Dagur - 03.11.1998, Síða 13

Dagur - 03.11.1998, Síða 13
ÞRIDJUDAGVR 3. NÓVEMRER 1998 - 13 Helgi tiyggði Stabæk bikarinii ÍÞRÓTTIR Fyrir leik Daivíkinga og bikarmeistara Grindavíkur voru leikmönnum beggja liða afhentar rósir. Á myndinni eru lið- in ásamt þjálfurum og leikstjórum skömmu fyrir leik. Grindvíkingar í aftari röðinni. - mynd: gg Korfuboltaveisla áDalvík Bikarkeppni Körfuknattleikssam- bandsins er komin af stað og ljóst hvaða lið komast í sextán liða úrslit. Dalvíkingar duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu bik- armeistara Grindvík- inga í heimsókn. Dalvíkingar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir drógust á móti bikarmeisturum Grind- víkinga í bikarkeppni KKÍ, en Dalvíkingar leika sem kunnugt er í 1. deild. Leikurinn varð hins vegar ekki leikur kattarins að músinni, eins og búist var við, þó Golíat hefði 63 - 107 sigur á Davíð. Þess má geta að íþrótta- salurinn á Dalvík er mjög lítill og er veitt undanþága til að leika þar. Skot frá miðju í þessum sal er eins og gott þriggja stiga skot í „venjulegum" sal. Fyrir leikinn mættu Grindvík- ingar á æfingu hjá yngri flokkum Dalvíkur og tóku þátt í henni af lífi og sál. Sú æfing verður ung- um Dalvíkingum eflaust lengi í fersku minni. KefLvíldngar með góða brcidd Keflvíkingar slógu KFI frekar auðveldlega út úr bikarkeppn- inni á sunnudagskvöld. Keflvík- ingar náðu að nota breidd liðsins vel og sigruðu með 113 stigum gegn 83 stigum Isfirðinga. Mót- spyrna leikmanna KFI var ekki mikil og kom það á óvart því mikið er í húfi í bikarleikjum. Is- firðingar máttu líka þola tap á heimavelli á föstudagskvöld gegn Snæfelli en sá leikur var í DHL- deildinni. Isfirðingar eru eitt- hvað að hiksta eftir góða byrjun. KR-ingar og Valsmenn mætt- ust enn og aftur í mikilvægum leik á nýbyijuðu keppnistímabili. KR-ingar slógu Valsmenn út úr keppninni um Eggjabikarinn á dögunum og endurtóku leikinn nú og eru áfram í bikarkeppninni. Þessi lið eru búin að mætast svo oft núna í vetur að gott vinasam- band hlýtur að vera komið á milli Hlíðarenda og Vesturbæjarins. Onnur úrvalsdeildarlið áttu frekar auðvelda leiki og komust áfallalaust inn í sextán Iiða úr- slitin. Úrslit leikja: GG - Sindri 89 - 61 Reynir - Þór, Ak. 48 - 127 Skallagr. - UMFG B 152 - 38 Stafholtst. - Tindastóll 53 - 99 Dalvík - Grindavík 63 - 107 HK - ÍA 46 - 104 Selfoss - Breiðablik 78 - 97 Þór Þorl. - Hvöt 111 - 40 IV - Stjarnan 74 - 98 Fjölnir - Snæfell 62 - 86 Hamar - ÍS 77 - 78 Keflavík - KFÍ 113 - 83 Reynir S. - Njarðvík 74 - 141 ÍR - Haukar 75 - 98 Valur - KR 65 - 76 Smári, Varmahl. - Örninn78 - 49 Eftirtalin Iið Ieika í 16-liða úrslitum: Golfldúbbur Grindavíkur, Þór, Akureyri, Skallagrímur, Tinda- stóll, Grindavík, IA, Breiðablik, Þór, Þorlákshöfn, Stjarnan, Snæfell, ÍS, Keflavík, Njarðvík, Haukar, KR og Smári, Varma- hlíð. - gs/gg Helgi Sigurðsson fyrsti íslenski bikar meistarinn í Noregi. Skoraði tvö mörk í úr- slitaleiknum gegn