Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 3
TJgwr TIMMTVBfAG-UR T 9 N'Ó'V E'MRE'K’ 19 9 lP- 19 LÍFIÐ í LANDINU um. Eitt sinn voru allir læknar grasa- læknar því meðölin voru sótt í náttúruna og lítið annað að hafa fyrir utan hreina töfra og ákall til guðanna. Eftir því sem nú- tíma læknisvísindum fleygði fram var minni áhersla lögð á þekkingu forfeðranna en þó hef- ur upp á síðkastið komið í Ijós hvílíkur fjársjóður er fólginn í henni. Hér á landi er ein ætt sem sérstaklega hefur lagt sig eftir því að lækna með jurtum Iandsins, en það er fjölskylda Astu grasalæknis, Erlingsdóttur. Faðir hennar, afi og langafi stunduðu allir grasalækningar og börn hennar hafa haldið því við. „Maður er alinn upp útí í móa við að tína jurtir," segir Einar Logi Einarsson, einn barna Astu, en hann hefur unn- ið við grasalækningar í rúm 30 ár „Þetta þótti heldur hallæris- legt á árunum 1950-1960 þegar átti að vera búið að finnna upp lyf við bókstaflega öllu, en sem betur fer hefur það breyst." Ráð vlð ófrjósemi Einar segir náttúruna vita sínu viti og eiga Iækningu við flestum sjúkdómum. Meira að segja ófijósemi og ógleði á meðgöngu sem marga hrjái. Það vakti at- hygli fyrir nokkrum árum að á einum stað úti á landi voru nokkuð margar konur ófrískar á sama tíma, höfðu lengi reynt til að verða barnshafandi án árang- urs og leitað til Einars sem gat orðið að liði. „Já, ég var því fegnastur að þurfa ekki að borga með öllum þeim börnum sem ég hef aðstoðað við að verða til,“ segir Einar kíminn. „En án gríns, þá eru til íslensk lyf sem auka fijósemi og vegna þess að ástæður ófrjósemi eru margar, þá er misjafnt hver lyfjablandan er. Flestir sem til mín leita hafa gengið í gegnum margar rann- sóknir og hafa þokkalega vit- neskju um það hvers vegna þeir ekki geta átt börn. Reyndar er oft á tíðum gefin upp ástæðan „það finnst ekkert" en auðvitað er einhver ástæða. Stundum er því þannig varið að fólk passar bara hreint ekki saman og þá er móðir náttúra ekkert að tvínóna við hlutina. Hún bara neitar að taka þátt í leiknum.“ Þegar hér er komið sögu vakn- Trú á gmsalækna og aðra þá erhafa náttúr- una sér til aðstoðar við lækningar hefur aukist mjög hin síðari ár, enda oftá tíðum margra alda hefð fyrir lyfjablöndum úrgrös- ar upp hin óhjákvæmilega spurning: Af hverju er maður sem býr yfir slíkri þekkingu ekki orðinn ríkur og heimsfrægur? „Kannski mann langi bara ekkert að vera ríkur," svarar Ein- ar sem ber það með sér að vera öruggur með sig hreint alveg ánægður með lífíð eins og það er. „Þó fólk eigi kannski erfítt með að trúa því, þá er það nú samt þannig að við eigum hérna jurtir sem duga, meira að segja mjög góðar jurtir sem hafa verið þekktar um aldir. Og í gamla daga var brúði oft gefinn poki með ákveðnum jurtum, sem þá voru notaðar sem getnaðarvarn- ir, svona ef ske kynni að konan vildi ekki eignast barn strax eða hafa hemil á barnafíöldanum. Þetta þótti sjálfsagður hlutur og eins að leita til þeirra sem vit höfðu á, grasakvenna og lækna til að fá bót meina sinna.