á íslandi árið 2000. °g Gerðu vetraraksturinn pægi- t jp£ tile legri, öruggari og snyrtilegri! Við höfum tekið saman glæsilegan vetrarpakka sem fylgir með öllum gerðum nýrra Suzuki Baleno fólksbíla. ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn í rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlita stuðara • • Vetrardekk • Fjarstýrð samlæsing • Geislaspilari • Mottusett • Rúðuskafa «|» Vikulegur þvottur í allan vetur hjá Bónstöð Jobba Skeifunni 17, allt að 26 skiptil Komdu og sestu inn! Sjáðu rýmið og alúðina við smáatriði. Skoðaðu verð og gerðu samanburó. Baleno vetrartilboð Baleno 1.3 3d frá 1.140.000 kr. Baleno 1.3 4d frá 1.265.000 kr. Baleno 1.6 4d frá 1.340.000 kr. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjorður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Isafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Gröfinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00. Hvammstangi: Bfla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. $ SUZUKI ■ ; ---- SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Hvernig væri að aka á nýjum, hreinum* og vel útbúnum bíl í vetur?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.