Dagur - 03.11.1998, Side 9

Dagur - 03.11.1998, Side 9
i ÞRIÐJUDAGUR 3 . N ÓVEMB E R 1998 - 9 ima- íað anni Alþýðuflokks, datt í hug þegar hann sem er næstæðasta vald f málefn- um Kvennalistans, og skoða stöð- una þar. Við erum nokkuð ánægð- ar með stefnumótunina, sem sam- starfsnefndin hefur unnið. Síðan er stýrihópur að vinna að fram- kvæmdaáætlun. Við mátum stöð- una þannig að við værum ánægð- ar með þessi mál og þá væri bara eftir uppröðunin á Iistana. Eg geri mér grein fyrir því að það getur enginn einn ákveðið uppröðunina á listana fyrir öll kjördæmin. En við viljum að þessi krafa okkar liggi fyrir þegar kjördæmisráðin fara að koma saman lista, enda er það landsfundur sem mótar stefn- una hjá okkur,“ sagði Jóna Val- gerður. Svona gera menii ekki „Svona gera menn ekki, var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði um þessar kröfur Kvenna- listans. Samfylkingin hlýtur að leita eftir sem sterkustum fram- bjóðendum í öllum kjördæmum og ef Kvennalistinn getur lagt til mjög sterka frambjóðendur í öll- um kjördæmum, sem eru líklegri en aðrir til að ná fylgi, þá að sjálf- sögðu verður það skoðað. Eg vil hins vegar benda á að framboðs- málin eru í höndum kjördæmis- ráðanna og því getur Kvennalist- inn ekki sett forystu A-flokkanna svona skilyrði," sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins. „Það er alfarið í höndum kjör- dæmisráðanna að fjalla um og fara með framboðslistamálin. Og það ber því að koma þessum skilaboð- um til þeirra. Mér hefur hins veg- ar sýnst, fram til þessa, að það væri ekki einu sinni hægt að verða við þessum kröfum þótt viljinn væri til staðar. Sem dæmi má nefna að á Austurlandi lýsti Kvennalistinn því yfir að hann ætlaði ekki að taka þátt í fram- boðsmálum. Þannig að nú þegar væri það óframkvæmanlegt að verða við kröfunum í öllum kjör- dæmum," sagði Margrét Frí- mannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins. Hún sagði að sér hafi ekki borist né verið kynntar formlega þessar umræddu kröfur Kvennalistans og þar af leiðandi ekki heldur rök- semdin fyrir kröfunum. „Mér finnst að fólk í svona vinnu, eins og samfylkingin er nú í, eigi ekki að tala saman í kröfum og gagnkröfum heldur eigi það að komast að niðurstöðu. Það er kominn tími til að ljúka þeirri undirbúningsvinnu sem við höf- um verið í um nokkurra mánaða skeið og heíja kosningaundirbún- inginn,“ sagði Svavar Gestsson al- þingismaður um kröfur Kvenna- listans. Guðmundur Arni Stefánsson al- þingismaður sagðist að sjálfsögðu fagna því að Kvennalistinn skyldi samþykkja að taka þátt í samfylk- ingunni og telji sig eiga málefna- Iega samleið með henni. „Þegar hins vegar kemur að uppstillingarmálum þá er það nú einfaldlega þannig að hvorki landsfundur Kvennalistans né landsfundir A-flokkanna hafa neitt ákvörðunarvald yfir því hvernig og hverjum er stillt upp í kjördæmum landsins. Ég vil í því sambandi benda á að sú vinna er farin í gang í flestum kjördæmum. Þess vegna munu menn bara hafa þessa kröfur til hliðsjónar en ég held að það gefi auga Ieið að það verður ekki hægt að verða við þeim,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson. Guðný Guðbjörnsdóttir: „Við báðum um einhvers konar heiðursmannasamkomulag um Reykjanesið áður en við fórum á landsfundinn en fengum það ekki. A-flokkarnir eru að kalla þetta yfir sig með því að neita því og verða að gjöra svo vel að taka afleiðingunum Erum engar klapp stýrur Kvennalistiim ætlar ekki að vera einhvers konar klappstýra í sameiginlegu fram- boði félagshyggju- flokkanna. Annað hvort verða samtökin með sem fullgildir þátttakendur eða alls ekki, segir Guðný Guðbjömsdóttir. „Við erum samtök með sjálfsvirð- ingu og erum ekki til í að fara í eitthvert ldappstýruhlutverk. Það er auðvitað samstarfsaðilanna að meta hvers virði við erum. Við munum ræða þetta nánar við þá,“ segir Guðný Guðbjörnsdótt- ir, þingkona Kvennalistans, um samþykkt landsfundar samtak- anna þess efnis að þau muni taka þátt í sameiginlegu framboði fé- lagshyggjuflokkanna „að þeim skilyrðum uppfylltum að fulltrú- um Kvennalistans verði tryggt eitt af þremur efstu sætum í öll- um kjördæmum,“ eins og segir orðrétt í samþykktinni. Guðný segir að jafnræði hafi ríkt milli flokkanna þriggja í öll- um undirbúningi sameiginlegs framboðs. Það hafi verið t.d. jafnmargir fulltrúar frá hveijum um sig í nefndum sem skipaðar hafi verið, en þegar umræðan um framboðsmálin hófst hafi verið byijað að miða við fylgi í síðustu kosningum. Kvennalist- inn hafi ekki lagt blessun sína yfir það viðmið, en það hafí alltaf verið rætt um það að flokkarnir þrfr hefðu svipaðan þingmanna- Qölda og í síðustu kosningum og „að öll öflin þijú hefðu ákveðna sjálfsvirðingu í þessu.