Dagur - 12.11.1998, Síða 4

Dagur - 12.11.1998, Síða 4
20-FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 Xte^MT' MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU i. Hófferilinn 15 áragamall með sögu um raðmorðingja í TMM, skrifaði skáldskap í Vikuna ogeftir5 ára „þögn“ varð hann handhafi Laxness- verðlaunanna. Það er kannski dramatísering að tala um 5 ára þögn hjá skáldi á ofanverðum þrí- tugsaldri en Sindri Freysson, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í síðustu viku fyrir skáldsöguna Augun í bænum, byrjaði snemma. Sjö ára gamall ákvað hann að gerast skáld, birti skrif sín víða á táningsárunum og rétt rösklega tví- tugur átti hann ljóðabók og smásagna- safn að baki. Síðan eru liðin fimm ár. ímynduð eyja - má kaílast ísland - Jæja, og um hvað er þetta? „Þetta er vond spurning. Og þú færð vont svar,“ svaraði Sindri og brosti illyrmis- lega. Naut þess að sitja hinum megin við borðið - en Sindri hefur starfað sem blaða- maður á Morgunblaðinu frá því um tvítugt. „Þetta er saga um forboðna ást sem er ekki þóknanleg því samfélagi þar sem þetta ást- arsamband á sér stað. Svo er glæpur fram- inn. Bæði glæpur í þeim skilningi sem rétt- arríkið leggur í það orð en einnig eru fleiri glæpir framdir...“ - Uvernig er ástin forboðin? „Ungur læknir kemur í b'tið samfélag í ímynduðum bæ á ímyndaðri eyju sem við getum kallað Island. Hann þekkir þennan bæ frá æsku sinni en gerir sér fljótlega grein fyrir því hversu falskar minningar geta verið. Skömmu eftir að hann snýr aftur hittir hann konu sem hann verður heltekinn af. Sú kona er í hjónabandi. Svo eru ýmsir aðrir fletir á þessari ástar- sögu sem eru ekki samkvæmt ströngustu púrítönsku kröfum." - Og þú vilt væntanlega ekki skemma fyrir sölumöguleikum með því að skil- greina þessa fleti nánar? „....Read the book!“ Þorpið viðráðanlegt - Hvers vegna velurðu þorpið sem sögusvið - verandi sjálfur heilsteypt horgarbam? „Smábærinn er viðráðanlegur söguheim- ur og það er hægt að gera ákveðna stúdíu á honum, sem hefur miklu víðari skírskotun út í stærra þjóðfélag. En bærinn er sömu- Ieiðis ein forsenda þess að sagan þróast eins og hún gerir. Bæir sem þessir eru frek- ar einangruð samfélög og sjálfhverfir að mörgu leyti. Fólk sem kemur að utan og er að sækjast eftir öðrum hlutum en eru við- teknir í slíku samfélagi finna fyrir þeirri ógn sem getur stafað af nálægðinni." - A/ hverju ákvaðstu að nota glæp? „Sko, það verður í raun óhjákvæmilegt „Annars held ég að einfaldleikinn sé ofmetinn og það sé ofmikil éhersla hjá agapáfum íslenskra bókmennta á að það séu allir að skrifa einhvern símskeytastíl - sem ég kalla hinn norræna þurrkuntustíl. mynd: þók. Emfaldleikinn ofmetinn að saga þessara persóna endi í einhvers konar glæp. Eg er órafjarri allri predikun - en ef fólk sniðgengur ítrekað strúktúr, gildi og siðalögmál samfélags, er viðbúið að það brenni sig.“ Engu að tapa - Valui Helgafell áskilur sér rétt til að gefa út handritin sem berast t keppnina. Varstu ekkert tvístígandi við að senda handritið inn, vitandi að fengir þú ekki verðlaunin þá hefðiru brunnið inni með bókina fyrir þessi jólin? „Eg hafði engu að tapa. Verkið var til- búið og mér lá ekkert á. Ég játa það hreinskilnislega að þarna sá ég von um tekjur, ef ég myndi vinna, sem væru nær sannvirði handritsins miðað við þá vinnu sem að baki því liggur. Slík samkeppni hefur líka ákveðna kosti. Það er verkið sem þarf að standa sig og engu máli skiptir hvort höfundurinn sé karl eða kona, tvítugur eða sjötugur, hafi gott orð- spor eða vafasamt fyrir ritstörf, skurð- gröft eða íjöldamorð. Nafnleysið er skjól fyrir höfundinn, verkið er berskjaldað." Norræni þurrkimtustílliim Skáldskapur Sindra hefur stundum verið sakaður um háfleygni. - En hafa skrifþín breyst? „Það ætla ég að vona. Ég held að ég sé að verða látlausari. Ég hef ekki þessa „ung- æðislegu" þörf sem ég kannski hafði einu sinni, til þess að sprengja allt í loft upp og efna til flugeldasýninga. Eg hef þó varla breyst í annan mann, en þótt ég sé hugsan- lega enn með regnboga