Dagur - 03.11.1998, Qupperneq 4

Dagur - 03.11.1998, Qupperneq 4
4- ÞRIDJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 ro^r FRÉTTIR Misgengi í launa- þróun Formannafundur Verkamanna- sambands Islands (VMSI), sem haldinn var á Akureyri 28. og 29. október, lýsir vanþóknun sinni á því misgengi sem átt hefur sér stað í launaþróun og réttindamálum einstakra hópa launafólks í þjóðfé- laginu. Ljóst er af þessari þróun að varnarorð forsætisráðherra til að- ila hins almenna vinnumarkaðs, um að launahækkanir almennra kjarasamninga væru skref fram af bjargbrúninni, áttu ekki við þegar ríkisstjórnin kom fram sem at- vinnurekandi og gerði kjarasamninga sem innihéldu margfalda þá hækkun sem samið var um á almennum vinnumarkaði. Réttmætt hlýtur að vera að verkafólk innan VMSI fái sömu leiðréttingu kjara og réttinda og aðrir hópar hafa náð fram við ríki og sveitarfélög. Tryggmgagreiösliir fylgi þrónniimi Allt rrá árinu 1992 hafa greiðslur úr almenna tryggingakerfinu verið skertar miðað við þróun lægstu launa. Fundur formanna VMSI krefst þess að þetta misvægi verði leiðrétt og í framhaldi af þvf fylgi greiðslur úr tryggingakerfinu þróun lægstu Iauna. Einnig er þess krafist að þau skerðingarákvæði sem koma til vegna launa úr lífeyr- issjóðum og vegna tekna maka verði afnumin hjá Tryggingastofnun ríkisins. Frá formannafundi I/MSÍ á Akureyri á dögunum. Læknisskoðim ekki samkvæmt gildandi lögum Formannafundurinn vítir stjómvöld íyrir sinnuleysi í heilbrigðismál- um launafólks og fer fram á að þau fari eftir þeim lögum sem gilda í landinu og sett voru til að gæta heilsu og velfarnaðar launafólks. Fundurinn skorar á stjórnvöld að sjá til þess að Iæknisskoðun starfs- manna fyrirtækja verði sem fyrst framkvæmd samkvæmt gildandi lögum þar um og þess verði vandlega gætt að persónulegar upplýs- ingar úr slíkum skoðunum verði hjá heilsugæslustöðvum og sjúkra- húsum en alls ekki hjá launuðum trúnaðarlæknum fyrirtækja eins og nú er látið óátalið. í Iögunum segir meðal annars: „Heilsuvernd starfsmanna skal falin þeirri heilsugæslu eða sjúkrahúsi sem næst liggur og/eða auðveldast er að ná til.“ Verðtrygging ávísun á ranga efnahagsstefnu Formannafundur VMSI skorar á stjórnvöld að banna nú þegar verð- tryggingu á útlánum. Það sé löngu orðið tímabært að fella niður þessar viðbótarálögur sem valdið hafa skaða hjá launafólki þessa lands. Verðtrygging sé ávísun á ranga efnahagsstefnu og vinni gegn því að menn beri ábyrgð á gerðum sínum. Hún viðhaldi háum vöxt- um og Ieggi drápsklyfjar á launafólk. Verðtrygging hvetji lánveitend- ur til að meta ekki áhættu eins og þeir ættu að gera. Bankar og spari- sjóðir hafa allt sitt á þurru. Skorað er á samtök launafólks að taka upp baráttu fyrir tafarlausu afnámi verðtrygginga á útlánum. HúsáLeiguvísitalan nátttröH Formannafundurinn krefst þess að vísitölutenging húsaleigu verði bönnuð. Flest það fólk sem býr í leiguhúsnæði er fátækt fólk sem ekki hefur efni á öðru. I þeim hópi er lægst Iaunaða fólkið og öryrkj- ar. Allar sjálfvirkar hækkanir á húsaleigu séu verðbólguhvetjandi. Fundurinn skorar því á stjórnvöld að kveða strax niður það nátttröll sem húsaleiguvísitalan er. - GG Við formlega opnun Barnahúss mátti að heyra að vonandi hefðu starfsmennirnir ekkert að gera. Vigdís Erlendis- dóttir forstöðumaður, Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu og Ragna Guðbrandsdóttir rannsakandi. Bamahus fyrir aUt laudið Nýjung á íslandi. Rannsakar kynferðis- legt ofbeldi á biirniim. 