Dagur - 03.11.1998, Side 7

Dagur - 03.11.1998, Side 7
1 T ÞJÓÐMÁL ÞRIDJUDAGUR 3. NÓVEMBKK 1998 - 7 Markaður þvert yfir Atlantshaf Nú, þegar blikur eru á lofti í efnahagsmálum heimsins er brýnt að bregðast rétt við. Tilhneigingin til að leita í skjói á bak við nýjar hindranir verndarstefnu, og þannig endurtaka mistök frá iiðinni tíð, má ekki ná yfirhöndinni. IJALLpÓR ASGRIMS- SON UTANRÍKISRÁÐHERRA SKRIFAR Þegar blikur eru á Iofti í efna- hagsmálum í heiminum, eins og um þessar mundir, er mikilvægt að standa vörð um frelsi í við- skiptum. A fundi hjá íslensk-am- eríska verslunarráðinu í Was- hington D.C. í síðasta mánuði gerði ég mikilvægi fríverslunar fyrir þjóðir heims að umtalsefni. Mjög sterk rök eru fyrir fríversl- un, þrátt fyrir þá freistingu fyrir ríki að leita skjóls í nýjum við- skiptahindrunum. I því sambandi er rétt að minn- ast þess, að það er markaðurinn yfir Atlantshafið, sem sameinar efnahagsveldi Bandaríkjanna og Evrópusambandsríkjanna, sem er í raun máttarstoð heimsbúskap- arins. Náin tengsl íslands við Vestiirheint Áður en lengra er haldið er rétt að horfa til baka og rifja upp hin nánu tengsl Islands og ríkja Norður-Ameríku. I raun hefur ekkert Evrópuríki gamalgrónari tengsl við Norður-Ameríku en Is- land, ef Iandafundir Leifs Eiríks- sonar í Vesturheimi fyrir um eitt þúsund árum eru hafðir í huga. Þetta merkilega afrek forfeðra okkar verður tilefni sameiginlegra hátíðarhalda bandarískra og ís- lenskra stjómvalda árið 2000. Tæpast er til sú Evrópuþjóð, sem ekki lagði sitt af mörkum til að byggja upp hina miklu þjóð Bandaríkja Norður-Ameríku með hinum gífurlegu fólksflutningum úr landi á 19. öld og sem í sum- um tilvikum standa enn yfír. Um fimmtungur íslensku þjóðarinnar fluttist utan til Ameríku á ofan- verðri 19. öld og fram að fyrri heimsstyijöld. Snemma í ágúst á þessu ári átti ég þess kost að hitta marga Vest- ur-Islendinga i Kanada á menn- ingarhátíð þeirra í Manitoba. Eg verð að viðurkenna, að ég varð snortinn af því, hvemig þeim hef- ur tekist að flytja það besta úr fornri arfleifð okkar yfír í nýtt og gerólíkt umhverfí. Það sama á við um fólk af íslenskum uppruna í Bandaríkjunum. Þetta fólk er að sjálfsögðu góð- ir og gegnir Kanadamenn og trúir og tryggir bandarískir borgarar. En það er enn stolt af arfleifð sinni og staðráðið í að treysta þau ættarbönd, sem binda okkur sam- an. Iloriisteiim íslenskrar utanríkisstefnu íslendingar og Bandaríkjamenn bundust vináttuböndum á viðsjál- um tímum heimsstyijaldarinnar síðari. Síðan þá er viðurkennt, að ísland er náttúruleg efnisgerð þeirra tengsla, þvert yfír Atlants- haf, sem allar götur síðan hafa verið og eru enn máttarstoð Iýð- ræðisbandalags Amerfku og Evr- ópu. Hin dýrkeypta reynsla síðari heimsstyijaldarinnar kenndi okk- ur Islendingum að einhliða hlut- leysisyfírlýsing var gagnslaus. Við áttum því samleið með öðrum stofnríkjum NATO árið 1949. Það var þessi reynsla og ógnir Kalda stríðsins, sem varð til þess, að við gerðum varnarsamninginn við Bandaríkin árið 1951. Allar götur síðan hafa þessar sögulegu ákvarðanir, sem vöktu á sínum tíma harðar deilur innan- lands, en þorri þjóðarinnar sætti sig fljótlega almennt við, verið hornsteinn stefhu Islands í utan- ríkis- og öryggismálum. Þessi hornsteinn hefur staðið óhagganlegur til