Rosenborg. Ami Gaut- ur illa fjarri góðu gamni. Jöm JamtfaU var hörmulegur í marki meistaranna. „Jú þetta er auðvitað stór dagur hjá mér en ennþá stærri hjá Sta- bæk. Fyrsti stóri titilinn í höfn og það var stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu“, sagði Helgi Sigurðs- son eftir að hann hafði tryggt liði sínu bikarmeistaratitilinn í á Ullevál á sunnudaginn. Helgi átti frábæran leik með Stabæk, skor- aði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja þegar Stabæk lagði norsku meistaranna, Rosenborg, 1-3. Það tók Helga aðeins fimm mínútur að þefa uppi fyrsta færið og senda boltann í netið framhjá arfaslökum markmanni meistar- anna, Jörn Jamtfall. Þjálfari Ros- enborg, Trond Sollied, ákvað að láta Jamtfall taka við markvarðar- stöðunni af Árna Gauti Arasyni sem hafði staðið sig mjög vel f þeim leikjum sem hann hafði leikið fyrir liðið. Nú sleikja þeir báðir sár sín Sollied og Jamtfall. Helgi Sigurðsson sá til þess. Frábær markvördur hjá Stabæk Helgi var hógvær eftir leikinn og vildi lítið þakka sjálfum sér hvernig fór. „Eg átti ágætan leik og þakka það fyrst og fremst góðri þjálfun og hvernig stutt var við bakið á mér hjá félaginu þegar ég átti í erfiðleikum í vor og sumar. Þetta er frábær klúbbur og ég hlakka til þess að vera hér eitt og hálft ár í viðbót. En það var ekki síður markmanninum okkar, Forde Ol- sen, að þakka að við unnum þennan titil í dag. Hann átti frá- bæran leik og varði stórkostlega í leiknum. Hann var besti mark- maðurinn í deildinni hér í sumar. Annars átti allt liðið mjög góðan leik í dag. Við vorum einfaldlega betri en Rosenborg og sigurinn var sanngjarn". Helgi er fyrsti Islendingurinn sem verður norskur bikarmeistari og blaðamenn í Noregi gerðu mikið úr þjóðerni hans. Þeir vitn- uðu til þess að Bjami Sigurðsson og Ágúst Gylfason léku á sínum tíma úrslitaleik með Brann en náðu ekki að fagna sigri. Helgi var heppnari og er einn af fáum útlendingum sem skorað hafa tvö mörk í bikarúrslitaleik. Marco Tanasic lék sama leikinn í fyrra þegar lið hans, Strömgodset, tap- aði fyrir Válerenga. Menn leiksins: Helgi Sigurðs- son og Frode Olsen, báðir úr Sta- bæk. - GÞÖ Helgi skoraði tvö mörk í bikarúrslitaleiknum. West Ham yfirspiladi „sexý“ Newcastle West Ham sýndi GulHt hvað „sexy footbaU“ er. Manchester United með stórleik á Goodi- son Fark. Liverpool brást sjálfu sér einu sinni enn. Wimbledon áfram á þrjóskunni. West Ham kom, sá og sigraði Newcastle með glæsi brag, 0-3 á laugardaginn. Ekkert bólar nú á „sexý boltanum" sem Rud Gullit lofaði er hann tók við lið- inu af Kenny Dalglish. Það vek- ur athygli að meðan fjölmiðlar, um allan heim, dásama knatt- spyrnustjórana, Gullit, Martin O’Neil, Ferguson og Wenger o.fl, er það Harry Redknap hjá West Ham sem er að skila bestu vinn- unni. Hann hefur ekki úr jafn góðum mannskap að moða og starfsbræður hans hjá „topplið- unum" en nær jafn góðum ár- angri. Eftir hörmulegt slys á Highfi- eld