Dagur - 18.11.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 18.11.1998, Blaðsíða 2
2 - MIDVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 Ttoptr FRÉTTIR Nikótín tyggjó er trúlega algengasta aðferðin við nikótínneyslu fyrir utan tóbak. Nikótín hefur sitt hvað sér til ágætis Greina þarf á iniUi tdhaksins og nikótínsms, sem sýnir sig að koma að gagni gegn ýmsum sják- dómum ásamt að auka mönnum iniiini. „Það er of mikið sagt að nikótín sé hið ágætasta efni, því það er auðvitað ban- eitrað. En hitt er annað mál að nikótín hefur sitthvað sér til ágætis. Gallinn við nikótín, eins og koffín, er sá að fólk neyðist til að taka það inn með mörg- um öðrum efnum. Það er mitt mat að skilja þurfi á milli; nikótíns annars veg- ar og tóbaksins hins vegar", sagði Þor- kell Jóhannesson, prófessor í lyfjafræði við HÍ, sem nýlega fjallaði um ýmsa kosti nikótíns í Heilbrigðismálum. Bætir minni.... Þorkell segir m.a. að tilraunir með dýr bendi til þess að nikótín geti bætt minni þeirra og að svipað gerist í mönnum. „Já það held ég að sé alveg rétt. Enda þekkt að þegar vanur reyk- ingamaður er búinn að reykja sína fyrstu sígarettu á morgnana þá færist yfir hann ró og skerpa og honum finnst hann betur vakandi og hugsa skirar". Gegn Farkinsons og Alzheimer I annan stað segir Þorkell nikótín kunni að koma að haldi við hrörnunar- sjúkdóma í miðtaugakerfinu; Alzheimer, Parkinsons og fleiri sjúk- dóma. „Það liggur á borðinu að þeir sem reykja fá síður Parkinsonsveiki en aðrir, sem án efa má rekja til nikótíns- ins. Varðandi Alzheimersjúkdóminn eru hins vegar vísbendingar, en ekki staðfestar, um að nikótín ætti að geta komið að gagni, einkum á byijunar- stigi, ef það væri gefið í nægilega stór- um skömmtum'1. Það hafi þó ekki Iækningagildi. Þorkell segir líka athyglisvert, að óvirkir alkóhólistar og geðveikt fólk reyki gríðarlega. „Mér þykir freistandi að ætla að reykingar þessara hópa sé eins konar sjálfslyíjun. Varðandi geð- klofasjúklinga má kannski segja að nikótín bæti upp þá tuflun sem er i miðtaugakerfinu og veldur sjúkdómn- um. Og eitthvað svipað á við um þessa gömlu drykkjumenn". Af tvennuillu..... Svo reykingabann getur kannski verið óskynsamlegt t.d. á geðdeildum og víðar? ,Af tvennu illu tel ég miklu betra að leyfa, t.d. óvirkum alkóhólist- um að púa sígarettur heldur en að drekka brennivín. Því hvað sem sagt verður um nikótín þá er það ekki vímu- gjafi, þó það sé sterklega vanabindandi (reykingar). Sama er að segja um fólk með geðklofa, sem margt hvert reykir ofboðslega. Sem læknir mundi ég hreinlega ekki treysta mér til að banna því að reykja, mundi fremur Ieyfa því að sitja einhversstaðar í sal og púa“. Tvískmnimgur.... Þorkell segist í mörg ár hafa haldið því fram að ef yfirvöld vilji Ieyfa ávanaefn- ið nikótín þá hljóti að vera skynsam- legra að leyfa það í því formi þar sem það veldur minnstu tjóni. „Þá er ég að hugsa um nefúða eða eitthvað þess- háttar“. -HEI Iiinan Alþýðubandalagsins berast þær fréttir að stuðningsmenn Heim- is Más Péturssonar, frainkvæmda- stjóra Alþýðubandalagsins, séu famir að plægja akurirm fýrir fram- boðið hans iiman samfýlkmgarmn- ar á höfuðborgarsvæðinu vegna þmgkosningamia í vor. Samkvæmt því virðist ekki aðeins vera rnikill áhugi á þvi að liann bjóði sig fram í Reykjavík heldur cr einnig mikill áhugi fyrir því á Vcstfjörðum að hann vcrði í framboði þar fýrir samfylkmguna. Hvað sem þvl liður telja margir stuðningsmenn hans hér syðra aö hami cigi að henda sér í haráttuna í borginni, enda vel kynntur hjá mörgum sem telja að haim mmii koma með nýja og ferska vinda hmí sali Alþingis. Heimir Már Pétursson. í pottinum heyrist að meðal Kvcnnalistakvenna sé gefin sú skýring á ákvörðmi A-flokkamia að hafna skilyrðum Kvemialistans fýrir þátttöku í samfylkmgunni, að A-flokkamir hafi einfaldlcga séð fram á svo hatrömm átök innan sinna eigin flokka um sæti á fram- boðslistum t.d. í Reykjavík, að þcir hafi hreinlega ver- ið tilbúnir til að „fóma Kvennalistanum" til að halda hmbyrðis friði og fjölga sætum fýrir sma menn. Ekki þarf að taka