í hárinu þá eru fætumir í drullunni. Nú geri ég fyrst og fremst þá einföldu kröfu að stíllinn þjóni innihaldinu. Þannig að sagan komist mála- lengingarlaust til skila í stað þess að vera með einhvem hamagang í stíl. Annars held ég að einfaldleikinn sé of- metinn og það sé of mikil áhersla hjá agapáfum íslenskra bókmennta á að allir séu að skrifa einhvern símskeytastíl - sem ég kalla hinn norræna þurrkuntustíl. Þessar kellingar, jafnt karlar sem konur, hafa oft fengið eða þótt líkleg til að fá Norðurlandaverðlaunin. Norskir höfund- ar gera mikið af þessu, skrifa svona 3ja orða setningar: „Lea er örg. Allt var breytt. Gustav hætti í vinnunni.“ etc. Þá vil ég frekar læti og hávaða.“ - Þú ert þá ekki einn af þeim sem geta ekki litið á kjöl æskuverkanna án þess að roðna? „Burnt them all... Nei, ég skammast mín ekki fyrir þau þótt ég finni kannski ekki til lífrænna tengsla við bækumar. Þá sjaldan sem mér hefur orðið á að líta í þær þá hef- ur mig langað til að byrja að krota og end- urskrifa sögumar. En það er ég í dag sem væri þá að ritskoða Sindra Freysson fyrir 5- 10 árum síðan. Ég vona bara að ég sé í ei- lífri endurskoðun og þróun. Ef höfundur er ekki stöðugt að endurskoða sitt verk þá er hann náttúrulega að búa sjálfum sér vel orðaða gröf þar sem er frekar vont að hvíla.“ LÓA Sami sauriim er verstur Ég skil ekki af hvetju uppeld- is“menning“ (einhvem veginn verður víst að réttlæta baráttu- taut fyrir feðraorlofi) þessarar siðmenntuðu, norrænu þjóðar er enn á því stigi sem raun ber vitni. Það eru áratugir sfðan kona varð hér fyrst bæjarstjóri, 18 ár síðan einstæð móðir varð forseti, nærri aldarfjórðungur síðan konurnar í útvíðu buxun- um sungu „en þori ég, vil ég, get ég,“ og hvöttu stúlkur landsins áfram. Samt erum við enn að berjast fyrir því að karlmenn fái að eyða tíma með ný- fæddum börnum sínum. Fjölskylduþvaður ráðamanna Ráðamenn þvaðra öðru hveiju um fjöl- skyldustefnu, leiðrétta þurfi kynbund- inn launamun, auka hlut kvenna í stjórnmálum og sveigjanlegan (??!?!) vinnutíma fyrir foreldra. Okei, þetta tekur allt tíma en virkar dálítið einsog menn séu að sletta ijóm- anum, eggjahrærunni og mar- engsinum á tertuna áður en kannað er hvort svamptertubotn- inn féll í ofninum eður ei. Á meðan karlmenn fá ekki að taka óstuddir ábyrgð á börnum sínum verður kynbundnum launamun ekki útrýmt, né hlutur kvenna í stjórnmálum aukinn. Eins og kunnugt er þykir réttast að steypa sökkla áður en hús er reist. Þessi ágæta regla á við um barnauppeldi eins og annað. Ef karl- menn eiga að fá að taka jafnan þátt í uppeldi barna, öðlast jafna ábyrgðar- kennd á við mæður þurfa þeir að fá launað sjálfstætt feðraorlof rétt eins og mæður fá fæðingarorlof. Og enginn virðist hafa áttað sig á þessu nema ráða- menn Reykjavíkurborgar sem hafa ný- lega lokið Iofsverðu verkefni þar sem 8 körlum var gefínn kostur á 3ja mánaða MENNINGAR VAKTIN Meðan karlar fá ekki álíka langt fæðingarorlof og konur er engin von til þess að kynin verðijafn eftirsóttir starfs- kraftar á vinnu- markaði. feðraorlofi og var ekki annað á þeim að heyra sem komu fram í heimildarmynd- inni, Feður í fæðingarorlofi, en þeir væru ekki bara hæstánægðir með þenn- an tíma - heldur væri ekkert eðlilegra en karlar önnuðust börn sín. Htnmasæng hrekkur skammt Móður- og föðurkenndin er ekki með- fædd. Ábyrgðartilfinning gagnvart eigin börnum sprettur aðeins og eingöngu upp af umönnun. Tvær vikur í himna- sæng með móður og barni hrökkva skammt. Eins og Jón Sigurðsson sagði ein- hvern tímann svo skemmtilega, og Þor- valdur Gylfason rifjaði upp í þætti sín- um um helgina: „sami saurinn er verst- ur.“ Þorvaldur notaði sér tilvitnunina til að telja okkur trú um að fyrst Jón vildi aflétta einokunarverslun Dana þá hefði hann áreiðanlega; væri hann lifandi nú, sótt um aðild Islands að ESB með hraði. Ég er ekki alveg jafn snjöll og Þorvaldur og veit ekki hvernig ég á að nýta þessa fínu fullyrðingu fæðingaror- Iofi karla til framdráttar. En það er ör- ugglega hægt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.