Dagur - 03.11.1998, Síða 3

Dagur - 03.11.1998, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 3.NÓVEMRER 1S98 - 3 rD^tr FRÉTTIR Aðstoðarfólk í stað meinatæknaima? Brotthvarf 40-50 meinatækna frá Ríkisspítulum bitnar einna helst á þeim sem beðid hafa eftir skurðaðgerðum. Viðbúið er að biðlistar muni lengjast frá því sem verið hefur. Veruleg röskun á starfsemi Landspít- ala. Bitnar á sjúkiun. 40-50 meinatæknar hættir störfum. Sam- starf við erlendar rannsóknarstofur. Svo kann að fara að stjórnendur Ríkisspítala ráði til sín aðstoðar- fólk og annað heilbrigðismennt- að starfsfólk en meinatækna til að sinna ýmsu því sem þeir hafa sinnt í störfum sínum. Sömu heimildir innan heilbrigðiskerf- isins segja nokkuð ljóst að ekki munu allir þeir meinatæknar sem hafa hætt, sækja um endur- ráðningu þegar deilan leysist. Biðlistar lengjast „Þetta bitnar kannski einna helst á þeim sem eru að bíða eftir skurðaðgerðum," segir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Ríkisspítala. Af þeim sökum tel- ur hún að sú röskun sem verður á starfseminni vegna uppsagna 40-50 meinatækna geti leitt til þess að biðlistar eftir aðgerðum lengist enn frekar. Erlendar rannsóknarstofur Til að bregðast við þessum vanda eru stjórnendur Ríkisspítala að Ieita fyrir sér með samstarf við erlendar rannsóknarstofur til að senda sýni til rannsókna. Þarna er um að ræða rannsóknarstofur bæði á Norðurlöndunum og í Englandi. Sömuleiðis er verið að leita eftir samstarfi við innlendar rannsóknarstofur. Þá hefur því verið beint til héraðslæknisins í Reykjavík að hann beiti sér fyrir því að læknar leitist við að fækka sjúklingum sem sendir eru á bráðamóttöku. Jafnframt er ætl- ast til þess að læknar sem vísað hafa sjúklingum sínum til rann- sókna á Landspítalann, vísi þeim á aðrar rannsóknarstofur, sé það mögulegt. Þá mun starfsfólk Sjúkrahúss Reykjavíkur mæla sýni ef þörf krefur. Hins vegar verður öllum valaðgerðum hætt. Hðfnuðu 25% hækkun Pétur Jónsson, framkvæmda- stjóri Ríkisspítala, segir að meinatæknum hafi verið boðnar sambærilegar Iaunahækkanir og aðrir hafa fengið og jafnvel ívíð meira. Hann segir engar samn- ingaviðræður í gangi eftir að slitnaði upp úr um helgina, enda erfitt að semja við fólk sem hætt hefur störfum. I þessu sambandi er m.a. bent á að meinatæknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa sætt sig við sambærilegar röðunarreglur og félögum þeirra hefur verið boðið á Ríkisspítulum. Samkvæmt til- boði Ríkisspítala til meinatækna var þeim boðið alls 24,8% launa- hækkun til viðbótar við 4% launahækkunina sem þeir fengu í ársbyrjun. Það þótti meina- tæknum ekki nóg. GRH Davíð Oddsson: „Ef skipuritið stang- ast á við lög þá gilda lögini' Lögin æðri skipiiritmu Ef skipuritið stangast á við lög þá gilda lögin en ekki skipuritið, sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra á Alþingi í gær í svari við fyrirspurn Ogmundar Jónas- sonar um nýtt stjórnskipurit sem dómsmálaráðherra hyggst láta taka upp hjá lögreglustjóra- embættinu í Reykjavík um ára- mótin. Ogmundur hélt því fram að nýja skipuritið gerði lögreglu- stjóra að eins konar staðgengli varalögreglustjóra og það stríddi gegn landslögum, þar sem áhersla er lögð á sjálfstæði ein- stakra lögreglustjóra. Forsætisráðherra sagðist ekki hafa séð tillögurnar og að þær hefðu ekki verið ræddar í ríkis- stjórn. En ef skipuritið stangað- ist á við lög þá giltu lögin en ekki skipuritið. Ogmundur fagnaði svari Davíðs og sagðist treysta því að ríkisstjórnin og forsætis- ráðherra tækju fram fyrir hend- ur dómsmálaráðherra. — FÞG Útgerðarmeim sakaðir um villaudi auglýsingar Samtök um þjóðar- eign segja auglýsing- ar útgerðarmauna villaudi. Þeir hafi peninga en engan málstað. LÍÚ vísar ásökunum á hug. Samtök um þjóðareign hafa ákveðið að kæra Landssamband íslenskra útvegsmanna, LIÚ, fyr- ir Samkeppnisstofnun vegna brota á 20. grein, 21. og 22. grein laga um samkeppnismál. Astæðan er villandi og rangar upplýsingar sem fram koma í auglýsingum LÍÚ í fjölmiðlum. Formaður LIÚ vísar þessum ásökunum á bug. Peningar en ekki málstað Bárður G. Halldórsson, varafor- maður Samtaka um þjóðareign, Pétur Einarsson og Báður G. Hall- dórsson eru óhressir með LÍÚ. segir að LÍÚ hafi gnótt af pen- ingum en