Dagur - 03.11.1998, Síða 5

Dagur - 03.11.1998, Síða 5
Tkgur ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 - 5 F R É T TIR. L Neikvætt fyrir ullar- iðnað ef Folda hættir Framtíð Foldu hefur töluverð áhrif á rekst- ur ístex, sem er með 65 starfsmenn í vinnu. Guðjón Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Istex, segir að framtíð Foldu á Akureyri hafi mikil áhrif á ullariðnaðinn á Is- landi. Istex leggur Foldu til hrá- efni og eru viðskiptin við Foldu stór þáttur í rekstri fyrirtækisins. Guðjón segir að hvorki Akureyr- arbær né Landsbankinn hafi haft samband við Istex í tengsl- um við ákvarðanatöku um hvort starfsemi Foldu verður hætt. Folda er í Ijárhagslegri gjörgæslu um þessar mundir. Bæði Lands- bankinn og Akureyrarbær hafa ákveðið að styrkja ekki fyrirtækið við óbreyttar aðstæður, enda skuldar fýrirtækið á annað hund- rað milljóna skv. heimildum Dags. „Þeir kaupa töluvert af sínu hráefni frá okkur, en það hefur Starfsemi Foldu er í mikilli óvissu og hefur staða fyrirtækisins áhrif á önnur fyrirtæki svo sem ístex sem sér Foldu að miklu leyti fyrir hráefni. dregið verulega úr því upp á síðkastið. Við höfum náð að auka viðskipti okkar annars staðar en það hefði samt mikil áhrif að missa viðskiptin við Foldu. Hvorki Akureyrarbær né Lands- bankinn hafa haft samband við okkur vegna málsins. Við getum svo sem enga kröfu gert um að fá að fylgjast með, en auðvitað væri gott að fá vitneskju um fram- haldið,“ segir Guðjón. Samdráttur og verðlækkim Istex kaupir alla ull frá bændum, gerir úr henni band og kemur í verð, ýmist á innanlandsmarkaði eða erlendis. Fyrirtækið er hið eina sinnar tegundar á landinu, en samdráttur á mörkuðum og lækkun ullarverðs hefur haft áhrif á gang fyrirtækisins að undanförnu. „Það hefur orðið samdráttur á þessu ári og við finnum vel fyrir því sem hefur verið að gerast hjá Foldu. I heild hefði það mjög neikvæð áhrif á ullariðnaðinn í landinu ef Folda hættir starfsemi,11 segir Guðjón. 65 manns starfa hjá Istex. — BÞ Sólverg spáir í for- manninn Sólveig Péturs- dóttir: Ákveður fljótlega hvort hún gefur kost á sér sem varafor- maður Sjálf- stæðisflokksins. Sólveig Péturs- dóttir er alvar- lega að hugsa um að gefa kost á sér sem vara- formaður Sjálf- stæðisflokksins á Iandsfundi í mars á næsta ári, þegar Frið- rik Sophusson hættir. Fulltrúaráð Landssambands sjálfstæð- iskvenna sam- þykkti á fundi sínum um helgina að skora á hana að bjóða sig fram. „Mér þykir auðvitað vænt um þessa stuðningsyfirlýsingu. Eg tek hana alvarlega og stefni að því að taka ákvörðun fljótlega," segir Sólveig. „Það er auðvitað hið besta mál að konur styrki stöðu sína og ég lít svo á að það sé bæði eðlilegt og skynsamlegt að konur séu kallaðar til frekari ábyrgðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Eg lít þó fýrst og fremst á mig sem sjálf- stæðismann í þessu sambandi. Eg er búin að vera nokkuð lengi í stjórnmálum og hef auðvitað metnað til að sækjast eftir frekari ábyrgðarstörfum fyrir flokkinn." -VJ Hliiti veðdeildar á Króktnu Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hluti verkefna veðdeildar Landsbanka Islands verði fluttur til Sauðárkróks. Skv. RÚV kom þetta fram í máli Geirs Haarde fjár- málaráðherra á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra. Ekki liggur þó fyrir hve mörg störf munu flytjast. INNLENT Geir Haarde: Veðdeildin að hluta til Sauðárkróks. Gagnafrumvarpið óásættanlegt Aðalfundur Læknafélags íslands ályktaði í gær um gagnagrunnsfrum- varpið og telur fundurinn frumvarpið óásættanlegt í núverandi mynd. Læknar telja að grundvallaratriðum um persónuvernd sé ábótavant auk fleiri vankanta. Fundurinn styður störf stjórnar hvað þetta varð- ar, en Guðmundur Björnsson, formaður Læknafélagsins, sagði í frétt- um RÚV í gærkvöld að skiptar skoðanir væru meðal lækna um málið þótt yfirgnæfandi meirihluti væri gegn frumvarpinu. Kærir kosningu mn Óskariim Ágúst Guðmundsson leikstjóri vill