Dagur - 18.11.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 18.11.1998, Blaðsíða 9
8- MIDVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 - 9 FRÉTTA SKÝRING Thgpr Xfc^ur FRÉTTIR litið eftir í tímaglasinu Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins, Guðmundur Árni Stefánsson þingmaður Alþýðuflokksins og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfuiitrúi. Deiiur um skiptingu saeta á framboðslistum samfylkingarinnar eru háværar þessa dagana, sagðar erfiðar en ekki óleysanlegar. Kvennalistakonur segja deilur A-flokkanna um aðferðarfræði halda Kvennalistanum í gíslingu. Formenn A-flokkaima segja það liggja alveg ljdst fyrir að skilyrð- um Kvennalistans um að hann fái eitt af þremur efstu sætun- um í öllum kjördæm- um og tvö örugg sæti í Reykjavík sé eudau- lega hafnað. Kvennalistakonur hittust í gær- morgun til að bera saman bækur sínar um stöðuna eftir að skilyrð- um þeirra um tvö örugg sæti í Reykjavik og eitt af þremur efstu sætunum í öðrum kjördæmum hjá samfylkingunni var hafnað. Þar var, að sögn Þórunnar Svein- bjarnardóttur, ákveðið að halda samráðsfund um málið. Samráð kemur næst á eftir landsfundi að völdum og er svipað og miðstjórn hjá hinum stjórnmálaflokkunum. „Eg vil engu spá um framhald- ið en ég hef sagt það fyrr og segi enn að allar deilur er hægt að leysa ef vilji er fyrir hendi. Ef það er vilji A-flokkanna og Kvenna- Iistans að Ieysa deiluna þá gerum við það auðvitað. Hins vegar geri ég mér ljóst, og sjálfsagt flestir aðrir sem í þessum samfylkingar- málum starfa um þessar mundir, að ferlið er í hnut. Spurningin er hvort okkur beri gæfu til að leysa hnútinn á næstu dögurn," sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, og á þá við tvöfaidan hnút, skilyrði Kvennalista og deiluna um próf- kjör eða uppstillingu. Það liggur fyrir á ummælum ýmissa kvennalistakvenna að samtökin eru ldofin hvað varðar þessi skilyrði sem A-flokkarnir hafa nú hafnað. A landsfundi list- ans töluðu þær Þórunn Svein- bjarnardóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir gegn því að svona úrslitaskilyrði væru sett. Þær Guðný Guðbjörnsdóttir og Guð- rún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Kvennalistans stýrðu harðlínu- arminum og höfðu betur á fund- inum. Dagur hefur öruggar heimildir fyrir því að afar Iítið er orðið eftir í tímaglasi A-flokkanna varðandi kröfur Kvennalistans. Sumir full- yrða meira að segja að nú sé það ekki lengur spurning um hvað Kvennalistinn geri, heldur hvort hurðinni verði skellt á þær. A það er bent að Kvennalistinn hafí ekki tekið neina afstöðu til þess með hvaða hætti verði stillt upp á Iista samfylkingarinnar. Þar deila A-flokkarnir um hvort við- haft verði prófkjör eða stillt verði upp á listana. Einkum er þetta vandamál í Reykjavík. Kvennalist- inn er sakaður um að hugsa bara um hvaða sæti konurnar geti fengið og setji nú skilyrði f þeim efnum. Kvennalistakonur segja aftur á móti að þeim sé haldið í gíslingu vegna deilna A-flokkanna um aðferðarfræði við að koma saman listum. Skilyrðuniun Iiafnað strax Enda þótt Kvennalistakonur hafí talað þannig á mánudaginn, þeg- ar Sighvatur Rjörgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins hafnaði skilyrðum þeirra opinberlega, eins og þarna væri um eitthvað nýtt að ræða, er það ekki svo. A fyrsta fundi formanna A-flokk- anna og kvennalistakvennanna Guðnýjar Guðbjörnsdóttur og Guðrúnar Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra Kvennalistans, um miðja viku eftir landsfund Kvennalistans, skýrðu þær frá skilyrðunum formlega. Þó var það svo að þegar þær voru spurð- ar hvort um alger skilyrði væri að ræða dró Guðný heldur úr því en Guðrún sagði þetta vera sldlyrði. Um þetta voru þær síðan ósam- mála. Þá tilkynnti Sighvatur Björgvinsson þeim að ef um skil- yrði væri að ræða þá hafnaði hann þeim. Svarið sitt væri nei við þeim skilyrðum. Þær voru spurðar hvort þær ætluðu þá að halda áfram í málefnavinnunni. Þá báðu þær um frest til að svara því. Meðan Margrét Frímannsdótt- ir og Svavar Gestsson dvöldu á Kúbu var enginn stýrinefndar- fundur haldinn. En síðastliðinn sunnudag var svo haldinn fundur. Sá fundur var haldinn bara til að ræða stöðuna sem kom upp vegna skilyrða Kvennalistans. Á þennan fund mætti Svavar Gests- son fyrir Alþýðubandalagið og sagðist skilja kröfu kvennalista- kvenna sem skilyrði og svar Al- þýðubandalagsins væri nei. Sig- hvatur Björgvinsson tók undir það enda áður búinn að hafna þessum skilyrðum. A þessum fundi var kvennalistakonunum gert það ljóst að þær yrðu að gera það upp við sig hvort þær ætluðu að halda áfram eða hætta, skil- yrðunum væri hafnað. Kvennlistakonurnar drógu þá í efa að þeir Svavar og Sighvatur hefðu umboð til að veita þessi svör, því málið væri í höndum kjördæmaráðanna, sem ættu að svara þessu en ekki þeir tvímenn- ingar. Sighvatur benti þeim þá á að hann væri formaður Alþýðu- flokksins og hefði umboð hans, samkvæmt samþykkt landsfundar flokksins, og því væri hann að svara hér formlega fyrir hönd Al- þýðuflokksins. Á þessum fundi var síðan farið yfír stöðuna í hverju kjördæmi fyrir sig, í ljósi skilyrða Kvenna- listans. Á AustQörðum taka þær ekki þátt í viðræðum flokkanna. Þar væri því ekki inni í myndinni að þær fengju eitt af þremur efstii sætunum. I Norðurlandskjör- dæmi vestra hefði bara fundist ein kona. Hún hefði ekki vitað um neinar aðrar konur sem gætu unnið með henni að samfylking- armálum. Hins vegar væri þessi kona að flytja úr kjördæminu. I Reykjaneskjördæmi er búið að hafna skilyrðunum alfarið og það hefur meira að segja verið fært til bókar fyrir tíu dögum síðan. Eftir að kvennalistakonurnar höfðu beðið um fundarhlé til að ræða sín mál komu þær aftur og sögðust ætla að halda áfram mál- efnavinnunni en sögðust þó ekki vera horfnar frá sínum skilyrðum. Síðan var haldinn fundur á mánudag hjá stýrihópnum. Þar mættu fulltrúar Kvennalistans eins og ekkert hefði í skorist. Þannig standa málin í dag. Óframkvæmanlegt „Það er alrangt sem komið hefur fram hjá þeim kvennalistakonum að þær hafí verið dregnar á svari. Á fundi með Guðnýju Guðbjörns- dóttur og Guðrúnu Jónsdóttur, sem haldinn var fyrir nærri hálf- um mánuði, strax í vikunni eftir landsfund þeirra, hafnaði ég skil- yrðum þeirra fyrir hönd Alþýðu- flokksins. Daginn eftir að Margrtét og Svavar komu úr Kúbuferðinni var haldinn stýrinefndarfundur og þar tók Al- þýðubandalagið af skarið og