engan málstað í kvót- anum. Sem dæmi um rangfærsl- ur og blekkingar bendir hann m.a. á að í einni auglýsingu út- vegsmanna sé staðhæft að fisk- urinn Ieggi landsmönnum til sjö af hverjum tíu krónum. Hann segir Þorvald Gylfason hagfræði- prófessor hafa hrakið þessa full- yrðingu útvegsmanna til baka með því að benda á að útvegur- inn stendur á bak \ið rösklega helminginn af gjaldeyristekjun- um. Það þýðir eina krónu af hverjum sex en ekki sjö af hverj- um tíu. Fræða og upplýsa „Það kemur skýrt fram að þetta eru sjö krónur af hverjum tíu krónum af vöruútflutningi landsmanna,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ. Hann minnir á að með þessum auglýsingum séu útvegsmenn að fræða og upplýsa almenning um almenn atriði um sjávarútveg. Hann undrast einnig að kært sé vegna 21. og 22. greina í sam- keppnislögum vegna þess að þær fjalla um viðskipti, vöru og þjón- ustu. - GRH Sýknaður vegna vafans Veitingamaður í Reykjavík hefur verið sýknaður af ákæru um virð- isaukaskattsvik í rekstri. Fjöl- skipaður héraðsdómur leit svo á að þar sem skjöl og gögn sem ákærði bar að halda og varðveita væru ekki til staðar væri einungis hægt að byggja á áætlunum skattrannsóknarstjóra og taldi að þessar áætlanir væru reistar á litlum sem engum gögnum. Dómararnir sögðu meðal ann- ars um áætlun um keypt áfengi að ekki hefði verið sýnt fram á að veitingamaðurinn hefði keypt það í rekstur sinn, heldur hefði annar maður hafa keypt það í annan rekstur. Töldu dómararnir að ákæruvaldið hefði ekki lagt fram gögn til að þeir gætu metið málið sjálfstætt og væri því ein- göngu hægt að áætla andlag brotsins og skorti lagaheimild til þess fyrir dómara að byggja á áætlunum og reiknilíkönum. Veitingamaðurinn rak á um- ræddum árum, 1992-94, veit- ingahúsin Apríl í Hafnarstræti, Glætuna og Tongs takeaway í Hafnarstræti og Blúsbarinn við Laugaveg. Skattrannsóknarstjóri áætlaði vantalda veltu vera 15,3 milljónir og undanskotinn virðis- aukaskatt því vera 3,4 milljónir króna. Veitingamaðurinn var úr- skurðaður gjaldþrota 1995. Hann neitaði sök allan tímann og mótmælti áætlununum. — FÞG ísland til forystu í Evrópuráðinu Island tekur við varaformennsku í Evrópuráðinu á miðvikudaginn. Það er undanfari þess að Island taki við formennsku í ráðinu. Það mun gerast í maí á næsta ári - en þá er hálf öld liðin frá stofnun Evr- ópuráðsins. Milljarða hagnaður af spilakössum I svari Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra á Al- þingi við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um hvað spilakassar og söfnunarkassar hefðu skil- að Happdrætti Háskólans og Islenskum söfnunar- kössum miklum fjárhæðum kemur fram, að á árun- um 1994 til 1997 námu tekjurnar 3,9 milljörðum króna. Þeir aðilar sem fá þessar tekjur af söfnunar- og spilakössum eru Happdrætti Háskólans og Islensk- ir söfnunarkassar en að þeim standa Rauði kross- inn, SAA, Landsbjörg og Slysavarnafélag Islands. Tekjur HI af kössunum nema 2,3 milljörðum króna þessi ár og fyrstu 9 mánuði þessa árs. Um helmingur teknanna fer í vinninga þannig að nettóhagnaður HI nam 1,14 milljörðum króna. Tekjur ISK árið 1994 námu 535 milljónum króna, 595 milljónum árið 1995, 716 milljónum 1996 og 809 milljónum 1997. Inni í þess- um tölum eru ekki fyrstu 9 mánuðir þessa árs. -S.DÓR Óskiljanlegt og óþolandi Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Islands telur það í senn bæði óskilj- anlegt og óþolandi að samtök atvinnurekenda skuli markvisst vinna að því að brjóta niður löglega gerða kjarasamninga og flytja störf úr landi. Fundurinn sendir íslenskum farmönnum baráttukveðjur og tekur heilshugar undir sjónarmið þeirra gegn kaupskipaútgerðum. Bent er á að Rafiðnaðarsambandið hafi á undanförnum mánuðum staðið í þva' að verja samkeppnisstöðu íslenskra rafiðnaðarfyrirtækja gagnvart erlendum undirboðum. Þá hvetur fundurinn miðstjórn ASI og fulltrúa launamanna í stjórn Vinnueftirlits að endurskoða afstöðu sína til forstöðumanns stofnun- arinnar. Astæðan er m.a. sú að forstöðumaðurinn lét ógilda reglu- gerð sem tryggði þar með „aftöku'1 trúnaðarmanns rafiðnaðarmanna við Búrfellslínu. — GHR i .CaSÍ íi ti i v,c )>x oto Vitiicl feií’éH i j i'r-'e, iik jV i 1, ÍJltiUl

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.