fram að samfýlkingarsinnar í pottinum visa þessu að sjálfsögðu á bug þó þeir kamiist við að áatökin um sætin í Reykjavík muni verða mjög hörð.... Kvennalista- merkið. í pottinum heyrðist að fyrirspumum hafi rignt inn á DV og Frjálsa fjöl- miðlun eftir frétt Stöðvar 2 á sumiu- dagskvöld um að Össm Skarphéð- insson væri að hætta. Frétthi var þaimig fram sett að margir stóðu menn í þeirri mehiingu að Össm liefði verið rekinn mcð miklum hvelli. í potthium telja memi sig hins vegar vita að brottför Össurar hafi legið fýrir frá því snemma í haust þcgar lionum var gert að velja inilli stjómmálaima og blaðshis. Hhis vcgar mmi ráðning Óla Bjöms hafa átt mun skcmmri aðdrag^ anda. ÓH Björn Kárason. FRÉTTAVIÐTALIÐ Stefán Ólafsson prófessorviðfélagsvísindadeild Háslióla íslands „Bætum samfélagsþjónust- una“ eryfirskriftfundarher- ferðarBSRB til kynningará skýrslu Félagsvísindastofnun- arHáskóla íslands um viðhorf íslendinga til velferðar- ríkisins. MiWU meirihluti þjóðarmnar vill auka opiubera forsjá Skýrsla Félagsvísindastofnunar Háskóla Is- lands er viðamesta könnun sem gerð hefur verið hérlendis um afstöðu fólks til samfé- lagsþjónustunnar. Könnunin var gerð fyrir BSRB og hyggst bandalagið halda fundi um allt land þar sem áhersla verður lögð á hvað félagar í BSRB geti gert til þess að bæta samfélagsþjónustuna. Fyrsti fundur- inn var á Akureyri í gær. - Stefán Ólafsson prófessor var spurður að jrví hvort niðurstaðan könnunarinnar um afstöðu íslendinga til velferðaþjóðfé- lagsins hefði komið á óvart. „Já, ég mundi segja það því það kom mér á óvart hvað það er ríkjandi mikill stuðn- ingur við opinbert hlutverk á sviði velferð- arforsjár. Sérstaklega kom mér á óvart hvað það er mikill stuðningur við að auka útgjöld til einstakra málaflokka, þó ekki allra þátta. Sérstaklega á þetta við um ör- yrkja, aldraðra, langveika og barnafjöl- skyldur. Þetta eru greinilega þeir þættir velferðarríkisins sem fólk vill að aukin áhersla sé lögð á. Fólk styður í umtals- 'verðkntií'mteelf'aukrartgo til þessara mála- flokka jafrivel þó að það þýði hækkun skatta og útgjalda. Þetta á við jafnt karla, konur og einnig þá, sem staðsetja sig til hægri í stjórnmálum, - Eru íslendingar þar með tilbúnir að greiða hærri skatta til að öðlast þessa auknu þjónustu? „íslendingar leggja greinilega mikið upp úr opinberri velferðarþjónustu þrátt fyrir að mönnum þyki vont að borga skatta og vantrú á opinberum rekstri sem er ríkjandi viðhorf í nútímanum. Það viðhorf kemur mér töluvert á óvart. Þegar fólk er spurt hvort það vilji Iækka útgjöld til þessara málaflokka, þ.e. lækka bætur almanna- trygginga til þess að lækka skatta og gjöld, þá hafnar 80% þjóðarinnar því.“ - Hversu stór hluti þjóðarinnar vill aukna opinhera forsjá? „Það er svolítið misjafnt. Ef við tökum t.d. aukningu á dagpeningum til lang- veikra, þ.e. sjúkradagpeninganna, þá styð- ur 84% aðspurðra slíka aukningu, 82% vilja auka útgjöld til örorkulífeyris, 79% til elíi- lífeyris og 63% vi Ija'ia'uka'ritgjöld til' hartw- t fjölskyldna. Ef maður Iítur hins vegar á at- vinnuleysisbætur þá er mjög lítill stuðning- ur við að auka framlög til þeirra, eða aðeins 29% aðspurðra." - Hvað veldur þessari neikvæðu afstöðu til aukningar atvinnuleysisbóta? „Það er mjög sérkennilegt, en það er af- leiðing af þessari sterku vinnumenningu á Islandi. Fólk leggur mjög mikla áherslu á að menn bjargi sér sjálfir og gerist jafnvel vinnuþrælar. Það er almennt trú fólks að allir geti bjargað sér sem kannski er ekki óeðlilegt nú í minnkandi atvinnuleysi. Það er þekkt víða á Vesturlöndum að atvinnu- leysisbætur séu þær bætur sem almenning- ur tortryggir mest og margir lfta á bæturn- ar sem greiðslu til aumingja. Það er djúp- stæður sá ótti, að atvinnuleysisbætur grafi undan sjálfsbjargarviðleitninni. Það er visst samhengi í hugum mjög margra Islendinga að langur vinnudagur og velferðarríki fari saman og það endurspeglast mjög í þessari skýrslu Félagsvísindastofnunar." GG igaíóetfl rtoef wt 'itgat •wtr-"?t«#6fwe#

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.