560 mál á fiimn ánon. Viðtöl tekin uppá myndbönd. Barnahúsið tók formlega til starfa í Reykjavík fyrir helgina og er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Tilgangur þess er að bæta aðstoð og þjónustu við börn sem sætt hafa kynferðis- legu ofbeldi eða áreitni með samstarfi allra þeirra sem bera ábyrgð á vinnslu og úrlausn kyn- ferðisafbrotamála. Það mun þjóna öllu Iandinu. Kynferðisleg afbrot Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sagði á blaða- mannafundi á föstudag að til- drögin að stofnun Barnahússins mætti rekja til fyrirspurnar Jó- hönnu Sigurðardóttir alþingis- manns á Alþingi fyrir nokkrum árum um umfang kynferðisaf- brota gegn börnum. Við athugun hefði komið í ljós að alvarleg kynferðisleg afbrot gegn börnum hefðu verið 560 á fimm árum, eða 100 á ári. Af þessum 100 hefðu 50-60 farið í lögreglurann- sókn. Aftur á móti hefðu 30 mál á ári náð inná borð ríkissaksókn- ara, höfðað mál í tíu og sakfellt í níu. Þarna er um að ræða tíma- bilið 1992-1996 og allar tölur í meðaltölum. Jafnframt hefði komið í ljós að ýmislegt hefði verið áfátt við rannsókn þessara mála og þá ekki síður í stuðningi og meðferð þeirra barna sem höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. I framhaldi af þessu var Barnaverndarstofu falið að leggja fram tillögur til úrbóta. Viðtöl á myndband Barnahúsið er útbúið fullkom- nustu tækjum sem þarf til rann- sóknar og könnunar á kynferðis- afbrotum. Meðal annars er þar sérútbúið herbergi til að taka rannsóknarviðtal við barn þar sem lögreglan getur stjórnað við- talinu úr öðru herbergi. Sér- hæfður rannsakandi ræðir hins- vegar við barnið og eru þau við- töl tekin uppá myndbönd. Það verður þó ekkert nema með sam- þykki þess sem í hlut á. Við læknisfræðilega skoðun á hugsanlegum áverkum er notast við nýjustu tækni frá Bandaríkj- unum sem er hin íyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Tækið gerir alla skoðun mun nákvæmari en áður hefur verið, auk þess sem hægt er að prenta út mynd af áverkum sem nota má sem sönn- unargagn fyrir dómi. Rekstrarkostnaður er áætlaður um 7-8 miljónir króna ári, en fyrirmyndin að Barnahúsi er sótt til Bandaríkjanna. Forstöðumað- ur Barnahúss er Vigdís Erlends- dóttir og Ragna Guðbrandsdóttir er sérhæfður rannsakandi. - GRH Húsaleiga hækkað um 8,48% en laun um 4% Um 8,48% hækkim á móti 4% í laimum. Hlíí vill aí iiema alla verötryggingu. Ella veröur krafist vísi- tölutryggiuga á laun í uæstu samniugum. „Ég skulda um 3,6 miljónir króna. Þótt ég greiði eitthvað um 22 þúsund krónur á mánuði, 12 sinnurii á ári og alltaf á réttum tíma, þá lækkar aldrei heildar- skuldin," segir Sigurður T. Sig- urðsson, formaður Verkamanna- félagsins Hlífar í Hafnarfirði. Burt með verðtryggingar A aðalfundi félagsins fyrir sköm- mu var samþykkt að skora á stjórnvöld að afnema strax allar verðtryggingar, hvort heldur sem þær eru á húsaleigu, útlánum eða einhveiju öðru. Verði það „Fjárhagur iauna- fólks stenst ekki sjálfvirkan kostnað- arauka, “ segir Sig- urður T. Sigurðsson, formaður Hlífar í Hafnarfirði. ekki gert telur fund- urinn að í næstu kjarasamn- ingum hljóti verka- lýðsfélögin að krefjast vísitölu- trygginga á laun. Þá er þess krafist að stjórn- völd banni sjálfvirkar verðbætur sem hafa hækkað leigu á íbúðarhúsnæði. Sem dæmi um sjálfvirkan kostnaðarauka er m.a. bent á hækkun húsaleigu sem er vísi- tölubundin. Þann 1. janúar sl. hækkaði húsaleiga um 1,6%, í aprfl hækkaði hún um 4,9%, um 0,6% þann 1. júlí og um 1,2% 1. október. Samtals er þarna um að ræða 8,48% hækkun á níu mán- aða tímabili. A sama tíma hækk- aði hækkuðu laun verkafólks að- eins um 4%. Lítið vart við góðærið Formaður Hlífar segir augljóst að IJárhagur venjulegs launafólks stenst ekki slíkan sjálfvirkan kostnaðarauka. Sjálfvirk húsa- leiguvísitala sé í mörgum tilfell- um óheppileg viðmiðun launa- fólki í óhag og beri því að afnema hana hið fyrsta. Sigurður T. segir að þessi sjálfvirkni hækki leigu á íbúðarhúsnæði án tillits til greiðslugetu Ieigjandans og gerir að engu áætlanir fólks um að ná endum saman í fjármálum heim- ilanna. Hann segir að það sé því ekki að undra að þótt fólk með lágar tekjur verði lítið vart við góðærið sem stjórnvöld hafa ver- ið að státa sig af. — grh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.