Dagur - 03.11.1998, Side 12

Dagur - 03.11.1998, Side 12
12- ÞRIÐJUDAGUR 3.1VÓVEMBER 1998 D^ur . rc i < Arlm ;n S 462 3500 John Travolto og Emma Thompson leika Stanton hjónin. Jack Stanton ætlar að bjóða sig fram í forsetaembættið og fær til liðs við sig litrikan hóp sér- fræðinga ó sviði pólitíkar og almennra tengsla. Við fylgjumst með kos- ningabaróttunni sem er i raun keppni um hvor flokkurinn verður fyrri til að grafa upp eitthvert hneykslimólið til að ata mótframbjóðandann auri. Þriðjud. kl. 21.00 & 23.30. M3 mín. Tom Hanks Saving private ryan dward burns matt damon tom sizemor Björgun óbreytts Ryans er stórmynd sem lætur engan ósnortinn. Nýjasta kvikmynd meistarans Steven Spielberg. Þriðjud. kl. 21.00. WO min. Stranglega b.i. 16 óra nni°°LBvi D I G I T A L PRIMARV COLORS JOHN TRAVOLTA & EMMA THOMPSON l ÍÞR ÓTTIR Gudjón Árnason, fyrirliði FH-inga, og Elvar Guðmundsson, markvörður, fagna sigri á Haukum eftir mikinn spennuleik Magnús sá um Haukana Fyrsta mnferð bikar- keppni HSÍ hóíst um helgina. Níu af tíu leikjum voru á dag- skrá, eu Eyjameim og Breiðablik leika í kvðld. Eftir leiki helg- ariuuar eru fiiiim lið úr efstu deild komiu áfram í 16-liða úrslit. Sex lið sátu hjá og koma beiut í 16-liða úrslitiu. Úrslit leikja voru nokkurn veginn eftir bókinni, en þó má segja að úrslitin í leik Vals C gegn úrvals- deildarliði Aftureldingar hafi komið mest á óvart. Afturelding rétt marði þar eins marks sigur á baráttuglöðu Valsliði, sem var skipað leikmönnum úr ýmsum áttum. Þar bar mest á gömlu kempunum Brynjari Harðarsyni og Ólafi Benediktssyni, sem gerðu Mosfellingum lífið leitt í þessum hörkuleik. Brynjar sem lagði skóna á hilluna fyrir nokkrum árum átti stjörnuleik og skoraði ellefu mörk, eða rúm- lega helming marka Valsmanna. Óli Ben sem gerði garðinn fræg- an á sjöunda og áttunda áratugn- um hefur engu gleymt og sann- aði að lengi lifir í gömlum glæð- um. Hann varði eins og berserk- ur og þegar menn hættu að telja voru varin skot kappans komin hátt í tuttugu. Magnús lokaði markinu Það var ekki glæsileg byrjunin hjá FH-ingum í nágrannaslagn- um gegn Haukum og staðan orð- in 8:2 fyrir þá rauðu þegar nokkrar mínútur voru af leik. Allt gekk upp hjá Haukunum og stefndi í stórsigur gegn stóra bróður, þegar Kristján Arason pantaði leikhlé. Eitthvað hefur Kristján sagt við sína menn, því nýtt og baráttuglatt FH-lið var nú aftur mætt til leiks eftir langa bið. Liðið fór að spila sterka vörn og um leið fór Magnús Arnason markvörður að verja eins og hann fengi borgað fyrir það. Hann lokaði á Haukana og varði nfu skot, þar af þrjú víti, á með- an FH-ingar jöfnuðu í 9:9, en staðan í hálfleik var 10:9 fyrir Hauka. FH-ingar komu grimmir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fimm fyrstu mörkin áður en Haukar komust á blað. En eins og venja er í þessum nágranna- leikjum Hafnarljarðarliðanna, þá helst spennan oftar en ekki út leikinn og svo varð það í þessum leik, því Haukarnir náðu að jafna þegar leið á leikinn. FH-ingar hleyptu Haukunum þó aldrei fram úr sér og höfðu náð tveggja marka öruggri forystu í lokin. Leiknum Iauk síðan með eins marks sigri FH-inga 24:25. Spenna í Garðabæ og á Sel- fossi I Garðabænum og á Selfossi fóru einnig fram miklir spennuleikir sem báðir enduðu með eins marks mun. Framarar unnu Stjörnuna í Garðabæ 20:19, eft- ir mikla spennu á lokamínútun- um. Þegar um fimm mínútur voru til leiksloka jafnaði Stjarn- an leikinn, en Framarar komust yfir þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka. HK gerði góða ferð á Selfoss og sigraði 23:24 í jöfnum og spennandi leik, þar sem HK skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndunum. Úrslit leikja: Valur, Reyðarf.