láta kjósa aftur um framlag Islendinga til Oskarsverðlauna í kvikmyndagerð. I ný- afstaðinni kosningu hlaut kvikmyndin Stikkfrí flest atkvæði eða tveimum at- kvæðum meira en Dansinn, mynd Agústs. Agúst \all ekki una niðurstöð- Ágúst Guðmundsson: Kærir unni eins °g staðið hafi verið að málum Óskarstilnefninguna. °g hefur kært niðurstöðuna til kjör- -------------- nefndar. Hann gagnrýnir fyrirkomulag kosningarinnar harðlega og segir óá- nægju með fyrirkomulagið ekki nýja af nálinni. Þetta kom fram á Bylgjunni í gær. Leiðrétting Við frágang forystugreinar Dags á föstudaginn féllu niður tvö orð sem ruglaði merkingu textans. Þar átti að standa: „A næstunni verður því helsti átakapunktufihrf í vifkjuriármáluhúfri Fljótsdálsviikjuri og fyrir- huguð virkjun við Kárahnjúka." Beðist er velvirðingar á mistökunum. Jarðadeildin er félagsmálastofoun Landbúnaðarráðu- neytið svarar Ríkis- endurskoðun íiiUuiii hálsi. Telur sér óskylt að auglýsa allar ríkis- jarðir. Landbúnaðarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það svarar fullum hálsi þeirri gagnrýni sem fram kemur í nýrri stjórnsýsluúttekt á jarðadeild ráðuneytisins. Ráðuneytið telur athugasemdir Ríkisendurskoð- unar settar fram með einhliða hætti og minnir á félagslegt hlut- verk deildarinnar og byggðasjón- armið. Meðal annars bendir ráðuneytið á þetta varðandi lága leigu ríkisjarða, en þar er að öðru leyti bent á lagaákvæði um að af- gjald skuli vera 3% af fasteigna- mati lands og hlunninda. Guðmundur Bjarnason, landbúnað- arráðherra: Ráðuneyti hans er ósátt við skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisjarðir. Ráðuneytið undirstrikar að sala og leiga á ríkisjörðum sé hvorki einhliða markaðsstarf- semi né hefðbundin stjórnsýslu- mál. Er minnt á þau meginhlut- verk jarðadeildar; að leigja jarðir á þann hátt að tryggð sé búseta á jörðinni og atvinnustarfsemi til staðar og að ættliðaskipti tryggi eftir því sem unnt er áframhald- andi starfsemi á jörðinni. Að þessu víki Ríkisendurskoðun ekki. Ráðuneytið minnir á að á ár- unum 1993-97, sem úttektin nær til, hafi afkoma bænda versnað verulega og við þær að- stæður hafi dráttur orðið á af- greiðslu margra rnála. Ráðuneyt- ið telur sér óskylt að auglýsa all- ar jarðir, einkum þar sem eignar- hald á mannvirkjum, bústofn og vélum spilar inn í. Þá segir ráðu- neytið að sl. vor hafi verið sett á laggirnar nefnd til að endur- skoða lagaákvæði sem snerta jarðir. — FÞG Úrslit kosningaima standa Félagsmálaráðuneytið hefur úr- skurðað að sveitarstjórnarkosn- ingarnar í Austur-Eyjafjallahreppi skulu teljast gildar þrátt fyrir að ráðuneytið telji að nokkrir ein- staklingar hafi ranglega verið skráðir með Iögheimili í sveitarfé- Iaginu. I kosningunum hlaut E- Iisti 68 atkvæði og 3 menn kjörna en L-listi 56 atkvæði og tvo menn kjörna. Sigurður Sigurjónsson í Ytri- Skógum og Magnús Ejjólfsson í Hrútáfelli kærðu kosningarnar á þeim forsendum að 13 kjörgengir einstaklingar hefðu flutt Iögheim- ili sitt í sveitarfélagið í apríl en flutningurinn hafi ekki samræmst skilyrði um lögheimili. Enn frem- ur var kært að kjörseðlar hafi ekki verið með upphleyptu letri eða listarnir á seðlinum aðgreindir með feitum langstrikum. I úskurði ráðuneytisins segir m.a. að efnislegar forsendur hafi verið að baki lögheimilisskrán- ingu um helmings umræddra ein- staklinga í sveitarfélaginu. Því sé ekki forsenda til að ógilda sveitar- stjórnarkosningarnar þrátt fyrir að Iíkur hafi verið leiddar að því að nokkrir hafi ranglega verið skráðir með lögheimili í sveitarfé- laginu. Ráðuneytið telur að ákvæði laga geri ekki kröfu um að Ietur á kjörseðlum sé upphleypt né að framboðslistar skuli að- greindir með langstrikum, og því ekki ástæður til ógildingar kosn- inganna á þess vegna. Úrskurður félagsmálaráðuneyt- is hafði ekki borist austur í gær og því vildi Sigurður Sigurjónsson eldd tjá sig um niðurstöðuna. - GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.