Dagur - 03.11.1998, Qupperneq 1

Dagur - 03.11.1998, Qupperneq 1
- Náttúran er jafii verð- mæt og þorskstofninn Tveir fræðimeim vara við hefðbimdnu arð- semismati á virkjim- um og orkufrekum iðuaði, segja náttáru- spjöll stórlega van- metin í útreikning- um. Ragnar Arnason, hagfræðipró- fessor við Háskólann, segir að menn verði að „hafa stíft í huga þegar þeir meta arðsemi virkj- ana“ hve mjög óspillt náttúra eigi eftir að auka verðmæti sitt á næstu áratugum. Á ráðstefnu Norður-Atlantshafssjóðsins um helgina sagði Ragnar að virkjun sem gæti virst hagkvæm um þessar mundir yrði það Iíklega alls ekki á komandi árum ef verðmæti umhverfisins væri lagt á móti. í sama streng tók Stefán Gíslason umhverfisfræðingur á ráðstefnu sem samtök um nátt- úruvernd héldu á laugardag. Þróunin væri sú að óspillt um- hverfi yrði stöðugt verðmætara. Ragnar benti á að náttúrugæði í heiminum rýrnuðu stöðugt, en „eftir- spurn“ náttúru „neyt- enda“ ykist að sama skapi. Báðir lýstu hag- fræðilegum aðferðum til að meta umhverfið til fjár. Fyrirvarar eru gerðir um þær leiðir, en að mati Ragnars og Stefáns er fræði- lega ótækt að meta náttúruna verðlausa. Með því væru arð- semisútreikningar virkjana og stóriðju beinlínis rangir. Verðmæti marg- faldast á næstu árum „Umhverfið er að minnsta kosti jafn mikilvægt og þorskstofn- inn,“ sagði Ragnar. Hann sagði að hefðbundnir þjóðhagsreikn- ingar ríkja, sem ekki tækju til greina náttúruspjöll, mældu ekki rétt velferð. „Grænir“ þjóðhags- reikningar væru því í þróun. Þar er reynt að leggja mat á auð- lindir sem ekki er hægt að verðleggja beint á markaði,'t.d. náttúru. Ragnar lýsti því að með ákveðn- um aðferðum væri hægt að áætla að miðað við 3% hag- vöxt ætti óspillt um- hverfi eftir að nær tí- faldast að verðmæti næstu 50 ár. í erindi sem Þor- steinn Hilmarsson, fulltrúi Landsvirkj- unar, flutti við sama tækifæri kom fram það álit að „verðmæti" umhverfis skapaðist við það að fullnægja fyrst efnhagslegum grunnþörf- um. Landsvirkjun væri í því hlut- verki, og háð pólitísku mati hvenær nógu langt væri gengið. Yrði efnhagslegur samdráttur minnkaði „verðmæti" náttúru að sama skapi samkvæmt þeirri um- ræðu sem nú væri í gangi. Kostnaður við ársverk Stefán Gíslason lýsti í sínu er- indi að atvinnusköpunarþáttur- inn væri oft ranglega metinn orkufrekum iðnaði í hag. Hann sagði að t.d. mætti meta hvert starf sem skapaðist í atvinnu- grein út frá því hve mikla orku þyrfti til þess. Þá kæmi í Ijós að í álveri gæti þurft kringum 7 gíga- vattstundir á hvert ársverk, en til samanburðar virtist sér að í upp- lýstum gróðurhúsum væru 0.16 gígavattstundir á bak við hvert starf. Væru náttúruspjöllin síðan metin inn í þá útreikninga sem kostnaður væri ljóst hve hallaði á orkufrekan iðnað með þessari aðferð. - sjh Ragnar Árnason: Miðað við 3% hagvöxt má áætia að óspillt umhverfi eigi eftir að nær tífaldast að verðmæti næstu 50 ár. MUliónirí moKstur Kostnaður Ólafsljarðarbæjar við snjómokstur hefur verið ærinn upp á síðkastið, eða um tvær milljónir króna á einni viku. Fjárhagsáætlun bæjarins gerði ráð fyrir 6 milljónum króna á ár- inu alls í moksturinn en þegar 33% af ársfjárveitingunni fara á nokkrum dögum, er sýnt að sækja verður um aukafjárveit- ingu. Hálfdán Theódórsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, segir að jafn- fallinn snjór sé a.m.k. metri í Ólafsfirði þótt eitthvað hafi sjatnað að undanförnu. „Ég get ekki sagt að maður sé neitt voða- lega bjartur," segir Hálfdán. „Við kláruðumi helming upphæðar- innar á vormánuðum og gerðum ráð fyrir að við þyrftum ekki að hefja mokstur aftur fyrr en í nóv- ember í fyrsta lagi. Þetta er hins vegar óvenjuþungt skot og við þurfum væntanlega að bæta við einhverjum milljónum." -Bt> Rammagerðin í Reykjavík hefur löngum verið með fyrstu verslunum til að minna á jólin í gluggaútstillingum sínum og í ár hefur engin breyting orðið á þeirri hefð. Ekki er annað sjá en að ungi vegfarandinn á myndinni kunni vel að meta. mynd: teitur Ragnar Aðalsteinsson: „Það voru sendar einhverjar sköfur með sýni til opinberrar þýskrar rannsóknar- stofu." Blóðsýnin týndog tröUum gefin Hvorki Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Sævars Ciesielskis, né Ragnar Hall, sérstakur saksókn- ari um endurupptöku Guð- mundar- og Geirfinnsmála, vita hvað varð um blóðsýni sem tek- in voru við rannsókn málanna. Báðir staðfesta að sýni með blóði og fleiru voru tekin úr hús- næði og bíl, sérstaklega varðandi Guðmundarmálið. Þau voru á sínum tíma send til rannsóknar- stofu í Þýskalandi, en ekkert kom út úr þeirri rannsókn. Með gjörbreyttri tækni væri í dag án efa hægt að greina þessi sýni með betri árangri, en sýnin eru nú ekki fyrir hendi. Með nútíma gena-rannsóknum væri hægt að staðfesta úr hverjum sýnin væru. Hefðu kannski dugað „Það eina sem ég veit er að það voru sendar einhverjar sköfur með sýni til opinberrar þýskrar rannsóknarstofu sem Schutz þekkti til. Sýni úr bíl og gólf- teppi, bæði úr Hamarsgötunni í Hafnarfirði og úr íbúð við Grett- isgötu. Það var alltaf verið að reyna að finna eitthvað sem benti til þess að blóð úr þessum mönnum sem hurfu fyndust í einhverjum hlutum sem tengd- ust hinum grunuðu, en það fannst aldrei neitt. Ég veit að þessi sýni voru mjög léleg, en þau hefðu kannski dugað í dag,“ segir Ragnar Aðalsteinsson. Nafni hans Hall sagðist ekkert vita um þessi sýni og tilvist þeirra aldrei komið upp við hans rannsókn. — FÞG wmuiwrae mmm EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 GabréM (höggdeyfar) GS varahlutir Hamarshöfða 1-112 Reykjavík Sími 567 6744-Fax 567 3703

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.