“ Kemur á óvart Guðný segir að kvennalistakonur hafi fengið þau skilaboð að það væri mikill vilji fyrir því um allt Iand að fulltrúar listans skipuðu eitt af þremur efstu sætunum alls staðar og í því ljósi komi þessu hörðu viðbrögð við sam- þykkt landsfundar nokkuð á óvart. Hún segir að í raun standi styrinn um Reykjanes. Kvenna- listinn hafí alltaf gengið út frá því að fá 2 konur í öruggt sæti í Reykjavík og eina þingkonu á Reykjanesi, en eftir að gert hafí verið heiðursmannasamkomulag um borgina hafí komið einhver stífla í Reykjanesið. „Við báðum um einhvers konar heiðursmannasamkomulag um Reykjanesið áður en við fórum á landsfundinn en fengum það ekki. A-flokkarnir eru að kalla þetta yfir sig með því að neita því og verða að gjöra svo vel að taka afleiðingunum. Ef við hefðum fengið það er ekki víst að þetta hefði orðið niðurstaðan. Við sögðum allan tímann að við gæt- um ekki farið tómhentar inn á landsfund því þá væri eini kost- urinn að fella samfylkinguna. Heiðursmannasamkomulagið um Reykjavík skipti mjög miklu máli og það voru mikilar og góð- ar undirtektir við málefnagrund- völlinn. Það var almenn ánægja með þetta á landsfundinum og þar er komin mikil stemmning fyrir því fara í þetta samstarf. En konur eru ekki til í að fara þarna í eitthvert aftursæti og klapp- stýruhlutverk. Annað hvort vilj- um við vera þarna fullgildir aðil- ar eða ekki. Eg er ekki að ýta þessu áfram og það er enginn sem er framar öðrum í þessari kröfugerð. Sam- tökin eru algjörlega heilshugar að baki þessu. Það vildi enginn ganga skemur en þetta. Sumar vildu ganga lengra, til dæmis kreljast þess að við leiddum lista í að minnsta kosti einu kjör- dæmi. Ef þetta er til of mikils mælst, þá er það bara A-flokk- anna að segja það,“ segir Guðný. Hún segir alrangt að Kvenna- listinn geti ekki mannað þau sæti sem verið sé að fara fram á eða hafí ekki getað mannað viðræðu- nefndir í öllum kjördæmum. „Það er ekki rétt. Hinir flokkarn- ir eru ekki búnir að skipa í við- ræðunefndir í öllum kjördæm- um. Það hefur ekki staðið á okk- ur. Okkar konur eru búnar að bíða í meira en mánuð í mörgum kjördæmum." Hvað ef Þegar Guðný er spurð hvort sam- þykktin þýði að ef ekki verið gengið að kröfum Kvennalistans séu samtökin hætt þátttöku í sameiginlegu framboði segir hún að ekki hafi enn gefíst tími til að ræða samþykktina við samstarfs- flokkana. „Formlega höfum við ekki rætt um hvort hægt sé að túlka þetta á mismunandi hátt. Mér fínnst ályktunin skýr. En ef það er hægt að túlka hana eitthvað mismun- andi eða fara út í nánari umræðu um hana þá tökum við auðvitað þá umræðu fyrst við okkar sam- starfsaðila.“ Kannski á Reykjanesið Það hefur verið deilt um hvaða aðferð eigi að nota við val á fram- boðslistann í Reykjavík, en þar hafa einkum alþýðubandalags- og alþýðuflokksmenn togast á. Guðný segir að kvennalistakonur líti svo á að aðferðin skipti ekki meginmáli svo lengi sem þeirra hluti sé tryggður. „Við höfum hingað til sagt að annað hvort yrðum við að hafa handröðun eða einhvers konar girðingapróf- kjör þar sem okkar hlutur væri skýr. Það eru í raun og veru bara þær tvær aðferðir sem koma til greina og við gætum sætt okkur við hvora sem er. Deilan er ann- ars staðar í þeim efnum og við viljum helst ekki vera að leggjast á sveif með öðrum aðilanum í því máli.“ Rætt hefur verið um að Guðný kunni að færa sig um set og fara í framboð á Reykjanesi, en hún segir ekkert ákveðið í þeim efn- um. „Eg hef sagt við mínar konur að ég sé til í að gera allt sem kemur Kvennalistanum best og þessari samfylkingu. Við erum að skoða þessi mál í heild en það er ekkert útkljáð í þeim efnum. Ég er ættuð frá Suðurnesjum og ber sterkar taugar til þessa kjördæm- is, en ég hef búið í Reykjavík undanfarin ár og lít á það sem mitt kjördæmi. Þetta er ekkert aðalatriðið fyrir mig ef ég verð þá með í þessu.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.