Dagur - 03.11.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 03.11.1998, Blaðsíða 2
2 - ÞRIOJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 FRÉTTIR Árni Steinar Jóhannsson telur að strætisvagn sem aka myndi á tveggja tíma fresti í Eyjafirði, gæti verið fyrsta skrefið í nýrri hugsun í almenningssamgöngum. Byggðalegt mikiivægi, að sögn varaþingmannsins. Nokkra athygli vakti á fimdi mciuiingarmálanefndar Ak- ureyrarbæjar þcgar Hclgi Vilberg, skólastjóri og eig- audi Myndlistaskólans á Ak- ureyri, lagði til að aðgangs- cyrir yrði greiddur að Iista- safninu á Akurcyri. í Heita pottinum er hermt að nefnd- armenn hafi brugðist ókvæða við og velt vöngum yfir því af hverju listumiandhm vildi takmarka að- gengi almennings að safnhiu. Tillagan kolféll og þótti mörgum sem vegið væri að listalífi bæjarhis úr óvæn- tri átt, þar sem Helgi er chm af gúrúmn listalífsins norðlcnska... Helgi Vilberg. Ný strætóformúla fyrir landið allt Strætó í Eyjafirði yrði að- eins fyrsta skrefið í bylt- iiigarkenndri þróun í al- menningssamgöngum um allt land. 30 árum á eftir liinuni Norðurlöndunum. Árni Steinar Jóhannsson, varaþing- maður Alþýðubandalags og óháðra á Norðurlandi vestra, berst nú fyrir strætisvagni sem myndi ganga í Eyja- firði með Akureyri sem miðpunkti. Hann hefur Iagt fram þingsályktunar- tillögu ásamt Kristni H. Gunnarssyni og Margréti Frímannsdóttur um að ríkið styrki verkefnið í gegnum Byggða- stofnun og hafa þingmenn sýnt málinu mikinn áhuga. Egill Jónsson frá Selja- völlum, stjórnarformaður Byggðastofn- unar, Valgerður Sverridsóttir og Einar Guðfinnsson sem einnig situr í stjórn Byggðastofnunar eru meðal þeirra sem eru á bandi Árna Steinars. Þarf nýja hugsun Varaþingmaðurinn sér strætó í Eyja- firði fyrir sér sem fyrsta skrefið í víð- tækri þróun í almenningssamgöngum á landsvísu. „Það þarf nýja hugsun { allt almenningsflutningakerfi landsins og ég Iít þannig á, að Eyjafjörður sé að- eins prufudæmi. Sérleyfishugsunin í almenningssamgöngum er barn síns tíma,“ segir Árni Steinar. Hann sér fyr- ir sér að vagninn myndi ganga á tveggja tíma fresti frá kl. 07.00 á morgnana til 12 á kvöldin alla daga. Ýmsir samhæfingarmöguleikar eru til skoðunar. „Vagninn gæti séð um skóla- akstur og flutt t.d. starfsmenn í Krist- nes. Sá akstur kostar núna Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri 3,1-3,2 milljón- ir á ári.“ 30 árum á eftir Kostnaður er mikill við verkefnið eða álíka og allt það fé sem Akureyrarbær ver árlega til strætisvagna innanbæjar, um 22 miljónir króna. Nokkur sparn- aður næst þó upp í þessa fjárhæð og Árni segist fullviss um að Eyjafjarðar- strætó muni þjappa öllum firðinum saman með Akureyri sem miðbæ. „Þetta yrði gott fyrir móralinn og hag- stætt í orkulegu tilliti. Menningarlegt aðgengi myndi stórbatna og þetta myndi gera mörgum kleift að búa heima hjá sér í stað þess að leigja her- bergi á Akureyri. Eg er að vonast til að verkefnið geti orðið eins konar formúla fyrir landið allt. Samtenging lands- byggðar og bæja hefur í strætókerfinu setið á hakanum hér á meðan hinir Norðurlandabúarnir hafa framkvæmt þessa hluti fyrir 25-30 árum,“ segir Árni Steinar. BÞ í pottfnum heyrist nú að kraumandi óánægja sé víða jafnt í embættismannakerfhiu scm meðal pólitíkusa vegna skýrslugerðar VSÓ fyrir dómsmálaráðmicytið um lögreglustjóraembættið í Reykjavík. Þykir mönnum Ijóst að verið sé að þrengja mjög að Böðvari Bragasyni lögreglustjóra og er í því sambandi jafnvcl talað um aðför. Segja stuðningsmenn Böðvars að eðlilegra hefði þá verið að ganga hreint til verks í staðinn fyrir að fara þessar fjallabaksleiðir auk þess sem embættismemi í háum stöðum velta nú fyr- ir sér hvort þcir verði „endurskipulagðir út í kuld- ann“ af