þessa. Það er á grundvelli þessara ákvarðana og þeirra sem fylgdu í kjölfarið, sem hið unga íslenska lýðveldi hefur tryggt sjálfstæði sitt og öryggi með góðum árangri. Síðan hefur miklum árangri verið náð. Nú, þegar blikur eru á lofti í efnahagsmálum heimsins er brýnt að bregðast rétt við. Til- hneigingin til að leita í skjól á bak við nýjar hindranir verndar- stefnu, og þannig endurtaka mis- tök frá liðinni tíð, má ekki ná yf- irhöndinni. Fríverslun Fríverslun gerir þjóðum kleift að hagnast af hlutfallslegum yfir- burðum sínum á sviði fram- leiðslukostnaðar. Fijálsir markað- ir stuðla að samkeppni, sem leið- ir til hagkvæmari staðsetningar framleiðsluþátta, aukinnar skil- virkni og lægra verðs til neytenda. Þetta er eina færa leiðin fyrir lít- ið Iand með takmarkaðan innan- landsmarkað, til að ná fram kost- um stórrekstrar á stækkuðum markaði. Þetta á ekki aðeins við um hin þróuðu iðnríki, því fríverslun fyr- ir vörur þróunarríkjanna og þátt- taka þeirra á heimsmarkaðinum er algert skilyrði fyrir betra og heilsusamlegra lífi íbúa þróunar- Iandanna. Staðreyndirnar tala sínu máli. Frá 1950 hafa heimsviðskipti sextánfaldast og vaxið langt um- fram verga landsframleiðslu. Fijáls aðgangur að mörkuðum iðnríkjanna, aðallega Bandaríkj- anna og Evrópulandanna, hefur hjálpað löndum, sem áður voru fátæk og vanþróuð, að auka út- flutning sinn. Rúmlega eitt hund- rað og þijátíu þjóðir hafa viður- kennt þessar staðreyndir með því að tryggja löndum sínum aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og þannig gengist undir þann aga sem „leikreglurnar" krefjast. Þijátíu þjóðir, þar á með- al Kína, bíða þess að gerast aðil- ar. En fríverslun með varning nægir ekki. Þörf er fríverslunar með þjónustu, altæks staðfestu- réttar og réttar til fjárfestinga yfír Iandamæri og samræmdra alþjóð- legra samkeppnisreglna. Ljóst er hvert stefnir. Sakir tæknilegra viðskiptahindrana, sem enn hef- ur ekíd verið rutt úr vegi, þrátt fyrir mikla vinnu í hálfa öld á vettvangi GATT, hefur bein er- lend fjárfesting næstum tvöfald- ast síðan 1990, en verðmæti vamings í Bandaríkjadölum, sem farið hefur yfír landamæri ríkja, aftur á móti aukist um tæp 60%. Lærdómur fyrir komandi kynslóðir Óskynsamlegt er að bregðast við umróti á fjármálamörkuðum heimsins með því að hlaupa í skjól bak við nýjar hindranir. Þvert á móti er viturlegt að bregð- ast við með þeim hætti að ganga hart eftir því að leikreglum sé fylgt í einu og öllu og þannig halda í heiðri meginregluna um jöfn tækifæri á markaðinum. Að sjálfsögðu eru engin fljót- virk úrræði til. Það tekur sinn tíma að byggja upp stofhanir og viðhorf frjáls markaðar. Alþjóð- legum stofnunum ber skylda til að tryggja, með strangri eftirlits- skipan og reglusetningu, að al- tækar meginreglur um gagnsæi, fjárhagslega ábyrgð og jöfn tæki- færi séu í heiðri hafðar. „Stjórn- laust markaðskerfi" fær ekki staðist. Markaður þvert yfír Atlantshaf Fróðlegt er að skoða efnahag Bandaríkjanna og ESB. Saman- lagt nemur verg landsframleiðsla Bandaríkjanna og ESB 16 billjón- um Bandaríkjadala, sem er nærri helmingur verðmætis alls vam- ings og þjónustu, sem er fram- leiddur eða sem innt er af hendi í heiminum. Sé tekið tillit til stað- bundinnar framleiðslu banda- rískra fyrirtækja í Evrópu og evr- ópskra fyrirtækja í