Dagur - 03.11.1998, Síða 11

Dagur - 03.11.1998, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 - 11 X^HT'. ERLENDAR FRÉTTIR Kosið um fleira en kveimamál Clintons Úrslit kosninganna gætu haft mikla þýðingu fyrir framtíð Clintons í embætti. Demókratar vinna á í skoðanakömnm, en aðaltakmark þeirra er að ná aftur meiriMuta í fuHtrúadeild. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum í dag. Kosið verð- ur um öll 435 þingsætin í full- trúadeild og 34 af 100 þingsætum í öldungadeild. Ennfremur verða kosnir ríkisstjórar í 36 af 50 ríkj- um Bandaríkjanna og Iöggjafar- þing í 46 ríkjanna. Þar að auki verður kosið um ýmis sérmálefni í næstum því öllum ríkjunum. Þetta eru þvf afar viðamiklar kosningar, og snúast um margt fleira en hvort refsa eigi Bill Clinton fyrir framhjáhald og lyg- ar, eða á hinn bóginn hvort refsa eigi Kenneth Starr og Repúblikönum fyrir að hafa farið offarí í rannsóknum á kvennamál- um Clintons. Og ákaflega fáir frambjóðenda úr báðum flokkum hafa tjáð sig svo nokkru nemi um ákæruefnin á hendur Clinton eða hvernig taka eigi á þeim í þinginu. Engu að síður verða úrslitin rannsökuð og túlkuð mikið til út frá því hvort þau þyki benda til þess að kjósendur vilji að þingið haldi ótrautt áfram rannsókn sinni á Clinton og kæri hann til embættismissis. Tapi Demókrata- flokkurinn miklu verður það túlk- að sem svo, að kjósendur vilji refsa Clinton, en tapi hann litlu verður það túlkað sem stuðningur við Clinton. Flestir eru á því að Demókrata- flokkurinn tapi atkvæðum, vegna þess að það gerist nánast undan- tekningarlaust að flokkur forset- ans tapi í þingkosningum sem fram fara á miðju kjörtímabili for- setans. Mikil óvissa um úrslitin Samkvæmt skoðanakönnun, sem Pew rannsóknarmiðstöðin gerði og birt var í gær, þá hefur stuðn- ingur við frambjóðendur Demókrataflokksins engu að síð- ur aukist nokkuð síðustu dagana fyrir kosningar. 46% kjósenda sögðust ætla að greiða Demókröt- um atkvæði sitt til fulltrúadeilar- innar, en 44% studdu Repúblik- ana. Þetta er veruleg breyting frá því sambærileg könnun var gerð fyrír hálfum mánuði, en þá sögðust 48% ætla að kjósa Repúblikana en 43% Demókrata. Þessar sveifl- ur undirstrika óvissuna, sem ríkt hefur og ríkir enn um úrslit kosn- inganna. Aðaltakmark Demókrata í þess- um kosningum er að ná aftur meirihluta í fulltrúadeild þings- ins, en til þess þurfa þeir einung- is að vinna 11 þingsæti af Repúblikönum sem haft hafa meirihlutann og óspart notað hann til að gera Bill Clinton og ríkisstjórn hans erfitt fyrir á kjör- tímabilinu. Takmark Repúblikana væri hins vegar að ná 60 þingsætum í öldungadeildinni, sem væri glæsi- legur árangur, en á þessu kjör- tímabili hafa Repúblikanar verið með 55 þingsæti í öldungadeild á móti 45 þingsætum Demókrata. - GB Allt að 1.500 farast í aurskriðiun NÍKARAGÚA - Allt að 1.500 manns hafa farist eftir að miklar aurskriður féllu í hlíðum eldfjalls- ins Casitas niður á þorp og byggð- ir fyrir neðan. Skriðurnar féllu eft- ir að stöðuvatn í gíg fjallsins flæddi yfir bakka sína, en miklar rigning- ar hafa verið þar undanfarið. Ráðstefna um andníms- loftið í Buenos Aires ARGENTÍNA - Fjórða alþjóðaráð- stefna Sameinuðu þjóðanna um andrúmsloftið hófst í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu í gær. Steírít er að því að afgreiða á ráð- stefnunni skýra og ótvíræða áætl- un um minnkun útblásturs á gróð- urhúsalofttegundum, og er ráð- stefnan haldin í beinu framhaldi af umhverfisráðstefnunni í Kyoto í Japan á síðasta ári. írakar standa enn uppi í hárinu á S.Þ. IRAK - Svo virðist sem bandarísk stjómvöld hyggist, þrátt íýrir hót- anir um refsiárásir, leyfa Oryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna að ráða ferðinni að Jjessu sinni í deilunni við Iraka. Irakar hafa hætt öllu samstarfi við vopnaeftirlitshópa S.Þ. Oryggisráðið hefur fordæmt þessa ákvörðun Iraka. Aptiva-tölvurnar frá IBM sameina heimsþekkt gæði og háþróaðan örgjörva sem gefur tölvunni geysilegt afl. Tölvuvinnsla á að vera auðvald, skammtilag og umiram allt hröð. Þess vegna eru Aptiva-tölvurnar sérhannaðar með afköst í huga og búnar 3DNow! þrívíddar- og margmiðlunartækni sem tryggir að myndvinnsla, leikir og samskipti á netinu verða eins og hugur manns. Aptiva kamur tilbúin baint á barðið. Á varði sam stanst allan samanburð. ________ __ Gnða skammtun! NÝHERJI Skaítahlíð 24 • Sími 5B9 7790 Slóð: http://www.nyherji.is IBM tiva E 35J 119.900 örgjðrvi: 300MHz AMD K6-2 3DNow. Vinnsluminni: 64MB SDRAM, má auka í 256 MB. Harðdiakur: 6.4 GB. Skjár: 15" IBM. Skjákort: ATi 3D Rage 11+ 3D mað 2 MB SGRAM. Margmiðlun 32x geisladrií og 40W hátalarar. Samskipti: 57.600 baud mótald. Hugbúnaður: Windows98, Lotus SmartSuite 97, Aptiva on tha Net, Aptiva Desktop Customlzatlon, Aptiva Gulde, Aptiva Installer, IBM AntlVirus, IBM Aptiv-izer, IBM Product Registration, Preload/Recovery CD, Active Movie, Ouiken SE, Norton Antivirus, Ring Central og PC Doctor.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.