ráðgjafaskrifstofum ef þeh lenda í því af ein- hverjum ástæðum að vera ekki ráðherra þóknanleg- ir... í pottinum cr mikð rætt um hverjir séu hugsanlegir kandídatar í forstjórastól hjá liinu nýja samehiaða fyrirtæki orkuveitnanna í Reykjavlk. Starfið var aug- lýst á dögunum og enn hafa ekki hcyrst neht nöfn sem þykja líklegri cn önnur til að lneppa þctta hnoss. Þó er ótrúlcga lífseigur orðrómurhm um að Alfreð Þor- steinsson núverandi stjómarformaður veitustofnana muni fara i þessa stöðu, Kreppiun hnefa og brettum upp ermar FRÉTTAVIÐTALIÐ Björk Vilhelmsdóttir nýkjörinn formaðurBHM Nýir tímar hjá Bandalagi háskólamanna. Enginn mál- efnaágreiningur. Klofningur ekki fyrirsjáanlegur. Heil- brigðisgeirinn suðurpottur óánægju. - Hvemig er að taka við formennsku í bandalagi sem hefur verið óstarfhæft um skeið vegna innbyrðis deilna? „Það er allavega nóg af verkefnum sem bíða. Eg er alveg óhrædd við að taka að mér formennskuna þrátt fýrir að síðasta stjóm hafi ekki náð að starfa saman. Þótt þetta hafi verið nokkrir mánuðir þá er mjög mikill einhugur hjá fólki um að starfa sam- an og vinna að hagsmunamálum aðildarfé- laganna. Það er heldur enginn málefna- ágreiningur. Þess utan hefur maður nokk- uð fijálsar hendur. Eg hef stundum sagt það í gríni að mér verður ýmislegt Iiðið, því fólk vill ekki fá fjórða formanninn á ár- • « mu. - / hverju lágu þessir samskiptaerfið- leikar? „Ég er nú ekki sérfræðingur í þvf. Þetta voru persónulegir samskiptaerfiðleikar. Þarna valdist fólk saman sem voru eins og mismunandi pólar og gat ekki náð saman. Eftir síðasta formannafund sögðu t.d. báð- ir deiluaðilar hvað þetta hefði verið sorg- legt því menn hefðu verið svo sammála um málefnin. Þetta er búið að kosta mikil læti og mikil átök enda hefur þetta verið dýrt fyrir bandalagið." - Hvemig er þetta búið vera dýrt jyrir bandalagið? „Það eru t.d. búnir að vera tveir formenn og tveir framkvæmdastjórar á launum. Framkvæmdastjórinn hætti og það þurfti að gera samstarfsamning við hann og m.a. um að hann vinni áfram ákveðin verkefni. Svo var ráðinn nýr framkvæmdastjóri og fráfarandi formaður fór í frí í sjö mánuði og varaformaður var settur formaður. En for- maður er á hlutalaunum hjá bandalaginu. Þannig að það er búið að vera heilmikill kostnaður í kringum þetta. Ég veit ekki hvað hann er mikill, enda er ég nýkomin erlendis frá og hef þessvegna ekki haft tök á að setja mig mikið inní rnálin." - Hafa þessir samskiptaerfiðleikar eitt- hvað skaðað bandalagið? „Ég held að það eigi eftir að koma í ljós en ég vona ekki. Það hefði hinsvegar skað- að bandalagið ef miðstjórn hefði tekið af- stöðu með öðrum hvorum deiluaðilanum. Þá hefði þetta allt splundrast. Miðstjórn, sem samanstendur af formönnum aðildar- félaganna og fleiri fulltrúum þeirra stærstu, var alltaf einhuga um það að reyna að ná sáttum. Þegar það gekk ekki eftir var einfaldlega samið um að allir mundu segja af sér. í staðinn var fengið einvalalið sem er tilbúið að vinna saman. Þannig að það er enginn klofningur fyrirsjáanlegur, sem bet- ur fer.“ - Hver eru þá helstu málin sem nýja stjómin ætlar að takast á við? „Það er m.a. að standa vörð um hags- muni háskólamanna og taka á skipulags- málum bandalagsins. Það á t.d. eftir að gera aðlögunarsamninga hjá mörgum heil- brigðisstéttum á stóru spítölunum. Þar er staðan orðin mjög alvarleg og margir óánægðir með sín kjör. Þannig að það má segja að heilbrigðisgeirinn sé orðinn að suðupotti fyrir óánægju. Ég býst því við að stjórnin muni halda fund mjög fljótlega með háskólastéttum á Ríkisspítulunum.“ - Nýja stjórnin mun því spýta í lófana, eða hvað? „Já, það má segja að við kreppum hnef- ana, brettum upp ermar og förum að vinna.“ -GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.