hafnaði skilyrðum Kvennalistans. Málið liggur því alveg klárt fyrir, skilyrðum þeirra er hafnað. Um það tjáir ekki frekar að ræða. Ég vona það aftur á móti ennþá að þetta hafi ekki verið hugsað sem skilyrði af hálfu Kvennalistans og að hann haldi áfram að vinna með okkur,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins. Margrét Frímannsdóttir tekur í svipaðan streng og Sighvatur hvað varðar skilyrði Kvennalist- ans. Hún segist hins vegar vona að í raun hafi Kvennalistinn sett þetta fram sem hugmynd en ekki skilyrði. „Ég hef sagt það áður að við verðum að bíða niðurstöðu úr hverju kjördæmi fyrir sig. Þá ligg- ur fyrir hvaða sæti eru ætluð þeim sem að framboðinu standa. A- flokkarnir hafa ekki gert neinar ákveðnar kröfur í þeim efnum. Það er því alrangt hjá kvennalista- konum að við höldum þeim í ein- hverri gíslingu. Við bara gerðum þeim grein fyrir því, eftir yfirferð okkar um kjördæmin og samtöl við okkar fólk þar, að það virtist vera óframkvæmanlegt að Kvennalist- inn fengi eitt af þremur efstu sæt- unum í öllum kjördæmum," segir Margrét. Hún segist vonast til að þeir flokkar sem tóku þátt í að móta samfylkinguna verði með til enda. Hver flokkur verði hinsvegar að gera það upp við sig hvort svo verði. Hún sagði að inn í málefna- vinnunni væri fjöldi atriða sem Kvennalistinn hefði lagt þunga áherslu á. „Þess vegna legg ég áherslu á að sem allra fyrst liggi fyrir hver nið- urstaðan verður í kjördæmunum," segir Margrét Frímannsdóttir. Gíslingin Gíslingin sem kvennalistakonur tala um er sú deila A-flokanna, einkum í Reykjavík, með hvaða hætti verði stillt upp á lista. Krat- ar krefjast prófkjörs og þar fer fremstur Össur Skarphéðinsson, sem hafnar því að taka annað sæt- ið án þess að prófkjör skeri úr. Tveir af þremur fulltrúum Alþýðu- bandalagsins í níu manna nefnd- inni sem vinnur að uppstillingu Ieggja til að uppstillingarnefnd raði listanum upp og þá er 'rætt um Svavar Gestsson í efsta sæti. Einn fulltrúi flokksins, Gísli Gunnarsson, hefur teldð undir til- lögu krata um prófkjör. Hann tal- ar þar fyrir hönd Bryndísar Hlöðversdóttir alþingismanns, sem er sammála krötunum um að haldið verði prófkjör. Samkvæmt heimildum er nú verið að ræða tvær eða þijár hug- myndir til lausnar deilunni, sem er sögð erfið en ekki óleysanleg. Á landsbyggðinni er atvinnuástandið tiltölulega gott miðað við Reykjavík þar sem yfir 1600 manns eru atvinnulausir. Reykvflángar 60% allra atvinnulausra Næstiun 60% allra at- vinnulausra í landinu eru Reykvíldngar. Aðeins 0,8% karla á landsbyggð- inni vantaði vinnu í október en tvöfalt hærra hlutfall á höfuð- borgarsvæðinu (1,7%). Af lands- byggðarkonum vildu 2,5% meiri vinnu og 3,5% borgardætra. Andstætt venju fjölgaði atvinnu- Iausum ekki milli september og Auka for- vamir Fíkniefnaneysla á Akureyri hef- ur færst æ neðar í aldurshópum og hafa forráðamenn félagsmið- stöðva nú leitað eftir stuðningi bæjarins til að lengja opnunar- tíma. Björn Björnsson, sem hef- ur umsjón með þessum mála- flokki hjá Akureyrarbæ, segir nauðsynlegt að geta boðið krökkum upp á einhvern valkost annan en miðbæjarröltið. Sér- staklega sé þetta mikilvægt á föstudagskvöldum. Tæpar þrjár milljónir þarf til að geta