-Grótta/KR 8-29 Stjarnan-Fram 19-20 ÍR B-Valur B 24-26 ÍBV B-Ögri 25-24 Valur C-UMFA 21-22 Víkingur-Fjölnir 19-16 Selfoss-HK 23-24 Haukar-FH 24-25 KS-Fylkir 17-37 ÍR A, Völsungur, Valur A, KA, UMFA B og Þór, Akureyri sátu hjá í 1. umferðinni. Leikið í 1. deild kvenna á morgun. 6. umferð Miðvikud. 4. nóvember: Kl. 20.00 FH-ÍBV KI. 20.00 KA-Fram Kl. 20.00 Grótta KR-Stjarnan Kl. 20.00 Haukar-ÍR Kl. 20.00 Víkingur-Valur Strömgodset vill Guð- jón Þorðarson Norska knattspyrnuliðið Strömgodset, sem þeir Óskar Hrafn Þorvaldsson og Valur Fannar Gíslason Iéku með í sum- ar, er með íslenska landsliðsþjálf- arann, Guðjón Þórðarson, efst á óskalista sínum um þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Liðinu gekk herfilega á Ieiktíðinni og mátti þakka fyrir að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Forráðamenn liðsins beittu hefðbundinni „björgunaraðferð“ og ráku þjálfarann, Dag Vidar Kristoferson, eftir 2-2 jafntefli við Aston Villa í Evrópukeppn- inni á Villa Park. Aðstoðarþjálfar- inn, Jens Martin Söten, tók við og kláraði tímabilið. Hann var einn af þremur kandidötum til að taka við Iiðinu fyrir næsta tímabil. Hinir voru Halvar Thor- esen, þjálfari Lilleström og Logi Ólafsson þjálfari ÍA. Jens Martin Söten hafði áhuga en sagði nei takk þegar búið var að draga hann á asnaeyrunum á aðra viku meðan aðrir möguleik- ar voru kannaðir. Norska blaðið VG sagði svo frá því á laugardag- inn að nú væri það íslenski landsliðsþjálfarinn sem væri efstur á blaði hjá liðinu. Giumlaugur Jónsson áfram hja Kongsvinger Gunnlaugur Jónsson átti fínan leik með Kongsvinger á laugar- daginn þegar liðið mætti Kjelsás í aukaleik um sæti í úrvalsdeild- inni á næsta ári. Kongsvinger sigraði með yfirburðum, 0-5, og hélt þar með sæti sfnu í efstu deild norsku knattspyrnunnar sextánda árið í röð. Gunnlaugur Jónsson hefur átt fína leiki í Kongsvingervörninni á endasprettinum og hugsar sér að vera áfram í röðum liðsins. „Þetta er búið að ganga ágæt- lega upp á síðkastið en hvort ég verð áfram í liðinu eða ekki kem- ur í ljós í næstu viku. Við ákváð- um að tala saman eftir aukaleik- ina við Kjelsás því þá væri ljóst í hvaða deild Iiðið léki á næsta ári. Ég reikna fastlega með því að vera hér áfram fyrst við héldum sætinu. Mér Iíkar mjög vel hjá liðinu og við erum með fínan þjálfara svo ég sé enga ástæðu til að skipta um félag,“ sagði Gunn- Iaugur Jónsson í spjalli við Dag á Grefsen Stadion í Ósló eftir leik- inn. Eiiiar Öm kominn heim Einar Örn Birgisson, sem Iék með norska liðinu Lyn á nýloknu keppnistfmabiii, er nú kominn heim til Islands og hyggst leika hér heima á næstu leiktíð, þrátt fyrir að finnska meistaraliðið HJK Helsinki og ónefnt annarrar deildar félag í Frakklandi hafi sýnt áhuga á að fá hann til sín. Að sögn Einars ætlar hann að leika eitt tímabil hér heima, eftir að hafa átt við slæm meiðsl að stríða að undanförnu. „Það slitn- aði vöðvi aftan í lærinu og ég fór allt of snemma af stað. En ég er ákveðinn í því að vera heima í sumar og er nú að skoða þau mál,“ sagði Einar Örn. Samkvæmt heimildum Dags er talið nokkuð öruggt að Einar Örn Ieiki með KR-ingum í sum- ar, en að sögn Einars kemur það í Ijós núna í vikunni, hvar hann spilar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.