“ Morgunógleði og innantökur Einar hefur Ifka á takteinum góð meðöl við morgunógleði sem margar konur þjást af. Hann segir mataræði skipta miklu máli og svo það að lifa heilbrigðu lífi. En ógleðin komi eigi að síður og sé ekki frekar á morgnana, sumum konum sé óglatt meira og minna allan dag- inn. „Svona einskonar langtíma sjóveiki," segir hann. Seyðið sem hann gerir, er skaðlaust með öllu, enda segir hann það vera stefnu grasalækna að vinna úr jurtinni heilli, en ekki taka virku efnin útúr sem raski jafnvægi jurtarinnar. I framhaldi af meðgöngu kem- ur barn í flestum tilfellum. Það er ekki eintóm sæla því mörg börn þjást af innantökum og gráta sárt og mikið. Stundum svo mikið að foreldrum þykir nóg um og eru við það að gefast upp. Einar segir vandamálið margþætt, en oft mataræði móð- ur um að kenna. „Algengar mat- artegundir eins og appelsínur, súkkulaði og kaffi valda oft og iðulega kveisu í ungabörnum og svo bætir ekki úr að móðirin verður stressuð og út í mjólkina fer streituhormón sem barnið drekkur í sig. En \ið þessu er til seyði sem hefur gagnast vel um langan tíma og það hafa margir foreldrar hringt til mín ánægðir yfir umskiptunum, sagt að barn- ið sé hreinlega allt annað. Það finnst mér alltaf ánægjulegt," segir Einar að lokum, ánægður með að geta orðið að liði. -VS Einar Logi Einarsson er alinn upp við að tína jurtir og þurrka. V, «••• Náttúran besti lækniriiui BÆKUR Fyrsta skáld- saga Sig- urðar Sigurður Páls- i - son, sem eink- um er þekktur sem Ijóðskáld, hefur sent frá sér sína fystu skáldsögu, Parísarhjól. Þar segir frá sumri í lífi ungs íslensks myndlistarmanns. Hann tekst á við mikla sorg þegar sú manneskja sem stendur honum næst deyr skyndilega. Á tímamót- um heldur hann til Parísar og kynnist þar sérkennileg- um persónum. Ein þeirra kennir honum morgunbæn sem verður leiðarstefíð í leit listamannsins að því sem gefur lífinu gildi: „Guð gefðu mér gleði, kjark og góða samvisku..." Forlagið gefur Parísarhjól- ið út. Suð í farteskinu Tuttugu og þrjár smásögur á 190 blaðsíðum eru komnar út undir sam- heitinu Flugnasuð í farangrinum. Höfundur er Matthías Jo- hannessen skáld og rit- stjóri og fetar hann þarna mjóan stíg milli veruleika og skáldskapar og máir út hefðbundin mörk, segir í til- kynningu frá útgefanda, - líf- ið verður að list og listin að lífi. I sögum Matthíasar er hversdagsleg lífsbarátta fólksins í fyrirrúmi, ýmist barátta við náttúruöflin eða firringu heimsins, íslenskur veruleiki og samfélag er rík- ur þáttur sagnanna og draumar og sýnir skipa sinn sess. Vaka-Helgafell gefur út. Minnisstæð kona Anna Sveinsdóttir var óskil- getin, hórbarn. Hún fæddist árið 1867, ólst upp hjá vanda- lausum en varð seinna sauma- kona í Reykja- vík og í ensku hafnarborginni Hull og fluttist síðan til Vest- mannaeyja þar sem hún var kunn sem Anna í Björgvin. Um konu þessa hefur Björn Th. Björnsson skrifað skáldsöguna Brotasaga, sem nú er komin út hjá Máli og menningu. Anna þótti ekki tiltakanlega kvenleg, reyt- andi lunda á milli þess sem hún vafði sígarettur og pú- aði. Hún varð minnisstæð Eyjapeyjunum sem horfðu á athafasemi hinna stóru og úfnu konu. Einn þessara peyja var Björn Th. Björnsson, sem nú hefur skrifað bók um stormasama ævi þessarar konu og styðst við bæði rit- aðar og munnlegar heimildir, þegar þær þrýtur skáldar hann í skörðin, eins og hann hefur gert í nokkrum fyrri bóka sinna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.