haft fé- lagsmiðstöðvar opnar á föstu- dögum næsta ár og yrðu þær opnar til skiptis. íþrótta- og tómstundaráð fjall- aði um beiðni félagsmiðstöðv- anna í gær og voru allar líkur á að erindið yrði samþykkt. Þor- steinn Guðbjörnsson, forstöðu- maður félagsmiðstöðvar Glerár- skóla, segir að þar sé aðeins opið tvo virka daga, tvo klukkutíma í senn. Brýnt sé að lengja opnun- artíma. I ár hafa allnxargir 14-16 ára unglingar verið staðnir að neyslu sem er mönnum mikið áhyggjuefni. „Okkur fínnst varla hægt að tala um forvarnir af hálfu bæjarins ef hvergi er hægt að fá inni á helsta hættutíman- um,“ segir Björn Björnsson. — Bt> 100 einstak- lingar í dópmálunt I Degi í gær kom ekki fram rétt- ur fjöldi á fíkniefnamálum sem orðið hafa á Akureyri. Málin eru á fimmta tug, en einstaklingarn- ir sem þeim tengjast eru um 100 talsins. Þessi misskilningur leið- réttist hér með. október og Vinnumálastofnum býst heldur ekki við að þeim Qöl- gi að marki í nóvember. Hlutfall atvinnulausra mældist 2,1% af mannafla í október, ríflega þriðj- ungi lægra en fyrir ári. Víðast iiman við tug Atvinnuleysisskráning jafngilti 1.000 körlum og tæplega 1.800 konum án vinnu í október (hvar af þriðjungurinn var þó í hluta- starfí), eða nær 2.800 manns að jafnaði. Næstum 60% þessa hóps (1.620 manns) var á skrá í Reykjavík. Um 200 vantar vinnu á Akureyri, 110 í Reykjanesbæ, tæplega 50 á Sauðárkróki og Sel- fossi en víðast hvar annars staðar telur skráin innan við tug. Um 190 laus störf voru skráð hjá vinnumiðlunum í októberlok. Um 150 útlendingar fengu at- vinnuleyfí í október. AIls voru um 1.700 atvinnuleyfí gefín út fyrstu tíu mánuði ársins, um 140 fleiri en allt síðasta ár. - HEI 25. flokksþing framsóknarmanna á Hótel Sögu 20. ■ 22. nóvember 1998 „VERTU MEÐ Á MK)JUNNI“ Dagskrá: Föstudagurinn 20. nóvember 1998 Kl.9.15 Afhending þinggagna Kl.10.00 Þingsetning Söngur Margrét Bóasdóttir Kl.10.10 Kosning þingforseta (6) Kosning þingritara (6) Kosning kjörbréfanefndar (5) Kosning dagskrárnefndar (3) Kosning kjörnefndar (8) Kosning kjörstjórnar (8) Kl. 10.30 Skýrsla ritara Kl. 10.45 Skýrsla gjaldkera KI.11.00 Mál lögð fyrir þingið Skipan í málefnahópa v/ nefndarstarfa Umræður um skýrslur og afgreiðsla þeirra Kl. 12.00 Matarhlé Kl.13.15 Yfirlitsræða formanns Kl. 14.15 Almennar umræður Kl. 16.30 Nefndarstörf-starfshópar-undirnefndir Laugardagurinn 21. nóvember 1998 Kl.09.00 Almennar umræður, framhald Kl. 11.00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 12.00 Matarhlé Kl.13.15 Kosningar: Fulltrúar í miðstjórn samkv. lögum Kl.13.45 Fjölskyldan og vimuvarnir Þórólfur Þórlindsson, prófessor Kl. 14.30 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 15.30 Nefndarstörf - starfshópar - undirnefndir Kl. 19.30 Kvöldverðarhóf T Súlnasal . Sunnudagurinn 22. nóvember 1998 Kl. 10.00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 12.00 Matarhlé Kl.13.15 Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins 1998 Kl. 13.45 Kosningar: -Formanns -Varaformanns -Ritara -Gjaldkera -Vararitara -Varagjaldkera Kl. 14.00 Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá tæmdri Með fyrirvara um breytingar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.