Road, þar sem starfsmaður Coventry beið bana er hann Neil Ruddock, West Ham, rífst hér við Stuart Pearce, Newcastle, í leik lið- anna um helgina, þar sem West Ham sigraði 3:0. Alan Shearer reynir að stilla til friðar, en þeir Paul Dalglish og lan Pearce fylgjast með. varð fyrir Arsenal rútunni, varð leikur liðanna ekki sú skemmtun sem annars hefði orðið. Arsenal náði þó að næla í stigin þrjú, ná- kvæmlega það sem lið sem ætlar sér meistaratitil að vori þarf að gera. Góðir en Ferguson vildi meira Alex Ferguson, stjóri Manchest- er United, er ekki þekktur fyrir hroka eða yfirlæti. Samt lét hann sér ekki nægja að verða fyrstur til að vinna Everton eftir tíu Ieiki án taps og það 1 - 4 á Goodison Park. United spilaði stórgóða knattspyrnu þar sem Cole og Yorke eru að blómstra í fremstu víglínu. Svíinn, Jesper Blom- qvist, er að sanna að hvílík reyfarakaup Ferguson gerði með kaupunum á honum. Liverpool hélt áfram að valda sjálfu sér og stuðningsmönnum sínum vonbrigðum. Nú var það Leicester sem sigraði Rauða her- inn, 1 - 0, á Filbert Street. Enn verður bið á að David O’Leary \inni sinn fyrsta sigur sem stjóri hjá Leeds. Derby hafði öll ráð gestanna í hendi sér og voru óheppnir að hirða ekki öll stigin í Ieikslok. Þrjóskan bjargar Wimbledon Wimbledon neitar alltaf að gefa eftir fyrr en yfir Iýkur. Blackburn fékk að kynnast þrjósku gestgjafa sinna á laugardaginn. Eftir að hafa náð forystu, 0-1, varð Roy Hodgson að sjá á eftir sigrinum og sætta sig við eitt stig í leiks- Iok. Southampton virðist vera að vakna til Iífsins. Liðið gerði jafn- tefli við Sheffiled Wednesday í Sheffield eftir að hafa verið betri aðilinn í leiknum. Eftir hörmu- lega byrjun eru menn hættir að spá Southampton falli. Þeir klára sig á endasprettinum eins og venjulega. A sunnudaginn tryggði hinn stórefnilegi, Marlon Harewood, Nottingham Forest eitt stig úr viðureign sinni við Middles- brough á Riverside á sunnudag- inn. Ólfkt hafast þau að liðin sem komu úr fyrstu deildinni í vor, Boro er í toppbaráttunni en Forest sultast við botninn. Paul Gascoigne lék á ný með Boro eftir meðferðina á snúrunni og lofaði góðu. Úrslit leikja: Coventry - Arsenal 0-1 Derby - Leeds 2-2 Everton - Manch. U. 1-4 Leicester - Liverpool 1 -0 Newcastle - West Ham 0-3 Sheffield W. - Southampton 0-0 Wimbledon - Blackburn 1-1 Staðan í úrvalsdeildinni: Aston Villa Manch. U. Arsenal Liverpool Middlesbr. Chelsea Leicester West Ham Leeds Derby Newcastle Wimbledon Tottenham Charlton Everton Sheffield W. Blackburn Nottingham Coventry Southampton 10 6 4 0 11- 3 22 10 6 3 1 23- 9 21 11 5 5 1 13- 5 20 11 4 4 3 18-12 16 10 4 4 2 16-11 16 94 4 1 13- 9 16 11 4 4 3 11-10 16 11 4 4 3 12-12 16 112 8 111- 8 14 11 3 5 3 10- 9 14 11 4 2 5 15-16 14 11 3 5 3 16-19 14 10 4 2 4 12-16 14 10 3 4 3 17-14 13 11 2 6 3 7-10 12 11 3 2 6 8-10 11 11 2 3 6 11-15 9 10 2 2 6 7-16 8 11 2 2 7 7-17 8 11 1 3 7 6-23 6 — GÞÖ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.