Bandaríkjun- um telst markaðurinn þvert yfir Atlantshaf meira en helmingi stærri en markaðurinn þvert yfír Kyrrahaf. Þá er og mikilvægt að hafa f huga, hve viðskiptaflæði er jafnt milli Bandaríkjanna og Evrópu. Sama gildir um fjárfestingar, en Bandaríkin eru langstærsti aðili í alþjóðlegum fjárfestingum í Evr- ópu, og Evrópa skarar ffam úr öðrum fjárfestum í Bandaríkjun- um. Um þijár milljónir Evrópu- búa starfa hjá fyrirtækjum í bandarískri eigu í Evrópu og svip- aður fjöldi Bandaríkjamanna starfar hjá fyrirtækjum í evrópskri eigu í Bandaríkjunum. Þessar töl- ur segja mikið um mikilvægi þess fyrir heimsbyggðina alla að þessi efnahagskerfi haldi áfram að dafna. Framtíð okkar er undir því komin. Brýnir hagsmimir íslands Hvernig fellur Island inn í þessa heildarmynd? Mikilvægt er að átta sig á því, að sérhvert samkomulag eða ósamkomulag, ef því er að skipta, milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um stefnu í við- skiptum hefur bein áhrif á ís- lenska hagsmuni. Island er hluti af innri markaði Evrópu gegnum aðild sína að EES-samningnum sem færir okk- ur næstum tollfrían markaðsað- gang og tekur til fíjáls flæðis vöruviðskipta, þjónustu, fjár- magns og fólks á vinnumarkaði. Af þessum sökum hefur samning- urinn um gagnkvæma viðurkenn- ingu á til dæmis vöruprófunum og vottun, sem Bandaríkin og Evrópusambandið gerðu árið 1997, leitt til hliðstæðs samnings milli EFTA-EES-Iandanna og Bandaríkjanna. Brýnir hagsmunir okkar varð- andi nýja framkvæmdaáætlun þvert yfír Atlantshaf (NTA), sem komið var á fót milli Bandaríkj- anna og Evrópusambandsins árið 1995, eru augljósir í ljósi þess, að viðskipti okkar við Bandaríkin, Evrópusambandið, önnur EFTA- lönd og Kanada nema yfír 8B% af heildarutanríkisverslun okkar. Af þeim sökum hefur ísland lýst vilja sínum til þess að eiga aðild að NTA. Ég verð að viðurkenna viss vonbrigði mín með tregðu þessara aðila, til að gera EFTA- löndunum ldeift að taka þátt í þessari umræðu. Þetta er mál, sem við vildum mjög gjarnan að yrði endurskoðað. Kanada hefur með svipuðum hætti gefíð í skyn áhuga á að taka þátt í NTA fram- kvæmdaáætluninni en einnig án árangurs. Nýhafnar viðræður Kanada og EFTA um gerð frí- verslunarsamnings, sem stefnt er að ljúka á næsta ári, er frekari vitnisburður mikilvægis markaða beggja megin Atlantshafs fyrir löndin sem hlut eiga að máli. Markmið utanríkisslefiiunnar Meginmarkmið íslenskrar utan- ríkisstefnu í meira en hálfa öld, allt frá stofnun lýðveldis, hafa verið að tryggja öryggi okkar með aðild að NATO og með vamar- samningnum við Bandaríkin; að tryggja okkur aðgang að mörkuð- um með marghliða fríverslunar- samningum (frá EFTA og EES til GATT og WTO); og að varðveita og vernda yfirráð íslands yfír náttúruauðlindum landsins. Allar ríkisstjómir landsins hafa frá lokum síðari heimsstyijaldar haft þessi sömu markmið að leið- arljósi. Island hefur rekið við- skipti sín með höfuðáherslu á virka viðskiptastefnu { gegnum aðild Iandsins að EFTA, EES, WTO og OECD, með ýmsum tví- hliða fríverslunarsamningum og með góðu sambandi og vináttu við mikilvægustu viðskiptalönd sín. I stuttu máli, tengsl þvert yfír Atlantshaf, hvort sem um er að ræða öryggismál eða viðskipti, varða þjóðarhagsmuni íslendinga mestu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.